For me the most important match is the first match of the Premier League. #
Þetta sagði Louis van Gaal fyrir skömmu og það er alveg á hreinu að nú snýst allt um það hjá Manchester United að félagið byrji nýtt tímabil eins vel og hægt er. Það gekk nefnilega ekki eins og skyldi síðasta ár og það kostaði okkur ýmislegt. Í fyrstu þremur leikjum síðasta tímabils fékk United einungis 2 stig. Það var þessi slæma byrjun sem kostaði okkur það að geta veitt Chelsea og City einhverja keppni um titilinn en frá og með 4. umferð fram í lok apríl var stigasöfnun Manchester United mjög sambærileg við liðin sem enduðu fyrir ofan okkur. Töpuðu stigin í upphafi tímabils reyndust því dýrkeypt.
Það var ýmislegt sem gerði það að verkum að United byrjaði illa. Gríðarleg meiðsli, nýr þjálfari sem kom seint til starfa, kaup og sölur fóru of seint af stað auk þess sem Louis van Gaal vildi meina að æfingarferðalagið í fyrra hefði verið illa skipulagt af forvera sínum í starfi.
Við vitum ekki hvort að United verði jafn meiðslahrjáð og á síðustu leiktíð en væntanlega hafa menn unnið hörðum höndum að því að finna hvað olli og gera þær ráðstafanir sem hægt er að gera til að minnka líkurnar á meiðslum.
Louis van Gaal hefur starfað í 364 daga hjá félaginu og þekkir því orðið leikmannahópinn vel. Hann veit hvaða kosti leikmennirnir hafa og hvaða galla þeir hafa, hvað þarf að bæta og hvað er að virka. Hann þarf því ekki að eyða tíma í að meta leikmennina líkt og á síðasta undirbúningstímabili.
Það leit út fyrir að United myndi ekki ná að ganga frá neinum leikmannakaupum áður en að flogið yrði til Bandaríkjanna, þvert á það sem gefið hafði verið út eftir tímabilið. Það er eins og Ed Woodward hafi vaknað á föstudaginn var og fattað að skiladagur á verkefni sínu fyrir sumarið væri eftir örfáa daga. Hann hellti í sig orkudrykkjum, tók 1-2 all-nightera og skilaði Schneiderlin, Darmian og Schweinsteiger. Ekki slæmt.
Þetta þýðir að leikmannahópurinn sem fer til Bandaríkjanna í ár er töluvert fastari í skorðum en sá hópur sem fór í fyrra. Vissulega munu 1-2 leikmenn bætast við og mögulega 1-2 af þeim sem teljast til aðalliðsmanna fara á brott. Á síðasta tímabili fóru hinsvegar 7 leikmenn á brott eftir æfingaferðarlagið og 4 nýjir leikmenn komu inn rétt fyrir lok gluggans. Slíkar breytingar eru afskaplega ólíklegar í þetta skiptið og menn geta einbeitt sér að því að líma núverandi leikmannahóp enn betur saman.
Að lokum er það svo skipulag ferðarinnar sjálfrar. Samkvæmt fregnum hefur Louis van Gaal verið með puttana í skipulagningunni enda var hann ekki ánægður með skipulag síðustu Bandaríkjaferðar. Þrátt fyrir að vera ánægður með andstæðingana og æfingaaðstæður í hverri borg, var hann ekki sáttur við mikil ferðalög innan Bandaríkjanna, allt frá Washington til Los Angeles. Það gafst minni tími en ella til þess að æfa, enda var stutt á milli leikja, langt að ferðast á milli leikja og leikmennirnir eyddu miklum tíma í að sinna skyldum vegna styrktaraðila félagsins.
Allt hefur verið gert til þess að koma í veg fyrir að þessi umkvörtunarefni Louis van Gaal eigi sér stað í ár. Í stað þess að ferðast um þver og endilöng Bandaríkin mun félagið vera með tvær bækistöðvar. Sú fyrsta er í Seattle en þangað flaug liðið á mánudaginn. Þar mun liðið æfa við toppaðstæður áður en spilað er gegn Club America á aðfaranótt laguardags. Eftir það mun félagið færa sig til San Francisco og nágrennis þar sem liðið spilar tvo leiki. Á heimleiðinni stoppa menn svo í Chicago þar sem liðið spilar einn leik áður en haldið er heim. Greinilegt er að reynt hefur verið að lágmarka ferðalög og hámarka þann tíma sem fer í æfingar.
