United tók á móti Aston Villa á Old Trafford í leik sem skipti gríðarlega miklu máli fyrir bæði lið. United í bullandi baráttu við Arsenal, City og West Ham (mögulega Liverpool og Southampton) um fjórða sætið í deildinni og allt annað en sigur myndi þýða að Aston Villa væri fallið.
Fyrir leikinn var maður alveg hæfilega bjartsýnn á sigur þar sem United er búið að vera á ágætis róli þrátt fyrir tap í síðasta deildarleik og vegna þess að Aston Villa er búnir að vera áberandi versta liðið á þessu tímabili.
Van Gaal ákvað að breyta soldið til í dag. Rooney, Mata, Martial og Valencia komu inn í liðið, Martial fékk verðskuldaða hvíld, Rashford var settur upp á topp og Fellaini spilaði sinn annan leik í röð eftir góða frammistöðu gegn West Ham í FA bikarkeppninni. Svona ákvað Hollendingurinn að stilla upp liðinu:
Með Romero, Darmian, Fosu-Mensah (90′), McNair, Young, Lingard (67′) og Martial (76′) á bekknum.
Persónulega hefði ég gefið Fellaini frí í dag og gefið kraftboltanum Fosu-Mensah sjens á miðjunni þar sem United var alltaf að fara stjórna leiknum en svona er þetta. Eric Black, bráðabirgðaknattspyrnustjóri Aston Villa ákvað að stilla liðinu upp í 4-4-1-1 kerfi sem leit svona út:
Með Richards, Sanchez, Gil, Bunn, Lyden, Gestede og Grealish á bekknum.
Það gerðist nánast ekkert markvert í leiknum fyrstu þrjátíu mínúturnar þrátt fyrir að United hafi haft boltann að mestu, hangið mikið á vallarhelmingi þeirra Aston Villa manna og reynt að byggja upp sóknir. United átti í stökustu vandræðum með að ná skoti á markið og það segir ansi mikið þegar þetta er besta sem liðið gerði fyrstu 1.800 sekúndur leiksins. Ég skil vel að það er alltaf erfitt að spila gegn liðum sem verjast og verjast en þetta Aston Villa lið er alveg skelfilegt.
Á 32. mínútu fengu United aukaspyrnu við miðjupunktinn sem Rooney tók snöggt með langri sendingu yfir á hægri kantinn þar sem Valencia var í góðu hlaupi. Ekvadorinn tók vel á móti boltanum og kom honum inn í teig þar sem Rashford (hver annar?) var búinn að koma sér vel fyrir og náði að skjóta á markið í fyrstu snertingu og inn fór boltinn. 1-0 eftir 32 mínútur.
Með þessu marki náði Marcus Rashford að vera yngsti leikmaður United sem skorar fjögur eða fleiri úrvalsdeildarmörk fyrir liðið og það gerir hann með einungis fimm skotum. Hreint útsagt ótrúlegt. Þetta var svo deildarmark númer 40 hjá liðinu sem verður nú að teljast ansi slappt hjá okkar liði. Til samanburðar þá náði liðið hans Ferguson þessum árangri í desember á síðasta tímabili kappans sem stjóri.
United scored their 40th league goal today – April 16. They reached that total on Dec 9 in Ferguson's final season at #mufc
— James Ducker (@TelegraphDucker) April 16, 2016
Það er svo afskaplega erfitt fyrir mig að reyna lýsa með einhverjum bitastæðum orðum hvað gerðist í leiknum eftir þetta. Leikurinn lullaði áfram í fyrri hálfleik án þess að nokkurt mark né almennileg færi náðu að myndast. Í seinni hálfleik reyndi United og reyndi og reyndi en ekkert gekk. Á sama tíma var maður alveg nett hræddur við að sjá jöfnunarmark hjá Villa þar sem það hefur nokkurn veginn verið sagan hjá liðinu á þessu tímabili. Villa fékk til dæmis tvö algjör dauðafæri á 83 og 84′ mín þar sem United slapp með skrekkinn. Van Gaal gerði svo þrjár breytingar í seinni hálfleik: Rooney var tekinn af velli á 66′ mín fyrir Lingard, Martial kom inn fyrir Rashford á 76′ mín og Fosu-Mensah kom inn á fyrir Mata á 90′ mín.
Leicester stuðningsmaðurinn, Kevin Friend flautaði svo til leiksloka og eitt núll sigur staðreynd. United krækti í þrjú stig og við munum ekki sjá þessi lið spila í deildinni á næsta tímabili þar sem Aston Villa er þarmeð fallið.
