Hér er lespakki vikunnar!
Lesefni vikunnar
- Við tókum upp sérstakan podkast-þátt með félögum okkar af Kop.is til þess að hita upp fyrir stórleik Manchester United og Liverpool á sunnudaginn. Hann fór í loftið í gær.
- Skyldulesning þessa lespakka: Jonathan Wilson fer yfir feril Van Gaal til þess að koma auga á hvað nákvæmlega felist í leikspeki hans.
- Adnan Januzaj er farinn að rífa í járnin.
- Stefan Coerts ræðir um Memphis Depay sem á að vera á radarnum hjá United fyrir sumarið.
- Meistaradeildarsæti eða ekki, Louis fer hvergi.
- Paul Breitner, ráðgjafi stjórnar Bayern Munchen, segir að Louis van Gaal hafi lagt grunninn að núverandi velgengni Bayern og er sannfærður um að hann geti gert það sama fyrir United.
- Gary Neville segir að Louis van Gaal eigi að halda sig við leikkerfið sem við höfum séð í undanförnum leikjum.
- Fyrirliðinn hóaði leikmennina saman fyrir leikinn gegn Tottenham og hélt kraftmikla ræðu yfir þeim sem kom þeim í gírinn.
- Hann þarf þó líklega að halda svipaða ræðu yfir sjálfum sér fyrir leikinn gegn Liverpool.
- Juan Mata tileinkaði aðdáendum United sigurinn gegn Spurs.
- Svo er það spurningin hvort Di Maria eigi skilið að koma aftur í byrjunarlið United?
- Andy Mitten telur að United eigi eftir að reynast erfitt að halda De Gea.
- Svo er það slúðrið: United er reiðubúið til þess að kaupa Bale eða Ronaldo ef tækifæri gefst en miðvörður, hægri bakvörður og miðjumaður eru í forgangi fyrir sumarið.
Sigurmark vikunnar
Lag vikunnar
Atoms for Peace – Before Your Very Eyes
Auðunn Sigurðsson says
Það er ótrúlegt hvað margir hafa sterkar skoðanir á Van Gaal.
Ég man ekki eftir stjóra sem hefur fengið jafn mikla umfjöllun á jafn stuttum tíma.
Það eru allir að keppast við að skrifa greinar um hann, segja honum hvað hann áað gera og ekki gera, hvernig á að stilla upp liðinu osfr osfr osfr.
Ég finn samt fyrir því að lang flestir eru sammála um að gefa honum tíma og trúa að hann sé rétti maðurinn í starfið.
Ég er í dag alveg gjörsamlega pottþéttur á því að hann sé maðurinn og ég treysti honum 100 %.
En þetta mun líklega taka lengri tíma en ég gerði ráð fyrir í byrjun.
Barði Páll Júlíusson says
Moyes í fyrra? Held að hann hafi fengið álíka mikla umfjöllin. Held að það sé bara tengt því að koma á eftir besta stjóra allra tíma.Van Gaal er í raun sjálfur að koma bara á eftir Ferguson líka.
DMS says
Ég er orðinn pínu stressaður með samningamál De Gea. Hef reyndar á tilfinningunni að kauði bíði með að krota undir þar til í lok leiktíðar, ef hann mun þá á annað borð framlengja. Ef ekki þá mun Real Madrid hirða hann á undirverði í sumar. Eina sem gæti dempað svekkelsið við það væri að fá Ronaldo í hina áttina….já maður má láta sig dreyma.