Ég var einn af þeim sem hékk á Moyes vagninum allt of lengi, kallandi eftir því að hann fengi meiri tíma til að setja mark sitt á liðið. Eftir að hann var látinn fara þótti mér það auðvitað deginum ljósara að hlutirnir voru ekki, og voru aldrei að fara að ganga upp hjá honum. Það var ekki endilega leikstíllinn, þó mér hafi aldrei fundist hann ásættanlegur, heldur var það hreinlega vinnuframlag leikmanna á vellinum. Þeir virtust ekkert spenntir fyrir því að spila fyrir Manchester United og um leið og eitthvað á bjátaði gáfust menn bara upp og lögðust í kör, í stað þess að leggja gjörsamlega allt í sölurnar, sem var svo algegnt viðhorf undir stjórn Alex Ferguson.
Hljómar þetta kunnulega? Mér þykir það miður en Manchester United er aftur komið niður eitthvað öngstræti og ég get hreinlega ekki séð að þaðan verði aftur snúið undir stjórn Luis Van Gaal.
Víkjum aðeins að leiknum, ég segi „aðeins“ því ég hef svo sem ekki mikið um hann að segja. Hann var í raun alveg eins og leikurinn gegn Bournemouth í síðustu viku, gegn West Ham nokkrum vikum þar á undan, PSV um miðjan nóvember, Middlesbrough í deildarbikarnum og svo mætti lengi telja.
Svona var liðið:
Varamenn: Romero, Borthwick-Jackson, McNair, Varela, Schneiderlin, Pereira, Herrera (60′).
Norwich City mætti á Old Trafford til að verjast á 10 mönnum, eins og þeir hafa gert síðustu 25 ár. Planið hjá okkar mönnum var það sama og áður, halda boltanum, byggja upp pressu hægt og bítandi og á endanum myndi markið vonandi koma. United sótti og sótti en náði (enn og aftur) ekki að skapa sér nein almennileg færi, fullt af hálf færum, eða réttara sagt „kvartfærum“. Norwich komst í fyrsta skipti framyfir miðju á 38 mínútu þegar Redmond nær að stinga boltanum inn fyrir vörnina (sem var út um allt), Cameron Jerome nær að þvæla boltanum fyrir sig og smellir boltanum yfir De Gea og í markið. De Gea kannski svolítið ólíkur sjálfum sér og lagðist fullsnemma, en þetta var bara eitt af þessum mörkum, höfum milljón sinnum fengið svona blauta tusku í andlitið.
Það voru viðbrögðin við markinu sem valda mér svo miklum vonbrigðum. Menn urðu stressaðir og spilið bara molnaði í sundur. Sendingar voru slappar og allar aðgerðir, í sókn og vörn, voru tilviljunarkenndar. Norwich héldu sínu striki og Alexander Tettey bætti við öðru marki í upphafi seinni hálfleiks. Aftur var vörnin hripleg og aftur var De Gea ekki á tánum. 11 mínútum síðar minnkaði Anthony Martial muninn eftir ágætis tilþrif í teignum. Þar við sat, það gerðist ekkert annað sem vert er að minnast á. Í dag voru allir slakir á vellinum, hver og einn einasti leikmaður. Fyrir utan að eiga aðeins 2 skot á rammann (tveimur færri en Norwich), þá voru menn svo bitlausir að enginn United leikmaður fékk einu sinni gult spjald, sem mér þykir athyglisvert frá liði sem var undir í næstum því klukkutíma.
Áhorfendur voru mikið í mynd í þessum leik og vonbrigðin skein úr hverju andliti. Það er líka mjög sjaldgjæft að sjá fólk streyma út af Old Trafford þegar 5 mínútur eru eftir að leiknum. Baulið þegar lokaflautan gall minnti mann helst á Santiago Bernabeu, ég skil þá gremju vel. Ég er bara ekki að sjá þetta batna, ekki af því að Van Gaal er ekki með reynslu og þekkingu til að snúa þessu við heldur virðist hann vera búinn að missa klefann, menn nenna þessu ekki lengur og þá er ballið alltaf búið. Hvar er annars þessi Van Gaal? Við höfum aldrei séð hann í action!
