Við höfum ansi athyglisverða sögu að segja ykkur, lesendur góðir. Þannig vill til að maður sem einn okkar þekkir ágætlega sat ráðstefnu í Basel um helgina og þar sat við hliðina á honum maður einn hollenskur. Byrjuðu þeir að tala saman og fljótlega barst talið að Manchester United. Sagðist þá sessunautur okkar manns vera góðvinur Louis van Gaal til 40 ára.
Ræddu þeir um stöðu mála hjá United og Hollendingurinn sagði að Louis van Gaal hafi sagt sér eftirfarandi:
Stjórnarmenn MU hafa sagt LVG að þeir séu heilt yfir ánægðir með hans störf hjá liðinu og vilji ekkert frekar en að halda honum sem stjóra.
— Rauðu djöflarnir (@raududjoflarnir) March 22, 2016
Nái MU Meistaradeildarsæti fær LVG að klára samninginn sinn, síðan mun Giggs taka við liðinu til frambúðar sumarið 2017.
— Rauðu djöflarnir (@raududjoflarnir) March 22, 2016
Við seljum þetta ekki mikið dýrara en við keyptum það en þetta kemur svo sem heim og saman við fréttir El Pais á Spáni fyrir skömmu um að United og Mourinho hefðu gert með sér ákveðið samkomulag. Gefum vini okkar Jonas Giæver orðið.
It is being reported by @diegotorresro that Manchester United have signed a pre-agreement with José Mourinho.
— Jonas Giæver (@CheGiaevara) March 19, 2016
…then United will have to pay Mourinho £5million. If he is not signed by June 1st, they must pay another £10million.
— Jonas Giæver (@CheGiaevara) March 19, 2016
It also reveals that Man United are not completely certain about Mourinho, and has wiggle room to go out and look for a different manager.
— Jonas Giæver (@CheGiaevara) March 19, 2016
Þessar fréttir segja manni einfaldlega að United vilji halda Louis van Gaal en nái hann ekki tilskyldum árangri er félagið með Mourinho kláran á kantinum.
Það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu og þessar fregnir benda til þess að Louis van Gaal verði áfram nái hann að landa Meistaradeildarsætinu og FA-bikarnum. Það passar einnig alveg við starfsaðferðir Glazerana sem ráku ekki Moyes fyrr en það var tölfræðilega komið á hreint að United ætti ekki lengur möguleika á Meistaradeildarsæti.
Nýr leikmaður?
Hollenskir miðlar greindu frá því í gær að United hefði gengið frá samningi við hinn 16 ára gamla vinstri kantmann Tahith Chong. Hann spilar með Feyenoord og virðist sem svo að hann komi til United í sumar þegar samningur hans við hollenska félagið rennur út. Við vitum ekki mikið um þennan leikmann en hann hefur verið hinsvegar kallaðir ‘super-talent’ í hollenskum miðlum.
Hann spilar bæði með hollensku u-16 og u-17 landsliðunum. Í janúar greindi hann sjálfur frá því að United hefði áhuga á sér en hann sagði þá að hann myndi líklega semja á ný við Feyenoord. Honum virðist því hafa snúist hugur. Spurning hvort að hér séum við að sjá hinn hollenska Henny Regt í verki en hann var ráðinn til Akademíunnar fyrr á árinu þegar hrist var upp í starfsliðinu þar.
United fer til Kína í sumar
Félagið tilkynnti í gær að United myndi skella sér í Kína í sumar þar sem liðið mun spila tvo æfingarleiki fyrir næsta tímabil. Liðið mun eyða átta dögum í Kína og í morgun kom tilkynning um hverjir andstæðingarnir verða.
#mufc will face Borussia Dortmund (22 July) and Manchester City (25 July) in China as part of Tour 2016: https://t.co/kb2Lh1d1ut
— MU Spokesperson (@MU_Spokesperson) March 23, 2016
Lesendur ættu að muna að Louis van Gaal fékk því ráðið að félagið færi til Bandaríkjanna síðastliðið sumar og það var ljóst að hann lagði mikla áherslu á félagið færi ekki í einhverja auglýsingaferð líkt og sumarin tvö á undan. Bandaríkin bjóða upp á allt sem þarf í svona æfingaferð og spurning hvort að það sama sé uppi á teningnum í Kína.
Síðasta sumar var greint frá því að Chevrolet og Aon, tveir af stærstu styrktaraðilum félagsins, vildu að félagið færi til Kína í sumar og því ljóst að þeir hafa fengið sínu ráðið. Þarna er gríðarlega stór hálfplægður auglýsingamarkaður og svona ferð mun skila vel í kassann. Við vonum þó að dollaramerkið sé ekki alveg að blinda menn því að liðið þarf auðvitað að vera vel undirbúið fyrir næsta tímabil.
Þetta þarf þó ekkert endilega að vera slæmt enda er Kína-ferðalagið stutt, bara átta dagar. Félagið mun þá væntanlega fara eitthvað annað líka eða þá kannski bara klára undirbúninginn heima á Englandi sem væri fínt.
Bara svo lengi sem skrípaleikurinn frá 2013, þegar félagið fór síðast til Kína, verði ekki endurtekinn.
