Louis van Gaal sá ekki ástæðu til að breyta til að ráði frekar en fyrri daginn. Eina breyting var sú að Bastian Schweinsteiger byrjaði sinn fyrsta leik fyrir United í stað Michael Carrick.
Varamenn: Johnstone, McNair, Valencia, Carrick, Herrera, Young, Chicharito.
Newcastle stillir svona upp
United byrjaði af krafti og Memphis stakk á Rooney strax á fjórðu mínútu, en ranglega dæmd rangstaða hindraði Rooney í að opna markareikninginn. Liðið var að spila ans i góðan bolta, Mata, Januzaj og Memphis náðu vel saman og voru að hrókera stöðum. Færin komu íka, Mata úr aukaspyrnu, og síðar skot úr teig sem Krul varði vel, og svo átti Rooney að gera aðeins betur með sínu skoti en Krul varði það vel.
Schmidfield var að virka stórvel, bæði í því að stöðva sóknir og byggja upp eigin og þá sjaldan Newcastle komst í gegnum þá var varnarvinnan stórgóð. En Aleksandar Mitrović átti samt stórgott færi um miðjan hálfleikinn, komst á milli Smalling og Darmian og skallaði í slá. United átti síðan áfram leikinn en Newcastle reyndi áfram háu boltana og Mitrović fékk aftur skallafæri, í þetta sinn framhjá. Þetta var að reyna ágætlega á það sem talað hefur verið umm að gæti verið helsti veikleiki Smalling-Blind samsetningarinnar.
Einhvern tímann þarna um miðjan hálfleikinn hafði Schweinsteiger orðið fyrir einhverju hnjaski og var farinn að haltra, en náði því úr sér. Fyrir leikinn hafði Van Gaal látið úti að hann liti á það sem tækifæri að geta skipt á milli Carrick og Schweinsteiger til að halda þeim sem bestum.
United náði ekki alveg eins góðum takti og krafti í leikinn þegar á leið, Newcastle var búið að standa af sér þennan storm sem hafði verið í gangi. Síðustu mínútur fyrri hálfleiks náði United þessu aðeins upp aftur, en það var áberandi að Memphis var ekki alveg með nógu opin augun fyrir sendingum og einnig að Mata var ekki nógu hraður hægra megin þannig að það var ekki nógu mikið að gerast þeim megin nema Darmian kæmi upp.
Fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik voru frekar hark en hitt. United aðeins sterkari en ekki nógu beittir. Fyrsta skiptingin var viðbúin, Carrick kom inná fyrir Schweinsteiger og síðan kom Hernandez inn á fyrir Januzaj sem hafði verið frekar dapur ef frá eru taldar fyrstu 10 mínúturnar.
Það voru innan við 20 mínútur eftir þegar leikur United fór aftur að skána. Carrick kom nokkuð vel inn og var í sendingum. Þriðja skiptingin var gerð til að hvíla Darmian sem hafði verið mjög sprækur í leiknum og Valencia kom inná. Ekki beinlínis skiptingin sem ég hefði vonast til að koma með aukna ákefð í sóknina.
Fyrsta dauðafærið kom svo á 80. mínútu, Mata skaut, boltinn fór í varnarmann og Hernandez var fyrstur í hann, var kominn einn á móti Krul, en Krul varði mjög vel. Gríðarlega svekkjandi. Leikurinn leið svo áfram, United með boltann, Newcastle pakkaði í vörn og Unitedmenn fundu engar leiðir framhjá.
Undir lokin voru bæði lið aðeins millimetrum frá því að tryggja sigur, Anita hreinsaði skalla Smalling af línunni, Newcastle fór í skyndisókn og Mitrović náði næstum að slæma fæti í fyrirgjöf Cissé.
En allt kom fyrir ekki og leikurinn endaði markalaus
Þessi úrslit eru mikil vonbrigði en það má alveg segja að þetta hafi verið á leiðinni eftir ósannfærandi frammistöður í sigurleikjunum undanfarið. Það sem fyrst og fremst vantaði í þessum leik var bitið. Rooney var afskaplega slakur, Hernandez breytti ekki nógu miklu og Memphis var fyrst of eigingjarn og svo var hann alveg búinn á því.
Það verður hins vegar ekki af liðinu tekið að vörnin er að standa sig afskaplega vel, Shaw og Darmian eru flottir bakverðir sem koma vel upp, þó fyrirgjafirnar mættu vera betri og Blind og Smalling voru alveg þokkalegir.
