Mourinho er búinn að vinna sinn fyrsta titil með Manchester United. Zlatan er búinn að skora sitt fyrsta mark fyrir Manchester United. Sigurmarkið í leiknum sem tryggir það að Manchester United eru meistarar meistaranna.
Liðið sem byrjaði leikinn fyrir United:
Varamenn: Romero, Rojo, Schneiderlin, Herrera, Mata, Mkhitaryan, Rashford
Byrjunarlið Leicester City:
Það var mikið um dýrðir á Wembley í dag og ekki að undra, upphafspunkturinn á virkilega spennandi tímabili í enska boltanum sem nú er að hefjast. Titill í húfi og bæði lið búin að gefa það skýrt út að það yrði ekki litið á þetta sem neinn vináttuleik.
Another look at our stunning pre-match mosaic! 👌🔴 #UNITED pic.twitter.com/umlqLmE6vv
— Manchester United (@ManUtd) August 7, 2016
Leikurinn byrjaði nokkuð varfærnislega en Manchester United var miklu meira með boltann, eins og búast mátti við. Eftir tæplega 20 mínútna leik kom skilti sem sýndi að United hafði verið með boltann u.þ.b. 70% af leiktímanum. Það hafði þó ekki skilað sér í neinum mjög hættulegum marktækifærum. Martial átti góðan sprett af kantinum og skaut í hliðarnetið, Wayne Rooney átti skalla að marki sem olli Kasper ekki miklum vandræðum og Fellaini átti ágætt skot, eftir að Zlatan hafði keyrt yfir Wes Morgan og unnið skallabolta. Aftur varði hins vegar Kasper þótt hann hafi átt í aðeins meiri vandræðum með að halda boltanum í það skiptið.
En Leicester minntu þó á sig og litu oft hættulega út í skyndisóknum. Vardy ákvað að reyna duglega á nýja manninn í vörn United og keyrði grimmt á Eric Bailly þegar tækifæri gafst. Til að byrja með virkaði Bailly stundum óöruggur gegn honum og náði Vardy tvisvar að komast nokkuð auðveldlega framhjá Bailly. Í fyrra skiptið náði Blind að kovera vel fyrir hann og hreinsa með tæklingu. Í seinna skiptið gaf Vardy boltann áfram á Okazaki sem átti lúmskt skot sem fór af Blind og rétt framhjá stönginni. Úr þeirri hornspyrnu náði Okazaki fínum skalla sem endaði í markslánni. Hættulegasta færi leiksins til þessa.
En Bailly hristi þetta vel af sér og spilaði frábærlega eftir það. Blind var flottur við hliðina á honum og báðir bakverðirnir sprækir líka og duglegir að sigla upp teiginn þegar færi gafst. Martial og Lingard voru vinnusamir á köntunum, voru um tíma búnir að skipta um kanta og leituðu inn að miðju þegar færi gafst. Þannig var það einmitt á 32. mínútu þegar Lingard var kominn inn á miðjuna og tók á móti sendingu frá Rooney. Fyrir framan hann var þéttur pakki af varnarmönnum Leicester en Lingard blés á það og tók bara sprett framhjá hverjum varnarmanninum á fætur öðrum þar til hann var allt í einu kominn einn í gegn. Hann lét aðvífandi Kasper Schmeichel ekki slá sig útaf laginu heldur setti boltann laglega framhjá honum með góðu innanfótarskoti. 1-0 fyrir United, Jesse Lingard kann greinilega vel við sig á Wembley.
1996 – Jesse Lingard is the first @ManUtd player to score in the FA Cup final and subsequent Community Shield since Cantona in 1996. Kingly.
— OptaJoe (@OptaJoe) August 7, 2016
United kláraði síðan fyrri hálfleikinn nokkuð áreynslulítið. Mourinho lét alveg vera að breyta liðinu í hálfleik en Ranieri gaf 2 nýjum leikmönnum séns þegar Demarai Gray og Ahmed Musa komu inn á fyrir Albrighton og Okazaki. Leicester þurfti að jafna og áfram voru skyndisóknirnar þeirra hættulegustu vopn. Á 52. mínútu keyrðu þeir í eina slíka þar sem þeir freistuðu þess að koma fáti á vörn United. Marouane Fellaini, sem hafði annars átt ágætis leik en spilaði heldur djúpt, komst inn í sendingu Leicester. Hann ætlaði síðan að gefa boltann aftur á De Gea en sendingin var ekki betri en svo að hún endaði beint á Jamie Vardy sem þakkaði fyrir sig, sólaði De Gea og rúllaði boltanum í markið. Hrikaleg mistök hjá Fellaini þar. Mourinho vildi þó meina að vallaraðstæður ættu stóran þátt í þessum mistökum hjá Fellaini.
