Liðið sem Louis van Gaal stillti upp var óbreytt frá leiknum við Aston Villa fyrir fjórum dögum síðan og það átti ekki að gera nein mistök.
Varamenn: Johnstone, Valencia, Schweinsteiger, Herrera, Fellaini, Young, Chicharito.
Lið Club Brugge leit svona út
Engin nöfn þar að ráði, Victor Vazquez lék þó með Barcelona einu sinni, og Boli Bolingoli-Mbombo er náfrændi Romelo Lukaku.
Strax á fyrstu mínútu var Carrick nálægt að því að koma boltanum í eigið net, sending aftur á Romero var ónákvæm, en nógu laus til að Romero næði boltanum auðveldlega. Það liðu síðan sjö mínútur af United spili áður en Carrick tókst betur jafnvel upp fyrir hönd andstæðinganna. Brugge tók aukaspyrnu frá vinstri, boltinn fór fyrst í Januzaj og svo fór Carrick af miklu óöryggi í boltann og stýrði honum örugglega fram hjá Romero. Stórslysalegt sjálfsmark.
Það tók svo ekki nema fimm mínútur fyrir Memphis til að skora sitt fyrsta United mark og róa taugarnar. Hann fékk sendingu frá Carrick, vippaði laglega yfir aðvífandi varnarmann, lék inni í teiginn og hélt sig vel frá varnarmönnum og skoraði með öruggu skoti í hornið. Virkilega fallegt mark.
United hélt boltanum mun meira en Brugge, Memphis var verulega hress eftir markið og allt í öllu. Skyndisóknir Brugge voru samt nokkuð góðar og það var eins og miðjumennirnir næðu ekki að loka nógu vel svæðum
Um miðjan hálfleik fékk Januzaj flotta sendingu inn fyrir og var ýtt í jörðina en dómarinn var ekkert að gera í því. Líklega fundist Januzaj dottið of auðveldlega en þetta var klárlega brot. Januzaj var kvartandi yfir þessu og endaði á að dómarinn var farinn að öskra á hann lá við. Eftir þann hamagang var leikurinn jafnari og United ekki nógu ógnandi fyrr en Memphis fékk sendingu frá Rooney innfyrir en í þetta sinn var hann ekki nógu beittur og Bruzzese varði vel.
En það var auðvitað Memphis sem sendi okkur brosandi inn í hléið. Flott sending frá Blind, Memphis lagði boltann fyrir sig og smellti honum í markið af 20 metra færi. Annað stórglæsilegt mark.
Fyrri hálfleikur endað því mun betur en hann byrjaði. Vörnin var góð, Memphis frábær og Mata ágætur þó hann ætti stöku slaka sendingu. Michael Carrick var hins vegar áberandi slakur.
Það kom því ekki á óvart að Bastian Schweinsteiger kom inn á fyrir Carrick í hálfleik. Fyrsta kortér í hálfleiknum var að mestu í eigu United, en fátt gerðist. Oulare kom inn á fyrir Diaby og var næstum á undan Romero í hræðilega sendingu frá varnarmanni en steig á Romero og dæmd var aukaspyrna. Dómarinn hefði getað sleppt að dæma og þá hefði United verið í vandræðum enda náði Dierckx boltanum.
Memphis fékk enn eitt færið en skot hans yfir var virkilega slök nýting á frábærum undirbúningi, Shaw óð upp allan hægri, já hægri kantinn, gaf fyrir og Rooney átti hælsendingu. Memphis var aleinn í teignum og átti að gera betur. United hélt áfram að eiga leikinn, nettar sóknir en vantaði að klára. Januzaj fór útaf fyrir Chicharito á 71. mínútu, hafði verið þokkalegur en það þurfti að ógna meira uppi við markið. Ekki varð af því en á 80. mínútu fékk Mechele sitt annað gula spjald fyrir brot á Hernandez og Brugge því manni færri síðustu 10 mínúturnar.
