Þeir Tryggvi Páll, Maggi, Björn, Sigurjón og Runólfur mættu til leiks í 23. þættinum af podkasti Rauðu djöflanna.
Rætt var um það sem gerðist á Old Trafford í gær auk þess sem við tókum léttan snúning á Louis van Gaal, tímabilinu og hvað gerist mögulega í sumar. Tæknin var þó eitthvað að stríða okkur í þetta sinn en upptakan klikkaði á lokasprettinum og því er þátturinn styttri en vanalega.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Gerast áskrifandi í iTunes
Gerast áskrifandi í öðrum forritum
MP3 niðurhal: 23.þáttur
Halldór Marteinsson says
Á þetta að enda svona snubbótt? Finnst eins og það vanti eitthvað aftan á þennan þátt.
Annars góður þáttur. Sammála pirringnum yfir tímabilinu, maður hefur sjálfur þurft að rifja upp ófarirnar í CL og þessar hörmungarvikur fram að áramótum alltaf þegar það fer að hvarfla að manni að kannski hafi van Gaal nú ekki staðið sig svo illa á tímabilinu…
Bjarki says
Þið þurfið að laga hljóðið í næstu þáttum :)
Tryggvi Páll says
Við lentum í bölvuðum vandræðum með þennan þátt. Hljóðið var að stríða okkur og svo átti þátturinn að vera lengri en af einhverjum ástæðum klikkaði upptakan síðasta korterið.
Halldór Marteinsson says
Ókei, ágætt að vita að þetta var ekki eitthvað vesen í podkast-appinu mínu :P
En varðandi stöðu van Gaal og möguleikann á að hann haldi áfram með liðið næsta tímabilið. Að mínu mati værum við þá í svipaðri stöðu og Liverpool var með Brendan Rodgers fyrir ca. ári síðan. Brendan Rodgers var basically búinn að missa traustið. Stuðningsmenn höfðu ekki trú á honum, leikmenn spiluðu eins og þeir hefðu ekki trú á honum og það voru sögusagnir um að stjórn Liverpool hefði takmarkaða trú á honum. Hann fékk þó sénsinn en þurfti að gera málamyndunarbreytingar á þjálfarateyminu. Hann fékk sumarið og fékk að byrja þetta tímabil. En hann hafði ekkert fullt traust neins staðar, það var nokkuð augljóst. Og hann náði engum árangri. Það var hálfpartinn eins og félagið væri bara að bíða eftir fyrstu almennilegu afsökun til að láta hann fjúka. Hversu mikið öðruvísi ætli þetta tímabil hefði orðið hjá Liverpool ef þeir hefðu bara rekið Rodgers strax síðasta vor og Klopp hefði komið inn og fengið sumargluggann og heilt undirbúningstímabil?
Ef van Gaal fer ekki núna strax og þetta tímabil klárast þá óttast ég að það verði mjög svipuð staða í gangi. Það verður vandræðalegur sumargluggi með vandræðalegu undirbúningstímabili áður en vandræðalegt tímabil hefst þar sem allir bíða eftir að van Gaal klúðri einhverju svo hann veðri rekinn. Þá er bara spurning hvort United verði jafn heppið og Liverpool með hvaða knattspyrnustjóri er á lausu í október.
Auðunn says
Gafst upp eftir 11 mínútna hlustun. ..Vá hvað þið eruð neikvæðir. Þunglyndið alveg að drepa ykkur.
Þið væruð eflaust búnir að farga ykkur ef þið hélduð með einhverju öðru liði í deildinni.
Auðvelt að sjá afhverju allir ykkar að Bjössa undanskildum haldið með United. .
Þið fóruð þægilegu leiðina og völduð liði út frá titlasöfnun. Vælið svo eins og enginn sé morgundagurinn þegar deildin vinnst ekki.
Magnús Þór says
@Auðunn: Ég er orðinn mjög þreyttur fyrir að þurfa alltaf að svara fyrir skoðanir mínar. Finnst þér í alvöru þessi umræða vera ósanngjörn og óskiljanleg? Þá hefurðu greinilega ekki farið víða á internetinu. Við á þessari síðu höfðum varið LvG meira og lengur en flestir.
Ég hef haldið með þessi liði síðan 1990 og ef ég man rétt þá hafði liðið ekki unnið deildini í umþb 23 ár á þeim tíma. Ef ég hefði valið lið útfrá titlasöfnun þá hefði það verið Liverpool á þeim tíma. Svo kemur það þér bara andskotann ekkert við af hverju við höldum með United. Við viljum allir það besta fyrir klúbbinn og viljum sjá hann aftur á fremstu röð.
Góðar stundir.
