Þegar staðan fyrir leik er þannig að bæði lið þurfa nauðsynlega á sigri að halda það er það svo sem viðbúið að leikurinn endi með jafntefli og sú varð raunin í dag. Munurinn er hins vegar sá að Leicester færðist stig nær meistaratitlinum en United færðist í raun tveim stigum fjær fjórða sætinu og Meistaradeildarþáttöku.
Liðin sem léku í dag litu svona út
Varamenn: Romero, Darmian, Fosu-Mensah, Herrera, Mata, Schneiderlin, Memphis.
Lið Leicester
United tók völdin á vellinum frá fyrstu spyrnu og það var strax á áttundu mínútu sem Martial skoraði. Valencia fékk boltann hægra megin, gaf fyrir, boltinn fékk að fara óáreittur gegnum teiginn út á Martial sem var óvaldaður og klobbaði Kaspar Schmeichel í markinu. Snyrtilegt en frekar slakt hjá Leicester vörninni.
Sóknir United héldu áfram, Lingard átti ágætt skot sem Schmeichel varði en í fyrstu sókn Leicester skoraði Wes Morgan. Drinkwater tók aukaspyrnu og Rojo réði ekkert við Morgan sem skallaði inn.
Hálfleikurinn var annars nokkuð fjörlegur en vantaði alveg upp á færin. De Gea þurfti að verja einusinn, vel að vanda, en annar var lítill hasar við mörkin. Reyndar má Fellaini búast við banni, notaði olnbogann nokkuð grimmt á Huth þegar sá síðarnefndi var að faðma hann og líklega toga létt í hárið á honum.
United hafði verið síst verra liðiið í fyrri hálfleik þó að leikmenn á borð við Rojo og Lingard hefðu ekki verið að standa sig vel en í síðari hálfleik voru Leicester mun betri á miðjunni. Langþráð skipting kom á 60. mínútu, Mata kom inn fyrir slakan Lingard. Andleysi United hélt áfram og næsta skipting kom kortéri seinnia, Herrera inn fyrir Fellaini. Enn var ekkert að frétta og Memphis fékk loks tækifæri þegar 9 mínútur voru eftir, kom inná fyrir Rashford sem hafði varla sést í leiknum. Memphis fékk svo sendingu við vítateiginn, Danny Dinkwater fékk sitt annað gula og United aukaspyrnu á vítateigslínunni vinstra megin. Brotið var líklega innan teigs en Michael Oliver var ekkert á því að gefa United neitt.
United sótti síðan stíft síðustu mínúturnar, Schmeichel var einu sinni á undan Memphis í bolta sem Memphis hefði hugsanlega átt að ná en annars náði United ekki að skapa sér neitt afgerandi færi.
Jafntefli því raunin og draumurinn um meistaradeildarsæti orðinn ansi fjarlægur.
Louis van Gaal vildi enn á ný meina eftir leik að þetta hefði verið einn besti leikur liðsins á tímabilinu en það er ekki hægt annað en að vera ósammála honum. Reyndar átti United óvenju mörg skot á rammann, eða sex, en ekkert þeirra olli Schmeichel vandræðum utan markið. Chris Smalling átti líklega besta færið, skot í stöng í seinni hálfleik, en annars var sóknarleikurinn dapur.
Það er auðveldara að tala um þá sem stóðu sig illa enn að velja mann leiksins. Rojo var mjög slakur, Lingard líka, Rashford sást varla sem fyrr segir, og Fellaini var 50:50 að vinna boltann og brjóta af sér.
Plúsmegin var Valencia nokkuð sprækur, Martial átti stöku sprett og Blind og Smalling spiluðu eins og venjulega, alveg ágætlega.
Siggi P says
Þá eru örlög LVG ráðin. Mourinho verður næsti stjóri.
Helgi P says
erum með alltof marga leikmenn sem eru bara ekki nóu góðir til að spila fyrir united
DMS says
Við þurftum nauðsynlega á sigri að halda til að eiga möguleika á meistaradeildarsætinu en mér fannst liðið aldrei skipta um gír í seinni hálfleik. Meira að segja þegar Leicester voru orðnir manni færri þá fannst mér alltaf vanta alla ákefð í leikmenn United. Svolítið lýsandi bara fyrir tímabilið. Depay fær 50/50 bolta gegn Schmeichel í uppbótartíma og dregur sig úr einvíginu í stað þess að reyna við boltann. Það er eins og menn séu bara sáttir með stöðuna eins og hún er. Van Gaal stendur ekki upp á meðan leik stendur, sá bara einhvern aðstoðarmann þarna af bekknum standa á hliðarlínunni. Afskaplega er þetta dapurt og svo langt frá því sem maður fékk að venjast undir stjórn SAF þar sem var prentað inn í menn að gefast aldrei upp og kallinn brjálaður á hliðarlínunni að öskra menn áfram ef baráttuandinn var ekki í mönnum.
LvG virðist samt viss um að vera áfram á næsta tímabili. Kannski lýsandi fyrir manninn sem virðist ekki alveg með á nótunum, veit ekki einu sinni hvað leikmenn hans hafa afrekað á ferlinum.