Ég hef nú ekki trú á því að Van Gaal verði rekinn á morgun eða hinn, það kæmi mér allavega verulega á óvart. Útlitið er hinsvegar ekki bjart fyrir hann því ég er ekki að fara að sjá þetta lið vinna Stoke á útivelli og endurnært Chelsea lið. Ég legg allavega ekki mína peninga á sigra í þeim leikjum. Fari það svo , verður Van Gaal kominn í 8 leiki í röð án sigurs og þá verður kannski tekið í taumana.
Ég ætla að gefa ykkur orðið, en við skulum enda þetta á nokkrum tístum.
Man Utd's last 4 games vs. Norwich at Old Trafford:
Man Utd 1-2 Norwich
Man Utd 4-0 Norwich
Man Utd 4-0 Norwich
Man Utd 4-0 Norwich— Squawka Football (@Squawka) December 19, 2015
10-day period from hell has certainly left LvG vulnerable. His case isn't made easier when the likes of Mou and Pep are 'readily available'
— Stretford End (@stretford_end) December 19, 2015
LvG: "Belief in a manager is important and when you lose that belief decreases. That's happening now. I can't close my eyes to that."
— United Peoples TV (@UnitedPeoplesTV) December 19, 2015
LvG: "I don't think a change in manager now will change things. I am – or maybe was – a very successful manager."
— United Peoples TV (@UnitedPeoplesTV) December 19, 2015
UPPFÆRT:
Viðtal við Louis Van Gaal eftir leikinn:
Keane says
sorglegt að sjá ofurgöltinn rooney aftur í byrjunarliði…
Keane says
virðingarvert af ykkur drengir að nenna að halda út þessari síðu. djöfull er þetta ógeðslegt lið.
Simmi says
Rekum bara Van Gaal, Giggs tekur vid ut timabilid og faum sidan Guardiola i sumar.
Helgi P says
bara reka kvikyndið í hálfleik þetta er ömurlegur manager sem við áttum aldrei að ráða
Kjartan Jónsson says
Ekki þessa neikvæðni, Man Utd er með boltan 70% af leiknum :/
Ingvar says
Það versta við þetta er að maður er ekki nokkuð hissa. Gaal ekki vanur að snúa tap stöðu í sigur, sé það heldur ekki gerast í dag.
Lurgurinn says
Bless, bless Van Gaal, takk fyrir ekkert. Moyes vann þó allavega góðgerðarplattann og maður nennti að horfa á leiki.
Ætla að vona að Glazer klanið og Woodward séu með Mourinho á speed-dial.
Runar says
Ætla að þakka fyrir ágætis byrjun en ég er hættur að horfa á United leiki eða þangað til þeir finna nýjan stjóra, það er staðreynd!
jóhann says
galli burt strax.
Kalli says
Thetta er endastodin. Please rekid hann. Norwich er ogedslega lelegt lid en vid vorum aldrei ad fara ad fa neitt ut thessum leik.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Leyfum bara Giggs að prufa út tímabilið. Sjáum hvort að hann komi með sóknarbolta og árangur. En ég nenni þessu ekki meira.
Ingvar says
Ætla hvorki að horfa eða tjá mig á nokkrum opinberum vettvangi fyrr en LVG verður látinn fara. Góðar stundir.
Helgi P says
miðað við þessa spila mensku í vetur þá ættum við að vera á sama stað og chelsea örmuleg framistaða
Siggi P says
Allt sem ég hef áður sagt.
Plús, eftir morgundaginn, þegar Pepe Guardiola staðfestir að hann fari til City á næsta ári og fléttan kringum það, þá er enginn high-profile stjóri á lausu nema Mourinho. Hann tekur við í januar, og á sama tíma setur Gary Neville inn áminningu á dagatalið fyrir hvaða dag (innan þriggja ára) hann þarf að hafa sannað sig sem þjálfari til að verða þar-næsti stjóri United.