Að auki fóru ýmis smáatriði í taugarnar á Van Gaal í síðustu ferð, eitthvað sem hinn almenni stuðningsmaður pælir ekkert í, svo sem það að United var bókað á hótel í Los Angeles í 4 tíma fjarlægð frá vellinum sem átti að spila á. Fyrir þá sem þekkja til er umferðin í rush-hour í Reykjavík eins og rush-hour á Djúpavogi í samanburði við Los Angeles. Þetta fór ekki vel í okkar mann.
Allt þetta virðist hafa verið skipulagt af Van Gaal og aðstoðarmönnum hans út í ystu æsar. M.a. lét van Gaal færa staðsetningu leiksins gegn San José frá California Memorial Stadium í Berkeley yfir til Avaya Stadium í San José vegna þess að hann vildi ekki að liðið myndi ekki eyða of miklum tíma í umferð. Þetta skapaði töluvert vesen enda er völlurinn í San Jose mun minni en völlurinn í Berkeley og því þarf að endurgreiða mörgum áhorfendum miðann. Louis van Gaal er hinsvegar slétt sama, það er undirbúningurinn sem skiptir máli.
Það er ef til vill þessvegna sem heyrst hefur að styrktaraðilar United gætu verið ánægðari með þetta æfingarferðalag. Sagan segir að þeir hefðu kosið ferð til Asíu til þess að auglýsingamaskínan sem United er gæti styrkt sig enn frekar á nýjum markaðssvæðum. Athygli vekur að ekki er pláss fyrir hinn hefðbundna leik á Old Trafford sem alltaf hefur verið vettvangur síðasta æfingarleiks undirbúningstímabilsins. Adidas á að hafa viljað það, og nota tækifærið til þess að kynna nýjan Adidas-búning félagsins almennilega enda verður félagið í Nike-búningum í Bandaríkunum vegna þess að samningur Nike og United rennur ekki út fyrr en 31. júli.
Það að Louis van Gaal hafi fengið sínu fram bendir einfaldlega til þess hversu mikil völd hann hefur og hversu einarður hann virðist vera í því að ekkert utanaðkomandi trufli undirbúninginn fyrir tímabilið. Það er ofboðslega traustvekjandi og gerir mann mjög bjartsýnan fyrir tímabilið sem framundan er. Það er nefnilega svo mikilvægt að félagið byrji nýtt tímabil af krafti.
Andstæðingarnir
Annað árið í röð tekur Manchester United þátt í The International Champions Cup. Á síðasta ári vann United auðvitað þennan „bikar“ í úrslitaleiknum gegn Liverpool. Það var ekki leiðinlegt. Ég skil ekkert í fyrirkomulagi þessarar keppni í ár. Síðast voru tveir riðlar og sigurvegarar riðlanna mættust í úrslitaleik en í þetta skiptið er mótið þrískipt eftir heimsálfum og eitthvað. Það eina sem skiptir hinsvegar máli er að United er að fara spila fjóra leiki í Bandaríkjunum.
Svona er dagskráin:
Hópurinn sem fer
Það fyrsta sem maður tekur eftir er að hvorki Rafael né Victor Valdes fara með. Rafael hefur sterklega verið orðaður við brottför og það að hann fari ekki með þýðir væntanlega að það sé að fara að gerast. Það að Victor Valdes fari ekki með kemur öllu meira á óvart og segir manni það að hann sé væntanlega á förum líka. Blaðamennirnir á Englandi fóru að grafast fyrir um þetta í gær og niðurstaðan var þessi:
Valdes dropped for #mufc tour, club say…
— jamie jackson (@JamieJackson___) July 14, 2015
Decision to leave Valdes behind acknowledgment from LVG that he’s too good to be a No2. Gives him chance to arrange a move
— James Robson (@JamesRobsonMEN) July 14, 2015
Það verður að teljast líklegt að David de Gea verði hjá United út þetta tímabil. Samkvæmt áreiðanlegum fregnum hefur United sagt Real Madrid að nema Ramos komi aðra leiðina fái David de Gea ekki að fara hina leiðina. Victor Valdes er því væntanlega á útleið.
