Mikið óskaplega var þetta leiðinlegt.
Fyrir leikinn var komið á hreint að Falcao væri á leið frá félaginu. Hann var síðan ekki í hóp, sagt var að hann hefði meiðst á æfingu í gær. David de Gea var einnþá meiddur og Victor Valdes hóf því sinn fyrsta leik fyrir klúbbinn.
Rooney kom aftur inn eftir meiðsli og loksins fék Di María að byrja leik, í fyrsta sinn síðan í mars. Hann var settur á vinstri kantinn og Ashley Young tók vinstri miðjuna
Liðin voru því svona:
Varamenn: Lindegaard, McNair, Blackett, Fellaini, Januzaj, van Persie, Wilson
Lið Hull lítur þannig út.
Hull byrjaði frísklega og Valdes beið ekki lengi eftir fyrsstu markvörslunni, skalla sem fór reyndar beint á hann. Wayne Rooney átti síðan fyrsta skot United, ágætt skot utan teigs sem sleikti slána.
Annars voru Hull mun sprækari fyrsta kortérið, vörnin hjá United var samt vel á verði og fátt gerðist að ráði þangað til Hull kom boltanum tvisvar í netið á 18. og 20. mínútu. Í bæði skiptin var það þó rangstæður Hull maður inni í markteig sem átti síðustu snertingu og hvorugt var því mark. Fyrra var sérlega klaufalegt. Rojo gaf aukaspyrnu út á kanti, boltinn fór beint á Valdes sem missti hann fyrir fætur Meyler sem skaut að marki og rangstæðr McShane kláraði. Milli þessara atvika varði samt Valdes gríðarvel.
Di María entist því miður ekki nema 22 mínútur, fór þá meiddur af velli með væga tognun í læri og Adnan Januzaj kom inn á.
Restin af fyrri hálfleik var síðan tíðindalítil. United voru áhugalausir og Hull vantaði herslumuninn til að brjóta niður vörnina hjá þeim.
Newcastle skoraði þegar klukkan í þessum leiki sýndi 53 mínútur og þá var þetta farið að líta mjög illa út fyrir Hull. Young hafði verið frekar týndur á miðjunni og eftir kortér í seinni kom Fellaini inná til að taka þá stöðu eins og venjulega.
Hull hélt áfram að skapa og komu nokkrum sinnum ógnandi upp að mark en United gerðu lítið af viti. Rooney lenti í samstuði og virtist eitthvað vankaður en þegar skipting kom þá var að Mata sem fór útaf fyrir James Wilson
Rétt eftir skiptinguna fékk Hull loksins alvöru tækifæri, boltinn kom inn á Jelavic sem átti lúmskt skot sem Valdes varði glæsilega. Rétt á eftir sást í endursýningu að Abel Hernandes kýldi Phil Jones í magann þegar þeir biðu eftir fyrirgjöf. Hernandes átti að fjúka útaf þar.
Það var hins vegar Marouane Fellaini sem sá rauða spjaldið fyrir að fara illa í lærið á McShane sem hafði rennt sér fyrir hann og tæklað boltann í burtu. Bónus: Fellaini setti hnéð í ennið á McShane á leiðinni niður svo blæddi undan. Hrikalega heimskulegt og verðskuldað rautt.
McShane hélt áfram með 10 sm skurð á lærinu, heftaðan saman, en leikurinn breyttist lítið við þetta. Newcastle skoraði annað mark sitt þegar enn voru nokkrar mínútur eftir og Hull var þar með endanlega fallið. Leikmenn þurftu þó að þrauka heilar 7 mínútur í viðbótartíma áður en þeir fengu að fara af vellinnum og allir voru fyrir löngu búnir að missa áhugann.
Sem fyrr segir, skelfilegur leikur af hálfu United. Við getum reyndar gert ráð fyrir að allir þeir leikmenn sem voru inná haldi áfram hjá liðinu, nema helst að Januzaj og Wilson verða sendir út á lán. Það verða hins vegar margir þeirra varamenn ef sumarið fer eins og Louis van Gaal ætlar:
LVG straight off on holidays, says all decisions have been made about players, in and out.
— Mark Ogden (@MarkOgden_) May 24, 2015
Van Gaal var heldur ekkert sérlega ánægður með Fellaini og benti á að það væri honum ekki beinlínis til framdráttar að byrja næsta tímabil uppi í stúku í fyrstu þrem leikjunum.
