Eru ekki allir búnir að hlusta á 7. þátt af Podkastinu okkar? Eða kíkja á lespakka vikunnar sem er ansi þéttur í þetta skiptið? Mæli með því áður en lestur hefst á þessari uppphitun fyrir Tottenham-leikinn á sunnudaginn.
Eins og margoft hefur komið fram er leikjadagskráin hjá United út tímabilið ansi strembin. Einhver tók sig til og reiknaði hvaða lið í deildinni ætti erfiðuðustu dagskránna út frá meðalstöðu andstæðinganna í þeim leikjum sem eftir eru:
Þetta segir manni að vísu ekkert sérstaklega mikið og er tiltölulega gagnslaust. Það getur hvaða lið sem er unnið hvaða lið sem er í þessari deild auk þess að leikir gegn liðunum í neðri hlutanum sem eru að berjast fyrir lífi sínu geta verið tvíeggjuð sverð á þessu stigi leiktíðarinnar.
Þegar kemur að United lít ég yfirleitt á björtu hliðarnar og ef til vill finnst einhverjum mér sýnast glasið alltaf vera yfirfullt. Í anda þess tel ég það vera ekkert verra að eiga eftir að mæta öllum stórliðum deildarinnar núna á lokasprettinum. Verkefnið framundan er vissulega þeim mun erfiðara en ég hef ekki trú á öðru en að það skerpi á einbeitingunni hjá öllum hjá félaginu.
Menn vita nákvæmlega hvað er undir og menn vita nákvæmlega hvað þarf að gera til þess að ná markmiðum tímabilsins. Það er að auki ótvíræður kostur að eiga eftir að spila við Arsenal, Liverpool og Tottenham en það eru lið sem muni veita okkur mestu samkeppnina um meistaradeildarsætið út leiktíðina. Þetta er því alfarið í höndum leikmannanna og þjálfara og þeir geta engu öðru en sjálfum sér kennt um ef liðið stendur ekki undir væntingum næstu mánuðina.
Á sunnudaginn er fullkomið tækifæri til þess að ná forskoti á eitt af þessum liðum sem ætlar sér að klifra upp fyrir Manchester United. Tottenham mætir á Old Trafford.
Andstæðingurinn:
Áður fyrr gat maður bókað það að Tottenhan myndi mæta á Old Trafford og fara heim með núll og nix í farteskinu á leiðinni heim til London. Í þau örfáu skipti sem Tottenham veitti einhverja mótspyrnu kom United til baka og pakkaði þeim saman fyrir rest. Mér eru minnisstæðir tveir leikir gegn Tottenham á Old Trafford. Í fyrsta lagi er það lokaleikur Þrennutímabilsins mikla 1998-1999. United var með eins stigs forskot á Arsenal fyrir lokaleikinn sem var gegn Tottenham á Old Trafford. Les Ferdinand ætlaði sér að skemma partý-ið og kom Tottenham yfir sem leiddi í hálfleik. Sir Alex hefur haldið þrumuræðu yfir mannskapnum í hálfleik enda kláruðu David Beckham og Andy Cole leikinn með tveimur mörkum strax í upphafi seinni hálfleiks. Fyrsta púslið í Þrennunni stórkostlegu komið á borðið!
Seinni leikurinn sem ég man svo vel eftir var svo auðvitað 5-2 leikurinn í apríl 2009. United var í harðri baráttu við erkifjendurna í Liverpool um titilinn og mátti ekki misstíga sig mikið. Þessi leikur byrjaði skelfilega, Tottenham komst yfir snemma leiks með tveimur mörkum frá Bent og Modric með þriggja mínútna millibili. Afleit byrjun og þetta leit illa út í fyrri hálfleik. En líkt og árið 99′ hefur Sir Alex minnt okkar menn á tap í leiknum væri einfaldlega ekki í boði. Leikmennirnir meðtóku skilaboðin og veislan hófst. Ronaldo, Berbatov, Tevez og Rooney (!) léku lausum hala og áður en yfir lauk hafði United skorað 5 mörk og ekki í fyrsta sinn sem United setti 5 mörk á Tottenham eftir að hafa lent undir.
Það er af sem áður var og nú færast stigin þrjú ekki sjálfkrafa inná reikninginn hjá United áður en leikar hefjast gegn Tottenham. Það er reyndar svo að United hefur ekki unnið leik gegn Tottenham síðan í mars 2012 þegar Ashley Young fór á kostum. Frá því að þessi vefsíða var stofnuð höfum við því ekki fengið tækifæri til þess að fjalla um sigurleik gegn Tottenham! Ég vil endilega fá tækifæri til þess á sunnudaginn.