Schneiderlin og Schweinsteiger vörðust vel á miðjunni en það verður að segjast að ein af ástæðunum fyrir að liðið er ekki nógu beitt er sú að það vantar uppá að annar hvor þeirra sé aðeins sókndjarfari. Það var að virka í byrjun en svo þegar Newcastle fór að láta meira að sér kveða þá voru þeir báðir fastir í varnarham. Ég er ekki einn um það að vilja sjá Herrera fá tækifæri, ekki síst í svona leik þar sem United á að skora.
Við munum örugglega sjá varnarmiðað lið í leiknum gegn Brugge á miðvikudaginn en við þurfum nauðsynlega að finna fleiri leiðir til að skora.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Horfi á liðið og get ekki séð okkur tapa. Þetta er rosalegt byrjunarlið, eina sem vantar er að Rooney missi stjórn á skapinu sínu og byrji aftur að spila eins og brjálaðingur og fer þessvegna að skora á fullu :D
Daniel says
Vitiði um eitthvað gott stream á leikinn??
Reginn says
http://live.realstreamunited.com/streaming/free-live-video-streaming-manchester-united-newcastle-united-football-england-premier-league-118639.html
panzer says
Ég hélt ég myndi aldrei skrifa þetta en inn á með Chicharito takk, það þarf eitthvað að breytast í þessum leik ef þetta á ekki að enda illa. Bitlaust.
Þetta lið hefur EKKERT við leikmann einsog Pedro að gera #sagðienginnNemaVanGaal..ogkannskieg #hraðinn
Einar T says
Free Ander Herrera
Siggi says
Skelfilegt og ekkert annað. Newcastle voru galopnir fyrstu 20 mín í leiknum. Bastian virkar einfaldlega hægur og þungur. Rooney týndist í c.a 30 mín í síðarihálfleik og fannst svo aftur undir lokinn rífandi kjaft. Það voru nokkur færi en þótt að Newcastle sóttu lítið sem ekkert þá fengu þeir líka 1-2 mjög góð tækifæri til þess að skora.
Þetta Newcastle lið er ekkert merkilegt og þarf að klára það á heimavelli.
Simmi says
Nyjan framherja takk fyrir!
panzer says
Fullt sem má bæta en þetta er enginn dómsdagur. Það var talsvert óheppni að þessi leikur hafi ekki unnist. Algjörlega legið á Newcastle undir lokin og vörnin og Romero að halda hreinu í þriðja leiknum af þremur. Auk þess var fullkomlega löglegt mark dæmt af okkur en þannig er gangur leiksins. Rooney droppaði til baka alltof mikið til að sækja boltan með bak í mark og það var einsog við værum að spila leikkerfið 4-6-0 á tímabili. Þessi leikur hefði auðvitað átt að vinnast á eðlilegum degi.
Valencia skiptingin var óskiljanleg með öllu.
Yfir til þín Ed Woodward!
Siggi says
3 leikir búnir.
Tottenham leikurinn var bara 50/50
A.Villa leikurinn var ekki vel leikinn en líklega átti liðið skilið að sigra hann
Mér fannst Newcastle liðið eiginlega lélegra en Tottenham og Villa. Galopinn vörninn hjá þeim og nóg af plássi til þess að gera eitthvað en Rooney, Schweinsteiger, Memphis og Januzaj fannst mér daprir í þessum leik. Shaw,Smalling, Mata og Darmian fannst mér vera góðir.
Þetta var frábært tækifæri til þess að komast í 9 stig og held ég að það gæti komið liðinu í koll að nýtta ekki svokallað létt program í byrjun tímabils til þess að vera á toppnum.
Hjörtur says
Ansi er ég hræddur um að aðstoðardómurum muni ganga illa að sinna nýju rangstöðureglunum, þar sem þeir geta ekki einusinni dæmt rétt samkvæmt gömlu reglunum. Markið sem Rooney gerði átti að standa, og er svekkjandi fyrir hann að svo skyldi ekki hafa orðið, þar sem hann hefur verið gagnrýndur fyrir markaþurf. Ég sá bara fyrri hálfleik, og fannst mér afskaplega lélegt að liðið skyldi ekki skora mark, já eða mörk miðað við gang leiksins. Þarna kom berlega í ljós að það þarf fljótann og góðan framherja sem kann og getur skorað mörk. Ekki að vera með skotmarkið á mönnum sem við barasta fáum allsekki eins og t.d. Muller o.fl. Svona leiki eins og í dag á heimavelli á liðið að vinna.
