Ég var ekkert sérlega æstur í að skrifa þessa upphitun eftir að liðið hrapaði úr Evrópudeildinni í gær. Það má því ímynda sér hvernig stemmarinn er á æfingasvæðinu fyrir næsta leik.
Já, það er skammt stórra högga á milli. Á sunnudaginn skreppur United í hinn enda borgarinnar til þess að mæta City í Manchester-borgarslagnum.
Þessi lið eru í harðri baráttu um fjórða og síðasta Meistaradeildarsætið í deildinni og leikurinn á sunnudag gæti veitt öðru hvoru liðinu gott spark í áttina að Wenger-bikarnum fræga. Spurning hvort að það mætti ekki fara að kalla þetta LvG-bikarinn enda virðist fjórða sætið vera hans helsta markmið.
Það er reyndar alveg stórfurðulegt að United eigi einhvern möguleika á því að haltra yfir línuna og komast í Meistaradeildina á næsta tímabili eftir gengið á þessu. Eftir sambærilegan fjölda leikja var David Moyes með stigi meira en United er með á þessum tímapunkti í deildinni en þó var möguleikinn á Meistaradeildarsæti fyrir Moyes nánast alveg úr sögunni.
Louis van Gaal er því í raun alveg stálheppinn að lið eins og City og Chelsea hafi ekki verið jafn sterk og við mátti búast og að Arsenal hafi dalað að undanförnu. Það er eina ástæðan fyrir því að United, með sín 47 stig eftir 29 leiki eigi séns á því að ná fjórða sætinu fyrir rest.
Leikurinn á sunnudaginn yrði stórt skref í átt að fjórða sætinu og það sem gefur manni helst von er sú staðreynd að City hefur staðið sig herfilega gegn liðunum í efsta þriðjung deildarinnar. Liðið hefur ekkið unnið einn leik gegn þessum liðum sem er jafn slæmur árangur og hjá langlélegasta liði deildarinnar Aston Villa. United, með sinn fína árangur gegn sömu liðum, ætti því að eiga ágæta möguleika á sunnudaginn.
Nóg um leikinn á sunnudag – Tölum aðeins um Louis van Gaal
Það er svolítið magnað að hugsa til þess að þann 28. september sl. sat United á toppi deildarinnar. Liðið var vissulega ekki að spila áferðafallegustu knattspyrnu í heimi en úrslitin rúlluðu inn og manni fannst hlutirnir vera að stefna í rétt átt undir Louis van Gaal. Maður var jafnvel bara nokkuð bjartsýnn fyrir útileikinn gegn Arsenal 4. október.
Hversu lítil innistæða var eiginlega fyrir þeirri bjartsýni? Frá því að liðið mætti á Emirates og lét rasskella sig hafa hjólin hægt og rólega dottið undan vagninum. Það hefur allt farið til fjandans.
Frá því að liðið var á toppi deildarinnar þann 28. september hefur liðið spilað 33 leiki í öllum keppnum [footnote]Deild, FA-bikar, Deildarbikar, Meistaradeild og Evrópudeild[/footnote].
Af þeim hefur liðið aðeins unnið 12 leiki!
12 sigurleikir af 33![footnote]Og 8 tapleikir og 13 jafntefli[/footnote] Þetta er kannski fínt fyrir lið eins og WBA eða Sunderland en stjóri sem skilar þessum árangri hjá Manchester United á einfaldlega eitt skilið.
Liverpool er að flestu eða öllu leyti félag sem United á ekki að módela sig eftir. Það verður hinsvegar ekki tekið af þeim að þeir tóku hárrétta ákvörðun þegar Rodgers var rekinn og Klopp var ráðinn. Stjórnendur félagsins komu auga á það að núverandi stjóri væri kominn á endastöð og einn hæfasti þjálfari sem völ er á að fá var á lausu. Búmm: Út með Rodgers, inn með Klopp.
Þar með fékk Klopp ókeypis tímabil til þess að vinna liðið á sitt band og undirbúa næsta tímabil. Hárrétt ákvörðun og eftir sex mánuði í starfi hjá félaginu sér maður skýr merki þess að þetta Liverpool-lið er á uppleið undir stjórn Jurgen Klopp. Liðið er langt frá því að vera fullkomið og ég held að United hefði vel getað slegið það út í Evrópudeildinni með öðrum áherslum. Það er hinsvegar aukaatriði. Félagið er á uppleið og undir stjórn Klopp er greinilegt að liðið hefur tekið skýra stefnu í rétta átt.
Það sama er ekki hægt að segja um United undir stjórn Louis van Gaal
Hannl hefur verið í starfi hjá United í tæp tvö ár og hreinskilningslega spurt, getur einhver séð hvert hann er að fara með þetta United-lið? Sér einhver merki þess að liðið sé á einhverskonar uppleið undir stjórn hans? Nei, United er algjörlega stefnulaust undir stjórn Louis van Gaal.
Louis van Gaal var ráðinn í þetta starf með þeim formerkjum að hann ætti að rétta við skútuna eftir Moyes, á þremur árum átti hann að byggja liðið upp á nýju, styrkja hópinn og koma United aftur í fremstu röð.
