Þeir Tryggvi Páll, Maggi og Björn mættu til leiks í 22. þættinum af podkasti Rauðu djöflanna. Rætt var um sigurleikinn gegn Everton um helgina sem tryggði United sæti í úrslitaleik FA-bikarsins í fyrsta skipti síðan 2007. Þá var einnig spáð í spilin fyrir síðustu fjóra leikina í deildinni.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Gerast áskrifandi í iTunes
Gerast áskrifandi í öðrum forritum
MP3 niðurhal: 22.þáttur
Auðunn says
Það væri gaman að fá rökstuðning fyrir því að strúktur Leicester, Southampton og West Ham sé betri en strúktur Man.Utd.
Lið Southampton er búið að selja fyrir engar smá upphæðir undanfarin 3-4 tímabil, svo miklar upphæðir að liðið hefði getað fjárfest miklu betur en þeir hafa gert. Selja frá sér bestu mennina ár eftir ár, hverskonar strúktur er það?
Leicester City er að hitta á nokkur góð kaup í 130 ára sögu liðsins og þá er strúkturinn orðin miklu betri? hvað eru þið að meina?
West Ham á völl (ef þeir eru ekki þegar búnir að selja hann) sem mun skila þeim triljónum þegar þeir flytja sig á olympíuleikvanginn, þeir eru löngu byrjaðir að eyða þeim peningum nú þegar. Þeir vita alveg að það er mikil innkoma framundan útaf þeirri lóðasölu.
Aldrei hafa þessi lið byggt upp meistaralið til marga ára, þannig að ég er engan vegin að kaupa þetta hjá ykkur.
Strúkturinn hjá Spurs er þrjóska Daniel levy, þetta lið er ekkert að vaða í peningum þannig séð. Með allt of litlan völl og hefur ekki spilað í meistaradeildinni síðan aldrei.. þannig að ég gef ekki mikið fyrir þessa þvælu svo ég segi nú bara eins og er.
Er sammála því að það væri galið að selja Depay en það var líka galið að selja Di Maria eftir eitt tímabil, þannig að það kæmi mann ekki svo mikið á óvart.
Það væri í góðu lagi að selja Fellaini og Jones, spurning hvort það eigi að halda uppá Carrick.
Rojo og Darmian eru smá spurning líka finnst mér.
Það þarf að kaupa klassa miðvörð, jafnvel tvo. Klassa miðjumann, jafnvel tvo og klassa útherja.
Semsagt 4-5 leikmenn. Ættum að vera í ágætum málum hvað bakverði.