Þá er síðasta leik United á Old Trafford á þessu tímabili lokið.
Maður var búinn að plana vikuna alveg ágætlega, mæta í ræktina þrisvar og þá sömu daga fara með drenginn á vöggustofuna, ná að ljúka leiðinlegu verkefnunum í vinnunni, nýta kvöldin í að leysa nokkur Project Euler verkefni og svo á laugardaginn yrði maður kominn í gírinn fyrir síðasta og mikilvægasta leik tímabilsins, úrslitaleik FA bikarsins.
En hvað gerist? Jú, erfinginn ákvað síðasta föstudag að núna væri góður tími til að byrja vakna alla daga kl 5:15 og heimta athygli og svo gerði öryggisfyrirtækið Security Search Management & Solutions þau hrikalegu mistök að gleyma eftirlíkingu af sprengju á Old Trafford eftir æfingu. Þetta þýddi það að öll plön vikunnar fóru í vaskinn og var leiknum á milli United gegn Bournemouth færður yfir á þriðjudagskvöld. Þessi breyting á dagsetningu leiksins olli því að United fær bara fjóra daga í hvíld áður en liðið mætir Crystal Palace í bikarnum og að mun færri en vildu gátu mætt á völlinn til að styðja liðið. Næstum því annaðhvert sæti var tómt á vellinum sem er óvanaleg sjón á Old Trafford.
En svona til að halda í pollíönnu taktana sem höfundur þessarar leikskýrslu er þekktur fyrir, þá má segja að það besta sem kom út úr þessu er að við fengum að vita hversu mikilvægur leikurinn yrði fyrir möguleika United á sæti í Meistara- eða Evrópudeildinni. United var öruggt með sæti í Evrópudeildinni, óháð því hvernig leikurinn í kvöld færi, því sigur Manchester City í deildarbikarnum þýddi þap að deildarbikarsevrópusætið færðist yfir í deildina. En til að ná Meistaradeildarsæti þurfti United að skora nítján mörkum meira en Bournemouth í kvöld.
Svona til að gefa ykkur smá mynd af því hversu erfitt það hefur verið fyrir United að skora nítján mörk, þá er hér mynd sem sýnir frammistöðu liðsins í deildinni á tímabilinu fyrir þennan leik.
Liðið hefur semsagt skorað 46 mörk á öllu tímabilinu í deildinni. Nítján deilt með fjörtíu og sex eru 41,3% þannig að ef það það voru 0.0001% líkur á því að þetta myndi gerast þá féllu þær niður í 0.00005% eftir að hafa áttað sig á þessari staðreynd.
En nóg um þetta. Hvers konar leik færði Van Gaal og United okkur í síðasta skipti á Old Trafford þetta tímabilið? Hollendingurinn ákvað að láta liðið spila í 4-2-3-1 kerfi sem leit svona út:
Varamenn: Romero, Varela, Jones, A. Pereira, Herrera, Young, Memphis.
Á meðan Eddie Howe, stjóri Bournemouth, stillti sínu liði upp í 4-4-2 á þennan máta:
Fyrri hálfleikurinn var afskaplega lýsandi fyrir frammistöðu liðsins á þessu tímabili. United meira með boltann, reyndi að gera eitthvað sniðugt en mistókst í sífellu og klúðraði boltann til mótherjans, náði boltanum aftur og byrjaði upp á nýtt. Rinse and repeat. Liðið náði tveimur skotum á mark á fyrstu 45 mínútum leiksins. Gegn Bournemouth. Á Old Trafford.
En sem betur fer var seinna skotið í sannkölluðu dauðafæri eftir stórglæsilegt samspil á milli Martial og Mata sem endaði með sendingu frá Martial inn í teig sem Rashford hleypir framhjá og endaði boltinn hjá Rooney sem var aleinn beint fyrir framan markið. Fyrirliðinn klikkaði ekki og skoraði sitt hundraðasta mark á Old Trafford og var þar með annar leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar að skora hundrað mörk eða meira á sama leikvelli, sá fyrsti var Thierry Henry með 114 mörk á Highbury.
Í seinni hálfleik var allt annað upp á teningnum. Allt annað lið ákvað að mæta til leiks á Old Trafford. Strax á 50′ mín hefði United átt að fá víti eftir að brotið var á Mata eftir flotta sendingu frá Rashford. En Jon Moss, dómari leiksins, fór illa að ráði sínu þrátt fyrir að sjá atvikið vel. Ekki í fyrsta skipti á þessu tímabili þar sem United er neitað um vítaspyrnu þrátt fyrir augljós brot.