Honum hefur mistekist í öllu þessu. Liðið er alveg jafn, ef ekki máttlausara, og það var undir stjórn Moyes. Honum tókst að minnsta kosti að detta út úr 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Louis van Gaal hefur heldur ekki styrkt hópinn að neinu ráði, þvert á móti. Hann hefur selt menn í gríð og erg án þess að fá menn í þær stöður sem losnuðu.
Þau kaup sem hann hefur gert hafa að mörgu leyti verið misheppnuð, sérstaklega þau sem voru gerð í sumar [footnote] Að kaupunum á Martial undanskildum, að sjálfsögðu [/footnote]. Gegn Liverpool í mikilvægasta leik tímabilsins var aðeins 1 leikmaður af þeim 5 útileikmönnum sem voru keyptir í sumar í byrjunarliðinu. Allir voru þeir þó heilir.
Og United er langt frá því að vera í fremstu röð, svo langt, og ekki hefur það færst nær því undir stjórn Louis van Gaal. Það að liðið datt út úr riðli í Meistaradeildinni gegn PSV, CSKA og Wolfsburg segir allt sem segja þarf.
Við þetta má bæta að það virðist vera búið að berja allan vind og baráttukraft úr Louis van Gaal. Þessi stjóri sem í gegnum tíðina hefur verið svo litríkur og kraftmikill virðist vera orðinn fullkomnlega saddur og hugmyndalaus eftir langan stjóraferil. Það gagnast engum að knattspyrnustjóri sem er kominn á þann stað haldi áfram.
Nei, þetta United-lið er algjörlega stefnulaust undir stjórn Louis van Gaal og því fyrr sem hann hættir því betra. Nú þegar Pep fer til City, Klopp er hjá Liverpool og Conte fer til Chelsea er ekkert annað í boði fyrir United en að ráða þann besta sem völ er á. United klikkaði á því þegar Ferguson hætti, United klikkaði á því þegar Moyes var rekinn og United hefur ekki efni á að klikka á því í þriðja sinn.
Kristjans says
Hefur Louis Van Gaal einhvern tímann fengið gagnrýnar og krefjandi spurningar frá blaðamönnum?
Hver er fílósófían hjá manninum? Hvað er hann að spá?
Hvernig fótbolta á Man Utd að spila undir hans stjórn?
Hvers vegna hefur hann fækkað svona svakalega í leikmannahópnum?
Getur lið, sem ætlar að gera tilkall til metorða, verðið með svona þunnan hóp?
Á að treysta á unga og óreynda leikmenn?
Af hverju var hann að losa sig við leikmenn á borð við Evans, Fletcher, Welbeck og Hernandez?
Myndu ekki allir þessir leikmenn vera að spila með liðinu í dag? Annað hvort í byrjunarliði eða amk í 18 manna hóp.
Á Daley Blind alltaf að vera fyrsti eða annar kostur i miðvarðastöðuna?
Hvers vegna hefur Van Gaal aldrei spilað með Blind í bakverði og Young á vinstri kanti? Þeir brilluðu saman á seinasta tímabili og Di Maria komst ekki liðið…
Langar svo að benda á þessa grein hér af R.O.M:
http://therepublikofmancunia.com/which-manager-can-turn-around-this-gutless-bunch-at-united/
„Firstly, there’s the Glazers, who have taken £1 billion out of the club since taking over almost 11 years ago. When you consider that Manchester City’s owners have invested the same amount of money, in less time, United are fighting a losing battle without Sir Alex Ferguson.“
Vandi Man Utd er ekki bara knattspyrnustjórinn… Þetta byrjar efst uppi og fer síðan bara alla leið niður; Glazers – Woodward – Van Gaal.
Hverjir komu aftur til liðsins þegar Ronaldo og Tevez fóru? Já, alveg rétt – Valencia og Owen…
Það er ekki nóg að Van Gaal fari. Woodward þarf að fara líka og svo væri óskandi að fá nýja eigendur en það gerist eflaust ekki í bráð…
Vil Woodward og Van Gaal burt sem fyrst!
Auðunn Atli says
Ég held að þessi gagngrýni sé alveg góð og gild en mig langar minna menn á að stuðningsmenn Man.Utd spurðu nákvæmlega sömu spurninga fyrir rúmum 30 árum þegar Sir Alex var búinn að vera við stjórnvölin svipað lengi og Van Gaal er búinn að vera í dag.
Alex hafði eytt háum fjárhæðum frá því hann hafði tekið við liðinu 6.Nóv 1986 með kaupum á mönnum eins og Whiteside, Paul, McGrath, Bryan Robson, Steve Bruce, Viv Anderson, Brian MacClair, og Jim Leighton.
Síðar bættust svo við menn eins og Mark Hughes (kom aftur eftir að hafa verið seldur til Barca 1986) Neil Webb, Mike Phelan, Paul Ince, Gary Pallester og Danny Wallace.
Ekkert lið á Bretlandi og þótt víðar væri leitað hafði eytt jafn mikið í leikmenn á þessum tíma.
