Það er Lundúnaferð í aðsigi fyrir United leikmenn. Næstu tveir mánuðir eru ef litið er á leikjaprógrammið með áratugafordómum „léttir“, aðeins Chelsea um jólin er leikur sem á að reynast United erfiður en ef nánar er að gáð þá eru ljón á veginum. Liðin í þriðja, fimmta og sjöunda sæti heita núna West Ham, Leicester og Crystal Palace en ekki Manchester City, Arsenal og Liverpool eins og á sama tíma í fyrra.
Fyrst þessara liða til að spreyta sig er Crystal Palace. Eftir stórkostlega heimkomu Alan Pardew í fyrra byrjaði Palace þetta tímabil gríðarvel. Núna hafa hins vegar tveir síðustu leikir þeirra í deild tapast, einmitt fyrir West Ham og Leicester. Manchester City rúllaði þeim svo upp í deildarbikarnum í vikunni, 5-1. Það er því sært lið sem tekur á móti Rauðu djöflunum á Selhurst Park á morgun.
Stemmingin á Selhurst Park getur verið skrambi góð eins og sést af videóinu hér að ofan (sem er frá í fyrra) en við vitum öll hvað stuðningsherinn sem fylgir United á útileiki er öflugur. Að auki hefur heimavöllurinn ekkert verið að gera of mikið fyrir Palace í haust, 2 sigrar og þrjú töp er niðurstaðan. Palace hefur heldur ekki gert jafntefli á útivelli þannig að það hlýtur að vera sigur eða ekkert á morgun.
Styrkur Palace hefur hingað til verið fyrst og fremst fram á við. Yohan Cabaye keyptur frá PSG kom sterkur inn í liðið en meiddist á æfingu fyrir leikinn gegn City og vafasamt hvort hann spilar á morgun. Það er lykilatriði fyrir Palace að hann verði heill en að auki eru Marouane Chamakh og og Connor Wickham frá.
Mögulegt byrjunarlið skv Guardian lítur þá svona út
Þarna verða þeir Zaha og Sako á harðahlaupum á köntunum með fyrirgjafir á Gayle. Gayle er reyndar ekki búinn að skora í deildinni ennþá, Cabaye er þeirra markahæstur með fjögur mörk. Ég segi það satt að ég ætla ekki að hafa áhyggjur af vörn United á morgun, Það verður hins vegar meira spennandi að sjá hvernig sóknin hjá United tekur á vörn Crystal Palace og þar á sannast sagna að verða ójafnvægi
Þetta lið velur sig orðið sjálft. Valencia er enn meiddur, James Wilson og Memphis meiddust gegn ‘Boro og Paddy McNair er einnig frá.
Við sleppum því alveg að minnast á að Ashley Young gæti komið inn í liðið fyrir einhvern þarna.
Eftir ófarirnar gegn Middlesbrough er alveg nauðsynlegt að leikurinn á morgun fari vel, við erum að spila á sama tíma og öll hin topplíðin, City á auðveldan heimaleik gegn Norwich, West Ham tiltölulega léttan útileik gegn Watford og Arsenal fer til Swansea. Sigur á Selhurst Park fær okkur vonandi til að gleyma Capital One bikarnum og kemur leikmönnum í gott skap fyrir leikinn gegn CSKA á miðvikudaginn.
Ingvar says
Vona að Van Gaal sýni eitthvað af sínum risastóru balls og bekkji Rooney. Annars spái ég gríðarlega erfiðum leik og alls ekki ólíklegu tapi.
Hjörtur says
það er enginn leikur léttur í þessari deild, og miðað við undanfarna leiki hjá Utd þar sem þeim hefur gengið afskaplega erfiðlega að koma tuðruni í mark andstæðingana, þá held ég að það verði eins í þessum leik því miður. Allavega þarf mikið að breitast ef svo á að verða.
Helgi P says
já þetta er ótrulegt að vera með svo marga leikmen sem getað skapað einhvað en það er engin að gera það nema kannski martial