United hópurinn hélt til San Jose í Kaliforníu í gær. Þar mæta þeir San Jose Earthquakes í leik kl 8 að kvöld að staðartíma, eða klukkan 3 á miðvikudagsmorgun að íslenskum tíma (það er loksins búið að leiðrétta það í leikjadagatalinu sem við notum).
San Jose Earthquakes er MLS lið sem rakið getur sögu sína til 1994. Hefur reyndar gegnt ýmsum nöfnum en árið 1999 tók félagið upp Earthquakes nafnið sem ýmsir munu kannast við frá uppgangstímum NASL deildarinnar á áttunda áratugnum, ekki síst vegna þessa
Earthquakes var síðasta NASL liðið sem George Best lék með, á árunum 1980-82. En það lið hætti eins og öll önnur lið í NASLinu og núverandi lið á bara nafnið sameiginlegt
Það er ekki sjaldan sem bandarísk íþróttafélög eru færð og flutt og Earthquakes lenti í því. Árið 2004 flutti liðið í heild sinni til Houston, eigendur, þjálfarar og leikmenn fóru, en ólíkt því sem oftast er [footnote]Þið þekkið Minnesota Lakers betur sem Los Angeles Lakers, ólikt fleiri vötn í Minnesota en í LA[/footnote] þá var nafn, merki og búningur liðsins skilið frá og liðið í Houston, Houston Dynamos, telst nýtt lið. Eftir tveggja ára bið var síðan stofnað nýtt félag í San Jose með nýjum eiganda. Félagið tók yfir merki, búning, já og sögu fyrra félags og telst tæknilega sama félag.
Eitt af því sem olli flutningnum til Houston var að San Jose borg neitaði að byggja knattspyrnuvöll undir félagið en sem hluti af endurreisninni var gerður samningur við borgina um að hún legði til land undir völl. Avaya völlurinn er 22 þúsund manna völlur, þrjár alvöru hliðar og ein opin
Undir fyrri stjórn varð liðið MLS meistari árin 2001 og 2003, en síðan endurreisnin varð hafa þeir best náð í undanúrslit úrslitakeppninnar. Það sem af er júli hefur San Jose leikið fimm leiki, og tapað þeim öllum. Þetta er því ekki sterkt lið sem við erum að mæta í nótt og við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af því að eiga að þekkja einhverja leikmenn þarna, nema ef einhverjir harðkjarna stuðningsmenn Watford, Derby, Millwall eða nokkura fleiri smáliða sem Jordan Stewart lék með leynist í okkar ágæta lesendahópi.
Við munum því hafa meiri áhuga á okkar mönnum.
Blaðamannafundur Louis van Gaal
Van Gaal var með blaðamannafund í nótt þar sem hann fór vel yfir stöðu mála. Fyrst og fremst gaf hann út að liðin sem spila á morgun verða eins og móti Club América, sitt hvort liðið í hvorum hálfleik, eins stillt upp, nema hvað að Anders Lindegaard hefur bæst í hóp De Gea og Valencia á sjúkrabekknum og Sam Johnstone, eða John Stone eins og Fox þulurinn kallaði hann á laugardaginn, fær því fullar 90 mínútur.
Schneiderlinvagninn þarf því að vakna kl 3, en Schweinsteiger- og Pereirafólk getur sofið til fjögur. Nú eða vakað.
Ýmislegt fleira kom áhugavert fram. Van Gaal viðurkenndi að hann væri mun ánægðari með liðið nú en í fyrra
Yes, I could not say that last year because you have to be always positive as a manager about your selection but there’s a difference now. Already we have four new players in training already on tour but the biggest difference is the balance in the team
Last year also in the US tour I had to line up the players in different positions than what they’re used to playing which is not good so now for every position I have two players.
Hann er því kominn á þann stað að mestu að vilja hafa tvo topp leikmenn í hverri stöðu. Og þó
We have brought Darmian for the second position behind Valencia and now already because of that injury McNair has to play there
Það mun fáum koma á óvart ef Darmian tekur ekki framúr Valencia í keppnini um bakvarðarstöðuna þó Van Gaal segi hann nú í öðru sæti.
Aðspurður hvort hann gæti tjáð sig um meiðsli De Gea sagði Van Gaal einfaldlega nei, en um Sergio Ramos sagði hann
I cannot talk about these rumours, I have said already in many press conferences it’s a process and maybe Mr Ramos is in the process. You never know.
Og svo þegar hann var spurður hvort eitthvað væri að frétta af þessum óvænta senter.
He’s in the process. It’s not the striker that the media has written. You have to wait and see. The transfer period is open until the 31st of August or the 2nd of September. We have to wait“
Aðspurður um gæði mótherjanna, Club América og San Jose Earthquakes vatt hann sér beint í aðalmuninn á þessum tveim liðum og að hann væri ánægður með að United þyrfti að taka á mismunandi leikstíl.
Every player is twenty centimeters taller… We have to organise our corners better in defence than against Club América.
Smá slúður um Thomas Müller
Í gærkvöld komu þýskir miðlar með sögur um að United hefði boðið 100 milljónir evra í Thomas Müller. Enskir blaðamenn hringdu í sína tengiliði og fóru að tísta um að slíkt boð hefði ekki komið fram. Guardian er með frétt um málið núna og segir félagið vonast til að fá Müller á um 80 milljónir evra, eða 56 milljónir punda, og að Müller sé til í þetta, enda muni hann tvöfalda launin sín. Bayern á þó að vera alfarið á móti þessu. Samt er talað um að Pep Guardiola sé ekki jafn viss um gæði Müller og aðrir hjá Bayern og að samskipti Pep og Müller séu ekki þau bestu.
Upphitunarlagið
Við getum ekki annað en vonað að liðið, eða í það minnsta bílstjórinn rati til San Jose
Ási says
Hvar eru menn að horfa á leikina á netinu?
Eruð þið að kaupa einhverja netáskrift eða eitthvað álíka þegar að deildin byrjar? Væri til í að borga eitthvað smá fyrir að geta horft á leikina í fínum gæðum.
Og já, flottur pistill, alltaf gaman að byrja daginn á að lesa nýjan pistil!
Sindri says
Ég persónulega downloada alltaf leikjunum morguninn eftir í stað þess að vaka eftir þeim. Fæ þá í mjög flottum gæðum, ca 1 gb. http://www.kat.cr Er oftast komið inn nokkrum tímum eftir leikslok.
Rúnar Þór says
ef menn eru með aðgang að t.d. bet365 geta menn horft á leikinn frítt þar.
Annars er 365 búið að lofa að bæta upp fyrir skituna í fyrri leikinn og ætla að sýna þennan 100% :)
DMS says
Ætli „Mr. Mike Smalling“ fái tækifæri í þessum leik? :)