Tímabilið 89-90 endaði Man.Utd rétt fyrir ofan fall eftir að hafa endað í öðrusæti tímabilið 87-88 (9 stigum á eftir Liverpool en þá voru gefin 2 stig fyrir sigurleiki þannig að bilið var mikið í þá daga)
Á þessum tíma var gífurleg pressa á Ferguson og borðar eins og Three years of excuses and it’s still crap … ta-ra Fergie sáust á Old Trafford og stuðningsmenn liðsins brjálaðir vægt til orða tekið. Ferguson fékk sömu gagngrýni þá og Van Gaal er að fá í dag.
Það var bara ekkert internet og því eins og gefur að skilja Facebook eða Twitter til á þessum tíma og því skilaði þessi gagngrýni sér ekki út um allan heim eins og við þekkjum í dag.
En sem betur fer lét stjórn Man.Utd ekki þessa gagngrýni á sig fá og stóð við bakið á Alex.
Hann var að gera góða hluti bakvið tjöldin sem stjórnarmenn sáu með berum augum og trúðu því að það myndi skila sér til lengri tíma.
Ég held að staðan sé ekkert svo ósvipuð í dag.
Van Gaal hefur jú gert misstök, hann er með of þunnan hóp og af einhverjum ástæðum sem hann á mjög líklega þátt í eru meiðsli stórt vandamál hjá þessum klúbbi.
En við höfum séð (reyndar allt of sjaldan) liðið spila frábærlega undir hans stjórn og við höfum ekki séð jafn marga efnilega stráka fá séns í mjög mjög mörg ár, það er klárlega jákvætt.
Ef Alex hefði verið rekinn 1990 þá hefði nýr stjóri komið inn og þurft að byrja upp á nýtt með kaupum leikmanna og nýjum áherslum sem við vitum ekki hvernig hefði endað.
Það sama er upp á borðinu í dag, hvort það sé Móri eða einhver annar þá þarf sá maður tíma til að innleiða sínar hugmyndir með nýjum leikmönnum og jafnvel þjálfurum, er það vænlegt til lengri tíma? Ég er ekki sannfærður um að svo sé.
Ég held að þolinmæði sé það sem þarf, stjórn Man.Utd 1990 vissi að það var maður í brúnni sem hafði unnið titla á alþjóðlegum vettfangi, það sem þú hefur gert getur þú gert aftur.
Van Gaal hefur unnið marga stóra titla, hann er jú eldri en Ferguson var 1990 en ég held að það eigi ekki að skipta neinu máli. Hann þekkir leikinn þótt hann geri mistök.
Knattspyrnan í dag er gjörbreytt frá 1990, það vitum við öll. Hún er alls ekki auðveldari og það er alls alls ekki auðveldara að ná árangri í dag en í þá daga.
Bottom line-ið er að lofa Van Gaal að klára sinn samning, treysta honum fyrir að halda þessari uppbyggingu áfram og lofa Giggs að taka við af honum 2017.
Mín skoðun er að það sé farsælast fyrir Man.Utd til lengri tíma.
Öll lið lenda í lægðum, United er eitt af þeim sem kemur sterkt tilbaka ef rétt er haldið á spilum.
Þjálfaraskipti trekk í trekk er ekki það sem liðið þarf í dag, sérstaklega þessir ungu leikmenn.
Ég er viss um að þeir treysta Van Gaal og vilji tileinka ´sér hans leik og hans hugmyndafræði.
Auðunn Atli says
Ég biðst afsökunar á því að hafa sagt að Ferguson hafi keypt Whiteside það er tómt rug í mér sem ég fattaði þegar ég las þetta aftur.
Whiteside skoraði auðvita sigurmark United í úrslitum FA Cup 1985 þegar 10 menn United unnu Everton í mjög svo eftirminnilegum leik
https://www.youtube.com/watch?v=kVYWbDNEBT8
Guðmundur says
Ég set afskaplega mikinn fyrirvara um það sem þú vilt meina Auðunn, að United hafi spilað frábærlega á tímum undir van Gaal. Það hefur frekar verið undantekning að liðið hafi spilað knattspyrnu sem er frábær, skemmtileg, hröð, jákvæð eða ákveðin. Og satt best að segja man ég ekki eftir heilum leik þar sem þetta gæti átt við um bróðurpart knattspyrnuleiks hjá liðinu undir van Gaal. Jújú, liðið hefur unnið einhverja frækna sigra gegn sterkum andstæðingum og jafnvel erkióvinum en frábæra knattspyrnu hef ég ekki séð.
Það er ekki neitt í leik liðsins sem bendir til þess að maðurinn sé á neinni annarri leið með liðið heldur en niður á við.
Hvernig er mögulega hægt að sjá eitthvað jákvætt við veru mannsins hjá klúbbnum? Þú talar um að það sé jákvætt að ungir leikmenn fái eldskírnir og ég er sammála en hefur það eitthvað með veru van Gaal að gera? Án hans væru þessir leikmenn eflaust að æfa og spila með unglinga- og varaliðinu rétt eins og í dag
Er ekkert furðulegt við það að sjá leikmenn spila leiki gegn Liverpool í Evrópudeildinni með hálfum hug að því er virðist? Í 180 mínútur sáum við Liverpool liðið leika af ákefð, ákveðni og þeir sýndu baráttu og vilja til að sigra. Þetta sást ekki í liði United. Jú, mögulega hjá stöku leikmanni en ekki sem lið.
