Eftir jafnteflið gegn Leicester City var stuðningsfólk Manchester United orðið ansi svartsýnt á að liðið næði í Meistaradeildarsæti. Sá leikur eins og margir í vetur bauð upp á svarta og hvíta frammistöðu. Fínni frammistöðu í fyrri hálfleiknum var fylgt á eftir með frekar dapurri. Maroune „Elbows McGee“ Fellaini tókst að láta dæma sig í bann í kjölfarið á nokkrum ágætum frammistöðum í undanförnum leikjum. En eftir mikla hjálp frá Southampton sem gerði sér lítið fyrir og valtaði yfir Manchester City þá er þetta allt í einu orðinn möguleiki aftur. Með sigri gegn Norwich þá myndi United vera 4 stigum á eftir Arsenal og 1 stigi á eftir City en þau eiga innbyrðisleik á sunnudaginn. Manchester City er orðið mjög tæpt á sætinu og mega alls ekki við að tapa gegn Arsenal og varla gera jafntefli því þá mun Evrópadeildarsætið blasa við. United gæti verið komið í bísna góða stöðu eftir helgina svo framarlega að liðið skili sínu. Svo væri mjög sætt að hefna fyrir tapið gegn Norwich á Old Trafford.
Norwich City er eitt að verri liðum deildarinnar þetta tímabilið og er liðið í blóðugri baráttu við Newcastle United og Sunderland um áframhaldandi þáttöku í efstu deild. Norwich mun vera án þeirra Timm Klose, Ryan Bennett, Andre Wisdom og Alexander Tettey. Liðið er eingöngu með 29% sigurhlutfall í heimaleikjum á tímabilinu og -5 í markahlutfalli í þeim leikjum.
Hjá Manchester United hefur Louis van Gaal nánast úr öllu liðinu að velja fyrir utan langtímameiðslapésana Bastian Schweinsteiger og Luke Shaw og Marouane Fellaini sem verður í banni fram að bikarúrslitaleiknum. David de Gea var á dögunum kjörinn leikmaður ársins hjá Manchester United, annað árið í röð og geta menn dregið sínar ályktanir af því. Cameron Bortwick-Jackson var valinn besti leikmaður U-21 og Marcus Rashford valinn besti leikmaður U-18. Einnig var mark Rashford gegn West Ham í FA-bikarnum valið mark ársins af lesendum manutd.com.
Ég spái svo liðinu á morgun svona:
Leikurinn hefst klukkan 11:45
Auðunn says
Ég er ekki bjartsýnn á það en ég vona svo innilega að Van Gaal poppi þetta aðeins upp og setji Martial framm, Rooney og Herrera fyrir aftan hann, Schneiderlin sem djúpan miðjumann, Valencia á hægri kantinn og Young eða Depay á þann vinstri.
Mér finnst í góðu lagi að stilla upp sóknarliði og hvíla menn eins og Rashford og Lingard.
Bjarki says
Þið segið að leikurinn hefjist kl 14 en svo stendur uppi í horninu að hann hefjist kl 11 45…hvort er það?
Magnús Þór says
Misskilningi hjá pistlahöfundi var um að kenna.