Fyrri leikur þessa liða fór fram á White Hart Lane í jólatörninni. Ég er ennþá að reyna að átta mig á því hvernig United fór ekki með sigur af hólmi í þeim leik. Tottenham sá ekki til sólar í fyrri hálfleik á meðan framherjar United óðu í færum. Þetta er líklega besti einstaki hálfleikur liðsins á tímabilinu og ótrúlegt að boltinn hafi ekki hnoðast í markið fyrir rest. Það var mjög svekkjandi enda átti liðið sigurinn skilið og útisigur gegn Tottenham hefði sannarlega lífgað upp á þetta dapurlega útivallargengi liðsins.
Tottenham er líklega nákvæmlega á þeim stað í deildinni þar sem flestir búast við að Tottenham eigi að vera. Þeir sitja í 6. sæti og hafa misst bæði Arsenal og Liverpool fram úr sér frá áramótum. Það er nú þó líklega frábæru gengi þessara tveggja liða að kenna fremur en slæmu gengi Tottenham. Frá áramótum hafa þeir tapað 2 leikjum og gert eitt jafntefli en unnið 6, þar á meðal gegn Arsenal og Chelsea.
Ólíkt United hefur tímabilið hjá Tottenham verið mjög viðburðaríkt. Þeir hafa spilað mikið af leikjum, alls 47 enda komist langt í deildarbikarnum og í 32-liða úrslit í Evrópudeildinni. Yfir sama tímabil hefur United aðeins spilað 34 leiki. Maður myndi halda að þreytan hefði því eitthvað haft að segja hjá Tottenham á leiktíðinni, þeir hafa þó unnið marga leiki á tímabilinu með mörkum á lokamínútunum og virðast því vera í hörkuformi. Útivallargengi þeirra er einnig með ágætum og aðeins City og Chelsea hafa náð í fleiri stig að meðaltali á á útivelli á leiktíðinni en Tottenham. Leikmenn Tottenham eru því engin lömb að leika sér við.
Þeirra besti maður eru án efa Harry Kane, markahæsti leikmaður deildarinnar sem hefur verið algjörlega frábær það sem af er tímabilinu og var í dag valinn leikmaður febrúar-mánaðar í deildinni. Hann var líka leikmaður janúar-mánaðar. Hann er því sjóðandi heitur og hefur skorað 9 mörk í deildinni frá áramótum, álíka mikið og okkar framherjar eru að skora á öllu tímabilinu. Það hefur enginn geta útskýrt almennilega það fyrirbæri sem Kane er. Í dag eru fáir leikmenn að spila betur en hann í heimsboltanum sem er afskaplega undarlegt miðað við að fyrir ári síðan vissu fáir af þessum leikmanni. Hann virðist hafa alla þá hæfileika sem alhliða framherji í toppliði í ensku deildinni þarf að hafa. Hann getur skallað, skotið og hann getur spilað samherja sína í færi.
Bakvið hann er svo mjög kröftug miðja með Christian Eriksen í fararbroddi. Hann og Nacer Chadli eru í 2. og 3. sæti yfir markahæstu miðjumenn tímabilsins á eftir David Silva með 9. og 8. mörk. Bakvið þá situr svo Ryan Mason sem verndar vörnina og er alltaf opinn til þess að fá boltann.
Helsti veikleiki liðsins er ef til vill varnarleikur liðsins. Af liðunum í toppbaráttuni hefur Tottenham fengið á sig flest mörk allra og liðið hafa bara haldið hreinu einu sinni frá áramótum. Bakverðir liðsins eru ekki þeir tryggustu auk þess að Verthongen á það til að vera aðeins of æstur í að sækja að marki andstæðinganna. Dier, Fazio og Kaboul veita honum að sama skapi ekki alveg nógu góðan félagsskap. Bakvið þá er þó Hugo Lloris sem er frábær markmaður. Tottenham-menn geta t.d. þakkað honum fyrir að United vann ekki fyrri leik þessara liða.
Mér þykir ólíklegt að Tottenham mæti til leiks líkt og liðin sem við höfum mætt undanfarið, sitji til baka og leyfi United að halda boltanum. Líkt og fyrir United er jafntefli ekki góð úrslit og þeir munu því spila sóknarleik eins og Pochettino hefur staðfest:
I am brave. I never think in another way. My football idea is always to concentrate on the opponents’ goal, so why should I change? It goes against my way of thinking. My football is about trying to have the ball, playing attacking football and damaging the opponent. This is my feeling, my idea, and I need to translate those ideas to the team. I want to win the games, and while it’s true that you need to provide a good balance to the team, but I want to have the ball and try to score.
