Manchester United mætir engum öðrum en Liverpool í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Leikirnir fara fram 10. og 17. mars. Seinni leikurinn er á Old Trafford
Aðrir leikir:
Shakhtar Donetsk – Anderlecht
Basel – Sevilla
Villareal – Leverkusen
Athletic Club – Valencia
Sparta Prag – Lazio
Dortmund – Tottenham
Fenerbahce – Braga
Minnum á lesefni vikunnar og skýrsluna um sigurinn á Midtjylland
Bjarni Ellertsson says
Fengum Liverpool, alveg týpískt.
Runar says
Er ekki bara málið að leyfa þessu litlu pjökkun að spila þessa leik og setja þessara fáu „gömlu“ kempur sem eftir eru á tréverkið? Carrick, Blind, Rooney og schweinsteiger ekki verið upp á marga fiska í vetur, gæti það hreinlega verið að þeir væru bara orðnir full saddir af fótbolta eftir öll þessi ár?
Karl Garðars says
Þvílík hamingja!! Það er svo afbragðsfínt að fá scouserana því það er bæði stutt að fara og þeir eru í miklu uppáhaldi hjá LVG.
Ef við förum áfram þá er banter rétturinn okkar áfram. Ef við töpum þá þökkum við þeim kærlega fyrir að losa okkur við LVG.
Þetta er svo mikið win-win að það hálfa væri mikið meira en nóg!
Þar fyrir utan er að mínu mati algjört brjálæði að láta það svo mikið sem hvarfla að sér að okkar lið fari í CL eftir að hafa unnið „evrópukeppni skíta liða“ :-D.
Í fyrsta lagi þá erum við aldrei að fara að vinna þessa keppni, í öðru lagi er ekki séns í helvíti að við séum að fara að vinna þessa keppni og í þriðja og síðasta lagi eru talsvert skárri líkur á að ég vinni lottó þrennuna þrjár vikur í röð heldur en að United vinni þessa keppni og ég spila ekki í neinu lottói.