Síðasta skipting Van Gaal til að setja kraft í sóknina var að setja Fellaini inná fyrir Rooney. Smalling fékk fyrirliðabandið. United hefði getað fengið víti, De Bock handlék knöttinn, en dómarinn sá bara þegar boltinn fór í hendina á Fellaini þar á eftir.
En leikurinn er aldrei búinn fyrr en dómarinn flautar hann af. Flautan var hins vegar komin að vörum hans þegar Memphis sendi boltann inn á teiginn. Duarte var ekki nógu hávaxinn, boltinn fór yfir hann og það var einföld afgreiðsla fyrir Marouane Fellaini að stýra boltanum í netið með enninnu. Þriðja markið sem við vorum að bíða eftir kom loksins og það var maðurinn sem sum eru farin að kalla „óvænta framherjann“ sem sá til þess að við förum í leikinn í næstu viku án of mikilla áhyggja.
Þau sem sáu fyrstu tvo leikina á þessu tímabili en ekki þennan geta auðveldlega ímyndað sér hann. Vörnin var sterk fyrir, tja, nema þegar hún var það ekki, en það munaði miklu eftir að Schweinsteiger kom inn á, Carrick átti verulega dapran dag. Annars var Darmian góður, Shaw óþreytandi um allan völl, og það er hreinlega eitthvað að gerast hjá Chris Smalling, sem maður þorir varla að tala um af ótta við að jinxa það.
Rooney var alls ekki nógu góður og það er farið að sjást að hann þarf að skora. Hann reyndi oft alltof mikið og vitlausa hluti og fyrsta snertingin hans er ekki nógu góð. Útafskiptingin sýnir að Van Gaal lítur ekki á hann sem ósnertanlegan þó að það sé ekki möguleiki að hann verði ekki í byrjunarliði í næsta leik.
En það vantar enn nokkuð upp á hraðann í liðinu og það er eitt af því sem veldur því að liðið er ekki að skapa nógu afgerandi færi. Þó má alveg minnast á það að United hefði hæglega getað fengið 2 víti í leiknum þannig að þegar á allt er litið var þetta fínn sigur.
Ég lýk þessu með því sem er það augljósasta við leikinn: Besti maður United hét Memphis Depay. Hraður og grimmur, óhræddur við að skjóta og loksins sáum við hvers vegna hann á að spila vinstra megin, bæði mörkin skoraði hann með að koma inn af kantinum. Það fór hávær kliður um Old Trafford í hvert skipti sem hann fékk boltann og það er ljóst að ef hann heldur svona áfram þá munum við eignast nýja hetju.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Flott lið og ánægður að Januzaj haldi sætinu sínu. Þetta verður sigur og ekkert annað, komin tími á eitthvað annað en tæpan 1-0 sigur, erum með nægilega sterkt lið þarna til að vinna almennilega.
Björn Friðgeir says
Það á sko ekki að taka eitthvað MK Dons slys hér. Þetta lið á að vinna sannfærandi!
Rauðhaus says
Ég er drullustressaður, verð að viðurkenna það. Mest óttast ég að alvarleg markmannsmistök eigi sér stað, finnst staðan á markmannsmálunum einhven veginn vera „accident waiting to happen“. Vonandi gerist það þó ekki strax, ekki í þessum leik.
Helgi P says
maður vil fara sjá Bastian Schweinsteiger byrja leik
pillinn says
Úfff, ömurlegt að fá þetta mark úr engri hættu, mjög lélegt hjá Carrick. En Memphis lítur út fyrir að ætla að vera spennandi leikmaður. Allavega fannst mér hann afgreiða fínt og er búinn að eiga hættulegt skot. Vona að hann haldi þessu bara áfram. Annars hefur lítil hætta verið hjá okkur og markið hjá þeim kom upp úr engri hættu, skil ekki ennþá hvað Carrick var að spá.