Þetta er liðsíþrótt. Þjálfarinn á að skapa liðsheild og efla þannig hvern einstakling í sínu hlutverki. Finna einhverskonar rythma sem hentar leikmönnum sem og liðinu sem heild. Það er ekki snefill af þessu í augsýn þegar horft er á leiki liðsins.
Það er engin von þegar liðið er annaðhvort undir eða ekki yfir í leiknum.
Leikmenn virðast heftir af einhverju sem manni finnst helst vera hræðsla við að mistakast sem er eitthvað sem mun aldrei skila góðri frammistöðu.
Að því sögðu þá tel ég Van Gaal ekki vera eina vandamál United.
Woodward og svo að sjálfsögðu þessir blessuðu eigendur hafa töluvert með ástand félagsins að gera. Það sem maður er hvað hræddastur við er að stjóraskipti muni engu eða litlu breyta.
Þetta er allt svo skrýtið.
Sigurjón says
Ég er sjaldan sammála þér Auðunn, en ég má til með hrósa þér fyrir þetta feyki góða innlegg. Þetta eru mjög svo valid punkar sem þú kemur þarna með. Hér er þó punkturinn sem er í hausnum á mér, sem kemur ekki heim og saman við þinn.
Það er alveg rétt að í hvert skipti sem klúbbur skiptir um stjóra tekur við ákveðið alögunartímabil, slík tímabil vilja klúbbar auðvitað forðast eins og heitan eldinn. Það er aftur á móti yfirgnæfandi líkur á því að Louis Van Gaal sé ekki framtíðarstjóri United. Reyndar má færa ansi sterk rök fyrir því að í nútíma fótbolta er ekkert til lengur sem heitir „framtíðarstjóri“, en það er önnur saga. Point mitt er það að við stöndum við bakið á honum, þá er hann mjög líklega horfinn á braut á næsta ári. Við erum því fljótlega að fara inn í annað alögunartímabil hvort sem okkur líkar betur eða verr og ég til það væri betra að drífa það af sem fyrst, í stað þess að taka sénsinn á LVG eitt ár í viðbót. Mín stærsta spurning er hinsvegar þessi: Viljum við í alvöru ganga í gegnum annað alögunartímabil fyrir Ryan Giggs?
Ryan Giggs var stórkostlegur leikmaður fyrir United, vægast sagt. Hann er hinsvegar ekki sá fyrsti af lærlingum Ferguson sem fer út í þjálfun, hann er í raun einn af 29 leikmönnum sem hafa farið þá leið. Ekki einn af þessum 29 einstaklingum (nema kannski Laurent Blanc, sem var spilaði bara undir honum 2 tímabil) hefur náð þeim stalli sem þarf til að þjálfa United. Má ég minna á að Laurent Blanc stjórnaði Bordeaux í 3 ár áður en hann tók við mun stærri stöðu. Ég skil því engan veginn af hverju er verið að tala um að ráða Ryan Giggs sem stjóra, mann sem hefur sama sem tóma ferilskrá í þjálfun. Það væri hreinlega brjálæði.
Ok, við getum svo sannarlega rætt um það allan daginn, út árið, hvort maður eins og Jose Mourinho sé rétti maðurinn fyrir United eða ekki. Það þarf hinsvegar ekki að ræða það að hann er á þeim stalli sem þjálfara þurfa að vera til að stjórna liðinu. Það eru auðvitað allnokkrir þjálfara á þessum sama stalli, en lang flestir þeirra eru ekki á lausu. Fyrir mér er þessi ákvörðun alltaf áhætta en ef maður leggur alla tölfræði á borðið, þá finnst mér Mourinho vera margfalt minni áhætta en Ryan Giggs.
Siggi P says
Það eru margir valid punktar hér að ofan. Í grunninn er ég alveg sammála Sigurjóni. Hann nefnir líka Laurent Blanc. Hann gæti orðið fínn stjóri fyrir United, þó svo Mourinho sé líklega líklegri.
Ég man þó eftir tíma þar sem ég hélt að þetta væri allt að smella saman. Það var um þetta leiti í fyrra. Vorum við ekki svona við 4. sætið en áttum erfiða leiki fyrir höndum. Þá komu tveir leikir sem voru stórkostlegir, gegn Liverpool og Tottenham ef ég man rétt. Eftir það þá slaknaði aðeins á liðinu þó svo við héldum 4. sætinu, en ég man hvað ég hélt þá að þetta væri að koma og LvG myndi hreinlega vera með yfirburðalið þetta ár. Eina sem gerðist hafa verið regluleg vonbrigði.
Van Gaal þarf ekki meiri tíma nema fyrir sjálfan sig. Liðið gengur fyrir og það þarf að breyta mörgu. En byrjum á stjóranum og fáum einhvern sem hefur egóið til þess.