Rúnar Þór says
getur einhver plís útskýrt fyrir mér af hverju Mata er á kantinum og af hverju LVG t.d. svissar ekki Mata (í holuna) og Januzaj (á kantinn). Ég fyrir mitt litla líf bara skil þetta ekki!!!! Mata er ekki kantmaður!
p.s. af hverju dúndra menn ekki FRAM þegar lítið er eftir? bara verið að dóla á miðjunni og láta dómarann flauta!!!!!
p.p.s. og hvernig væri að setja Young inn á? EKKI Valencia!!!! hann gerir ekki rassgat. 1 á 1 og þorir ekki að taka manninn á
Helgi P says
hvað á Rooney að fá marga sénsa í byrjunarliðinu þegar hann er að spila svona
Rúnar Þór says
LVG hefur sagt að fyrirliðinn spili alltaf og því er ég skíthræddur um að Rooney hangi inn á sama hvað hann spilar illa bara útaf philosophy hans LVG
(vona samt ekki)
Keane says
Rooney er búinn að vera á öruggri keyrslu niðurávið síðustu árin, enda blómstraði hann mjög ungur… Ég skil bara ekki hvað hann þarf að gera til að fá sæti á bekknum. Þetta verður eintómt basl ef við fáum ekki þokkalegan striker!
Keane says
Svo verð ég að bæta við að Januzaj hefur ekkert í þetta að gera ennþá, alltof óstöðugur og virkar bara hálf veikburða og slysalegur, þarf miklu betri mann fyrir hann. Efnilegur en ofmetinn.
DMS says
Hefði viljað sjá Fellaini koma inn á, en kauði var auðvitað að klára að taka út bannið sitt. Held að hann hefði skapað talsverðan usla í teignum þarna undir lokin.
Okkur vantar framherja í topp klassa. Mér finnst við ætlast til of mikils af Rooney að sjá um þetta alfarið sjálfur. Hann dettur í markaþurrð og svo skorar hann mörkin í kippum þess á milli. Við þurfum einhvern með honum.
Valdi says
Við eigum Swansea næst úti, Fellaini verður þá kominn er þokkalegt form, fer í holuna og léttir á Rooney frammi, allt mun smella saman og vera klárt fyrir Liverpool leikinn ;)
Ingvar says
Hættur að skilja þetta bull í LVG. Hann segir eftir síðasta tímabil að liðinu vanti 20+ marka mann, losar sig við RVP, kaupir ekki Falcao og segist núna ekki þurfa striker? Hvar dúkkaði þessi 20+ marka maður upp, það er allavega alls ekki Wayne Rooney, sá kauði hefði mátt fara þegar Fergie hætti, en það er enn eitt sem við getum þakkað Moyes fyrir er að hafa gert ævintýralega góðan samning til að halda honum.
óli says
Rooney náttúrulega orðinn talsvert gamall í fótboltaárum og spurning hvort hans dagar séu liðnir. Hann fer ekki frá félaginu næstu 2-3 árin en það þarf að finna honum hlutverk sem hentar honum og liðinu. Annars eru 7 stig af 9 í þessum leikjum bara mjög fín uppskera.
Siggi says
Það má alveg reyna að blekkja sig en Pedro er frábær leikmaður og myndi styrkja Utd mikið. Hann er búinn að spila í 30 mín fyrir Chelsea búinn að skora eitt mark og leggja upp annað.
Hann er fljótur, áræðinn og skapandi leikmaður sem liðinu vantar nálagt marki andstæðingana.
pillinn says
Já Utd þarf ekki leikmann eins og Pedro. Svona leikmann sem skorar mörk og leggur upp mörk. Algjör óþarfi að kaupa svoleiðis mann. Pedro sýndi á fyrstu mínútum í ensku úrvalsdeildinni að men sem héldu að hann væri ekkert spes leikmaður höfðu alveg rangt fyrir sér. Hefðum unnið Newcastle í gær með hann innan liðsins. Held að það sé alveg ljóst.
Núna erum við með Rooney frammi sem getur akkúrat ekki neitt. Virðist bara vera metnaðarlaus með öllu og ég er ennþá að gráta að við seldum hann ekki til Chelsea fyrir 50 milljónir fyrir tveimur árum.
Að leiknum í gær þá var hann ekki góður og ég er alveg ósammála Van Gaal að hafi verið góður leikur, Utd skapaði sér varla færi og það á móti ekkert frábærri Newcastle vörn. Ég verð svo að vera ósammála flestum hérna og segja að markið sem Rooney skoraði var rangstaða. Hann er rétt fyrir innan og í beinni línu við handlegg varnarmannsins en handleggurinn telst ekki með þannig að alltaf rangstaða. Rétt dæmt.
