Áhugamenn um Unitedtreyjur geta nú steðjað í Jóa útherja og fjárfest í einni slíkri.
Adidas treyjurnar eru sem sé komnar. Reyndar er einhver töf á stutterma treyjunni fyrir fullorðna en hún er hugsanlega væntanleg fyrir lokun. Fullorðinstreyjur kosta 14.990 fyrir langerma og 13.990 fyrir stutterma. Aðdáendur Bastian Schweinsteiger sem eru í nettari kantinum gætu þurft að sætta sig við Bastian á treyjurnar, þar sem breið bök þarf til að bera Schweinsteiger.
Rúnar Þór says
treyjur í jóa útherja, er þær 100% real (eins og leikmennirnir eru í) eins og í Old Trafford Megastore? eða eru þetta bara góðir eftirlíkingar?
Rúnar Þór says
góðar meinti ég
Lurgurinn says
Hérna á ekki að henda í fantasy deild?? ;)
Ánægður samt með nýju treyjuna :)
Björn Friðgeir says
Þetta eru 100% official Adidas treyjur eins og þær eru seldar á Old Trafford. . Það hefur hins vegar verið svo í einhver ár, líklega vel aftur til 90s að treyjurnar sem leikmenn spila í eru aðeins öðruvísi. Þær eru hins vegar hvergi til sölu þannig.
Í þessu viðtali hér kemur fram
There is engineered fabric on the front panel on the shirt that fans can buy, but the actual one the players wear will be the adizero, which is the lightest jersey we offer at adidas and is designed to make the players run faster and play faster.
Rúnar Þór says
já ok
Björn Friðgeir says
Jahá! Ólíkt Nike þá virðist adidas selja ‘as played in’ treyjuna
http://www.adidas.co.uk/manchester-united-fc-adizero-home-jersey/AC1415.html
Kostar sitt..