Mikið óskaplega var þetta leiðilegur leikur sem var boðið uppá í hádeginu. Fyrirfram hefði verið hægt að búast við hasar og ákefð þar sem bæði lið þurftu nauðsynlega á sigri að halda. United er harðri baráttu við háværu nágrannana í City og Norwich í baráttu við Newcastle og Sunderland en tvö af þessum liðum munu falla. Anthony Martial meiddist í upphitun og þurfti Louis van Gaal að gjörbreyta skipulaginu skömmy fyrir leik og það sást.
Norwich liðinu til hróss þá byrjaði liðið ágætlega. Voru mikið að sækja og áttu nokkur fín hálffæri en ekkert sem olli David de Gea neinum vandræðum. United var afspyrnulélegt í fyrri hálfleiknum og gerðu bara ekki neitt markvert. Eini hasarinn var þegar Matteo Darmian lenti samstuði við leikmann Norwich og var á endanum borin af velli. Það lítur ekki vel út fyrir Ítalann með bikarúrslitaleik og heilt EM-mót yfirvofandi. Staðan var markalaus þegar Craig Pawson dómari leiksins flautaði til hálfleiks.
Seinni hálfleikurinn var aðeins betri af hálfu United en til að hreinskilinn þá segir það ekki mikið. Þessi leikur fór alltaf meira og meira að líkjast æfingaleik á undirbúningstímabili frekar viðureign sem bæði lið þurftu sannarlega að fá þrjú stig úr. Manchester United bjó var til færi í þessum leik sem er eiginlega óafsakanlegt. Liðið gerði þó nóg til vinna leikinn þegar Rooney lagði upp á mark fyrir Juan Mata. Rooney fékk boltann inní teig og var búinn að klúðra því að koma sér sjálfum í færi þegar hann renndi boltanum á Mata sem skoraði og tryggði United dýrmæt 3 stig.
United er núna aðeins stigi á eftir City þegar bæði lið eiga tvö leiki eftir en City mætir Arsenal á morgun.
Maður leiksins er Juan Mata en spilamennska liðsins batnaði talsvert þegar hann komst meira inn í leikinn. Og þessi ungi stuðingsmaður er eflaust sammála.
Nokkrir punktar
- Mikið svakalega er dapurt að horfa uppá Memphis Depay. Honum hefur engan veginn tekist að aðlagast ensku deildinni og virðist meira pæla bílum og tískufötum en eigin frammistöðu.
- Aumingja Darmian. Þegar hann gekk til liðs við United hafði hann ekki meiðst í 3 ár. En hefur meiðst þrisvar á þessu tímabili.
- Janusæjæjæj. Vesalings Adnan Januzaj var tvisvar kallaður af bekknum til að koma inná en var svo látinn setjast aftur niður í bæði skiptin. Gerir ekki mikið fyrir sjálfstraustið.
- Það að hafa Carrick í djúpu miðjuhlutverki hefur nánast aldrei stöðvað sóknir. En hann var samt ágætur í dag.
- Wayne Rooney var ofboðslega slappur í dag og var í harðri baráttu um við Memphis um að vera slakasti maður liðsins áður en hann slysaðist til að leggja upp sigurmarkið.
- United sársaknaði Marcus Rashford og Anthony Martial. Mögulega Daily Blind einnig. Marcus Rojo er tímasprengja þarna í vörninni.
Varamenn: Romero, McNair, Borthwick-Jackson (Darmian), Fosu-Mensah (Carrick), Schneiderlin (Lingard),Januzaj, Martial (átti að byrja leikinn en meiddist í upphitun).
Karl Gardars says
Stórkostlegt vanmat í gangi og leikmenn áhugalausir og sofandi. Þetta getur ekki endað vel.
_einar_ says
Enginn framherji á bekknum.. Er verið að hvíla Rashford fyrir West Ham leikinn? Leikur sem skiptir engu máli ef þessi leikur vinnst ekki? Orðlaus…
Karl Garðars says
Úffff hvað þetta var þraut leiðinlegt helvíti að horfa á.
Eini ljósi punkturinn við þennan leik er að ég sé núna að það er kominn tími á að bera á sófasettið.
Annars voru Valencia, Mata og Herrera með okkar skárri mönnum þó þeir hafi að vísu verið arfalélegir á köflum (og reyndar þess á milli líka ef nánar er út í það farið.)
Heilt yfir sorgleg frammistaða og þetta lið á ekki skilið að komast í CL.
Hjörtur says
Þetta lið á bara að vera í 1 deildini svo andskoti lélegt var það nú.
Kjartan says
Ég hugsa til þess með hryllingi að LvG fái að halda áfram með liðið, leikurinn í dag sýndi að þetta er orðið gott.
DMS says
Ég er alltaf hálf smeykur þegar Rojo er annarsvegar. Mun sennilega aldrei geta treyst honum frekar en öðrum Argentinumönnum sem hafa spilað fyrir United. Hann er alltof villtur fyrir mína parta, ekki nógu agaður í sínum aðgerðum.
En ég held að það verði nú að teljast algjört kraftaverk ef við slysumst til að ná þessu CL sæti. Ég eiginlega trúi því ekki að Van Gaal fái að halda áfram með þetta lið í sumar. Mér finnst við ekki vera að bæta okkur né stefna í rétta átt. Ef að planið er að láta Giggs taka við af honum eftir eitt ár, gerið það þá frekar strax og leyfið honum að velja þær stöður sem þarf að styrkja en ekki þann hollenska. Ef menn ætla ekki að láta Giggs taka við keflinu þá vil ég fá Móra bara strax í sumar.
Auðunn says
Ég get ekki séð að menn eins og Depay hafi nokkurn einasta áhuga á að spila í þessari deild og á þessu leveli. Hann nennir ekki að leggja neitt á sig, það er klárt mál
Að mæta svona gjörsamlega áhugalaus í leik þar sem þér er boðið upplagt tækifæri til að sýna hvað í þér býr korter í bikarúrslitaleik á Wembley er gjörsamlega fáránlegt og sýnir svo ekki sé um villst hverskonar karakter menn hafa að geyma.
Þvílíkur sauður eða sauðir því þetta átti við fleiri leikmenn liðsins í dag.
Ljósi punkturinn er að ná í þrjú stig með þessari frammistöðu er magnað.
Georg says
Hélt mér vakandi yfir þessum leik vegna Depay,er hættur að vera hneykslaður yfir honum og farinn að vorkenna greyinu…..veit ekki hvort sé verra..
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Vá hvað West Ham vs United leikurinn á þriðjudaginn er núna stór leikur. City var að tapa þannig að 4 sætið er núna í höndum á United.
Fjórðasætið er frábært en enginn titill, en það nálgast gleðina á titli að vita að City myndi vera þeir sem missa af meistaradeildinni í staðinn :D
_einar_ says
Þrátt fyrir jafntefli City og Arsenal í dag verð ég að vera sammála DMS að ofan – Fyrir nokkrum árum hefði ég sagt ‘þetta er í okkar höndum, 2 úrslitaleikir og við tökum þetta’ en það bentir hreinilega allt til þess að leikirnir á móti West Ham og Bournemouth innihalda allavega eitt stykki bananahýði… því miður. Það er samt gaman að baraáttan um Emirates Cup sé í fullu gildi fram á síðasta leikdag.
Þessi leikur við Norwich var hrein hörmung að horfa, vissulega góð 3 stig en ekkert meira en það. Ég trúi því hreinilega ekki að LVG verði enn með þetta lið í lok maí.. óháð bikarúrslitunum við Crystal Palace.