Að öðru leyti er hópurinn eins og búist var við, Marcos Rojo og Angel di Maria fá auðvitað lengra frí vegna Copa America og það er spurning hvort að þeir nái bláendanum á ferðinni eða hitti mannskapinn bara í Manchester. Það kemur í ljós. Nýju mennirnir drífa sig með og fá heilt undirbúningstímabil með sínu nýja liði og ef fleiri verða keyptir á næstu dögum/vikum ættu þeir að geta komið inn í þetta.
Sean Goss er eini leikmaðurinn sem ekki hefur verið viðriðinn aðalliðið sem fer með. Hann er 19 ára gamall miðjumaður sem hefur vakið athygli með yngri liðum félagsins á undanförnum árum.
Annars verður helst gaman að fá nokkur svör við spurningum sem maður hefur. Hvaða leikkerfi ætlar Louis van Gaal að notast við? Munu Januzaj og Memphis Depay spila sem framherjar og svo auðvitað kannski fyrst og fremst hvernig nýju leikmennirnir Memphis, Schneiderlin, Schweinsteiger og Darmian passa inn í liðið?
Welcome to the #mufc family! We can’t wait to see these guys in action during #MUtour, can you? A photo posted by Manchester United (@manchesterunited) on
Þetta kemur allt í ljós þegar herlegheitin hefjast á aðfaranótt laugardags.
Krummi says
Þetta hérna þykir mér nokkuð áhugavert.
Eddi fær þakkir en LVG ekki?
https://twitter.com/KarateJesus44/status/621040890505732097
Björn Friðgeir says
Þarna hafa orðið full vinslit.
Annars er ekki búið að ganga frá sölunni, ekki búið að semja um verð, sem skýrir hvers vegna United hefur ekki staðfest þetta. Spurning hvort hann er of snöggur að þakka Woody!
Tryggvi Páll says
Jahérna.
Louis van Gaal var að ljúka blaðamannafundi rétt í þessu og varpaði fram nokkrum sprengjum.
Fyrir það fyrsta staðfesti hann að Victor Valdes yrði seldur. Hann virtist vera frekar reiður út í Valdes enda sparaði hann ekkert stóru orðin:
Hann staðfesti að Valdes hefði neitað að spila með varaliðinu. Það er ekkert verið að grínast með þetta og my way eða the highway virðist vera í fullu gildi.
Van Gaal staðfesti einnig að Di Maria, Rojo og Chicarito myndu mæta til Bandaríkjanna þann 25. júlí en gat ekki staðfest hvort að Di Maria yrði seldur eða ekki.
Þetta var svona það helsta.
DMS says
Einhvern veginn hefur maður á tilfinningunni að það sé svona 50/50 að Di Maria verði seldur. Ef það er lið sem er til í að borga 50+ mills þá sé United tilbúið að hlusta og munu í staðinn eyða þessu fé í stjörnuframherja.
Fyrir mína parta þá vil ég gefa Di Maria meiri tíma. Hann er pakkfullur af hæfileikum, við vitum það alveg. Hinsvegar var hans fyrsta tímabil á Englandi erfitt. Hann talar enga ensku (það er vonandi að batna), hann og fjölskyldan hans lentu í gíslatöku á eigin heimili og svo er það auðvitað alltaf veðráttan/matarmenningin sem truflar oft á tíðum leikmenn frá S-Ameríku.
Draumurinn væri að halda núverandi hóp og bæta við hann einum framherja og miðverði. Maður er samt ennþá drullu stressaður yfir markvarðarmálunum.
Steinar says
Að selja di maria er brjálæði. Hann er einn af 5-7 bestu leikmönnum heims, og þegar united á í erfiðleikum með að fá topp leikmenn þá eiga þeir að gefa honum þetta tímabil og stuðningsmennirnir að rífa hann í gang.
Heiđar says
Sýnir s2sport eđa s2sport2 þessa leiki?
Björn Friðgeir says
Skv þessu: https://www.stod2.is/Dagskra/dagskra?stod=SYN2&date=2015-07-17# þá sýnir Stöð2 sport2 amk fyrsta leikinn þannig hinir ættu að vera líka
Sá um daginn að MUTV sagðist bara sýna leikina í UK og á Írlandi þannig það er hugsanlegt að þeir verði blokkaðir í okkar útsendingu þar.