Rúnar Þór says
Þetta run af leikjum west ham bournemouth norwich átti að vera easy og sigur run. Svo finnst ykkur ekki spes að Giggs sé við hliðarlínuna að reyna að blása lífi í þetta á meðan feiti hollenski hrokagikkurinn situr sem fastast! Drauma scenario LVG rekinn fyrir áramót Giggs tekur við og ALLT PÚÐUR sett í Gardiola. Hann er á lausu og við verðum að fara ALL IN annars fer hann til City eða Chelsea og það viljum við alls ekki!!!!!!!!!!!!
Bjarni Ellertsson says
Jæja, þar höfum við það, ef þetta heitir ekki endastöð milli leikmanna og stjóra þá veit ég ekki hvað. Er klefinn farinn? Það er endalaust hægt að kenna leikmönnum og þjálfarateyminu um lélega spilamennsku en þegar öllu er á botninn hvolft þá er best og auðveldast að leysa stjórann undan störfum, það er jú hann sem leggur línurnar og leggur upp leikinn. Leikmenn eiga jú líka sök á spilamennskunni, þeir virðast varla nenna að spila fyrir LVG með hans fílasófíu, það vantar alla gleði, kraft og áræðni, þannig spilamennska skín úr augum leikmanna efsta liðs deildarinnar og munu þeir fara ansi langt á því. Nú erum við 9 stigum á eftir efsta liði, ef einhver skyldi vera að telja.
Hollenska undrið, sem sumir kalla hann, má muna sinn fífil fegurri og verður Utd síðasta liðið undir hans stjórn nema hann taki við hollenska landsliðinu aftur, annað eins hefur nú gerst. Því endalaust er spurt og svarað, hver á að taka við ef hann verður rekinn eða hættir að sjálfsdáðum og virðast sumir ekki geta séð neinn annan taka við, enginn góður stjóri sé á lausu. Eigum við að sitja þá uppi með þetta dauðyfli út samninginn? Ég segi dauðyfli því hann hefur alla vegna ekki heillað mig sem karakter, lít undan þegar myndavélin er á honum, hann sýnir fá svipbrigði aðeins klór í möppuna eins og ríkisstarfsmaður í ráðuneyti. En sumir vilja hafa svona dauðyfli við stjórn og verður að virða þá skoðun, ég er kannski svona illa innrættur.
Hef aldrei þolað Móra í þau ár sem hann hefur verið í sviðsljósinu en hann er þó með karakter, slæman og góðan á sinn hátt, en það mun taka mig langan tíma í að sætta mig við hann ef hann mun taka við rútunni okkar. Menn bera stöðugt fortíðina saman og ætla ég að gera það í lokin, menn bera saman stjórnunarhætti Móra hjá öðrum liðum að hann eigi alltaf erfitt með þriðja árið sitt hjá liðunum en er það eitthvað frábrugðið LVG, mér er bara spurn.
1986-1988 AZ (aðstoðar)
1988-1991 Ajax (aðstoðar)
1991-1997 Ajax
1997-2000 Barcelona
2000-2002 Hollenska landsliðið
2002-2003 Barcelona
2005-2009 AZ
2009-2011 Bayern Munchen
2012-2014 Hollenska landsliðið
2014-2016 Manchester United
2016-2018 (Líklega hollenska landsliðið)
Trúi því að gleðin mun koma aftur (með nýjum stjóra?), jólin eru á næsta leiti og óska ég United aðdáendum gleðilegra jóla og takk fyrir skoðanaskiptin á liðnu ári. Það eru spennandi tímar framundan, líklega með öðrum manni í brúnni, vona samt ekki frá Brúnni en enginn veit sína ævi fyrr en öll er.
Sigurjón says
Blaðamannafundurinn eftir leik (allavega 6 mín) og viðtal við MUTV. Maðurinn virkar bugaður.
https://www.youtube.com/watch?v=9cAbU5vo_Ow
Hjörtur says
Horfði ekki á leikinn, enda enga ánægju af að horfa á leiki með Utd undir stjórn þessa manns. Ef lið er 60-70% með boltann, en kemur ekkert útúr því, ja þá er betra að vera 30-40% með hann, og drita inn einhverjum mörkum. Þennan mann vil ég burtu ekki seinna en í gær. Góðar slæmar stundir.
