United sigraði Watford með tveimur mörkum gegn einu í erfiðum útileik á Vicarage Road, heimavelli Watford.
Þetta var soldið öðruvísi leikur en við höfum komið til með að venjast á þessari leiktíð þar sem við höfum horft á United halda boltanum í óratíma án þess að ná að skapa mikið af góðum færum en stjórna hinsvegar leiknum gjörsamlega. Frammistaðan í dag minnti meira á United með Moyes stjórnvölinn þar sem liðin skiptu boltanum nokkuð jafnt á milli sín, sótt var á báðum endum, mikið um klaufamistök og hættuleg færi.
Að sjálfsögðu skrifast þetta heilmikið á meiðslastöðuna sem er hreint útsagt skelfileg í augnablikinu og ekki skánaði hún eftir þennan leik. En við ættum að vera orðin vön þessu því þessi staða virðist koma upp á nánast hverju tímabili. Hlýtur samt að vera skemmtilegt að vera í unglingaliði United þessa dagana, sjaldan verið meiri sjens fyrir þá á að spila fyrir liðið en akkurat núna.
Það má alveg segja það að United hafi átt fyrri hálfleik á meðan Watford hafi verið betra liðið í þeim seinni. Það tók aðeins United rúmar tíu mínútur að skora fyrsta markið er liðið sótti að marki Watford af hægri kantinum. Herrera kom svo með þessa fínu fyrirgjöf inn í teig sem rataði beint á Memphið sem skoraði sitt fimmta mark í fjórtán leikjum fyrir United er hann kláraði færið stórglæsilega með vinstri færi. Þetta var fyrsta markið sem Watford hefur fengið á sig í fyrri hálfleik á heimavelli síðan 24 janúar á þessu ári.
Watford fengu alveg sín færi líka. Á 21′ mínútu lét Ashley Young stela boltanum af sér á klaufalegan máta og komst Watford í tveir-á-móti-einum skyndisókn. Sem betur fer gerðu leikmenn Watford ekki nógu vel og varnarmenn United fljótir til baka þannig að þeir uppskáru ekkert úr þessari sókn sem endaði með skoti framhjá markinu.
Stuttu síðar, eða á 24. mínútu fengum við svo áfall er United sparkaði boltann út af vellinum. Myndavélarnar sýndu okkur næst Ander Herrera liggjandi meiddur á jörðinni. Kom svo í ljós að hann hafði tognað á lærisvöðva og þurfti því að fara af velli. Inn fyrir hann kom Rojo og tók Van Gaal þá ákvörðun að breyta liðupsstillingunni í okkar heittelskaða 3-5-2 kerfi sem við höfum ekki séð í dágóðan tíma. Persónulega hefði ég viljað fá Pereira sem beina skiptingu inn fyrir Herrera en svona er þetta.
United look to have gone to 3 at the back. Jones, Smalling, Rojo. United squad has weaknesses – but it is versatile
— James Robson (@JamesRobsonMEN) November 21, 2015
Það markverðasta sem gerðist eftir þetta í fyrri hálfleik var að Schneiderlin var nálægt því að bæta við marki og svo gott skot frá Memphis fyrir utan teig sem Gomes varði vel í marki Watford. Eitt núll í hálfleik.
Seinni hálfleikur byrjaði fjöruglega er Lingard fékk dauðafæri eftir sendingu frá Memphis en Gomes kom aftur í veg fyrir mark með góðri vörslu. Eftir þetta náði Watford að taka stjórnina og byrjaði að herja soldið á United sem þurfti nokkrum sinnum á De Gea að halda. Til að gera hlutina verri þá missti United Jones af velli er hann sneri ökklanum eitthvað illa. Inn fyrir hann kom hin ungi McNair.
Sjö mínútum fyrir leikslok fékk Lingard annað dauðafæri er Blind kom með (enn eina!) stungusendingu sem rataði á Lingard en það klikkaði hjá honum að vippa yfir Gomes sem greip boltann auðveldlega. Fjórum mínútum síðar gerðist Rojo sekur um hrikalega klaufamistök er hann braut á Ignalo, leikmanni Watford, inn í vítateig. Robert Madley dæmdi vítaspyrnu sem Troy Deeney skoraði úr. Allt leit því út fyrir að United myndi fara sárt ennið og eitt stig frá Vicarage Road. En allt kom fyrir ekki.