Ingvar says
Er ekki svolítið hart Auðunn að bera saman Sir Alex Ferguson 1986 og Louis Van Gaal 2016? Einn stjóri að byrja ferilinn og hinn að klára, með skitu. Af hverju ættum við að leyfa Louis Van Gaal að vera eitt ár í viðbót? Af hverju leyfum við ekki einhverjum að taka við taumunum strax því við höfum engu að tapa, þetta getur hreinlega ekki verið verra. Þetta er á hraðri niðurleið hjá Gaal og afhverju að leyfa honum að standa í einhverri uppbyggingu í eitt ár í viðbót þegar hann hefur ekki sýnt nokkuð sem ber vott um uppbyggingu. Afhverju ekki leyfa nýjum þjálfara að byrja sinni uppbyggingu strax því Gaal er hvort eð er að hætta.
Ég er alveg klár á því að ég myndi sýna einhverju eins og Giggs meiri þolinmæði en Van Gaal því hann er ungur og getur verið þarna í fjölda mörg ár. Van gaal hinsvegar er komin á endastöð hvort sem er, afhverju að hanga í því ómögulega?
Gaal út, einhvern ungan og ferskan inn, Giggs fá sénsinn en alls ekki Móra, hata kvikindið og vill ekki sjá hann sverta þennan fagra klúbb.
GGMU
Auðunn Atli says
Punkturinn er að Van Gaal sé að plægja akurinn fyrir Giggs og til þess var hann fenginn, amk vill ég halda því fram.
Hann var fenginn í ákveðinn tíma, á bakvið þá ákvörðun lá að ég tel framtíðarsýn til lengri tíma en tveggja eða þriggja ára.
Þótt hann sé ekki sá maður sem mun stjórna liðinu næstu 10 árin eða svo þá er hann stór þáttur í uppbyggingu liðins til lengri tíma.
Ég hef það á tilfinningunni að stjórn Man.Utd hafi sest niður eftir Moyes skandalinn og gert plan til lengri tíma, Van Gaal til þriggja ára er partur af því plani. Maður eins og Móri er ekki þekktur fyrir að byggja upp lið nema fá til þess ótakmarkaðan aðgang að peningum´.
Van Gaal er hinsvegar þekktari fyrir að ala upp leikmenn ef svo má segja, og það er lykillinn að framtíðinni með Giggs sem stjóra.
Ég tel að þetta framtíðarplan fari út um gluggann ef það verður skipt um stjóra í sumar, ef Móri eða Blanc koma inn þá stór efast ég um að Giggs verði áfram í þjálfarateymi liðsins, þá held ég að hann rói á önnur mið.
Ég hef trölla trú á að Giggs geti náð árangri ef hann tekur við góðu búi og því er og verður unnið að markvist.
Það hefði verið óðs manns æði að láta einn af uppáhalds drengjum Manchester United taka við liðinu á eftir Ferguson og hvað þá eftir Moyes þegar liðið var brunarúst.
Hans goðsögn hefði getað fjarað út á mjög stuttum tíma.
Það varð að koma gífurlega sterkur einstaklingur í uppvaskið ef svo má segja, einhver gamall tarfur sem getur höndlað skítverkið.
Þeirri vinnu er ekki ennþá lokið og því yrði að ég tel rangt að skipta um mann í miðri á.
Þetta lið verður miklu þroskaðra eftir 12 mán ef rétt er haldið á spilum, ég er sannfærður um það.
En kannski hef ég bara rangt fyrir mér, það kemur þá bara í ljós.
Auðunn Atli says
Þetta er nákvæmlega það sem ég hef komið inná áður.
http://433.moi.is/enski-boltinn/segir-ad-van-gaal-lendi-i-erfidleikum-med-reynslumeiri-leikmenn/
Dogsdieinhotcars says
Mér finnst að fólk sem heldur að Ryan Giggs ráði við eitt erfiðasta og gangrýndasta starf í heimi, vera einfaldlega veruleikafirrt.
En ég geri mér alveg grein fyrir að það mat þarf ekki að endurspegla mat þjóðarinnar.
Van Gaal hefur gert margt gott að mínu mati og enn meira sem er virkilega heimskulegt. Ég öfunda þann mann sem fær að versla í þenna hóp með 200-300 millur í vasanum
DMS says
Það að halda að Giggs verði frábær stjóri af því að hann var frábær leikmaður eru bara draumórar. Það er voða rómantísk tilhugsun að hugsa til þess að hann gæti tekið við og verið stjórinn okkar næstu árin og unnið titla. Hinsvegar væri líka mjög sárt að sjá hann taka við og ganga illa. Hver myndi vilja reka Giggs? Ég held að þetta sé mikil áhætta. Menn eru alltaf að bera saman það sem Guardiola gerði og Giggs geti farið sömu leið. En gleymum því ekki að United hefur átt marga frábæra leikmenn sem hafa farið út í knattspyrnustjórnun og þeir hafa svo sannarlega ekki allir náð góðum árangri – eða myndu allavega ekki ráða við starf á stærð við Manchester United.
Manchester United er fyrirtæki í augum eigendanna. Þeir horfa í peningatölurnar á undan öllu öðru. Þeir munu ekkert gefa Giggs 5 ár í einhverja uppbyggingu á meðan önnur lið toppa töflurnar í millitíðinni.
