Góðan daginn dömur mínar og herrar.
Á morgun klukkan 16:30 mun Darren Fletcher, ásamt Tony Pulis, koma með lærisveina sína í W.B.A í heimsókn á Old Trafford. Eftir tvo tapleiki í röð þurfa okkar menn að rífa sig upp af rassgatinu og morgundagurinn er tilvalinn til þess.
Mótherjinn
Tony Pulis og liðsmenn hans í W.B.A sitja sjö stigum fyrir ofan fallsæti með 37 stig. Samkvæmt gömlu klisjunni þá þurfa þeir því þrjú stig í viðbót til að gulltryggja veru sína í deildinni. Annað árið í röð hefur Pulis tekið við liði sem er með buxurnar á hælunum en í fyrra tók hann við Crystal Palace sem voru svo gott sem dauðadæmdir. Hann bjargaði þeim frá falli og er að gera það sama með W.B.A í ár. Tony Pulis er vissulega ekki einn þarna en í janúar fékk hann Darren Fletcher til liðs við sig. Pulis var ekki lengi að gera okkar mann að fyrirliða og er hann vægast sagt að ganga í gegnum endurnýjun lífdaga en Fletcher hefur spilað alla leiki W.B.A síðan hann flutti sig um set.
W.B.A eru vissulega sýnd veiði en ekki gefin. Besta sönnun þess eru úrslitin í þessari sömu viðureign í fyrra en þá fóru W.B.A menn með 2-1 sigur af hólmi. Leikskýrsluna af þeirri hörmung má finna Hér. Eitthvað sem má alls ekki endurtaka sig á morgun. Einnig fór síðasti leikur þessara liða 2-2 þar sem Manchester United yfirspilaði W.B.a en skyndisóknir / kæruleysi United manna kostaði þá tvö dýrmæt stig. Ef menn vilja rifja upp þann leik þá má lesa meira um hann Hér.
Það er því augljóslega komið að því að hefna fyrir þessa tvo leiki. Sorry Darren minn.
W.B.A menn eru í miðri uppsveiflu en eftir að hafa tapað fyrir Manchester City, Leicester City og Q.P.R þá hafa þeir unnið Crystal Palace og gert jafntefli við Liverpool. Og haldið hreinu í báðum þessum leikjum. Þeir munu því koma á Old Trafford á morgun með eitt markmið og það er að halda hreinu. Vonandi að meiðsli Ben Foster hindri það plan en hann er eini maðurinn á meiðslalistanum hjá W.B.A.
Miðlarnir í Englandi spá byrjunarliði W.B.A svona á morgun;
Okkar menn
Manchester United situr í hinu umtalaða fjórða sæti ensku Úrvalsdeildarinnar sem stendur. Tveimur stigum á eftir Manchester City og Arsenal (sem á leik til góða) sem sitja í sætunum fyrir ofan og heilum sjö stigum á undan Liverpool sem er fimmta sæti deildarinnar.
Okkar menn hafa tapað tveimur leikjum í röð án þess að skora mark. Það má því reikna með einhverjum áherslu breytingum í sóknarleiknum fyrir leikinn á morgun. Robin Van Persie skoraði meðal annars tvö mörk í 4-1 sigri U21 liði félagsins gegn Fulham nú á dögunum.
Þrátt fyrir að fara útaf gegn Everton sökum meiðsla þá er Wayne Rooney klár fyrir morgundaginn samkvæmt blaðamanna fundi Van Gaal fyrr í dag. Á blaðamannafundinum kom einnig fram að Luke Shaw, Jonny Evans, Marcos Rojo og Michael Carrick væru frá vegna meiðsla. Ótrúlegt en satt þá hefur Evans verið heill allan þann tíma sem hann var í leikbanni en tókst að meiðast um leið og leikbanninu lauk. Ótrúlegt! Ég held að Luke Shaw sé besta dæmið um að þjálfarar Manchester United verði að fara í naflaskoðun hvað varðar æfingaálag á nýjum leikmönnum liðsins, menn eru mislengi að aðlagast auknu æfingaálagi og eilíf meiðsli nýrra leikmanna eru ekki að hjálpa neinum. Shaw fór úr því að spila 35 leiki í fyrra niður í 15 í ár, og meiðst 8 sinnum yfir veturinn. Meiðsli Evans og Shaw taka heildartölu meiðsla í United liðinu upp í 70 í ár.
Það er því að vænta einhverra breytinga á byrjunarliðinu. Förum aðeins yfir þetta. Ef við reiknum með að liðið haldi 4-1-4-1 leikkerfi sínu þá gæti þetta litið svona út;
Því miður er Rafael meiddur. Við erum því fastir með Antonio Valencia í hægri bakverði en frammistaða hans gegn Everton var í raun ekki boðleg. Chris Smalling verður vafalaust á sínum stað í hjarta varnarinnar og með honum verður annað hvort Jones eða Paddy McNair. Miðað við blaðamannafund Van Gaal þá vantar ennþá rythm hjá Jones en hann er leikfær. Daley Blind fer svo líklega niður í vintri bakvörðinn.
Í fjarveru Carrick hefur Ander Herrera verið settur í hlutverk djúpa miðjumannsins og ég reikna með áframhaldi á því.