Það er voðalega ánægjulegt að segja frá því að maður fékk smá old skúl United drama síðustu mínúturnar áður en flautað yrði til leiksloka. Leikmenn United voru ekkert að fara sætta sig við bara eitt stig og sóttu eftir markið, grimmt að marki Watford. Það á endanum borgaði sig fyrir okkar menn. Á 90′ mínútu varði Gomes vel frá Lingard en boltinn endaði hjá Schweinsteiger, hann kom með þessa fínu fyrirgjöf/skot sem endaði í Deeney, sem skoraði jöfnunarmark Watford, og inn í netið. Tvö eitt fyrir United. Ég neita því ekki, þegar seinna markið flaug inn fagnaði ég hér heima eins og Schweinsteiger hér í þessu myndbandi.
Á meðan Ander Herrera gjörsamlega missti vitið á bekk United
Það urðu svo lokatölu leiksins og þrjú mikilvæg stig á erfiðum útivelli komin í hús. Frábær niðurstaða. Nú vonar maður bara að við fáum einhverja leikmenn fljótt til baka því erfitt verður það fyrir okkur að hafa svona marga í meiðslum.
Það er varla hægt annað en að velja Memphis og De Gea sem bestu leikmenn United í dag. Memphis stóð sig afskaplega vel frammi og fáum við án efa að sjá meira af honum á meðan De Gea bjargaði United nokkrum sinnum með glæsivörslum í seinni hálfleik. Það vill svo skemmtilega til að Memphis var valinn sá besti af deildinni en De Gea valinn af stuðningsmönnum United. Lingard var einnig kandídat í dag en þessi tvö dauðafæri sem hann klúðraði í seinni hálfleik skemmdu smá fyrir annars fínum leik hjá drengnum.
Arsenal og City töpuðu stigum í dag sem þýðir það að United flytur sig upp um tvö sæti eftir þessa umferð. Semsagt, United í öðru sæti deildarinnar, í toppsæti B riðils meistaradeildinnar og liðið hefur aðeins fengið á sig eitt mark í næstum ellefu leikklukkutíma (og það kom úr vítaspyrnu). Ef þetta er lélega útgáfan af United, þá verður svakalegt að sjá liðið þegar það kemst á alvöru ról!
Eftir leikinn sagðist Van Gaal vera stoltur stjóri United eftir að hafa séð liðið berjast alveg til enda og uppskorið þrjú stig.
We could have finished the game earlier and after the penalty I thought ‘Oh no, we have given it away’. But then you see again the spirit of the team. After the penalty we created three chances in a row and it was a reaction to the equaliser so I am very proud that I am the manager of their team.
Our goal was a superb goal. It was a fantastic pass from Ander Herrera. Memphis finished it very well. He played a very good game in the first half and the second half a little bit less because he has been out of the team for six weeks. He didn’t have the match rhythm so I can understand that.But he played a very good match like Jesse Lingard. The way we played suits them. That was good because now we know we can also play in another system. It gives me a big satisfaction that we can change the system.
I was very satisfied with our defensive organisation. We didn’t give more than three chances away. One in the first half and two in the second half. But our positional game was not so good. I have changed the shape because of the many injuries in the attacking position. So I changed the shape and the system and maybe it was that. We have to improve that positional game because in all the other games it was so good it was boring!. I have read that anyway! I know some people are thinking it is boring our positional game but it is also a way to disorganise the opponent.But nevertheless we have created a lot of chances.
Næsti leikur verður svo gegn erkióvinum okkar í PSV Eindhoven á Old Trafford í meistaradeildinni. Næsti deildarleikur verður gegn Leicester og getur United í þeim leik fengið þrjú stig, komist í toppsæti deildarinnarr og komið í veg fyrir að Vardy slái met Van Nistelroy frá árinu 2003.
Halldór Marteinsson says
Veit einhver hvar Wilson er? Staðfest meiðsli eða er þetta rythmakjaftæðið?