United
Leikurinn er á Old Trafford. Á þessu tímabili eru heimavallargengi United á pari við meistaragengi. Liðið hefur náð í 34 af sínum 53 stigum og aðeins fengið á sig 12 mörk. Við erum einfaldlega afskaplega þéttir á heimavelli. Þetta skarast algjörlega við útivallargengið sem er á pari við við gengi Stoke og Crystal Palace. Ekki boðlegt. Í ljósi þess er algjörlega nauðsynlegt að vinna þessa 5 heimaleiki sem eftir eru.
United er á þokkalegu róli í deildinni með aðeins 2 töp í deildinni í síðustu 18 leikjum. Tapið gegn Swansea var óverðskuldað en frá því að Louis van Gaal skipti í eins-framherja-uppstillingu hefur liðið að mínu mati verið að spila betur en undanfarið. Spilið hefur verið hraðara, það hefur verið meiri vídd á spilamennsku liðsins og Rooney býður upp á mun meiri hreyfanleika í sóknarlínunni en Falcao og Robin van Persie hafa gert undanfarið.
Í deildinni höfum við aðeins verið að spila gegn þessu minni spámönnum undanfarið sem flest hafa legið til baka og leyft okkur að halda boltanum. Eins og ég sagði fyrir hér ofan mun Tottenham líklega ekki spila þannig bolta. Liðið mun samt líklega pressa miðjumenn okkar duglega og því er mikilvægt að vængmenn okkar og bakverðir eigi góðan dag á sunnudag ásamt framherjanum. Þessir leikmenn þurfa að vera hreyfanlegir til þess að opna göt í vörn og miðju Tottenham.
Robin van Persie er ennþá meiddur og Marcos Rojo er eitthvað örlítið laskaður en gæti spilað skv. Louis van Gaal. Aðrir eru heilir og klárir í slaginn fyrir utan Angel di Maria sem er auðvitað í banni eftir viðskipti sín við Michael Oliver á mánudag ásamt Jonny Evans sem á 5 leiki eftir að banninu sínu.
Ashley Young hefur verið að spila vel og Wayne Rooney er að sýna okkur það afhverju hann á einfaldlega alltaf að spila frammi. Hann hefur skorað eða átt þátt í öllum mörkum liðsins í síðustu þremur leikjum liðsins og býður upp á svo miklu meira en Falcao og Van Persie. Michael Carrick kemur líklega inn en síðast þegar hann kom aftur í liðið eftir löng meiðsli fór félagið á 6 leika sigurhrinu sem er einmitt akkúrat það sem við þurfum á að halda um þessar mundir.
Líklegt byrjunarlið:
Falcao og Rafael spiluðu í jafnteflisleik u-21 liðsins gegn Tottenham í vikunni. Falcao spilaði frekar illa en Rafael átti fínan leik og ég væri alveg til í að sjá hann mæta til leiks. Valencia átti mikla sök á báðum mörkum Arsenal á mánudaginn og má alveg fá smá hvíld í verðlaun fyrir það. Ég geri fastlega ráð fyrir því að Fellaini stilli sér upp fyrir aftan Rooney en mikið væri nú gaman að fá að sjá Mata í sinni uppáhaldsstöðu á Old Trafford á sunnudag.
Rojo gæti auðvitað ekki spilað vegna meiðsla og þá mætir Phil Jones í miðvörðinn, einnig gæti verið athyglisvert að sjá hvort að Daley Blind stilli sér upp við hliðina á Carrick á kostnað Herrera, svona til þess að vernda vörn okkar gagnvart einni öflugustu miðju deildarinnar og heitasta framherja deildarinnar.
Louis van Gaal sagði ýmislegt á blaðamannafundinum.
Um tapið gegn Arsenal og viðbrögð leikmanna:
They’ve reacted fantastically in the training sessions. I cannot speak more highly about the professional attitude of my players. They are willing to do everything I’m very pleased with the reaction & I hope we can show that against Spurs – the first of 10 matches in the rat race.
Um Rafael:
Rafa played a very good match and scored a wonderful goal, and because of that he can grip again his confidence.
Um Falcao:
At a club like Man United, it is more difficult. He has competitors, he know Wayne Rooney is playing there and scoring. I have read in a lot of papers that it is a humiliation, I don’t think so. It’s a professional attitude of the management and the club but especially also for the player. His is not the first example and it shall not be the last example. A lot of players need more time to adapt to the new situation, to the new culture, to the higher rhythm of the English game – to a lot of aspects.
