Liðið var frekar fyrirsjáanlegt, eftir vandræði Varela í síðasta leik kom Darmian inn
Varamenn: Romero, Fosu-Mensah, Valencia, Fellaini, Schweinsteiger, Januzaj, Memphis.
Lið City var í smá meiðslavandræðum og þar helst að Kompany var ekki með
Það var ekki hægt að segja að það gerðist mikið fyrstu tíu mínúturnar eða svo. City sótti aðeins meira að marki án þess að gera neitt sérlega hættulegt og fyrsta markverða var þegar Smalling fékk ódýrt gult spjald fyrir að toga í Agüero úti á miðjum velli. Gjörsamlega tilgangslaust brot þar.
Fyrsta almennilega færið féll fyrir fætur Navas. Hann hafðir áður skotið framhjá en í þetta skiptið þurfti De Gea að verja vel. Færið kom reyndar til af því að Marcos Rojo átti arfaslaka sendingu á Schneiderlin.
Mínútu síðar skoraði hins vegar Marcus Rashford. Carrick gaf á Mata á miðjunni, Mata kom upp og gaf á Rashford sem fór framhjá Demichaelis. Demichaelis reyndi tæklingu en kom ekki nálægt Rashford né boltanum. Rashford var þannig kominn inn fyrir og renndi boltanum svellkaldur undir Hart.
Rétt á eftir varði Hart mjög vel langskot Martial. Jesse Lingard var búinn að spila vel fyrstu tuttugu mínúturnar og m.a. átt þessa sendingu á Martial.
Raheem Sterling tognaði um þetta leiti eftir tæklingu frá Mata og þurfti að fara útaf fyrir Fernando. Síðari hluti hálfleiksins var laus við meiri háttar atvik, United var að spila alveg þokkalega, og var síst slakara liðið. Blind og Agüero höfðu átt i baráttu og undir lok hálfleiksins sauð næstum uppúr þegar þeir skiptust á að hlaupa vel hver á á annan.
Fyrir leikinn höfðu einhverjir efastu um hæfileika Michael Oliver til að dæma stórleiki og hann sýndi enn á ný að hann er óhæfur um slíkt. United átti flott spil upp kantinn sem endaði á því að Rashford fór framhjá Demichaelis sem í þetta sinnið hljóp hann hreinlega niður. Klárt víti sem Oliver var of mikill heigull til að dæma.
Strax í upphafi seinni hálfleiks var Rashford næstum búinn að bæta við. Demichelis átti slæma sendingu til baka, Hart var rétt á undan Rashford en meiddist við það og Willy Caballero varð að koma inná. Síðustu skiptinguna tók City svo strax á 52. mínútu, Bony kom inn fyrir Demichelis. Fernandinho fór í miðvörðinn.
Leikurinn var áfram jafn. City sótti aðeins en síðan var Marcos Rojo tekinn útaf fyrir Antonio Valencia. Rojo hafði átt í nokkrum erfiðleikum með Navas í fyrri hálfleiknum, en reyndar hafði Matteo Darmian líka átt dapran dag þannig þessi staðlaða bakvarðaskipting kom lítið á óvart.
Fyrsta færið í nokkurn tíma leit dagsins ljós á 66. mínútu, Enn var það Agüero sem var hættulegassti maður City, en skallinn fór í stöngina. Sóknir City þyngdust og skömmu eftir að Bastian kom inná fyrir Mata kom stórhættuleg sókn þar sem Agüero mátti gera betur en að skalla þvert fyrir frekar en beint á markið.
EIna dómgæslan sem við getum verið nokkuð sátt við kom þegar Smalling braut á Agüero, hefði svo sem alveg getað fengið sitt annað gula þar en var sleppt við það. Darmian hafði ekki átti góðan leik en endaði hann á að liggja tvisvar með krampa. Fosu-Mensah kom inn á.
Loksins átti síðan United sókn, Martial steikti varnarmann og stakk boltanum upp, Fernando hljóp fyrir hann en Oliver dæmdi ekki. Ekki jafn klárt víti og brotið á Rashford, en hefði alveg verið hægt að dæma.
Dómarinn bætti sex mínútum við og það munaði ekki miklu þegar Agüero fór illa með Valencia en skaut síðan framhjá. City sótti án afláts síðustu mínúturnar en United varðist gríðarvel. Marcus Rashford var illa haldinn af krampa en tókst samt að bera boltann upp í horn til að eyða síðustu þrjátíu sekúndunum í leiknum og tryggja þennan sæta sigur.