Heiðar says
Hópurinn er ekki sá breiðasti þegar það eru 3 varnarmenn á bekknum + 2 kjúllar í fyrsta sinn í hóp.Vantar marga en samt…..
Helgi P says
þetta er alveg svaðalegur bekkur sem að við höfum
Helgi P says
djöfull verður hann að versla einhvað í januar
Tony D says
Ég er ekki viss um að það eigi að versla. Ef að það verða keyptir menn í janúar eiga þeir eingöngu að vera hæfir í byrjunarliðið´og það eru ekki margir á lausu. Spurningin er hvort að það eigi ekki að sýna ungu leikmönnunum traust frekar? Vörnin er að standa ágætlega, það er ágætis breidd á miðjunni, en vantar aðallega framherja. Leikmannahópurinn er ekki slæmur á blaði og ætti að skila fleiri mörkum en meðan stigin skila sér í hús er ég sáttur.
Ef það á að versla eitthvað er það í nýju læknateymi því þessi meiðslalisti tímabil eftir tímabil er fáránlegur
En fínn sigur í dag. Ánægður með að menn skyldu klára leikinn þrátt fyrir að fá jöfnunarmarkið í andlitið í lokin en menn sluppu heldur betur með skrekkinn. Með smá heppnni hefði Watford verið búnir að jafna og voru að pressa duglega fyrir vítið og hefðu hæglega getað nýtt færin sín betur
Kàri Þorleifss says
Það var nàttúrulega bara skita og hugsunnarleysi að selja Chicharito. Annars mikilvægur sigur og gott fyrir Memphis að skora
Kjartan says
Liverpool 3-0 yfir, þetta gæti orðið ágætis dagur fyrir okkur.
Cantona no 7 says
Frábær sigur á erfiðum útivelli.
Gott að Memphis skorar og vonandi fer hann að sýna hvað hann getur í næstu leikjum.
Nú er PSV næstir og með sigri erum komnir áfram.
GGMU
gugu@stykk.is says
Við áttum að nýta Chichariro mikið betur,svona vipað og Forlian hér áður.
Runólfur Trausti says
Frábær sigur, sérstaklega eftir að Watford jafnaði.
Lingard hefði þó mátt klára leikinn þarna í 2-0 og spara stressið.
Ég er þó sammála mönnum hér að ofan, það var hálf kjánalegt að selja Hernandez – Hann hefði eflaust fengið fullt af mínútum, en kannski vildi hann vera meira en bara Super Sub. Hvað veit maður. Mér fannst allavega hálf undarlegt að sjá liðið spila með tvo framherja lungan úr leiknum en hvorugur þeirra er samt Framherji, þó þeir hafi leyst það ágætlega.
Mig langar líka að væla útaf þessari skiptingu í 3-4-1-2 leikkerfi sem ég skyldi engan veginn, og það fact að Darmian er gjörsamlega gaddfreðinn í frystikistunni en ég læt það vera.
Góður sigur, nú er bara að vinna PSV og sprengja þessa Leicester bólu.
Bjarni Ellertsson says
Sammála að þetta var góður sigur og svo í anda united að kvelja okkur fram á síðustu mínútu. Persónulega vil ég klára leikina fljótt og örugglega en er samt smá spennufíkill inn við beinið og þess vegna held ég með okkar ástkæra liði. En auðvitað getur svona leikur snúist upp í andhverfu sína, við náðum marki á móti CSKA um daginn eftir dauðafæri hjá þeim og svo Watford á móti okkur þar sem Lingaard hefði átt að gera betur. Sá ekki leikinn en skoðaði highlights um kvöldið og verð ég að segja að ég fékk verki í hreðjarnar yfir færunum sem Watford fékk þar sem DeGea stóðst álagið enn og aftur. En ég set spurningarmerki við varnarleikinn í þessum færum, vörnin hefur verið góð alla jafna en það þarf að éta lausa bolta inní teignum, nóg var af mönnum í kringum boltann en samt er greddan meiri hjá andstæðingunum. Þetta þarf að laga svo ég verði ánægður.
Svo vonast ég eftir sigri gegn PSV og vona að Memphis geri gagn og sýni okkur úr hverju hann er gerður.