Í dag hefur orðrómur um að Manchester United sé langt komið með að festa kaup á İlkay Gündoğan, miðjumanni Dortmund, verið að ganga um Twitter. Orðrómurinn kemur frá þýska blaðinu Der Westen. Slíkir orðrómar eru auðvitað daglegt brauð þegar kemur að United og við munum bara sjá aukningu á þeim núna þegar tímabilið er að líða undir lok. Sport Witness er síða sem sérhæfir sig í að kanna slíka orðróma, uppruna þeirra og réttmæti.
Man United agree purchase of Ilkay Gundogan for £22m. Der Westen insistent. http://t.co/0qq6qNFhyZ pic.twitter.com/78oUkJNUUJ
— Sport Witness (@Sport_Witness) April 24, 2015
Í grein þeirra um þennan orðróm kemur fram að þetta blað, Der Westen, sé ekki þekkt fyrir að vera í slúðrinu. Ef til vill er því eitthvað til í þessu. Gündoğan var lykilmaður þegar Dortmund-liðið var að ná þeim árangri sem gerir Jurgen Klopp að heitasta bitanum á þjálfaramarkaðinum í sumar. Hann hefur verið orðaður við United áður en hann glímdi við erfið bakmeiðsli á síðasta tímabili og spilaði lítið. Hann hefur spilað talsvert með Dortmund-liðinu á þessu tímabili og staðið sig þokkalega en þó ekki náð þeim hæðum sem hann náði 2012/2013. Gündoğan á eitt ár eftir af samning sínum við Dortmund og sagt er að kaupverð sé 30 milljónir evra en vegna sterkrar stöðu pundsins gagnvart evrunni eru það einungis 22 milljónir punda. Miðað við aldur og getu þessa leikmanns verður það að teljast nokkuð gott. Hann spilar allar stöður á miðjunni en hefur spilað í stöðunni fyrir aftan miðjuna á þessu tímabili eins og sjá má á þessari mynd: Maður veltir því fyrir sér hvort að hann yrði hugsaður sem langtímaarftaki Michael Carrick? Jonas Giever er knattspyrnuáhugamaður sem fylgist grannt með Evrópuboltanum og hann sagði auðvitað sína skoðun á kappanum:
Gündogan to Manchester United would certainly be a great move for both parties. A dynamic midfielder capabale of playing several roles. — Jonas Giæver (@CheGiaevara) April 24, 2015
Was key for Dortmund in their high press and initiated so many of their high tempo attacks. Would fit in hell at the heart of United’s mid. — Jonas Giæver (@CheGiaevara) April 24, 2015
The big concern is his back injury. You never quite get rid of a serious back injury so I would not be surprised if it’ll re-appear.
— Jonas Giæver (@CheGiaevara) April 24, 2015
But if Man United can get him back to his 2012/2013-form and keep him injury free, then he’s a steal at €30m. World class midfielder. — Jonas Giæver (@CheGiaevara) April 24, 2015
Það var svo enginn annar en Gary Neville sem benti á að Sky Sports í Þýskalandi væru að birta sömu frétt:
Can someone translate ? https://t.co/KAHCngz5o2
— Gary Neville (@GNev2) April 24, 2015
İlkay Gündoğan verður fyrsti Þjóðverjinn til að spila fyrir aðallið Manchester United ef þessar fréttir eru sannar.
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) April 24, 2015
*Uppfært 25.apríl*
Þegar enskir blaðamenn fengu veður af þessu í gær virðast þeir hafa farið af stað og haft samband við sína menn innan United. Svörin sem þeir fengu voru öll á þessa leið:
Think there may have been some jumping of the Gun this evening. #mufc — Mike Keegan (@MikeKeegan_DM) April 24, 2015
ESPN greindi jafnframt frá því að Gündoğan vildi komast frá Dortmund eftir tímabilið en að þessar fregnir frá Þýskalandi um að sala á honum til United væri klöppuð og klár væru ekki sannleikanum samkvæmt. Þess má geta að Gündoğan er ekki í leikmannahóp Dortmund sem mætir Frankfurt í dag, hann er „veikur“.
BVB saying on & off the record no deal done. But as IG will be sold, he can basically do the deal himself, within transfer fee parameters
— Raphael Honigstein (@honigstein) April 25, 2015
Það er morgunljóst að United-menn eru að vinna hörðum höndum bak við tjöldin hvort sem að þessi kaup ganga í gegn eður ei. Það er skemmtileg tilbreyting frá síðustu tveimur sumrum!