Siggi says
Agalegt, þetta tap City setur allt aftur í uppnám. Spáið í það, ef United hefði unnið í dag væri CL í þeirra höndum (svo framarlega sem City vinnur ekki CL).
Hjörtur says
Sammála DMS. En þetta er ekki búið fyrr en það er búið, því ef maður fer að velta þessu aðeins fyrir sér, og vonar að City nái ekki meir en tveimur stigum úr þessum leikjum sem þeir eiga eftir (2 leikir) UTD nái jafntefli við WH og vinni hina tvo, þá endar City í 66 stigum og UTD í 67 stigum og þá er fjórða sætið UTD. Smá pæling.
Runólfur Trausti says
Ég verð að vera ósammála Helga P hérna.
Hljóma eins og versti Púllari en mér finnst liðið ekki jafn lélegt og margir gefa í skyn, vissulega er hægt að bæta það en liðið er hreinlega ekki svona slakt.
Að spila mönnum ítrekað út úr stöðum og fleira er hins vegar eitthvað sem ég er algjörlega hættur að skilja.
Gegn miðju sem er líklega ein sú mest „mobile“ í allri deildinni þá stillir Van Gaal upp þremur frekar hægum miðjumönnum; Hvernig í ósköpunum startar Schneiderlin ekki þennan leik? Tala nú ekki um Herrera.
Ég sá nú bara seinni hálfleik en eina ógn United mest allan hálfleikinn (fyrir utan þegar Martial átti að galdra eitthvað) voru fyrirgjafir, oftar en ekki frá endalínu þegar þeim var chippað inn í teig. Samt sem áður er Fellaini tekinn útaf og Mata er eini leikmaður United í teignum.
Enn annað sem ég tók eftir og skildi engan veginn var þegar Mata tók hornspyrnu og sendi fyrir, hann gaf ekki stutt, það var ekki spilað til baka heldur var dúndrað inn í teig. Þá voru fjórir United leikmenn í teignum … FJÓRIR! Þegar liðið þarf að skora. Það eiga að vera allavega sex menn í teignum þarna.
Svo er enn eitt, Matteo Darmian skorar og leggur upp gegn Crystal Palace. Líklega hans besti leikur á tímabilinu. Hann hefur bara ekki stigið inn á völlinn síðan. Það eru svona hlutir sem ég bara hreinlega skil ekki (tek aftur Schneiderlin og Herrera sem dæmi) og þeir eru stærsta ástæðan fyrir að ég vill Van Gaal út.
Auðunn Atli says
Sammála Helga P um að það vanti hellings gæði í þetta lið. Mestu gæði liðsins koma frá guttum sem er um tvítugt og yngri ef við teljum matkmanninn ekki með, það segir mikið um gæði liðsins.
Það er engin að búa til neitt þegar kemur að miðjumönnum liðsins hvort sem við nefnum Mata, Herrera, Carrick eða Schneiderlin.
Varnarvinna miðjumanna er ekkert vandamál og þá er nánast sama hverjum er stillt þar upp en sóknarlega séð er bara ekki að koma nægilega mikið úr þeim. Allt of fá mörk og allt of lítið um að menn séu að búa eitthvað til.
Darmian ásamt fl er einn af þeim sem hafa valdið gífurlegum vonbrigðum verð ég að segja og því rökrétt að hann komist ekki í liðið.
Ég er hinsvegar hissa á hversu oft og mikið Lingard fær að hefja leiki þar sem hann hefur ekki verið að gera neitt spes hluti í langan tíma.
En Þá kemur maður aftur af gæðum sem Helgi P talaði um, ég veit ekki hver ætti að koma þarna inn í staðinn því ekki hefur maður eins og Memphis verið að gera einhverjar rósir. Ætli ég myndi ekki setja bara Young út á hægri vænginn eða jafnvel Valencia og þá Fosu-Mensah í hægri bak.
Það sem pirrar mig hvað mest við Van Gaal er hversu auðvelt er fyrir suma að ganga alltaf inn í liðið aftur á meðan aðrir eiga miklu erfiðara með það.
Eins er ég líka hissa á að hann skuli ekki gefa mönnum eins og bæði Rashford og Lingard frí inn á milli því það er alveg vitað mál að þessir menn eru ekkert að fara að sigra heimin strax, það er fínt að lofa þeim að sprikla inn á milli og gefa þeim frí þess á milli.
Rashford gat ekkert í þessum leik, akkurat ekki neitt og hefði mátt fara útaf í hálfleik ásamt Lingard.
Siggi P says
Vel gert Leicester að vinna deildina. En þetta kristallar það sem er að í fótboltanum í dag. Liðin eru með allt of mikinn pening, kaupa unga óreynda leikmenn á gommu fjár og borgar þeim klikkuð laun og þeir kikna undir álaginu. Gömlu reyndu leikmennirnir eru meira uppteknir af ímyndarlaunum, undirfötum og módelum. Fótboltinn er orðinn númer 2. Svo kemur lið sem er fullt af „rejects“, engar stjörnur, með enga pressu en fullt af gleði og vilja að standa sig og vinna svo deildina. Hafandi sagt það, þá verða þeir leikmenn á næsta tímabili alveg eins og ég lýsti hér fyrst.
Dogsdieinhotcars says
Þetta er nagli á helvítis höfuð^^^