Á 54′ mín kom Michael Carrick svo með þrususkot langt fyrir utan vítateig, sem hefði svo sannarlega verið eitt af mörkum ársins, en boltinn endaði í slánni og út fór hann. Áfram hélt United að sækja og áttu nokkur góð færi frá t.d. Antonio Valencia og Mata en markmaðurinn varði vel í báðum skiptum. Bournemouth fékk eitt gott færi þegar leikmaður liðsins komst einn inn fyrir vörn United sem hann skoraði úr en svo kom í ljós að hann var kolrangstæður og markið réttilega dæmt af.
Stuttu síðar fór United í sókn, Rooney gaf háan bolta yfir á Valencia hægra megin, hann skallaði boltann til Rashford inn í teig sem ákvað að skjóta í fyrstu snertingu og inn fór boltinn. Enn eitt glæsimarkið hjá táningnum á þessu tímabili.
Eftir þetta var Van Gaal ekkert að taka miklar áhættur og gerði þrjár skiptingar á átta mínútu kafla. Mata var skipt út fyrir Herrera, svo Rashford fyrir Memphis og að lokum fór svo Martial af velli fyrir Ashley Young. Það tók Young einungis þrjár mínútur að stimpla sig inn í leikinn er United fór í sókn, Rooney fær boltann og gefur alveg hreint útsagt frábæra sendingu inn á Young og sem náði að skora þriðja mark United og gulltryggja stigin þrjú.
En eins og svo oft áður endar leikur United á leiðinlegum nótum er liðið slekkur á heilasellunum og leyfir Bournemouth að minnka muninn í allra síðustu sókn leiksins. Það olli því að De Gea missti af tækifærinu að deila gullhanskanum með Peter Cech fyrir þetta tímabil.
United endar þarmeð í fimmta sæti á þessu tímabili með jafnmörk stig og City í fjórða sæti en með mun lakari markatölu. Næst á dagskrá er Crystal Palace í úrslitum FA bikarsins. Nú er það mín von að við tökum þann bikar um næstu helgi og að það verði kveðjugjöf Van Gaal til okkar.
Að lokum vil ég enda þetta á tveimur tístum sem við sáum rétt fyrir leik. Ef þetta reynist rétt þá eru þetta bestu fréttir sem maður hefur fengið að heyra af United tjahh… síðan faxtækið hjá Real bilaði síðasta sumar.
Last RT; that's a very trustworthy Madrid journo saying Zidane has told Madrid that Keylor Navas is his goalkeeper. For now and the future.
— Jonas Giæver (@CheGiaevara) May 17, 2016
Contado @DeporteslaSexta
Zidane ha comunicado al Club su apuesta para la portería: Keylor Navas.
Su portero de presente y futuro.— José Luis Sánchez (@JLSanchez78) May 17, 2016
Auðunn says
Smalling getur ekki gefið lengri en 3 metra sending.
Þvílíkt gæðaleysi í þessu liði.
Karl Gardars says
Var einhver að hrósa vörninni um daginn??
David mín kæri De Gea. Forðaðu þér sem lengst frá þessum aumingjum.
DMS says
Jæja þetta er í annað skipti núna á undanförnum árum sem við lútum lægra haldi fyrir City á markamun, það er frekar pirrandi. Síðast var það toppsætið, núna er það meistaradeildarsætið.
Van Gaal þarf að fara – lágmarkinu var ekki náð þetta season sama hvaða úrslit verða í FA bikarnum.
Á jákvæðum nótum þá leit Rooney vel út á miðjunni og Martial og Rashford sprækir. Drullumst nú til að klára Fa bikarinn og kveðjum svo vonandi LvG.
simmi says
Vonandi getur ordid hreinraektadur midjumadur…..Hann hefur svo mikil gaedi og vision i thessum sendingum, minnir a Scholes. En, Malid er ad vid verdum ad losa okkur vid Gaal, og kaupa 3 alvoru gaeja, medal annars Zlatan. Vid thurfum alvoru karaktera i thetta, Zlatan er fokking alvoru karakter. Mer er alveg sama hversu gamall hann er, hann er alvoru sigurvegari.
Auðunn Atli says
Mig langar til að varpa einni spurningu til manna sem vilja Van Gaal burt (sem ég er ekki að gagngrýna svo það sé á hreinu)
Hvað vilja menn gera eftir 8-12 mán ef þetta er ekki að ganga með næsta stjóra sem sem yrði þá mjög líklega Móri?