Ég segi Mourinho inn í sumar, eða jafnvel núna í lok leiktíðar ef allt gengur áfram á afturfótunum hjá Van Gaal. Þá fær Móri smá breathing time fram á sumar þar sem honum verður ekki kennt um núverandi tímabil og ef hann næði að lágmarka tjónið væri það bara bónus. Hann fengi svo fjármagn til að styrkja hópinn í sumar og myndi byrja á „núlli“ fyrir næstu leiktíð. Móri er með egóið í starfið og hann hefur dreymt um þetta. Hann kemur ferskur inn eftir gott frí frá boltanum og búinn að hrista úr sér pirringinn hjá Chelsea.
Auðunn Atli says
Þá eru menn eins og Scholes,
http://www.manchestereveningnews.co.uk/sport/football/ryan-giggs-manchester-united-manager-11058935
Bryan Robson
http://www.telegraph.co.uk/football/2016/03/15/giggs-ready-to-take-over-from-van-gaal-as-man-utd-manager-says-r/
Vidic
http://www.bbc.com/sport/football/35827059
Steve Round
http://www.espnfc.com/manchester-united/story/2766550/ryan-giggs-should-be-next-man-united-boss-steve-round
David Beckham
http://www.hngn.com/articles/137413/20151006/manchester-united-news-david-bekham-backs-ryan-giggs-next-manager.htm
og
Sir Alex
http://www.mirror.co.uk/sport/football/news/manchester-united-legend-sir-alex-6579228
ALLIR VERULEIKAFIRRTIR.
Allt menn sem bæði þekkja innviði Man.Utd, Giggs og fótbolta betur en allir á Íslandi til samans.
Ingvar says
Það sem Giggs hefur framyfir aðra mögulega stjóra sem koma til greina er að hann þekkir gildi klúbbsins. Hann er United út í gegn og fyrir honum er stjórastarfið miklu miklu meira en bara starf. Persónulega myndi ég vilja sjá Keane taka við en hann er ekkert voðalega vinsæll þessa dagana og mun aldrei koma til greina.
Þeir sem kalla eftir Móra virðast vera á höttunum eftir einhverjum skammtíma árangri. Móri staldrar aldrei lengi við og mun væntanlega, eins og svo oft áður, skilja við liðið eftir 3 tímabil í uppnámi. Þeir eru væntanlega ekki að biðja um fallegri og skemmtilegri knattspyrnu í anda United?
Skammtímalausnin er líka að leyfa Van Gaal að vera lengur því hann er ekki á neinni leið með þetta lið. Að leyfa Giggs að taka við er gríðarlega mikil áhætta en myndi alltaf taka hana fram yfir það að ráða José Mourinho.
Karl Garðars says
Sammála þér Auðunn.
Til að bæta við þá er LVG feikna stjórnandi sem sérstaklega yngri leikmennirnir virða, hann skammar menn þegar þeir eiga það skilið en hendir ekki mönnum undir rútuna þegar illa árar. Það þarf góðan stjórnanda til að halda utan um svona prímadonnur.
Hann hefur líka mikið meira vit á fótbolta heldur en við öll. Sá hérna inni sem telur það rangt mætti vinsamlegast senda inn starfsumsókn næst þegar losnar staða hjá EINHVERJU liði í premier league og birta svarið hér inni.
Svarið NEI kemur ekki út af því að þetta eru allt fífl og fávitar sem vita ekki af hverju þeir eru að missa. Svarið NEI kemur út af því að þeir sem svara vita líka meira um rekstur knattspyrnuliðs.
Allar fabúleringar okkar um liðið sem er okkur svo kært eru skemmtilegar en mér finnst fólk skauta ansi létt yfir staðreyndirnar. Þetta er bara ekki svona einfalt dæmi.
Mér finnst t.d ekki erfitt þegar liðið tapar, ég verð bara rúmlega snarvitlaus þegar það gerist. Mér finnst líka persónulega að góðir hlutir eigi alltaf að gerast hratt en ég verð að virða það að aðrir séu ekki jafn „klárir“(borið fram VITLAUSIR) og ég.
EN í lok dags þá tel ég að stefnan hjá félaginu sé rétt og þeir eru núna að vinna í akademíunni sem er ein af grunnstoðunum. LVG er að taka til, kannski fyrir Giggs, kannski einhvern annan en alla vega ekki fyrir Kalla litla á Íslandi eða einhvern annan sjálfmenntaðan sérfræðing sem skrifar hér inni.
Fyrirtæki af þessari stærðargráðu eru ekki bara með 3 daga,3 vikna,3 mánaða eða 3 ára áætlun. Þeir eru með mun lengri rekstraráætlun og skýra virka stefnumótun. Hjá þeim snýst þetta ekki um að taka sénsa, sleppa því að safe-a og re-starta.
Þetta eru alvöru peningar, raunhæfar vonir og alvöru líf sem er verið að tefla með.
Guðmundur says
Ég er algerlega sammála mörgum hér varðandi það að þegar van Gaal var ráðinn var langtímaáætlun til staðar; væntanlega sú að hann kæmi inn til að taka til og móta einhvern grunn fyrir Giggs eða hvern sem tæki síðar við.
Vissulega gæti verið að maðurinn og hans teymi séu að vinna fínt verk í grunni félagsins, til að mynda varðandi akademíustarfið og fleira sem við ekki sjáum í leikjum hjá aðalliðinu (aðra en þá að ungir leikmenn eru að standa sig mjög vel þegar þeir fá tækifæri – sem er auðvitað frábært).
