Það var brjálað að gera hjá fjölmiðladeild United núna rétt eftir hádegi. Á rétt rúmum 10 mínútum dældu þeir út staðfestingum á Schneiderlin og Schweinsteiger auk þess sem að hópurinn sem fer til Bandaríkjanna í dag var tilkynntur. Hann lítur svona út:
Athygli vekur að Victor Valdes er ekki í hópnum. Menn hafa fremur gert ráð fyrir því að hann verði áfram hjá United en það er alls óvíst núna þegar ljóst er að hann fer ekki með í æfingarferðina. David de Gea er hinsvegar í flugvélinni og maður veltir því fyrir sér hvort að hann verði áfram þetta tímabilið og Valdes sé þá á útleið? Rafael er einnig ekki með en hann hefur sterklega verið orðaður við sölu til Galatasaray eða Roma. Angel di Maria og Marcos Rojo fá svo lengra frí en þeir fóru auðvitað alla leið í úrslitaleik Copa America.
United spilar fjóra leiki í Bandaríkjunum þetta árið, þann fyrsta á aðfararnótt nk. laugardags gegn Club America. Við munum fara betur yfir leikmannahópinn, andstæðingana og ferðina sjálfa í vikunni.
Nú snýst hinsvegar allt um nýju leikmennina, Bastian Schweinsteiger þarf varla að kynna til leiks en hér má finna kynningargrein okkar um Matteo Darmian auk þess sem að kynningargrein um Morgan Schneiderlin er væntanleg síðar í dag.
Arnar Freyr says
Ég á í rosalegum erfiðleikum með að stilla upp mínu lið. Ég get bara ekki valið hverjum á að fórna fyrir hverjum. #lúxusvandamál.
——————— De Gea ———————
—————————————————–
Darmian —- Smalling —- Jones —- Shaw
——————————————————
— Herrera – Schweinsteiger – Schneiderlin –
——————————————————
— Di Maria —– Rooney ——- Depay ——