Fregnir frá Þýskalandi segja að United sé að ná samkomulagi við Dortmund um kaup á Ilkay Gundogan
Everton
Heimamenn hafa verið duglegir að hala inn stig að undanförnu eða 13 stig í 5 leikjum. Fram að því var stigasöfnunin 28 stig í 28 leikjum sem er afleit tölfræði fyrir lið sem stefndi pottþétt að meistaradeildarsæti. Markaskorunin hefur dreifst nokkuð vel í síðustu leikjum en liðið er þó ekki að skora mikið af mörkum. Í síðustu 3 leikjum hafa þeir einungis skorað 1 mark í leik en þó hlotið 7 stig. Það segir manni að vörnin hjá þeim virðist vera farin að smella saman en rétt er samt að taka fram að í síðustu 3 leikjum hafa þeir mætt Southampton, Swansea og Burnley.
Frá vegna meiðsla eru þeir: James McCarthy, Leon Osman, Darron Gibson, Bryan Oviedo og Tony Hibbert.
United
Liðið tapaði svekkjandi gegn Chelsea á Stamford Bridge eftir að hafa verið betri á öllum sviðum knattspyrnunnar. Þannig að maður var ekki fúll eftir leikinn heldur svekktur. United hafa verið að spila vel í langan tíma núna og ég tel engar líkur á öðru en að það haldi áfram á sunnudaginn.
Á blaðamannafundinum í dag kom fram eftirfarandi. Töluvert er um meiðsli hjá liðinu en þeir Daley Blind, Michael Carrick, Marcos Rojo, Phil Jones, Adnan Januzaj og Rafael. Af þessum er einungis búist við því að Blind gæti mögulega komið við sögu gegn Everton á meðan van Gaal staðfesti það að Rafael væri rifbeinsbrotinn og myndi ekkert vera með það sem eftir er leiktíðar. Leiða má líkur að því að hans framlagi til Manchester United sé lokið.
Líkleg byrjunarlið
Everton spái ég svona:
United spái ég svona:
Eldri leikskýrslur
05.10.2014 – Manchester United 2:1 Everton
20.04.2014 – Everton 2:0 Manchester United
04.12.2013 – Manchester United 0:1 Everton
10.02.2013 – Manchester United 2:0 Everton
20.08.2012 – Everton 1:0 Manchester United (Fyrsta leikskýrsla síðunnar)
Audunn Sigurdsson says
Þetta gæti orðið snúinn leikur.
Það er lykilatriði fyrir United að skora snemma í þessum leik því sjálfstraust Everton manna mun vaxa eftir því sem á leikinn líður ef United tekst ekki að skora.
Ég ætla að lofa mér að vera bjartsýnn og spái 0-2.
Jón Þór Baldvinsson says
Spái 1-2, Everton skorar fyrst en svo fer United í gírinn og klárar þá.
Cantona no 7 says
Ég spái sigri okkar manna (get ekki annað) 1-2
G G M U