Allir hressir?
Í kvöld sprakk allt á Twitter þegar tilvitnanir í mann að nafni Graham Hunter dreifðust um samfélagsmiðlana. Hunter þessi er enginn aukvissi, einskonar eldri útgáfa af Sid Lowe, blaðamaður sem hefur starfað lengi á Spáni, skrifað bækur um spænska boltann og fleira. Hann hefur sín sambönd á Spáni og því er líklega best að leggja við hlustir:
Hvað sagði gamli maðurinn?
Sergio Ramos wants to be a Man Utd player says @BumperGraham on SSN now. With Cech at Arsenal, an interesting week beckons.
— Alex Shaw (@AlexShawESPN) June 29, 2015
Líkt og komið hefur fram á United að hafa beðið um að Ramos myndi lýsa því yfir að hann vildi ganga til liðs við United. Það er því spurning hvort að það sé það sem er að gerast?
Hér er allt viðtalið við Graham Hunter:
Mæli með að menn hlusti á þetta viðtal, ansi margt áhugavert sem kemur fram, m.a.:
- Ramos og ráðgjafi hans vildu að Sky Sports á Englandi myndu ‘brjóta’ þessa frétt.
- Ramos hefur sagt stjórnarmönnum Real Madrid að hann muni fara frá félaginu.
- Ramos vill að Real semji við Manchester United og einungis Manchester United.
- Ramos er heillaður af því að verða hluti af uppbyggingunni undir stjórn Louis van Gaal.
- Rafa Benitez mun vilja að þetta mál verði klárað fyrir 11. júlí, áður en Real Madrid fer í sína æfingaferð.
- United hefur sent inn eitt tilboð, einungis eitt tilboð í Ramos, upp á 40m evra eða 28.6m punda.
Það er þá væntanlega þetta tilboð sem Sky Sports og blaðamenn BBC greina svo frá því að United hafi sent Real Madrid:
BREAKING: Sky Sources: Manchester United bid £28.6m for Real Madrid defender Sergio Ramos. #SSNHQ
— Sky Sports News HQ (@SkySportsNewsHQ) June 29, 2015
New Ramos bid in. United seriously think they can get him.
— Simon Stone (@sistoney67) June 29, 2015
Við fórum yfir þetta mál í síðasta þætti af podkastinu okkar auk þess sem að það er sérstakur Sergio Ramos kafli í nýjasta lesefnispakkanum okkar. Það er ljóst að blaðamenn frá miðlum á borð við BBC (Simon Stone) væru ekki að greina frá þessu án þess að þeir hefðu eitthvað fyrir sér í þessu. Mjög spennandi allt saman og ljóst að þetta mál er langt frá því að vera eitthvað tilhæfulaust slúður.
Stóra spurningin er þó ennþá sú hvort að Ramos sé að þessu til þess að fá nýjan og betri samning hjá Real Madrid? Við fáum svarið við því á næstu dögum.
Morgan Schneiderlin
Um helgina sagði franska blaðið L’equipe frá því að United væri að ganga frá kaupum á Morgan Schneiderlin, leikmanni Southampton. Einhverjir hlupu á sig og sögðu að von væri á honum í læknisskoðun í dag en það var ekki rétt og Schneiderlin mætti eldferskur til æfinga hjá Southampton í dag en þeir hófu undirbúninginn fyrir tímabilið einmitt í dag.
Menn gera þó fastlega ráð fyrir því að United klári þessi kaup, jafnvel í vikunni. Mark Ogden, blaðamaður Telegraph sem sér um United-umfjöllun þeirra staðhæfir þetta og segir að United munu ganga frá þessum kaupum á næstu tveimur dögum. Arsenal vildi einnig fá þennan leikmann en það sem réði úrslitum var að United var tilbúið til að bjóða betri launapakka en Arsenal. Það má því fastlega gera ráð fyrir að Schneiderlin verði kaup nr. 2 í sumar.
Leikmenn United hefja æfingar þann 1. júlí nk. og leggja svo af stað til Bandaríkjanna 13. júlí og það væri því frábært ef Woody & co tekst að negla niður þessi tvo kaup áður en að Ameríkutúrinn hefst.
Við fylgjumst vel með framvindu mála og greinum frá öllu um leið og það gerist!
DMS says
Spenntur fyrir þessum tveimur. Ef Ramos kemur þá er það enn einn Spánverjinn í safnið. De Gea hlýtur bara að sleppa þessu Madrídarbulli og vera áfram, getur talað spænsku allan daginn í Manchester núna.
Björn Friðgeir says
Koeman var í viðtali í gær þar sem hann sagði að Southampton hefði ekki en fengið alvöruboð frá United í Schneiderlin. Spurning hversu miklu máli það skiptir.
panzer says
Ég er orðinn óvenju bjartsýnn á Schneiderlin – það yrðu frábær kaup!
Afsakið hins vegar svartsýnina mína gagnvart Ramos – Real Madrid er ekki að fara selja þennan varnar og baráttujaxl. Ég er sennilega svo brenndur af ‘transfer-sagas’ undanfarinna ára… Thiago/Fabregas/Vidal… Sneijder anyone? Stend enn við fyrri skoðun mína, Ramos verður hjá Real Madrid með nýjan feitan samnings, ef hann endar hjá United skal ég glaður púlla þetta og éta lyklaborðið: http://cache2.asset-cache.net/gc/sb10067523a-002-dinosaur-in-office-eating-computer-gettyimages.jpg?v=1&c=IWSAsset&k=2&d=oQ2FJK6yPwcXSPcMn8FpXATT42GLxsMlst1qGDbh7IsPnaBNt0h%2buLjWLDbmvLoDaPUrX8lwjHrS1XPz0jc1QA%3d%3d
Annars er uppáhaldsmaðurinn minn í þessum glugga umboðsmaður Gaitan – honum hefur tekist 4. árið í röð að sannfæra blaðamenn um að Gaitan sé búinn að semja við United!
Björn Friðgeir says
Við hópfjármögnum lyklaborðsköku…
Sýnist annars að United eltingarleikurinn við Ramos sé mjög vel unninn. Menn eru sammála þér hver sé líklegasta niðurstaðan og eru að nota þetta fyrst og fremst út af DDG og láta Ramos um að tjá sig
Bjarni Ellertsson says
Hef ekki almennt mikla trúa á blaðamönnum sérstaklega ekki íþróttablaðamönnum. Þeir eiga það nú til að búa til fréttir frekar en ekki. Virðist ekki vera neinar jákvæðar fréttir af leikmannamálum hjá okkur og vona ég að menn skíti ekki upp á bak, Efast um að Woodward sé einhver snillingur. Er pirraður á ástandinu og einsog oft áður er Manjú haft sem leiksoppur í leikmannamálum. Vonandi girða menn sig í brók og séu að ganga frá kaupum, jú æfingar eru að hefjast og mótið byrjar eftir rúman mánuð. Förum ekki langt að mínu mati með sama lið næsta vetur.