Viðar Einarsson says
Memphis verður klárlega aftaná nýju treyjunni eftir þennan leik (Staðfest)
Annars fannst mér þetta ágætur leikur hjá okkar mönnum. Gáfu lítið sem enginn færi á sig og Smalling leit mjög vel út í hjarta varnarinnar og Memphis alltaf hættulegur.
Bjarni Ellertsson says
Ný stjarna er að fæðast, drengurinn mun klárlega feta þann veg. Leikurinn í gær var týpískur UTD leikur sem við höfum séð allt of oft í gegnum tíðina. Fá á sig klaufamark, koma til baka og enda leikinn með stæl. Oft á tíðum erum við að skapa fleiri færi fyrir andstæðingana en þeir sjálfir með óþarfa brotum á hættulegum stöðum eða þegar menn fá þá flugu í höfuðið að þeir séu bestu sendingarmenn liðsins og framkvæma hinar undarlegustu sendingar sem skv kennslubókinn er bannað að gera. Þeir hljóta að hafa kaflann um að senda ekki á samherja ef mótherjinn á möguleika að reka tána á milli og komast inn í sendinguna. Þó við séum ekki alltaf að spila vela einsog í fyrstu tveimur leikjunum en vinnum samt þá vil ég minna á þetta að þegar við sköpum aðstæður á þennan hátt, trekk í trekk í leikjum þa´mun það koma einhvern tímann í bakið á okkur. Er líka alveg viss um að LVG hefur skráð þetta í stílabókina hjá sér, annð kæmi á óvart. En það sást best að í gær að Rooney er ekki í sína besta formi, virkaði út á túni á köflum og greinilega verður ekki 20 marka maðurinn sem okkur vantar þó allar keppnir verða teknar með. City eru að styrkja sig varnarlega og sóknarlega og þegar Otamendi skrifar undir hjá þeim þá getum við einbeitt okkur að öðru sætinu, við erum í dag nokkrum metrum á eftir. En liðið er að koma til og vonandi var þessi leikur upphafið af því sem koma skal.
Frikki says
Þó að Blind hafi verið flottur uppá síðkastið þá held ég að hann sé ekkert að fara ráða við menn eins og Aguero, Costa, Benteke og Lukaku. Held samt að það verði ekki keyptur hafsent. Lvg mun treysta Rojo eda Jones.
Auðunn Atli says
3-1 er svoldið mikið betra en 2-1 þótt United eigi með réttu að vinna þetta lið alla daga allstaðar.
Heilt yfir var þetta fínn leikur hjá United, áttu að skora fleiri mörk.
Það er alltaf jákvætt að liðið skapi sér færi, vantar bara einhvern til að klára þau.
Er reyndar mjög ósammála því að sendingin tilbaka á Romero hafi verið hræðileg, hann var bara alveg sofandi og hann er ástæða þess að maður er alls alls ekki rólegur þegar boltinn er nálægt vítateig United.
Finnst hann mjög óöruggur og einfaldlega ekki nógu góður, það gæti auðvledlega smitað út frá sér.
Grímur says
Algjör bilun að ætla að skrifa þetta mark á Romero. Markmenn staðsetja sig eftir ógninni í fótbolta. Það er enginn sóknarmaður nálægt Carrick og Romero staðsetur sig svo að hann geti kýlt úr teignum eða varið frá sóknarmönnum CB. Hann gerir engin mistök þarna og þori ég að fullyrða að afar fáir markmenn hefðu bjargað þessu.
Bjarni Ellertsson says
Enginn leikmaður er hafinn yfir gagnrýni en markið skrifa ég algjörlega á Januzaj, hann stekkur til hliðar beygir sig og fær boltann í sig sem veldur því að hann breytir um stefnu og svo fór sem fór. Veggur, eins manna eða þriggja á að standa í sömu sporum, mesta lagi stökkva upp. En þetta getur alltaf gerst og gott að vera búnir að fá á okkur mark því þá þarf ekki að ræða þetta meira hvað við erum góðir að halda hreinu.