Robbi Mich says
Maðurinn er búinn að tapa trúnni á verkefninu, eftir að hafa hlustað á þetta viðtal. Hann er ráðalaus. Því miður þá sé ég engan hæfan til að taka við liðinu sem stendur. Varðandi Mourinho þá er hann aldrei að fara að staldra lengi við heldur og oft verða lið eintómar brunarústir eftir hann.
Tony D says
Ég er viss um að málið sé að fá ekki Mourinho til að taka við. Helst að fá tímabundinn stjóra, er annars Ancelotti enn laus? Eða láta Giggs taka aðeins við? Guardiola e klárlega maðurinn sem á að setja allt kapp á að fá til að byggja upp liðið. Van Gaal er kominn á endastöð og nú er komið nóg. Þetta versnar bara úr þessu….
Björn Friðgeir says
Það er orðið staðfest að Guardiola hættir hjá Bayern í sumar og Ancelotti tekur við.
DMS says
Mér finnst ekki bara leikmennirnir virka bugaðir og þreyttir heldur er Van Gaal líka eins og hann sé búinn að missa trú á verkefninu. Uppleggið fyrir alla leiki er það sama og þeir virðast spilast allir eins, United með boltann lungann úr leiknum en skapa sér engin færi. Andstæðingurinn keyrir á skyndisóknum og uppsker mörk.
Ég er ekkert endilega viss um að Mourinho sé besti langtímakosturinn fyrir okkur, en maður er bara orðinn svo leiður á þessu að maður vill bara einhverja breytingu – sama hver hún er. Persónulega væri ég alveg til í að leyfa Giggs að vera caretake manager út seasonið og reyna svo að fá einhvern næsta sumar ef enginn er fáanlegur núna. Held við megum ekki leyfa LvG fá meiri pening til að spandera í janúar. Þetta er allt orðið svo þreytt hjá honum, fyrirsjáanlegt og bara hreinlega boring. Ég held ég hafi bara aldrei séð það áður að áhorfendur fari af vellinum áður en leikurinn er flautaður af þegar United er 1 marki undir á heimavelli.
Auðunn Atli says
Það er eitthvað annað og meira að en bara Van Gaal þótt ég sé ekki að reyna að verja hann á neinn hátt.
Leikmenn virðast ótrúlega andlausir og klúðra ótrúlega einföldum atriðum.
Gaal á sinn þátt í þessu, það er alveg á tæru, salan á Di Maria er einn þátturinn. Það var algjört brjálæði að selja svoleiðis leikmann og fá ekkert í staðinn nema drasl sem ekki nennir að leggja neitt á sig fyrir liðið, bara fá útborgað.
Ég er hinsvegar hryfinn af hugmyndarfræði Van Gaal og óskaði þess svo innilega að hann myndi ná að innleiða hana hjá klúbbnum.
En til þess að það takist verða menn að hafa nennu til að leggja mikið á sig, það virðist ekki vera nein nenna fyrir því á Old Trafford.
Þegar ég tala um hugmyndarfræði Gaal þá er hún þessi hápressa og spila mjög þétt á vellinum.
Vinna bolta hátt uppi og refsa með hröðum sóknaraðgerðum.
Við höfum séð þetta i nokkrum leikjum og í þeim hefur liðið verið frábært, leikirnir undir hans stjórn gegn Liverpool, sérstaklega úti leikurinn á síðasta tímabili.
Man.City úti, Chelsea úti, Spurs úti, Everton úti og svo nokkrir leikir í viðbót.
Þetta innleiddi hann hjá Bayern sem er í dag eitt besta lið í heiminum, það eru margir á því að hann eigi RISA stórann þátt í liði Bayern í dag og þar hafi hann náð að breyta nokkrum grunn hugmyndum liðsins með góðum árangri.
Kannski er Þjóðverjinn bara miklu duglegri en tjallinn…
Leikmenn United eiga líka sinn þátt í þessu, afskaplega virðast það takmarkað hvað þeir nenna að leggja á sig. Maður eins og Depay missir boltann nánast í hverri sókn og hengir þá bara hausinn og nennir þessu ekki.
Ég veit ekki, er alveg á báðum áttum hvort það eigi að reka hann og fá Móra.
Er ekki sannfærður um að það sé endilega lausnin.