Ótrúlegasta staðreyndin úr þessum leik eru markskotin, City átti 25 en United 5. Af þeim fóru hins vegar ekki nema 3 skot City á rammann en 4 hjá United. Flest þessara skota framhjá voru í seinni hálfleik þegar City var betra og United var í nauðvörn stóran hluta hálfleiksins.
Í fyrri hálfleik voru United samt betra liðið ef eitthvað var og spiluðu oft stórvel. Margir leikmenn United áttu stórfínan leik, Smalling og Blind sáu um vörnina, Schneiderlin var stórfínn á miðjunni, Mata var góður og Lingard átti einn sinn besta leik. Martial átti nokkur töframóment og hefði stundum getað gert aðeins betur í að skila boltanum. Síðast en ekki síst heldur Rashford ævintýrið áfram, þessi drengur er hreint yndislegur.
Nú tekur við landsleikjahlé og vonandi hreinsast meiðslalistinn enn betur á meðan á því stendur. Næsti leikur er Everton 3. apríl og nú er að sjá hvort United getur hirt fjórða sætið sem sigurinn í dag hefur sannarlega sýnt að við eigum að geta.
Bjarni Ellertsson says
Efast um hæfileika Smalling sem fótboltamanns, ætti heima í handbolta, þvílíkur brandari þessi varnarleikur.
_einar_ says
Allt annað að sjá þetta lið án Fellaini. Unun að sjá sannan mancunian, Rashford, skora aftur í grannaslag. Þetta kom gegn gangi leiksins en ég tek því!
Bjarni Ellertsson says
Miðverðir City eru í tómu rugli, lélegustu menn liðsins og við eigum að nýta okkur það í seinni hálfleik, áttum að fá víti, Demikelis í tómu rugli. Svo þarf að mæta aguero fast eins og blind gerði, draga úr honum tennurnar og fá hann til að missa hausinn. City án hans er drasl. Annars koma þeir dýrvitlausir í seinni hálfleik þannig að við verðum að standa fastir. Gott hjá LVG að kvarta og kveina, láta vita afsér, meira af þessu.
DMS says
Djöfull súrt að fá ekki vítið rétt fyrir hálfleik, hefði verið frábært að fara inn í leikhléið með annað mark. Maður veltir fyrir sér ef þetta hefði verið Rooney sem hefði verið tekinn svona niður hvort hann hefði frekar dæmt það?
Nú er bara að halda einbeitingu og sækja hratt á City þegar færi gefst. Martial, Lingard og Rashford eru með sprengikraftinn. Koma svo!!
_einar_ says
p.s. Michael Oliver hlýtur að vera einn versti dómari PL. Honum hlýtur að verða refsað eftir þetta til að dæma leik í 3. deild. Eins augljóst víti og það gerist – beint fyrir framan hann. Hann hlýtur að hafa hræðst reiði Joe Hart eftir síðust leiktíð http://i.imgur.com/ETeO157.jpg
Meira að segja liverpool félagi minn sem er að horfa á leikinn er orðlaus. Þá er mikið sagt (eða semsagt ekkert sagt)
#pirringur
Bjarni Ellertsson says
Já frækinn sigur Björn, getur ekki orðað það öðruvísi, þetta vill maður sjá barátta allan tímann. Það skilar yfirlegt stigum ef hjartað er í lagi. Sennilega hefur „krísufundurinn“ haft sitt að segja en hvað um það. Baráttu merkin voru ekki bara inni á vellinum hldur var sá gamli orðinn reiður á köflum. Svona vil ég hafa hann, lifandi og sýna tilfinningar. Það er ekkert til að skammast sín fyrir. Þetta var frækinn sigur en það er langt í land.
DMS says
Frábær sigur og gríðarlega mikilvæg 3 stig. Við erum enn í séns um meistarardeildarsætið.
Gaman að sjá baráttuna í mönnum í dag. Mikið sem það er gaman að sjá strák eins og Rashford gefa sig allan í þetta, spretta á eftir öllum boltum, gefa ekki neitt eftir í einvígum. Maður sér það skína í gegn hvað hann vill þetta mikið.
En við höfum svo sem séð þetta áður. Liðið virðist ná sér á strik og um leið og maður heldur að baráttan og viljinn sé kominn aftur þá kemur drulla í kjölfarið. Vonandi náum við að byggja ofan á þetta og klára lokasprettinn í deildinni og tryggja okkur inn í meistaradeildina í leiðinni.
