Stærsti slagurinn í Englandi er á morgun. Liðið í sjötta sæti kemur í heimsókn til liðsins í níunda sæti.
Já, það er nú bara þannig.
Vandræði þessara risa undanfarið hafa ekki farið fram hjá neinum. Liverpool mætir með nýjan stjóra frá því liðin mættust síðast í leik þar sem Anthony Martial stimplaði sig svo rækilega inn. Brendan Rodgers entist innan við mánuð eftir þetta og Jürgen Klopp sem ótaldir United stuðningsmenn vildu nú frekar sjá á Old Trafford en Anfield en svona er lífið. Gengi Liverpool hefur ferið frekar ójafnt síðan Klopp tók við, góðir sigrar, en slæm töp á móti. Liverpool átti þó stórfínan leik á miðvikudaginn var þegar þeir gerðu 3-3 jafntefli við Arsenal og Roberto Firmino átti fínan leik, nokkuð sem hefur ekki verið oft raunin.
Þannig að það má búast við að þeir komi fullir sjálfstrausts í þennan leik.
Ég vil sannast sagna ekki hafa mörg orð um leik United liðsins síðustu mánuði. Svo sá ég ekki leikinn gegn Newcastle þar sem United virtist loksins búið að finna leið til að spila fínan leik, en missti niður unninn leik með varnarmistökum.
En það er klisja af því það er satt að þegar þessi lið mætast fer formið út um gluggann og eitthvað annað ræður úrslitum. Martial var það í september og í síðasta leiknum á Anfield var það einmitt Steve Gerrard sem sá til þess að við fengum að kveðja hann á afar gleðilegan hátt.
En United hefur unnið síðustu þrjá leiki gegn Liverpool og vonandi að Louis van Gaal hafi þetta tak á Liverpool áfram. Það er ekki spurning að á morgun fer hann með tvo djúpa miðjumenn inn á völlinn, því ef þú gerir það gegn liði í fallsæti þá gerir þú það á Anfield. Michael Carrick er enn meiddur og mikið veltur á því að Bastian Schweinsteiger verði orðinn góður. Annars verður Marouane Fellaini þarna inná.
Búist er við þvi að Adnan januzaj verði á bekknum en miðað við það hvernig Van Gaal notar leikmenn þá held ég útilokað að hann komi inná, sama hvernig leikurinn spilast.
Væntu liði Liverpool stel ég blygðunarlaust frá Guardian. Liverpoolmenn eru orðnir langþreyttir á Mignolet og Klopp er búinn að kalla markvörðinn Danny Ward úr láni hjá Aberdeen. Leikur gegn United er þó varla leikurinn fyrir óreyndan markvörð. Meiðslavandræði Liverpool eru reyndar alveg á pari við það sem við vorum að sjá fyrr í vetur, níu leikmenn hjá þeim eru meiddir. En þetta lið þeirra er reyndar alveg þokkalegt og það er ekki eins og United hafi efni á að vanmeta það.
Vikan fyrir Liverpool – United leiki er alltaf áhugaverð og í þetta sinn sá Jürgen Klopp um að kynda aðeins.
I had really good moments with Sir Alex. Maybe he’s greatest ever – the John Lennon of football.
Síðan opnaði Klopp sig um að þegar United var að leita að eftirmanni Sir Alex hefði vissulega verið haft samband við hann
We spoke,
We spoke not a lot but, for me, it was a lot. It was a big honour, the whole talk, to be honest. But I could not leave Dortmund.
You are in April and you are in the middle of the planning for next season. You have this player and this player who are coming but then you are not there anymore? That doesn’t work. Not in my life.
Það væri ágætt ef United gæti sýnt á morgun að Klopp hafi valið rangt lið.
Ljúkum þessu með upphitunarmark í eldri kantinum en það er alltaf gaman að rifja upp að Denis Irwin tók frábærar aukaspyrnur.
Halldór Marteinsson says
Ég veit að þetta á að vera Lennoníseraður Ferguson en ég sé bara Harry Potter á efri árum út úr þessari mynd :P
Jón Þór Baldvinsson says
Hahaha, enda var Alex algjör galdrakall! :P
Karl Garðars says
Gaman að þú skulir setja Þessa spyrnu hjá Irwin. Það lá við að maður missti þvag yfir þessu á sínum tíma og Grobbi karlinn, sem mér fannst þó aldrei neitt sérstakur, átti ekki breik.
Ég er passlega stressaður yfir leiknum á eftir. Ef pool eiga sinn besta leik þá valta þeir yfir okkur. Ef þetta verður hnoð þá tökum við þetta.
Ég vona að við klárum þetta 1-2 eftir að liverpool kemst yfir með glæsimarki eftir varnarmistök okkar. Við fáum svo gefins vítaspyrnu sem Rooney setur og rekum lokahnútinn með haugskítugu marki frá krullunum eftir að hann (rangstæður) olnbogar can og treður boltanum á óskiljanlegan hátt inn í markið eins og jarðýta. #f***jinx #karmasmybit*h
Karl Garðars says
Já og næsta vika verður unaðsleg!