Liðin eru komin og þau líta svona út:
Lindegaard
Rafael Rio Vidic Buttner
Scholes Carrick
Nani Welbeck Giggs
Chicarito
Bekkur:De Gea, Evans, Valencia, RVP, Cleverley, Powell, Kagawa
Lindegaard heldur sæti sínu í liðinu og Buttner spilar sinn fyrsta leik fyrir liðið. Robin van Persie og Kagawa detta á bekkinn. Þetta kemur svo sem ekki á óvart, það var alltaf líklegt að RvP og Kagawa yrðu hvíldir. Þeir koma væntanlega ekki inná nema þess þurfi. Powell er einnig á bekknum. Væri gaman að sjá hann fá að spreyta sig. Held að við munum sjá Welbeck spila örlítið fyrir aftan Chicarito. Set Giggs á kantinn en hann mun ef til vill draga sig inná miðjuna sem ætti að gefa Buttner tækifæri á að spreyta sig á upphlaupum upp vinstri kantinn.
Liðið hjá Wigan er svona og er óbreytt frá síðasta leik.
Al Habsi
Ramis Caldwell Figueroa
Boyce McArthur McCarthy Beausejour
Kone Di Santo Maloney
Bekkur: Pollitt, Watson, Crusat, Jones, Gomez, Boselli, Miyaichi
Ármann Örn says
Ánægður með það að sjá Buttner í byrjunarliðinu en er Valencia eitthvað meiddur eða ?
Mikael Uni Brune says
Mér lýst helvíti vel á þetta lið! hlakka til að sjá buttner spila líka og líka langt síðan maður hefur séð Chicharito spila leik hlakka til að horfa á þetta!
Jói says
Djöfull nenni ég þessum Welbeck maður.
Bjarni Þór Pétursson says
Ánægður að sjá Buttner byrja. Vafasamt að láta Giggs og Scholes byrja, sérstaklega þegar það vantar Rooney, RVP og Kagawa. Gæti endað í tómu basli.
Sigurður Heiðarr says
Djöfull áttu gömlu mennirnir góðan leik
Rúnar says
Missti af fyrri hálfleik en hrikalega var Buttner stöðugur og góður! Ánægður með að fá einhvern sem tekur sætið af Evra.