Hvað svo sem gerist í sumar varðandi stjóraskipti og þess háttar þá vona ég innilega að menn eins og Rashford, Lingaard og Fonsu-Mensah verði áfram viðriðnir aðalliðið. Við þurfum klárlega að styrkja okkur en það þarf ekki endilega að þýða að frysta efnilegu leikmennina okkar úti, þeir þurfa mínútur. LvG má eiga það að hann er óhræddur við þetta – en það hefur reyndar svo sem ekkert annað verið í boði vegna meiðsla.
Hjörtur says
Ég er viss um að það kvetur leikmenn til dáða þegar kallin reynir að hreifa rassgatið af stólnum, og láta vita af sér.
Karl Garðars says
Fullkominn dagur! Við vinnum og Liverpool ræpir upp á þak. Ég gæti ómögulega beðið um meira.
Jón Þór Baldvinsson says
Magnað hvað fjarvera Fellaini skilar sér alltaf í mun betra og meira spili hjá liðinu. Vildi óska þess að hann yrði látinn fara sem fyrst svo við hættum að spila long ball bullið sem alltaf einkennir leiki með honum inná. Frábær dagur, Rashford hetja dagsins og að slá met eins og vanalega og svo tapaði Liverpool unnum leik. Ég sat og horfði á Southampton fara untir tvö núll en koma svo aftur með þrjú mörk. Var vel þess virði að horfa á og góð upphitun fyrir sigurleik gegn Shittý. Góður dagir ójá.
Runar says
Vona svo innilega að okkur takist að ná 4. sætinu og gamli verði eitt tímabil í viðbót, held að hann taki það með stæl, vinni deildina og svo tekur Mr Giggs við ;)
Stefan says
Frábær sigur, nú er séns á FA cup og ECC sæti, ekki slæmt.
Þurfa bara að halda áfram.
Glæsilegt að Fellaini og Depay þurftu ekki að spila, þeir þurfa að sanna sig miklu meira, Januzaj líka.
En vá hvað Martial er góður á boltanum, unun að horfa á hann.
Lingard og Rashford voru líka frábærir, Blind ruglaður, svona á þetta að vera.
Siggi says
Þú veist að United er í djúpum þegar derbý lekur við City er fjórði leikur á Match of the day eftir Liverpool, Totteham og Tyneside derby. Það er af fjórum leikum þann daginn.
En góður sigur samt sem áður. Alveg eins og ég spáði eftir tapið gegn Liverpool. Ég spáði líka að það kæmi smá líf eftir að liðið færi úr bikarkeppnum, en það mymdi ekki endast. Vonandi hef ég ekki alltaf rétt fyrir mér.
Þetta flokkast samt undir heppnis sigur. City fóru mjög illa með færin sín. Þeir voru eiginlega varla ógnandi þrátt fyrir talsverða yfirburði. Fengum færi sem við tókum. Víti hefði átt að dæma. Þar fyrir utan var lítið að gerast.
Simmi says
Van Gaal fer alveg med man, algjort love-hate relationship. Elska hvad vid erum med mikid af efnilegum og greinilega haefileikarikum leikmonnum. Munidi tegar Kieran Richardsson og Darren Gibson voru okkar efnilegustu leikmenn? Madur ser strax ad Rashford, Lindgard, Varela, Mensah og Perreria eru med 100x meiri haefileika heldur en leikmenn sem hafa komid ut varalidinu ad undanskildu Pogba undanfarin ar. Er samt sem adur a thvi ad Gaalin tharf af fara eftir seasonid. Vona bara ad Morinhou geti spilad ungu gaurunum eitthvad af viti
SS says
Trúi ekki að menn vilji halda Gaal, við spilum einhvern leiðinlegasta bolta í deildinni!
Ég fagna alltaf þegar mitt lið vinnur, en ég óska ekki eftir því að leiðast í tvær klukkustundir í nánast hvert skipti sem ég horfi á leik.
Ég er ekki að horfa til þess bara að geta sagt að mitt lið vann, ég vill hafa gaman af því líka!
Cantona no 7 says
Góður sigur og algerlega nauðsynlegur núna.
LVG verður samt að fara sem fyrst.
Við erum komnir með 50 stig eftir 30 leiki sem er SKANDALL fyrir stórveldið Man. Utd.
G G M U
ps. ágætt að Lpool tapaði svona glæsilega.