En það eru margar spurningar varðandi það hvað van Gaal &co eru að gera varðandi aðalliðið.
Fyrir tímabil sem vitað var að yrði álagsmeira var mikið um sölur og tiltekt í liðinu.
Karl Garðars segir: „Til að bæta við þá er LVG feikna stjórnandi sem sérstaklega yngri leikmennirnir virða, hann skammar menn þegar þeir eiga það skilið en hendir ekki mönnum undir rútuna þegar illa árar.“
Get verið sammála því að maðurinn er stjórnandi enda semi-dominerandi persónuleiki sem þú vilt eflaust ekki lenda upp á kant við. Ímynda mér að það hafi töluverð áhrif á unga leikmenn.
EN, hann hefur nákvæmlega hent mönnum undir rútuna þegar þeir hafa gerst sekir um mistök. Fyrir þjálfara sem á að fá slaka vegna þess að liðið er í enduruppbyggingu er hann ofsalega fljótur að kúpla mönnum út. Nýlegt dæmi er Varela gegn Liverpool. Hann gerist sekur um mistök sem enda með marki Liverpool. Einhverjir hafa bent á hlutverk De Gea í því marki.
Þess utan þá er þetta liðs íþrótt og það þurfa að vera mjög afdrifarík mistök ef það á að refsa þér rækilega í hvert skipti sem þú misstígur þig.
Það er engin leið til að byggja upp leikmann. Að refsa of hart.
Þetta hefur sést á mikilli róteringu byrjunarliðsins. Menn fá x mikinn (lesist; lítinn) tíma áður en þeim er kippt aftur á bekkinn. Ekkert tækifæri til að ná stöðugleika upp í leik sínum og hvaðan á þá stöðugleiki liðs að koma?
Karl Garðars says
Stjórnendur þurfa alltaf að vera afdráttarlausir í sínum ákvörðunum en það er leiðin að ákvörðuninni sem m.a. skilur á milli góðra og slæmra.
Við mótum okkar skoðum á því sem við sjáum, heyrum og lesum m.a. Úr fjölmiðlum sem sækjast í klikkin okkar og skrifa fréttirnar því miður eins ýktar og krassandi sem hugsast getur. Þannig ferðast fréttirnar frá miðli til miðils og oftast nær enginn fótur fyrir þeim.
Okkur mun alltaf skorta forsendur til að sjá heildarmyndina en mikið djöfull er samt gaman að velta sér upp úr þessu.
Ég er mjög smeykur um að Giggsy ráði ekki við verkefnið en það fer að mínum dómi eftir hvort að liðið virði hann sem yfirmann því það virðist ekki vera nóg fyrir þá að virða treyjuna og klúbbinn.
Ef langtímaplanið helst óbreytt, LVG verði út næstu leiktíð og Giggs taki við þá vona ég heitt og innilega að það sé hugsað þannig að Giggs verði stjóri og LVG verði aðstoðarstjóri. Það myndi meika mest sens fyrir mér ef planið á að haldast óbreytt.
Annars hvet ég sem flesta til að lesa bloggið hans Mata og horfa á síðasta pre-match fund hjá LVG og Herrera. Hvernig er annað hægt en að dýrka spanjólastrumpana okkar! :)
http://youtu.be/jh8rZpqTIgI
DMS says
LVG sem aðstoðarstjóri? Ekki séns að hann myndi taka því. Þú fylgir hans „fílasófíu“, hver svo sem hún er. Ég væri þá frekar til í að láta Giggs fá völdin í sumar og leyfa honum að fá inn sitt aðstoðarteymi.
Menn tala um að Mourinho skilji við klúbbana sína í uppnámi. LVG hefur líka gert það. Hann fór ekkert beinlínis í góðu frá þeim öllum. Sýnist á öllu að það ætli að verða eins hjá okkur.
En það sannast enn og aftur hvað Ferguson var magnaður stjóri að ná svona miklu úr mörgum af þeim liðshópum sem hann var með í höndunum í gegnum árin.
Hvað svo sem gerist þá vonast ég bara eftir breytingum í sumar.
Karl Garðars says
Ég bara þekki LVG ekki nógu vel til þess að vita hvort það væri séns eða ekki en ég bið samt að heilsa honum næst þegar þú heyrir í honum.. ;-)
Ég geri mér grein fyrir að þetta væri langsótt en ef stefna félagsins er að Giggsy taki við þá teldi ég heppilegt að mjaka honum svona inn í jobbið til að minnka höggið enn frekar en það getur vel verið helber þvæla.
Auðunn says
Einu breytingar sem ég vill sjá í sumar er kaup á 3-4 hágæða leikmönnum eins og miðverði, miðjumanni og vængmanni og út með menn eins og Fellaini og Rooney. . Jafnvel Carrick og Valencia líka.
Óskar Óskarsson says
Eftir að Ferguson hætti þá er búið að gera alltof mörg mistök i leikmannakaupum, leikmannasölum og ráðningum á stjórum.