Endum þetta á myndbandi með helstu tilþrifum Gündoğan á tímabilinu:
McNissi says
Takið eftir að hann virðist vera 100% jafnvígur sem gerir andstæðingunum mikið erfiðara fyrir, geta ekki stólað á að loka á aðra hvora löppina. Hann spreyaði löngum sendingum með vinstri eins og að drekka vatn og tók samt aukaspyrnu og horn með hægri. Mjög góður kostur fyrir miðjumann. Er líka óhræddur við að taka erfiðar langar sendingar í hlaup á köntum sem gæti orðið mjög sexy með Di Maria og Memphis sem kantmenn til að elta þær. Svo skemmir ekki fyrir að hann virðist vera grjótharður í tæklingum. Yrðu massa kaup fyrir 22 millur !
eeeeinar says
Þetta yrðu frábær kaup! Maður vill einmitt svona kaup – hrein styrking á hóp – þetta er leikmaður sem gerir beint tilkall í byrjunarliðið og er upp á sitt besta í algjörum heimsklassa. Ég hef fylgst töluvert með þýsku deildinni undanfarin ár og Gündoğan í ham er óstöðvandi. Með frábært auga fyrir hlaupum, snilldar sendingargetu, teknískur og kann svo að tækla hressilega.
Þetta er vissulega gamble miðað við fyrri meiðsli en ég er alveg tilbúinn í Gündoğan gamble fyrir 22m. Já takk!
Auðunn Sigurðsson says
Ætlar United í alvöru að kaupa þennan á um 20m punda og missa síðan Depay til Liverpool fyrir svipaða upphæð sem er miklu meira spennandi leikmaður að öllu leyti.
Það yrði SKANDALL! !!
eeeeinar says
@Auðunn
Ég veit ekki betur en að United sé einnig að vera víurnar í Depay – Það er svo undir honum komið að velja milli Liverpool og United (og PSG ef eitthvað er að marka þetta slúður). Ætli kjör og svo hvort liðið verði í meistaradeildinni næsta vetur spili muni ekki líka spila talsverða rullu í vali hans.
Því tengdu þá eru þessir leikmenn mjög ólíkir og því ekkert til fyristöðu að reyna við báða – bæði betra og allt það djass :)
Stefan says
95% líkur að United séu komnir með Clyne,Gundogan og Depay.
67% líkur á Hummels
12% líkur á Lewandowski
3% Ronaldo haha
Barði Páll Júlíusson says
Ég held að ef það er eh til í þessu, sem virðist vera, að við séum að eltast við hann þá er eltingarleikurinn við Kevin Strootman alveg búinn.
Margir velta fyrir sér afhverju við eltumst við Gundogan frekar en t.d. Pogba eða álíka leikmenn og ég held að það sé ein ástæða fremur en margt annað. Það er fjölbreytleiki hans.
Hann getur spilað á miðjunni með Carrick og verið þá sóknardjarfari, sama ef hann væri að spila með Blind. Hann getur hins vegar líka spilað einn á miðjunni með Herrera og verið þá dýpri og hann virðist vera mun meira responsable og sniðugari í því hlutverki heldur en Herrera sýndi t.d. á móti Chelsea. Veit hvenær hann á að vera hlaupa og hvenær hann á að vera kjurr.
Hins vegar held ég að Blind sé mun líkari leikmaður í áttina að Carrick heldur en Gundogan. Helsta ástæðan fyrir því er hvernig þeir verjast. Blind getur verið mjög klár varnarlega eins og Carrick og er t.d. ekkert að fara í tæklingu ef hún er ekki 100% eða skilar ekki því sem hann vill að hún geri.
Carrick fer t.d. ekki í tæklingu nema hún sé nauðsynleg. Ef hann fer í tæklingu og hún klikkar og skilur eftir sig opið svæði er mun hættulegra oft heldur en að bíða og halda manninum bara fyrir framan sig og hægja á honum. Þetta gerir Blind líka en ég held að Gundogan sé ekki þessi zonal defender.
Tryggvi Páll says
Ég held að menn ættu ekkert að vera að stressa mikið yfir fréttum af einhverjum leynifundi Depay og Liverpool. Í fyrradag var aðalfréttin að hann hefði verið á leynifundi með United! Það er alveg augljóst að PSV/umboðsmenn hans eru að reyna að búa til uppboð a la Lille/Hazard hérna um árið og á næstu dögum munum við sjá PSG, Bayern og fleiri félög vera orðuð við þennan ágæta leikmann.
Liverpool hefur klárlega áhuga á þessum leikmanni, United virðist klárlega hafa áhuga á þessum leikmanni. Er einhver sem heldur að ef valið standi á milli þessara félaga muni hann velja Liverpool? Sé það varla gerast ef maður ber saman hvað þessi félög geta boðið.
Halldór Marteinsson says
Gundogan spilaði ekki í dag, er hann meiddur núna?
Rúnar Þór says
hann er veikur
óli says
Mér finnst ekki það spennandi að kaupa leikmann sem missti út heilt tímabil og hefur svo ekkert verið sértakur á þessu tímabili. Hefur hann ekki þar að auki átt í vandræðum með að halda sér í formi eins og Anderson vinur okkar.