En mest um vert er að hafa getuna til að koma til baka og klára leikinn á fullu gasi.
Hins vegar finnst mér hinn áskæri Woodward ekki standa sig í leikmannamálum miðað við nýjustu fréttir, en það getur þó verið að allt sé klappað og klárt og þetta séu aðeins blaðamenn að búa til úlfúð, eru flesit góðir í því. Sjáum hvað setur en ef Pedro kemur ekki , hver þá. Spáði panikk kaupum í lok gluggans og stend við það hér.
Runar says
Sorry.. en ég er ekki að skilja hvað allir eru svona stressaðir yfir markmannsmálum og varnarleik? mér sýnist við vera með virkilega flottann markvörð og örugglega sterkustu vörnina í deildinni.
Ég bý í London og fæ ferskar fréttir frá bresku pressunni á hverjum morgning og síðdegis á undan öllu sem birtist á íslenskum miðlum og þeir hafa verið duglegir að efast Memphis kaupin og eru ekkert sérlega hrifnir af Van Gal eða finnst allavega mjög gaman að gera grín af honum.
Ég held að #7 sé nýr Ronaldo og framtíðin björt hjá honum
Simmi says
Jaeja, nuna er Pedro a leidinni til Chelsea. Hversu oft thurfum vid ad brenna okkur a thessu? Erum alltof lengi ad klara thessi kaup utaf nokkrum milljonum (munar virkilega svona miklu um 3-4 milljonir). A sidustu stundu kemur eitthvad annad lid og stelur leikmanninum af thvi United voru alltof lengi ad klara thetta. Eins gott ad thad komi einhver annar betri i stadinn!
panzer says
Fréttir herma að LVG hafi hreinlega hætt við og United hafi alveg verið til í að borga uppsett verð. Það er nokkuð ljóst að það var verið að reyna bíða með þetta á síðustu stundu.. hugsanlega því Pedro hafi ekki verið fyrsti kaup-kostur? Að öllu jöfnu ætti svona mál ekki að taka svona rosalega langan tíma.. nema herra Woodward sé algjör viðvaningur.
Pedro hefði verið liðstyrking á við Ashley Yong, það er alveg á hreinu. Hins vegar er þetta ekki sú staða sem mér finnst helst vanta styrkingu núna, þ.e.a.s. framherja!
Januzaj hefur byrjað af miklum krafti og Perreira verður að fá fleiri tækifæri í vetur. Young er nýkominn með nýjan samning og Depay og Mata eru þarna á sama stað.
Hefði það verið málið að kaupa 28 ára leikmann sem er fjórði kostur hjá Barcelona og myndi líklegast ennfrekar minnka spilatímann og halda aftur af þróun Januzaj eða Perreira?
Pillinn says
Verð að benda á að hann er fjórði kostur á eftir þrem bestu framherjum í heimi. Það er enginn sem færi fyrir framan þessa þrjá þannig að þó að Pedro sé fjórði kostur er hann samt öflugur.
Allt stefnir í að hann sé samt ekki að koma og er það mikill missir, tala nú ekki um ef Mane er það sem boðið er uppá í staðinn. Eins og ég las þetta hætti Gaal við því hann taldi sig ekki þurfa svona kantara/framherja. En Mane er það, og er slakari en Pedro, þannig að ég skil ekkert hvað er í gangi. Vonandi er þetta bara eitthvað silly season talk á fullu en manni skildist á Guilem Ballague að búið væri að semja við Pedro og allt.
Svo það sé á hreinu þá er Pedro búinn að vinna allt sem hægt er að vinna í boltanum, bæði með félagsliði og landsliði. Hann er klárlega mikil bæting á þeim sem spila frammi hjá Utd núna, Rooney, Chicarito og Wilson.
Ég er spenntur fyrir Januzaj og aðeins fyrir Perreira en þeir eru alveg óskrifað blað, þurfum eitthvað þarna frammi því Rooney virðist bara búinn á því.