Eins og flestir vita hefur félagið verið að leita leiða til að auka stemminguna á Old Trafford sem á það að til að vera, tjahh, ekkert sérstök á köflum. Félagið hefur reynt ýmislegt til þess að bæta stemminguna . Í apríl á þessu ári réði félagið sérstakan hljóðsérfræðing til starfa til að kanna hvernig hljóðið bærist um völlinn auk þess sem að félagið hefur kynnt til sögunnar sérstakt svæði fyrir söngáhugamenn sem skilaði sér í frábærri stemmingu gegn Real Socied í meistaradeildinni fyrir skemmstu.
Gott og vel, ágætis framtak hjá stjórnendum United. Þær eru hinsvegar ekki nógu róttækar að mati arkítekta sem voru fengir til að koma með tillögur að því hvernig megi bæta stemminguna enn frekar á Old Trafford Í nýjasta tölublaði Wired. Þessir arkítektar hafa hannað um 30 velli víðsvegar um heiminn, m.a. nýja Wembley-völlinn. Þeir teiknuðu þetta upp:
Utan um framhlið Old Trafford hefur verið smíðuð önnur framhlið með LED-ljósum sem virka eins og risastór skjár þar sem hægt er að sýna myndbönd, ljósmyndir eða hverslags skilaboð. Fyrir ofan völlinn sjálfan er búið að byggja einskonar net úr efni sem endurkastar frá sér hljóði til þess að „loka“ stemmninguna inni. Söngvarnir, ópin og köllinn úr stúkunum og frá vellinum sjálfum endurvarpast því um allan völlinn.
Klikkaðasta hugmyndin er líklega sú að gert er ráð fyrir plássi fyrir allt að 20.000 aðdáendur sem ekki fengu miða á þakinu! Þar geta þeir fylgst með leiknum á risastórum skjáum. Markmiðið með því er að skapa ennþá meiri stemmingu með því að fá enn fleiri áhorfendur á völlinn.
Aðrar tillögur fela m.a. í sér eitthvað sem heitir Turbo-WiFi svo að áhorfendur geti verið á netinu og pantað drykki og annað í gegnum símana sína! Einnig vilja menn hafa sérstakt ‘Fan-Zone’ svæði fyrir utan Old Traffotd líkt og nágrannarnir í City hafa gert með ágætum árangri. Það virðist reyndar nú þegar vera í burðarliðnum hjá United því skv. þessari frétt hafa forráðamenn United nú þegar ráðið sama fyrirtæki og sér um þetta hjá City til starfrækja svona svæði.
Þetta er auðvitað allt saman bara hugmyndir og alls ekki á vegum United. Einn af forsvarsmönnum arkítektanna sem kom með þessar tillögur vill þó meina að engin af þessum aðgerðum sé neitt sérstaklega erfið né dýr að framkvæma:
Brynjar Hafsteins says
Komin tími til, enda sagði Roy Keane að fólk ætti að leggja frá sér rækjusamlokunar og styðja liðið almennilega!
Runólfur says
Auðveldasta lausnin er „singing“ / „standing“ svæði + lægra miðaverð. Það þarf einfaldlega að koma þessum 4-8 þúsund manns sem fara á alla útileiki og syngja úr sér lungun á alla heimaleiki líka og stemmningin mun smitast út frá sér. Sést vel á CL kvöldum og í stórleikjum að völlurinn á roð í hvaða stuðningsmenn í heimi. En vissulega á hann það til að breytast í rækjusamloku festival inn á milli.
úlli says
Já helvíti líklegt að Glazer- bræðralagið farið að standa í svona löguðu. Þeir nýta sér félagið í einhver ár í viðbót og drulla sér í burtu. Meikar ekki sens að standa í einhverju sem myndi gagnast komandi kynslóðum.