Það er komið að því að ná sér eftir vonbrigðin gegn Wolfsburg og horfast í augu við það að United er ekki lengur í Meistaradeildinni.
Fyrir sum okkar er það huggun en önnur bölvun að fyrir vikið erum við í Evrópudeildinni. Það er oft sagt að leikur á fimmtudegi þýði tap um helgina og sum myndu vilja að United dytti sem fyrst út.
Ég ætla að leyfa mér að vera alveg ósammála! Úr því sem komið er þá er bara eitt að gera og það er að hirða einn af fáum bikurum sem aldrei hefur sést á Old Trafford
Manchester United mætir Midtjylland frá Danmörku í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar
Leikirnir fara fram fimmtudagana 18. og 25. febrúar og seinni leikurinn verður á Old Trafford.
Bjarni Ellertsson says
Góður dráttur gulli betri.
Halldór Marteinsson says
Ljómandi fínt. Vildi fyrst og fremst sleppa við lengstu ferðalögin. Midtjylland er mjög áhugavert félag, verður gaman að mæta þeim
Er annars sammála Bjössa, vona að liðið fari all in í keppninni og reyni að vinna dolluna. En hef samt ekki trú á að það sé nógu mikill bikarandi í liðinu til að klára svona útsláttarkeppni, hvort sem það er þessi keppni eða FA Cup.