það er ekki hægt að likja þessu saman við það þegar ferguson var að byrja, i dag eru það miklir peningar i boltanum að við meigum ekki við mörgum svona tímabilum i viðbót,,með hverju tímabilinu sem líður þá missum við hin stórliðin lengra framúr okkur og það verður alltaf erfiðara að rétta skútuna við.
það þarf að taka rétta ákvörðun í sumar og fá mann inn sem getur rétt af skútuna og komið okkur á sigurbraut aftur og í mínum huga er Mourinho sá eini sem kemur til greina,,við höfum bara ekki efni á einhverri tilraunastarfsemi eins og að leyfa Giggs að reyna fyrir sér i einu erfiðasta starfi i boltanum.
ef það verður ekki tekin rétt ákvörðun i sumar, þá gætum við þurft að horfa uppá eyðimerkurgöngu næstu árin líkt og lpool hefur þurft að þola i mörg ár.
Það þarf að fá mann inn þar sem ALLIR (hvort sem þú ert rooney eða de gea) byrja á núlli og þurfa að sanna sig aftur. Mourinho er líkt og Ferguson var, ekki hræddur við að taka stórar ákvarðanir.
Þannig að fyrir mitt leyti VERÐUR Mourinho að koma inn í sumar
Omar says
Ég trúi því ekki að enn séu til alvöru stuðningsmenn sem eru á því að eitt ár enn með Van Gaal sé málið. Það er bara svo glórulaust að það nær ekki nokkurri átt.
Í fyrsta lagi, maðurinn á bara 1 ár eftir af samningnum sínum. Að ætla að þröngva þessari steingeldu fílósófíu uppá leikmenn og stuðningsmenn í eitt ár enn áður en að nýr stjóri kemur með nýjar áherslur er bara heimskuleg tímaeyðsla.
Í öðru lagi, að gefa Van Gaal einn sumarglugga til er bara peningasóun og heimska. Við munum ekki ná Evrópusæti, sorrý að þurfa að sprengja þessa blöðru en það er allt sem bendir til þess. Van Gaal er ekki að fara að snúa þessu við og liðið mun ekki á einhvern undraverðan hátt smella saman í restina á tímabilinu. Miðað við gengi, móral (og þá staðreynd að við erum sökkvandi skip) þá munum við ekki fá nein af þeim „stóru nöfnum“ sem Woodward er alltaf á eftir og eyðir öllum sínum kröftum í. Við munum hins vegar semja við Gareth Barry eða Tom Ince og svo selja Rashford og Jesse Lingard til að eiga fyrir nýjum samning handa Rooney.
Í þriðja lagi, við erum orðnir brandari. Ríkasta félag heims og getur ekkert á vellinum. Endalaust rangar ákvarðanir, spreðum peningum í löngu útbrunninn Svænstæker eða ofmetna fauta og ljósastaura. Innviðir félagsins eru jafnvel í meiri molum en liðið sjálft. Það virðist ekki vera sett alvöru vinna við að kaupa leikmenn inn í þetta blessaða lið í þær stöður sem okkur vantar mest mannskap (og mögulega leikmenn sem passa að leikskipulaginu sem blöðruselurinn ætlar að láta spila!!)
Ég er ekki hrifinn af Mourinho en… hann mun hreinsa til, hann mun kaupa betur inn, hann mun ekki láta Woodward elta fyrirsagnir í slúðurblöðum um að Messi eða Neymar vilji ganga til liðs við okkur.
Auðunn Atli says
Ég get alveg viðurkennt það að hugsunin um að hafa Guardiola og Mourinho í Manchester á sama tíma kítlar mikið, það yrði skemmtilegt og afar áhugavert fyrir einu stærstu fótboltaborg í heimi.
Þetta eru klárlega tvö stærstu þjálfaranöfnin í heiminum í dag.
Er hinsvegar ekki sannfærður um að það sé rétta skrefið til lengri tíma, Mourinho er gífurlega umdeildur og hagar sér oft eins og helv fífl.
Eins hræðist ég hans komu hans fyrir hönd yngri leikmanna United sem eru að reyna að brjótast inn í aðalliðið.
Þannig að þetta er svoldið haltu mér slepptu mér dæmi.
_einar_ says
Mourinho eða ekki, það verður að koma LVG frá.. eru menn að bíða eftir tapinu á eftir á móti city eða þegar við dettum loks út úr FA Cup.. það sjá þetta allir nema þessi vanhæfa stjórn. Í þessum skrifuðum orðum er Liverpool meira að segja búið að jafna okkur á stigum – martröð
Bjarni Ellertsson says
Djöfull, L’pool að þjarma að okkur í 6 sætinu eins og stendur. Þá er bara eitt til ráða að vinna City í dag með tveggja marka mun og ná 5 sæti. Afar spennandi keppni um fjórða sætið, gaman gaman.
Karl Garðars says
Drama…?
_einar_ says
LVG factorinn er hreinlega takmarkaður í grannaslag. Hann átti þó sínar tvær taktískur bakvarðaskiptingar #respect
Það vita allir að staðan í deild, leikform og annað skiptir minna í grannaslag. Alltaf tæki ég sigur yfir city frekar en að tap (með tilheyrandi LVG brottrekstri), easy. En hann á enga framtíð í þessum klúbbi.