Fyrir framan Herrera verða svo Angel Di Maria og Adnan Januzaj á köntunum ásamt Wayne Rooney og Juan Mata á bakvið Robin Van Persie sem leiðir línuna.
Eins og ég sé þetta þá eru W.B.A að fara liggja til baka. Allsvakalega. Því er óþarfi að starta Fellaini og betra að nýta hann síðustu 30 mínúturnar ef það gengur brösulega að skapa sér færi. Ég vill líka sjá aðeins beinskeyttari sóknarleik og Di Maria og Januzaj gætu gert bakvörðum W.B.A erfitt fyrir en hvorugur þeirra er bakvörður að upplagi. Chris Brunt er miðjumaður og Craig Dawson er hafsent, og báðir frekar hægir ef minnið svíkur mig ekki. Di Maria og Januzaj ættu því að geta gert þeim lífið leitt. Eins vel og Ashley Young hefur spilað þá finnst mér allt í lagi að hrista aðeins upp í þessu og leyfa Januzaj að spila, ég veit að margir eru ósammála en ef menn spila aldrei þá geta þeir ekki bætt sig. Simple as that. Svo ef þetta virkar ekki þá hendir Van Gaal bara Young og Fellaini inn á og dælir löngum boltum inn í W.B.A liðið (sem mig grunar reyndar að sé nákvæmlega það sem Tony Pulis vilji).
Liðið lítur því svona út;
Ef liðið á svo í basli með skipulagt lið W.B.A þá má senda Fellaini inn á til þess að leysa leikinn upp. Eins og hann gerði svo frábærlega gegn W.B.A fyrr í vetur.
https://www.youtube.com/watch?v=NCvLKZP0sDQ
Bjartsýnis spá: 4-0 veisla
Neikvæðis spá: 1-0 ströggl
Hjörtur says
Þetta verður eflaust einn erfiðaði leikurinn, þar sem Utd þarf að berjast við 10 manna vörn, og það hefur sýnt sig að það hefur gengið illa hjá þeim að kljást við svoleiðis leiki. En ég spái nú samt 2-0. Góðar stundir.
Halldór Marteinsson says
Vona að liðið verði eitthvað svipað því sem er spáð í skýrslunni.
Veit að Januzaj hefur reynt á þolinmæði margra á þessu tímabili, þá sjaldan hann hefur fengið tækifæri í aðalliðinu, en ég vil sjá hann spila sem oftast. Jafnvel þótt það þýði að hann þurfi tíma til að fóta sig og verði ekki alltaf brilliant. Ég er alveg handviss um að það muni skila sér á endanum
#TeamJanuzaj
Björn Friðgeir says
Er hiklaust í #Teamjanuzaj líka. Lítur út fyrir að hann fái lán á næsta vetri, og við vonum að það gangi upp.
Svo voru það flottar fréttir í gær að Pereira væri búinn að skrifa undir, M.v. það sem hann segir um að þróa sig sem leikmann, þá sýnist manni samt hann gera ráð fyrir að vera hjá United næsta vetur en ekki fara út á lán
Stefán says
Ég er ekki sammála þessu með Januzaj, ég vil sjá okkar sterkasta lið í þessum leik, svo að þetta meistaradeildar sæti verði nánast gulltryggt! Svo má fara að spila þessum ungu strákum, helst bara að Januzaj, Pereira ofl. byrji þá alla leiki sem að eftir eru :)
Atli Þór says
Vildi nýta tækifærið hér og vonandi fyrir hönd allra stuðningsmanna Manchester United óska Rio Ferdinand innilegar samúðaróskir vegna láts eiginkonu sinnar. Skulum tileinka sigurinn í dag honum og fjöldskyldu.
Glory glory Man United!
bjarni says
Rugl spilamwnnska i dag. Eihgum vid skilid ad fara i meistaradeildina? Ja en ekki med steingeldu lidi. Inna med di maria og falcao saekja til sigurs
Gylfi Hallgrímsson says
bjarni;
Falcao? hefði viljað hann inná árið 2013, burt með Falcao, bless Persie.
Inn Lewandowski, takk.
Bjarni Ellertsson says
Gylfi:
Er alveg sammála þér en í svona leik þá er um að gera að hrúga inn leikmönnum í boxið, dæla boltanum inn og láta varnarmenn finna fyrir því, einn maður frammi gerir ekkert og varnarmennirnir líta alltaf vel út. Falcao tekur alltaf mann á sig og þá gæti losnað um aðra, nei í stað þess vill lvg að liðið haldi boltanum í 90 mín eða 80% af leiknum og skapa mörk eftir þolinmæðisvinnu og útpæltar excel sóknir. Við höfum ekki slíka menn í dag, þeir eru nær allir að spila fyrir BM, Barca og RM. Þess vegna er sorglegt að horfa á þetta getuleysi springa út í svona leikjum þar sem við eigum að stjórna með linnulausum árásum, einhver mun skila árangri að lokum. Hef ekki trú á að við gerum neitt mikið og merkilegt þar sem eftir lifir móts, vona bara að mótherjar okkar misstiga sig og við lendum í 4 sæti.