You can easily write ‘He can’t play football, he didn’t do that.’ But I can’t say that and don’t want to say that because Falcao, and all the other players, are working very hard and I’m very pleased with their attitude. So you always have to compare players with each other but you also need luck and you need a lot of luck when you’re a striker because you are more dependent on your fellow players. But he is doing his utmost best. He shows a professional attitude – not only Falcao but all the other players – but you can’t always win.
Um Tottenham:
They have a lot of talent because when you see the selection, you see a lot of youngsters playing and a lot of older players with experience who are not. That’s also nice to see, the process of another club. I have to say they are playing well and I hope we can beat them – it shall be very difficult again.
Luke Shaw með ansi bitastæð ummæli um muninn á æfingunum hjá Pochettino og Van Gaal:
It’s a little bit similar, but I think it is more tactical here with what we do in training, and different to the sessions at Southampton.
Ashley Young tjáði sig líka:
It was disappointing to go out of the FA Cup as we had a good chance to go through and go on and win it. We have to show character now and, with the team spirit we’ve got, everyone is back on the training pitch and we’ll be going into Sunday’s game full of confidence, as we always are, and looking to get three points again at Old Trafford.
Smá tölfræði í lokin:
- Wayne Rooney hefur skorað 7 mörk í síðustu 8 úrvalsdeildarleikjum gegn Spurs.
- Harry Kane hefur skorað í síðustu 6 útileikjum í röð í deildinni. Aðeins einn leikmaður hefur náð að skora í 7 útileikjum í röð en það er Robin van Persie sem tókst reyndar að skora í 9 útileikjum í röð.
- Spurs er aðeins þriðja liðið í sögu úrvalsdeildarinnar til þess ná 5 leikja taplausri hrinu gegn United. Hin eru Liverpool (2000-2002) og Blackburn (2004-2006).
Það er ómögulegt að segja til um hvernig leikurinn fer en ég spái því að skoruð verði 5 mörk í þessum leik. Leikurinn er á sunnudaginn kl. 16.00. Dómari er Mark Clattenburg.
Adólf Sig says
Vona svo innilega að Januzai komi ekki nálægt þessum leik væri frekar til að sjá Rafael í bakverði og Valencia á kantinum
Sigurjón Arthur Friðjónsson says
Getum við ekki haft tvö stykki Valencia inn á hjá okkur og gefið þeim svona eins og fjögur mörk í forgjöf ?
DMS says
Vonast til að sjá liðið svona.
——————– De Gea ——————-
Rafael — Smalling —– Rojo —— Shaw
———— Carrick ——— Herrera ———
Januzaj ———– Mata ————- Young
———————- Rooney ——————
Vildi að það pep-talkið fyrir leik væri nóg eins og á Ferguson tímanum. Grunar samt að við munum þurfa að hafa mikið fyrir 3 stigunum.
“He came in and said: ‘Lads, it’s Tottenham’, and that was it. Brilliant.” – Roy Keane
DMS says
…og hvernig er það, fer ekki að koma tími á Smalling að meiðast aftur? Er búinn að spila óvenju marga leiki undanfarið og standa sig óvenju vel í þokkabót. Þá fer yfirleitt eitthvað að gerast, tognun yfirvofandi?
Atlas says
Yrði ekkert hissa á að sjá liðið svona:
——————– De Gea ——————-
Rafael — Smalling —– Rojo — Young
———— Carrick ——— Blind———
Valencia——– Fellaini——— Januzaj
——————— Rooney ——————
Finnst líklegt að það verði settur miðjumaður og þá líklega Blind í að taka Cristian Ericsen úr umferð.
Myndi þó vilja sjá Herrera og Mata inni á kostnað Valencia og Fellaini.
Fengjum meiri hraða í spilið með Herrera-Mata-Januzaj-Rooney í framlínunni.
Andri says
Hræddur um að thessi leikur fari illa í dag. Bara tilfinning… 1-4!
Auðunn Sigurðsson says
Ég trúi ekki að Fellaini byrji þennan leik, hann hefurekkert getað.
Ingvar says
Jæja þá getum við bókað ósigur í dag eftir frábær ummæli Van Gaal: “ Við getum enn náð öðru sætinu“.
Held að við höfum aldrei unnið leik í vetur eftir að svona komment hafa komið frá honum. Held að menn ættu að hætta að babbla um hvar þeir geta endað í lok leiktíðar og fara spila fótbolta.
1-2 tap í dag, því miður!!
Ottó says
Frá mínum dýpstu hjartarótum vona ég að Falcao og Mata starti þennan leik