Helgi P says
hvernig er hægt að verja LVG hann er búinn að fá að eyða skriljónum í þetta lið og við erum 15 stigum á eftir Leicester og það hætti að vera miklu meira ef við værum ekki með mann í markinu sem heitir De Gea
Sigurjón says
Auðunn: Af öllum því sem þú hefur skrifað hingað inn var þetta þitt lang lélegasta innlegg, enda svo ómálefnalegt að hálfa væri nóg. Ef þú ætlar að halda áfram með dónaskap sem þennan þá mæli ég með vefsíðu Útvarpi Sögu, þar er svona athugasemdum eflaust fagnað.
Auðunn says
Ég hlusta stundum á útvarp Sögu og skammast mín ekkert fyrir það.
Hef aldrei heyrt hóp karlmanna á þeirri stöð væla lýkt og þið í þessum þætti.
Þannig að mér finnst sumir ekki hafa efni á því að tala niður til útvarpsstöðva.
Ef þið haldið virkilega að þetta væl ykkar sé málefnanlegt þá lífi þið í sjálfsblekkingu.
Tryggvi Páll says
Það er eitthvað svo innilega kómískt við það að segja að „væl“ sé ómálefnanlegt án þess að færa frekari rök fyrir því…
En hvað um það. Ég kann ágætlega við þig Auðunn og skrif þín hér á þessari síðu. Þú ert með aðra sýn á hlutina en við sem skrifum hér pistla og það er gott. Þú kemur oft með mjög góða punkta og heldur okkur pistlahöfundum við efnið enda erum við sem skrifum hér oft (leiðinlega) sammála um flest.
Þessi athugasemd þín um að við séum einhverjir glory-hunterar er þó frekar kjánaleg og það er alltaf vandræðalegt þegar menn fara í pissukeppni yfir því hver sé mesti stuðningsmaðurinn.
Þér til upplýsingar þá var ég um sex ára gamall þegar ég byrjaði að horfa á enska boltann tímabilið 1993/1994 og ég byrjaði strax að halda með Manchester United. Án efa vegna þess að þeir voru besta liðið enda var ég sex ára. Líklega var það einnig lífræðilega ómögulegt fyrir mig að byrja að halda með United árið 1987,1988 eða 1989 (eða önnur ár þegar ekki gekk eins vel og á tíunda áratuginum) eins og allir alvöru stuðningsmenn!
Ég skal alveg játa það að lengst af hefur það ekkert verið neitt sérstaklega erfitt að halda með United af augljósum ástæðum en undanfarin þrjú ár hafa kannski ekki verið eintóm sæla. Það veist þú þó auðvitað manna best sjálfur enda fylgist þú vel með.
Það er svolítið fyndið þegar þú segir að við vælum eins og enginn morgundagurinn þegar enginn titill kemur í hús en það er eitthvað eins og mig rámi í það að þú hafir ekkert verið alltof hrifinn af því þegar Moyes var ráðinn. Ég er ekki frá því að þú hafir verið að tala um að þú myndir ekki endurnýja ársmiðann þinn og þegar var komið fram í apríl varstu endanlega búinn að missa trúnna á honum ef minnið svíkur ekki. (Að minnsta kosti má lesa það úr ummælum eftir mann sem skrifar hér undir nafninu Auðunn, ef það ert ekki þú biðst ég forláts.)
Samkvæmt þinni skilgreiningu mætti kalla þetta væl vegna þess að enginn titill kom í hús og sannarlega mætti ásaka þig um skort á stuðning við félagið, að minnsta kosti ef marka má ummæli þín hér að ofan.
Ég ætla hinsvegar ekki að feta niður þá braut enda hefur þú fullan rétt á þinni skoðun, alveg eins og við hér á þessari síðu. Líklega vorum við sammála um Moyes og það að maður sé ekki alveg 100 prósent á bak við knattspyrnustjórann hverju sinni þýðir ekki að maður styðji ekki liðið sitt.
Ég persónulega styð ekki Louis van Gaal, David Moyes eða Sir Alex Ferguson. Ég styð Manchester United og ég vil að félagið nái sem mestum árangri. Að mínu mati hefur Louis van Gaal ekki staðið sig nógu vel, þrátt fyrir að hafa gert ýmislegt rétt.
Þetta snýst ekki um að Louis van Gaal sé ekki að vinna deildina. Þetta snýst um að hann er ekki að ná þeim lágmarksárangri sem hvaða stjóri sem er sem stýrir United þarf að ná. Það er mín skoðun. Hún gerir mig ekki að meiri eða minni stuðningsmanni United en þú eða hverjum sem er sem heldur með þessa blessaða liði.
Þetta er orðið full langt en að lokum vil ég enda þetta á gullkorni frá manni sem skrifar hér undir nafninu Auðunn. Ég er sammála hverju orði.
Sigurjón says
Þetta innlegg hjá þér Auðunn var skárra, enda gefur það ágæta mynd af þínum pælingum almennt. Óþarfi fyrir mig að skeggræða þetta eitthvað frekar við þig.
Tryggvi gerir vel í að benda á það ósamræmi sem hefur einkennt þinn málaflutning hér.