Maður leiksins
Auðvelt val…
Rashford ruined Arsenal's title challenge, sent Demichelis to retirement home, knocked West Ham out of FA Cup, now relegated Villa
— SemperFiUnited (@SemperFiUnited) April 16, 2016
Að lokum…
Fyrir leikinn skrifaði ég að ekkert nema þrjú stig þyrfti til að við værum enn í baráttunni um fjórða sætið, annars værum við dottnir út. Því miður náði Chelsea ekki að gera okkur greiða í dag og unnu City þá þrjú núll með þrennu frá Aguero. Það eru því fimm deildarleikir eftir og fjögur stig skilja að Manchester liðin tvö og þrjú stig eru á milli United og Arsenal sem á leik til góða. Allt getur gerst en útlitið er orðið ansi dökkt með okkar möguleika að ná meistaradeildarsæti.
Skulum enda þetta á smá jákvæðum nótum. Það er frábært að Martial hafi loksins fengið smá hvíld í dag. Við erum búnir að þurfa treysta of mikið á kappann og því ánægjulegt að sjá Memphis koma inn í hans stað. Memphis átti því miður nokkur dapran leik í dag en ég held áfram að vonast til að hann nái að snúa þessu við og verða mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Rooney kom loksins aftur inn í byrjunarlið United, var eðlilega nokkuð ryðgaður en átti þessa stórkostlegu sendingu yfir á Valencia sem skapaði sigurmarkið ásamt fleirum hættulegar sem hefðu með réttu átt að skila okkur frekari mörkum. Fínar sextíu mínútur fyrir hann.
Næsti leikur United verður einnig spilaður á Old Trafford er Crystal Palace kemur í heimsókn á miðvikudag (20.apríl).
Thorleifur Gestsson says
Hefði viljað sjá Fosu Mensah á miðjunni annars bara sáttur með valið. Fínt að hvíla Martial aðeins og vona að Rooney komi ferskur inn og setji mörk:)
Thorleifur Gestsson says
Það er ekki hár meðalaldur á bekknum framtíðin er Björt :)
Simmi says
Djofull er lelegt ad vinna ekki thennan leik almennilega. Thetta Aston Villa lid er eitt thad lelegasta i sogu urvalsdeildarinnar. Verdum ad skora a.m.k. 3 mork a moti svona lidi a heimavelli.
Rúnar Þór says
sigur já 3 mikilvæg stig já EN 4 skot á mark á heimavelli og heppnir að missa ekki leikinn niður á móti botnliði Aston Villa sem er lélegasta lið síðan úrvalsdeildin var stofnuð. Það er SKELFILEGT! og algjörlega ÓÁSÆTTANLEGT!
Karl Garðars says
Fín 3 stig og Villa þar með fallið. Það að Villa hafi verið með eindæmum drullu lélegir á leiktíðinni þarf ekki endilega að endurspeglast í þessum leik. Dauðakippirnir geta alltaf verið öflugir en við áttum þennan leik skuldlaust þar til Gestede kom inn á.
Það sem er skelfilegt að hugsa til er þetta andskotans markaleysi sem er algerlega til háborinnar skammar fyrir klúbbinn. Ég bara skil ekki hvernig leikmenn klúðra ítrekað færum einir á móti markmanni og að sama skapi finnst mér ákvörðunartökur einstaka leikmanna á köflum alveg fáránlegar. Þar eru Rooney og Mephis að mínu mat efstir á blaði í eigingjörnum ákvörðunartökum. Mér finnst Martial, Mata, Rashford og Lingard aftur á móti yfirleitt vera með auga fyrir sendingum frekar en að sjá bara rammann og ekkert annað.
City er að fara að tapa á móti Chelsea!
Blue moon says
Dream on :)
Hjörtur says
Sá bara síðasta korterið af þessum leik, og ég verð nú bara að segja eins og er, að það var nú bara ekki hægt að sjá hvort liðið væri að falla. Ég tel að Villa hafi verið betra liðið þarna í restina, og Utd heppið að fá ekki á sig jöfnunar mark.
Karl Garðars says
Takk Aguero
Siggi says
Eftir jafntefli Arsenal í dag þá er United 4 stigum eftir City og Arsenal. Bæði hafa betri markamun svo það þarf að ná 5 stigum á annað hvort liðið. Þau eiga eftir að keppa innbyrðis þannig að annað eða bæði eiga eftir að tapa stigum. Svo annað liðið vinnur þann leik og tapliðið geri auk þess eitt jafntefli, á meðan United vinnur alla sína leik sem eftir eru. Það er það sem þarf á þessu stigi. Þannig er það bara.