Annars sköpuðu Utd fá færi. Ég vildi svo fá Rooney útaf fyrir Chicarito. Finnst Januzaj hafa verið allt í lagi, allavega var að reyna eitthvað sem Rooney var ekki að gera. Rooney var með ömurlegar fyrstu snertingu og það endaði allavega tvisvar í að hann missti boltann klaufalega frá sér. Hann er í engu formi og það er grátlegt að hann fái að spila alla leiki.
Eins og staðan er núna þá er ég bara verulega stressaður fyrir leiknum í Belgíu. Þeir sem segja svo að 7 stig úr fyrstu þremur leikjunum sé ásættanlegt þá má það vel vera en við vorum að spila við Tottenham á heimavelli, Aston Villa úti en það er það lið sem við vinnum nánast alltaf og svo Newcastle heima sem er alveg frekar lélegt lið. Þannig að fyrst að við fengum 3 stig gegn Tottenham áttu að liggja 6 stig í hinum tveimur leikjunum.
Man Utd gerir ekkert á þessari leiktíð ef þeir kaupa ekki mann fram. Það held ég að verði þeim dýrkeypt að hafa ekki keypt Pedro, hverjum sem það er um að kenna (ég hallast að Woodward þar enn og aftur). Pedro er búinn að skora mark og eiga stoðsendingu og aðra sending sem hefði átt að verða að marki, sending á Willian. Þannig að mig eiginlega langar að vita er einhver hérna sem hefði ekki viljað Pedro?
Keane says
Akkúrat pillinn, það er með ólíkindum hvernig menn drógu þetta pedro màl á langinn að því er virðist. Erum gjörsamlega tannlausir fram á við og fyrirsjáanlegir.
Bommel says
Ef að LVG hefði viljað fá Pedro til Manchester þá hefði verið borgað uppsett verð og hann væntanlega spilað á móti Newcastle og kannski gert gæfumuninn. Það að LVG hafi ekki keypt Pedro bendir hinsvegar til að það sé eitthvað annað í pípunum, og þykir mér mjög líklegt að menn hafi ákveðið að við þyrftum frekar að bæta við okkur framherja heldur en vængmanni. Þannig að við skulum ekkert vera að stressa okkur á því að Pedro hafi ekki komið fyrr en glugginn er lokaður og Rooney er ennþá striker nr.1 hjá United.
kampfpanzer says
Þykir fólk vera að missa sig full mikið miðað við þrjá taplausa leiki. City er eina topp-liðið sem hefur farið virkilega sannfærandi á stað.
Liðið náði ekki að klára þennan leik. Það gerist og mun gerast aftur. Gerðist margoft undir stjórn Ferguson. Þetta er maraþon. Það sjá flestir, þ.á.m LVG og Woodward, hvar veikleikarnir í þessu liði liggja. Ágústmánuður er ekki liðinn og margt getur enn gerst. Engin ástæða til að fara í panic-mode. Ef engin frekari styrking kemur í þessum mánuði má vissulega setja stór spurningamerki við LVG og Woodward og metnað eiganda. Nettó eyðsla upp á 8m yrði djók fyrir þenna klúbb eftir að hafa lent í fjórða sæti. En þetta er ‘process’ einsog hann sagði.
januzaj er drulluefnilegur og það ekki hægt að gera þær kröfur að tvítugur leikmaður sé fullmótaður. Það gerist. Gætum bara selt hann einsog Móri gerði við De Bruyne.. það vissu nótabene allir sem sáu þennan strák spila hve mikið pótential hann var þó hann væri ef til vill ekki í heimsklassa þegar hann spilaði með Chelsea. Sama má segja með memphis sem er rétt 21 árs. En hey, you don’t win anything with kids. right?
Karl Garðars says
Vanhæf Ríkisstjórn og Út með jólaköttinn!!! Voðalegt væl er þetta eftir einungis 4 leiki..?? 3 sigrar, 1 jafntefli og við skoruðum öll mörkin í leikjunum!
Keyptir hafa verið stórgóðir leikmenn þetta sumarið sem eru að læra inn á félagið og þá sem fyrir voru í hópnum og öfugt. Miðjan og vörnin eru að funkera flott hingað til og fjölmargt jákvætt greinilega í gangi. Nýju strákarnir, Smalling, Shaw og Mata að öðrum ólöstuðum eru búnir að vera drulluflottir svo ekki sé meira sagt og við eigum flotta pjakka sem eru að hlaða reynslu undir beltið með hverri spilaðri mínútu. Breiddin er góð í hópnum með m.a. Young, Herrera, Fellaini, Valencia, Hernandes, Jones auk Rojo. Síðast en ekki síst er liðið búið að taka kúrs undir stjórn LVG, stefnan er skýr og mórallinn flottur í hópnum. Rooney finnur sig, vitiði til. Ef ekki þá er make or break fyrir Hernandes og Wilson fær vonandi sénsinn. Þetta er allt á réttri leið.
pillinn says
Ég get alveg verið sammála að vörnin lítur betur út og miðjan er auðvitað allt önnur enda komnir loksins með alvöru leikmenn þangað, en það hefur vantað undanfarin ár. En markmanns staðan er í rugli ennþá, Romero er aldrei nógu góður til að vera aðalmarkmaður hjá Manchester United. Það er mín skoðun og ég held að fátt breyti henna.
