„Long time, no see“ sagði vitur maður eitt sinn.
Það á vel við um mótherja United í kvöld en það er kominn þó nokkuð langur tími síðan liðin mættust síðast. Hartnær sex ár ef við ætlum að vera nákvæm en Middlesbrough féll úr deild þeirra efstu og hafa verið í Championship deildinni síðan.
Middlesbrough
Þeir voru þó hársbreidd frá því að komast aftur í Premier League í fyrra en þeir töpuðu 2-0 fyrir Norwich í því sem hefur verið kallað 40 milljón punda leikurinn en það er sú upphæð sem lið græða á því að vera í efstu deild. Sú upphæð fer eflaust hækkandi með nýjum sjónvarpssamningum.
Sem stendur situr Middlesbrough í 4. sæti Championship deildarinnar með 24 stig, en Derby County og Birmingham eru með jafnmörg stig. Á meðan eru Burnley og Hull með einu stigi meira og sitja þau í þriðja og öðru sæti deildarinnar.
Af þeim sem spiluðu síðasta leik milli liðanna eru aðeins Stewart Downing og Wayne Rooney eftir í leikmannahópum liðanna en Downing kom aftur til Middlesbrough frá West Ham fyrir þetta tímabil. Hvað varðar bikarkeppnir þá mættust liðin þegar Middlesbrough var ennþá í efstu deild en það var 23. september 2008. Sá leikur er hvað minnistæðastur fyrir þær sakir að Emanuel Pogatetz gerði í raun út um feril Rodrigo Possebon. Hann virtist í raun aldrei jafna sig eftir þá tæklingu og hefur ekki náð sér á strik síðan. United vann leikinn 3-1 með mörkum frá Cristiano Ronaldo, Luis Nani og núverandi aðstoðarþjálfara liðsins, Ryan Giggs.
Middlesbrough koma inn í leikinn eftir góðan sigur á Wolves um helgina en leiknum á undan töpuðu þeir gegn Cardiff og þar áður gerðu þeir markalaust jafntefli við Fulham.
Middlesbrough á svo heimaleik gegn Jóhanni Berg og félögum í Charlton Athletic nú á laugardaginn klukkan 15:00 og má því reikna með einhverjum breytingum á þeirra liði í kvöld. Hvort þeir geri 11 breytingar eins og Mick McCarthy gerði á Ipswich Town liði sínu í síðustu umferð er ólíklegt en eflaust rótera þeir eitthvað.
Annars er skemmst frá því að segja að Middlesbrough er talið eitt af skipulagðari liðum Championship deildarinnar og eru sem stendur með næst bestu vörn deildarinnar. Þeir hafa aðeins fengið á sig 9 mörk í 13 leikjum. Að sama skapi eru þeir, ásamt Reading, með þriðju bestu sókn deildarinnar. Þeir hafa skorað 20 mörk en aðeins Queens Park Rangers og Fulham hafa skorað fleiri, eða 22 talsins.
Okkar Menn
Okkar menn koma inn í leikinn eftir skítsæmilegt jafntefli gegn Manchester City í nágrannaslagnum um helgina. Þar á undan hafði liðið gert 1-1 jafntefli við CSKA Moskvu og unnið Everton 3-0. Að því sögðu þá á liðið mjög erfiðan útileik gegn Crystal Palace næst komandi laugardag og því má búast við breytingum.
Á blaðamannafundi liðsins í gær sagði Louis Van Gaal sem minnst. Hann virðist þó ætla að rótera eitthvað þar sem hann telur suma leikmenn liðsins vera á rauða svæðinu (e. the red zone) hvað varðar fitness. Ég reikna með því að það verði gerðar þó nokkuð margar breytingar á byrjunarliðinu. Sérstaklega þar sem það vantaði nokkur nöfn í U21 liðið sem vann Sunderland á mánudaginn. Reyndar eru Josh Harrop og Paddy McNair að öllum líkindum meiddir og því ekki með en ég spái liðinu á morgun einhvern veginn svona;
Stærsta spurningamerkið þarna er líklega Ashley Young en hann byrjaði að æfa síðasta föstudag, ef til vill verður hann þá varamaður og Rojo áfram í bakverðinum. Hvað varðar James Wilson þá var hann víst smávægilega veikur og fór því ekki með til Moskvu og var svo ekki í hóp hjá U21 á mánudaginn. Ég tel því gefið að hann byrji leikinn. Mig dauðlangar að sjá hann, Memphis og Pereira saman á vellinum og vona að það verði raunin í kvöld.
Van Gaal er reyndar líklegur til að vilja ekki rótera of mikið og missa þar af leiðandi allt jafnvægi úr liðinu en með solid öftustu fjóra (fimm ef þú telur Carrick með) þá ættu fremstu fimm að fá að njóta sín. Mikill hraði ásamt mikilli tæknilegri getu ætti að geta valdið usla. Svo erum við auðvitað alltaf með Fellaini sem plan B ef það gengur ekkert að tæta vörn Middlesbrough í sig á jörðinni, þá förum við bara hálofta leiðina.
Spá fyrir leikinn, nokkuð þægilegur 2-0 heimasigur með mörk í sitt hvorum hálfleiknum. Segjum að Memphis og
Bjarni Ellertsson says
Hef góða tilfinningu að við vinnum þennan leik í framlengingu eða vítaspyrnu með því að Gaal gerir markmannsskiptingu í lok framlengingar. Trixið frá HM mun virka aftur enda vel skjalað á bls. 16 í filasófíu bókinni hans. Nú er tækifæri til að sækja hart að dollunni þar sem sterkir andstæðingar duttu út í gær eða er það kannski vísir að því sem koma skal í kvöld. Kemur í ljós en eitt er víst, ég er viðbúinn öllu og því ætla ég ekki að parkera mér fyrir framan sjónvarpið heldur fylgjast frekar með á textavarpinu,þar sem spennan er óbærileg.
Vona að leikmenn séu klárir og láti aldrei kappið bera fegurðina ofurliði.
Rúnar Þór says
held að leikurinn sé ekki sýndur í sjónvarpi (ég ætla þá að horfa á hann á miðnætti á mutv). Óþolandi að það skuli alltaf bara vera 1 leikur sýndur og lfc vs bournemouth ég meina c’mon frekar sýna United leik
Thorsteinn says
Leikurinn er sýndur í sjónvarpinu hérna í Noregi sem og er hann sýndur á bet365.com en þú þarft að eiga inneign á reikningnum til að fá að horfa á live streams.
Ekki að það breyti neinu þá er mikil bjartsýni að setja Young í bakvörð og Fellaini í CDM, tel nokkuð líklegt að Carrick og Schneiderlin verði þar og Blind komi inn í LB. Smalling fær ekki hvíld og því miður verður Rooney sennilega frammi.
Glory glory
Ingvar says
Leikurinn er í beinni á sport3
Atlas says
Byrjunarliðið er komið og mjög nærri uppstillingunni hér.
Romero fær leik í markinu.
Smalling er í stað Jones.
Rojo í stað Young eins og rætt var hér að ofan.
Miðja og sókn nákvæmlega eins og hér var stillt upp.
Hlakka til að sjá hvernig þetta kemur út. Nákvæmlega svona á að nota deildarbikarinn.
Og eintómar kanónur á bekknum :)