En Van Gaal var ánægður með Valdes og ég sömuleiðis. Hann var aðeins óöruggur með fyrirgjafir, sem lofar ekki góðu fyrir enska boltann, en varði tvisvar glæsilega og er maður leiksins.
Helgi P says
bara fá Petr Čech í markið fyrir næsta season
Hjörtur says
Enga öldunga í liðið takk fyrir.
Björn Friðgeir says
Er ekki Cech yngri en Van der Sar var þegar hann kom?
Keane says
Þetta var ljóta andstyggðin! Að eiga ekki tilraun á rammann á móti Hull er ekki boðlegt og djöfull er Rooney búinn að vera dapur, hræðilegur í dag. Hann þyrfti kannski aðeins hærri laun helvítis keppurinn. Hundleiðinlegt að fylgjast með þessu!
Rauðhaus says
Þetta var frekar lamað á allan hátt, verður að segjast alveg eins og er. Erkifjendur okkar sáu þó til þess að við getum hlegið okkur máttlausa næstu dagana…! Þetta Stoke atriði var algjörlega óborganlegt, þvílík þórðargleði í gangi hjá mér – ég skammast mín næstum fyrir það hversu fyndið mér finnst þetta. Því miður hefur þetta þó líklega þær afleiðingar að Brendan Rodgers verður rekinn og mögulega kemur inn betri stjóri.
En varðandi okkar lið þá má segja að tímabilið sé á pari við væntingar mínar í byrjun leiktíðarinnar… Alls ekki betra en ég vonaði en ekki heldur verra. Finnst þetta ásættanlegt og þá sérstaklega í ljósi þess að maður sér betur og betur að liðið er á leiðinni í rétta átt.
Finnst gríðarlega jákvætt að sjá að LvG sé með allt á hreinu með sumarið, allt ákveðið nú þegar. Það er algjör snilld, maðurinn er algjör meistari og þorir að taka ákvarðanir sem þarf að taka.
panzer says
Ansi slappur leikur, liðið virtist vera búið að tjékka sig út í sumarfrí enda að litlu að keppa. Þessi tækling/áras var Fáranleg hjá Fellaini og sýnir enn og aftur hvað þessi leikmaður á auðvelt með að týna hausnum. Maður er kannski ekki jafn pirraður út í hann þar sem þetta gerist í svona ‘ómikilvægum’ leik, en dýrt að missa af fyrstu þremur leikjum næsta leiktímabils fyrir sovna rugl
Auðunn A Sigurðsson says
Nenni ekki að eyða orðum í þennan leik enda skipti hann engu máli fyrir United.
En það verður að segjast eins og er að það er ansi lélegt að ná aðeins 5 stigum úr síðustu 6 leikjum tímabilsins.
En það sem skiptir mestu máli núna er náttl hvað United ætlar að gera á markaðinum í sumar sem er mál málanna, hverjir koma og hverjir fara.
Er svoldið smeikur um að maður verði fyrir vonrigðum með nokkrar ákvarðanir LVG, er skít hræddur við að Di Maria fari og Fellaini verði áfram, bæði yrði gífurleg vonbrigði.
Ef það á að gefast upp á jafn góðum leikmanni og Di Maria eftir aðeins 12 mán og halda svo tudda eins og Fellaini sem er ekki beint knattspyrnumaður sem maður vill sjá mikið til þá verð ég mjög fúll, Fellani sýndi hverskonar karakter hann er í þessum leik, jú jú hann átti nokkra góða leiki á tímabilinu en hefur svo fallið aftur í meðalmennskuna þar sem hann á heima, vill hann burt, því lengra því betra.
Di Maria byrjaði vel en hefur verið að stöggla undanfarið, við vitum samt alli hvað hann getur þegar hann er upp á sitt besta og í formi.
Það er verkefni þjálfara að koma svona gæðamanni í gang, það þýðir ekkert að gefast upp á leikmanni með þessa hæfileikla á 12 mán. við erum að ræða RISA fjárfestingu sem menn verða að hafa trú á og þolinmæði svo hún borgi sig.
Cantona no 7 says
Ég er sammála að fimm stig í síðustu sex leikjum er ekki ásættanlegt fyrir Man. Utd.
LVG þarf heldur betur að bæta stöðu okkar með nokkrum góðum kaupum í sumar.
Okkur vantar lágmark fimm nýja menn í sumar og þá topp menn.
Árangur LVG er í raun ekkert sérstakur í vetur,en vonandi verðum við betri næsta tímabil.
G G M U