Ég er hins vegar eins og ég kom inná áðan fúll yfir framlínunni. Það að menn hafi trú á Rooney ennþá er bara fínt hjá þeim en ég er á þeirri skoðun að hann hefur verið á hraðri niðurleið og hann virðist ekki hafa metnað í að koma til baka. Ástæðan fyrir að ég tek alltaf metnaðinn hans inní málið er að hann kemur alltaf feitur til baka úr sumarfríi, hvaða metnaður er það? Sérð Ronaldo aldrei gera það, svo ég taki dæmi.
Chicarito getur svo stigið upp en þá þarf hann að fá tækifæri til þess en eins og staðan er þá keypti Rooney væntanlega áskrift á byrjunarliðinu og hann virðist þurfa að segja því upp því LvG ætlar ekki að gera það.
Hannes says
Ég ætla alls ekki að gera lítið úr frammistöðu Pedro en þetta mark hans er hörmulegt innanfótarskot sem stefnir beint á markmanninn en fer í löppina á varnarmanni og lekur inn og svo var assistið hans marktilraun sem var leiðinni vel framhjá þar til Costa kom og potaði honum inn.
En að öðru og ég heimta svar, í sumar höfum við losað all svakalegan launapakka með að losa Nani, Falcao , RVP , Rafael o.fl. Einhvad eru nýju mennirnir að fá en það ætti að vera svigrúm til að taka 1-2 leikmenn í viðbót sem eru í þessum 150 þúsund pund á viku flokki ? eða það hefði ég nú haldið og tala nú ekki um fyrst við erum með þennan svaðaleða treyjusamning við Adidas. Lítur út fyrir að rétta hafi átt fjárhaginn í sumar því ég held að það komi ekki fleiri leikmenn. LVG ætlar ekki að keypa striker og ég veit nákvæmlega hvað það þýðir, þetta viljið þið ekki heyra en jú FELLAINI er á leiðinni uppá topp og við erum að fara spila kick and run. Ég er skíthræddur um að van gaal ætli að leggja þetta svona upp. hann gerði það í fyrra og allt var brjálað en hann virðist þrífast á æsingi og þessvegna mun hann halda þvi afram. Ég gerði mér vonir um að vinna deildina enda annað fráleitt að spá United ekki í titilbaráttu, United á alltaf að vera í titilbaráttu en 0-0 jafntefli heima gegn Newcastle segir okkur að við verðum að berjast um að komast í CL aftur. Það er krafa að ná topp3 og gera betur en í fyrra, ef ekki þá er van gaal out
Auðunn Atli says
Þetta var ekki ílla spilaður leikur, það vantar bara einhvern klárara í þetta lið.
Það er ekki nóg með að Rooney er ekki að koma sér í færi, framherji Man.utd á að fá nokkur færi í svona leik.
Það var reyndar eitt sem ég tók eftir og það er að menn eins og Memphis, Januzaj og Mata vilja klappa boltanum of mikið stundum og taka þá um leið tempóið úr sóknunum.
Menn eru líka að reyna of mikið sjálfir, sérstaklega Memphis og Januzaj, fara of margar sóknir í súginn vegna þess að þeir eru að reyna einhverjar krúsidúllur sem mistakast og liðið tapar boltanum.
Fæ heldur ekki skilið afhverju maður eins og Herrera er ekki að spila svona leiki, hann er maður sem er alltaf hættulegur.
Hjörtur says
Liðið lék ágætlega fram á svona þriðjung vallarins, en þá fór allt í baklás, bara skeði ekki neitt sem er allsekki ásættanlegt. Þar vantar mann sem getur klárað, og ef Rooney fer ekki að gera það, þá er mitt mat að hann eigi að rassgatast á bekkinn. Liðið gerir 3 mörk á móti Bruges, en í raun ekki nema 1 mark (eitt var sjálfsmark) í fyrstu þremur leikjum í deild. Er Bruges svona miklu lélegra lið en t.d. Newcastle?