Siggi P says
Þessi ummæli um LvG eru svo sem ekki ný. Ég hef alltaf sagt að hann verði ekki rekinn fyrr en tölfræðilega ómögulegt sé að komast í CL. Reyndar verður hann ekki rekinn þannig séð, því það er eflaust klásúla í samningi að ef liðið kemst ekki CL þá sé samningurinn laus. Van Gaal veit því alveg hvað hann þarf að gera.
Ég eins og margir aðrir hafa bara lengi gengið út frá því að CL sætið væri nær útilokað. En með hruni City þá er það aftur að opnast, hvort sem United taki það tækifæri eða ekki. West Ham er að sumu leiti líklegra að mínu mati, en það er mikið eftir og margt getur gerst.
En það að stjórnin haldi enn að Giggs sé góður kostur er náttúrulega firring. Giggs hefur ekkert sýnt þessi 2 ár að hann geti stýrt þessu liði. Ég er sammála því sem kom fram í síðasta podcasti að Giggs hefði átt að fara frá félaginu í uppeldi hjá öðru liði, t.d. Swansea. Statistikin á velgengni fyrrverandi leikmanna sem stjóra er gegn honum. Af hverju hann ætti að vera undantekningin frá reglunni er óljós. Stjórn United hefur ekki efni á að taka áhættuna með það.
Friðrik says
Hvad ef gaal rétt slefar inn í meistaradeildina fær hann þá annað tímabil til að detta úr riðlinum og skemma hinar bikarkeppninar ? Skulum ekki láta þessa sigra gegn City og Arsenal varpa skugga á þá staðreynd að liðið er búið að spila hundleiðinlegan bolta og marga 0-0 leiki.
Auðunn Atli says
Jahá.. þetta eru góðar fréttir sem koma mér ekki á óvart. Er búinn að vera að „röfla og tuða“ um þetta lengi lengi.
Mér hefur fundist þetta liggja í loftinu síðan Van Gaal tók við þótt það hafa jú komið panic tímar þar sem maður hefur barið að afli í borðið og sagt að þetta gangi ekki lengur og maður eins og Móri þurfi að taka við strax.
Því meira sem ég hugsa um það í ró og næði slakur og kominn yfir pirrings-skeiðið þá kemst ég alltaf að þeirri niðurstöðu að þetta plan sé best fyrir Man.Utd til lengri tíma, innkoma Móra í sumar væri bara tímabundinn plástur.
En svo hugsar maður eins og hvað það gæti verið skemmtilegt að hafa Móra og Guardiola á sama tíma í Manchester, það skal ég viðurkenna er spennandi hugsun. Ég held hinsvegar að stjórn og eigendur liðsins ásamt Sir Alex ofl séu sammála um að hann sé ekki framtíð United og þar standi Móra hnífurinn í kúnni.
Annars er algjörlega ómögulegt að spá fyrir um þetta, plön geta breyst í fótboltanum á skömmum tíma og menn eru eflaust undir pressu frá styrktaraðilum ofl þannig að það er ýmislegt í húfi.
Umboðsmenn er svo einn vínkillinn í þessu, þeir hafa gífurleg völd í nútíma fótbolta.
Mín heitasta ósk var alltaf að fá Guardiola til að taka við liðinu en fyrst það gékk ekki þá er Giggs plan B.
Hann hefur allt sem þarf til þess að ná góðum árangri, ég er alveg handviss um það.
Verkefni Van Gaal er að byggja upp lið fyrir hann og skila af sér góðu búi, ég held að það sé engin tilviljun að nánast allir leikmenn sem eru orðaðir við United undanfarið eru leikmenn í yngri kanntinum.
Það er uppbyggingarstarf í fullum gangi og því er ekki lokið ennþá.
óli says
Hvaðan koma þessar fréttir undanfarið um að Alex Fergson vilji ekki Mourinho? Það fór alltaf vel á með þeim og einhvern veginn hélt ég að Ferguson liti á Mourinho sem hugsanlegan arftaka.
Auðunn says
Það er mjög erfitt að geta í stöðuna og slúðrið er bæði mikið og á marga kannta þótt það sé yfirgnæfandi sterkara á að Móri taki við liðinu í sumar.
Ég hef reyndar oft velt þeirri spurningu upp afhverju United er þá ekki nú þegar búið að reka Van Gaal og ráða Mourinho.
Peningar geta engan veginn verið skýringin því samkvæmt fréttum kostar ekki nema 10 -12 milj punda að losa sig við Van Gaal sem eru smáaurar fyrir lið eins og Man.Utd sérstaklega þegar meistaradeildar sæti gæti verið í húfi.
Og ef United ætlar hvort eð er að losa sig við hann í sumar þá verða þeir hvort eð er að borga þennan pening.
Ég hefði þá haldið að það hefði verið betra fyrir United að gefa Mourinho nokkra mánuði á þessu tímabili til að undirbúa liðið fyrir það næsta sérstaklega í ljósi þess að um EM sumar er að ræða.
Það er margt mjög óljóst og menn keppast við að bera upp allskonar fréttir um samkomulag við Mourinho ofl í þeim dúr.
En þegar maður skoðar þetta allt ofan í kjölinn þá meikar fátt af þessu sens en það er svo sem í takt við Woodward þannig séð.
Það verður spennandi að sjá hvernig komandi mánuðir þróast.