Rauðu djöflarnir
Bjössi sýndi okkur það að United er búið að vera með sama innkaupalista í fimm ár.
Ritstjórn Rauðu djöflanna gáfu sitt álit á ráðningu Mourinho
Runólfur kom með flotta grein sem getir upp síðustu tvö tímabil United undir stjórn Van Gaal
Við fögnuðum fimmtugsafmæli kóngsins
Van Gaal
Hvernig fór Van Gaal að missa allt traust leikmannana
John Brewin hjá ESPN segir að Van Gaal hafi passað illa inn í klúbb sem stærir sig af sóknarbolta
Independent útskýrir af hverju United fór mjúkum höndum um Van Gaal.
Jose Mourinho
Sky athugaði nánar þá algengu fullyrðingu að Mourinho sé varnarsinnaður þjálfari sem gefi unglingum ekki sjensa
Jerzy Dudek, fyrrum markmaður Real Madrid, skrifaði nokkur orð í ævisögu sinni um hvernig stjóri Mourinho er í raun.
Miguel Delaney segir að Mourinho fái meiri völd hjá United en hann hefur fengið hjá öðrum klúbbum og að þetta verði það starf ferils hans sem hann verður dæmdur eftir.
Aðeins fjórir stjórar hafa orðið Englandsmeistarar með tveimur liðum. Verður Mourinho sá fimmti?
Scott hjá ROM segir að það sé alveg eðlilegt fyrir stuðningsmenn United að skipta um skoðun varðandi Mourinho.
Slúður
Sun segir að United sé búið að bjóða 60 milljónir punda í Paul Pogba
Independent orðar United við Benzema
Annað
Guardian ræddi við Cantona um United, Mourinho, Guardiola og fleira.
Andy Mitten ræddi við Herrera eftir bikarleikinn gegn Palace.
The Guardian fór yfir fjármál liðanna í úrvalsdeildinni.
Giggs glímir við erfiðustu ákvörðun lífs síns.
Evrópumót landsliða 2016
Nú er vika í EM og ekki seinna vænna að fara spá úrslitum. Excel skjal Rauðu djöflanna sér um alla útreikninga, hvort sem úrslit i riðlum ráðast af vítakeppni (já, það er möguleiki!), góðri hegðun eða styrkleikastigi!
Karl Gardars says
Já já já já!!!! Sladdi að mæta. Það er sko alveg í lagi!!
_einar_ says
Slúðurvélarnar á yfirsnúningi síðustu daganna fyrir EM. Eric Bailly (sem ég hafði reyndar aldrei heyrt um áður) og Zlatan sagðist vera skotmörkin. Veit ekkert um Bailly en Zlatan á frjálsri sölu er risafengur fyrir hvaða lið sem er í heiminum, vonandi að það verði United þó maður viti aldrei með þetta ólíkindartól. Það er talað um eitthvern fréttamannafund á morgun það sem hann útlistar ‘val’ sitt… það yrði mjög ó-United-legt en sjáum til