Manchester United er komið í hitann og rakann í Chicago og í nótt kl. 1:00 fer fram síðasti leikur undirbúningstímabilsins þegar liðið tekur á móti Paris Saint-Germain á Soldier Field.
Það hefur ekki farið mikið fyrir viðtölum við Louis van Gaal fyrir þennan leik og ekkert verið að ræða um hvernig liðið á að vera. enda hafa önnur mál fengið fyrirsagnirnar. En miðað við að það eru 10 dagar í fyrsta leik og gegn Barcelona átti að stilla upp eins og í þeim leik þá held ég að sama muni eiga við þennan. Fyrstu sextíu mínúturnar verður liðið því
Mér finnst ólíklegt að Schweinsteiger og Carrick eigi eftir að byrja marga leiki, nema Schweinsteiger sýni sig nógu hreyfanlegan til að spila fremri stöðuna af þessum tveimur og giska því á þetta kombó.
Eftir klukkutíma leik verða svo sömu skiptingar og venjulega nema í þetta sinn kemur Sergio Romero inn sem varamarkmaður. Það hefur ekkert heyrst af Ángel di María, ég hreinlega veit ekki hvort Rojo er kominn til Bandaríkjanna og Chicharito er örugglega ekki í leikformi þannig að enginn þeirra kemur við sögu.
Af Ángel di María er það helst að frétta að eftir allt talið um tæplega 50 mílljón punda kaup þá hefur PSG loksins boðið heilar 28,5 milljónir punda. Og ef að þér finnst ekkert grunsamlegt við það hvernig PSG splæsti 50 milljónum í David Luis (á verra gengi) án þess að blikna en er núna allt í einu komið í svaka hark við United um leikmann sem kostaði 60 milljónir í fyrra þá á ég lítið einbýlishús á afskekktum stað á Íslandi að selja þér á góðu verði ef þú getur borgað með reiðufé. Útihús geta fylgt.
Ef þér finnst það hins vegar grunsamlegt þá geri ég ráð fyrir að fyrsti stafurinn í grunsemdunum sé Roman. Af öðrum leikmannamálum er það að frétta að Pedro slúðrið eykst bara og Ramos er ekki búinn að gera nýjan samning. Það er vonandi þessi mál fari að skýrast.
Talandi um PSG þá er liðið, eins og United, búið að leika þrjá leiki í Ameríkuferðinni. Í fyrsta leiknum vann PSG Benfica 3-2 með mörkum frá Augustin, Lucas Moura og Digne, Matuidi, Augustin með tvö og Zlatan sáu um Fiorentina í næsta leik og á laugardaginn töpuðu þeir fyrir þrumufleyg Thierry Courtois í vítakeppni eftir 1-1 jafntefli í venjulegum leiktíma gegn Chelsea. Zlatan skoraði markið en það markverðasta í leiknum voru þessi samskipti hans og John Terry snemma í leiknum.
Gegn Chelsea notaði PSG allar skiptingarnar eins og United hefur verið að gera, en í hálfleik. Það má því eins búast við því sama núna. Við þekkjum marga þarna hjá þeim auk Zlatans, Cavani og David Luis eru þarna menn á borð við Brasilíumennina Lucas Moura, sem var Wesley Sneijder sumarsins 2012 hjá United, Thigo SIlva og Marquinhos, brasilíska Ítalann Thiago Motta, Ítalann Marco Veratti og Frakkana Lucas Digne og Blaise Matuidi
Þetta er auðvitað hörkulið og verður fróðlegt að sjá United taka á þeim. Rauðu djöflarnir verða auðvitað á næturvaktinni og sem fyrr er það kassamerkið #djöflarnir á Twitter.
Audunn says
er leikurinn ekki aðfaranótt Fimmtudags?
Björn Friðgeir says
Leikurinn er sannarlega aðfaranótt fimmtudags.
Þar kom að því að helv. tímamunurinn skellti okkur!.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Ef Woody selur di Maria á eitthvað grín verð að þá munu allir reyna eitthvað svona við United. Þannig að núna er eins gott fyrir hann að standa á sínu og segja þeim bara að koma með þá upphæð sem United er ánægt með eða sleppa þessu, di Maria er á nýjum samning sem er ekkert að renna út.
Rúnar Þór says
er ég sá eini sem hef engan áhuga á Pedro? Held að hann muni engan veginn höndla physicality ensku deildarinnar og er bara klassa neðar en t.d. Di Maria. Ég vil sjá stjörnu á borð við Bale, CR7, Hazard til að fylla skarð Di Maria
Björn Friðgeir says
Menn hafa nú verið að reyna við Bale og það er ekki eins og það sé nokkur séns að hinir séu á lausu.
Pedro verður fín viðbót.
Audunn says
Er sjálfur ekkert sérlegur aðdáandi Pedro þannig lagað séð, hann er ekki leikmaður sem er að fara að gera gæfumuninn eins og Di Maria getur gert ef hausinn á honum er í lagi og eins og Bale getur gert.
Þess vegna findist mér alveg eins gott að sleppa Pedro og gefa þá frekar yngri mönnum sénsinn.
Hann er samt fínn leikmaður og alls ekkert verra að hafa hann, ef hann kemur þá er það bara svona ok fínt.
Finnst eins og United séu svoldið að tapa stríðinu á markaðinum enda virðast þeir alltaf brenna sig á sama eldinum, sá eld kalla ég Real Madrid.
Man.Utd virðist alltaf þurfa að setja í minnipokann þegar kemur að viðskiptum við þann klúbb.
Ramos kemur ekki, fáum ekki Bale, Varane né Benzema, allt leikmenn sem United hefur verið að pissa utan í lengi vel.
Fengum reyndar Di Maria en virðumst ætla að gefast upp á honum eftir smá reynsluakstur.
Hef sterka tilfinningu fyrir því að Di Maria og De Gea fari báðir áður en glugginn lokar.
Og ef við fáum bara Pedro í staðinn þá verður liðið töluvert veikara en það er í dag.
En sjáum til, það er allt opin ennþá
Hjörtur says
Já maður á afskaplega erfitt með að skilja hvað Utd lúffar mikið fyrir RM, þeir settu toppverð á Di Maria, en svo ætlast þeir til að þeir fái einn besta markvörð heims fyrir smáaura. Mín skoðun er að Utd á að halda báðum þessum leikmönnum, nema, RM og PSG borgi uppsett verð fyrir þá, en enga helvítis snáaura.