Á þá að reka hann og fá hvern?
Og á þetta þá bara að verða framtíð United að skipta um stjóra á c.a 2 ára fresti? Ef hlutirnir ganga ekki upp strax þá á að losa sig við stjórana?
Mig langar til að benda á að það vantar ekki mikið uppá að þetta sé að ganga.
Liðið er með einn besta heimavallar árangur.
Liðið fékk á sig fæst mörk ásamt Spurs, er aðeins tveimur sigrum frá öðru sætinu og er í úrslitum FA Cup.
Þetta er enginn heimsendir þótt við séum öll sammála um að það meigi margt fara betur.
Við viljum betri spilamennsku og meiri sóknarbolta með fleiri mörkum.
Ég hef í sjálfu sér ekki áhyggjur af því að það lagist ekki ef menn ná að versla 2-3 gæða og skapandi leikmenn. Vandamál United í vetur hefur verið að liðið er ekki að skapa sér nægilega mörg færi.
En sjáum hvað allt breytist þegar kemur skapandi leikmaður á miðjunna eins og Rooney í þessum leik.. Það var hellingur að frétta sóknarlega sérstaklega í síðari hálfleik. United vantar bara meiri gæði þegar að þessu kemur.
Það verður bara að segja eins og er að miðja liðsins hefur ekki verið nægilega kapandi, hún er afskaplega passív og hæg, enginn að taka sénsa og enginn með þessa sendingargetu sem sem sprengir varnir andstæðnganna. Þeir eru allir afskaplega fyrirsjáanlegir.
DMS says
LvG var ekki fenginn til að vera í þessu sem langtímaverkefni. Hann átti að rífa liðið upp úr lægðinni sem hefur ekki gengið betur en þetta. Hann á að sjálfsögðu ekki einn sök á þessu, það eru nokkrir þættir sem spila inn í og þar á meðal Ed Woodward og hans störf. En Mourinho yrði þá fenginn inn sem langtímastjóri. LvG var ráðinn til 3 ára og svo ætlaði hann á eftirlaun. Núna á hann bara 1 ár eftir og af hverju að bíða ef stjóri eins og Mourinho er á lausu? Vissulega er Mourinho sérstakur og alls ekki gallalaus, en ég trúi því að hann sé með mojo-ið og attitude-ið sem gæti fengið leikmennina betur í gang og jafnvel lokkað inn nýja leikmenn með sér.
Hjörtur says
Er sammála DMS þar sem LVG á bara ár eftir af samningi sínum, þá skiptir í raun ekki máli þó hann verði látinn fara núna. Móri verður eflaust ekki á lausu eftir ár, þannig að ég sé akk í því að ráða hann núna, og þar gæti verið um framtíðar stjóra að ræða. Auðunn Atli bendir á að liðið hafi fengið fæst mörk á sig ásamt spurs, en meinið er að þeir skoruðu bara allsekki nóg af mörkum, þeir hefðu kanski þá náð að vinna þessa tvo leiki sem Auðunn minnist á að hafi vantað upp á að ná öðru sæti.
Karl Gardars says
Þeir hefðu kannski fengið á sig ennþá færri mörk ef þessir 3-4 sem ráfuðu fram yfir miðju á síðasta tímabili hefðu látið það ógert og staðið vaktina í vörninni með restinni af liðinu.
Ég get ekki ákveðið mig að svo stöddu hvort mér finnist skárra að fá Móra inn eða leyfa LVG að klára og sjá til hvort betri stjóri sé á lausu þá. Ég veit ekki um ykkur en mig er búið að langa lengi í þessa FA dollu og ef hún tapast þá má LVG fara fyrir mér og þá helst til andskotans.
Að lokum: mikið afskaplega var notalegt að poodles hafi tapað í gær. Þeir í CL og við ekki hefði verið hroðalegt.
Auðunn says
Það er nefnilega mjög auðvelt að falla í þessu gryfju ef menn hafa enga þolinmæði.
Milan er eitt af stærstu liðum í heimi og ef þeir geta komið sér í svona vonda stöðu þá er jafn líklegt að aðrir geti það líka.
http://m.fotbolti.net/news/20-05-2016/mihajlovic-leystur-undan-samningi-tekur-vid-torino
Karl Gardars says
Nú gengur sagan fjöllunum hærra að LVG gerist DOF og Móri komi inn. Það væri óvitlaust..