Mourinho on Fellaini’s backpass: „The mistake of the slow pitch. We wanted a quick pitch. I don’t know if they forgot to water it“ #mufc
— Paul Brown (@pbsportswriter) August 7, 2016
Stuttu síðar kom fyrsta skipting United í leiknum. Ander Herrera kom inn á. Líklega bjuggust flestir við því að Fellaini færi af velli en í staðinn var það Carrick sem fór af velli. Leicester svaraði með því að setja aðra 2 nýja leikmenn inn á. Frakkinn Nampalys Mendy og innkastsfallbyssan Luis Hernández komu þá inn á fyrir King og Simpson. Stuttu síðar varð markaskorarinn Jesse Lingard fyrir meiðslum og þurfti að fara af velli. Juan Mata kom inn á í hans stað. Það var leiðinlegt að sjá Lingard meiðast, fram að því hafði hann verið einn af bestu leikmönnum United í leiknum. En hann sagði sjálfur í viðtali eftir leikinn að meiðslin væru ekki alvarleg og að hann ætti að ná næsta leik.
Á 69. mínútu kom önnur tvöföld skipting hjá United þegar MR-ingarnir Rojo og Rashford komu inn á fyrir Shaw og Martial. Rojo fór beint í vinstri bakvörðinn, spurning hvort það verði þá hans hlutverk ef hann heldur áfram hjá United, að vera varaskeifa fyrir Shaw. Shaw hafði verið flottur í leiknum og Rojo stóð sig bara vel í hlutverkinu eftir að hann kom inn á.
Ranieri hefur líklega fylgst með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi því þegar sleggjan Hernández var kominn inn á breyttust nánast öll innköst á vallarhelmingi United í kunnugleg föst leikatriði sem greinilega voru þaulæfð. En Bailly og félagar stóðu sig betur í að verjast þeim en enska landsliðið í sumar. Ég myndi þó giska á að Leicester eigi eftir að ná í nokkur mörk eftir innköst í vetur.
Bailly fékk gult spjald eftir baráttu við Vardy, skulum kalla það öxl í öxl með smá kryddi. Vardy fékk síðan gult spjald fyrir harkalega tæklingu á Mata. Wayne Rooney náði að vinna boltann inn í markteig Leicester, gaf stutta sendingu á Zlatan sem var allt í einu í mjög góðu færi en hitti boltann illa svo það var engin hætta þar. Önnur skipting hjá Leicester, Schlupp inn á fyrir Fuchs. Leicester átti hættulegt innkast sem var flikkað áfram á Musa en hann skallaði yfir úr góðu færi.
Þá var kominn Zlatan-tími. Á 83. mínútu var Valencia með boltann úti á kantinum. Hann gaf sér ágætis tíma í að ákveða hvað hann ætti að gera næst. Ákvað svo að keyra upp að endamörkum svo hann gæti gefið fyrir með hægri. Síðan henti hann í þessa líka ljómandi fínu fyrirgjöf beint á Zlatan Ibrahimovic. Zlatan, sem að vísu hafði verið ogguponsu rangstæður þegar fyrirgjöfin kom, stökk miklu hærra en Wes Morgan og náði að skalla boltann. Skallinn var ekki fastur en góður var hann og lak framhjá Kasper Schmeichel, í stöngina og inn í markið. Zlatan var mættur á svæðið og fagnaði markinu vel
What time is it? ⏰#MUFCpic.twitter.com/omWjjv524m
— Manchester United (@ManUtd) August 7, 2016
Á 87. mínútu fór fyrirliðinn Wayne Rooney af velli fyrir Morgan Schneiderlin. Stoðsendingakóngurinn Antonio Valencia tók þá við fyrirliðabandinu. Hann virtist bara nokkuð kátur með það.
I just wanna be as happy as that captain’s armband made Valencia pic.twitter.com/h4lTKL1AcU
— Saint Renato (@Tobology) August 7, 2016
Undir lokin henti Leicester allt í sóknina. Miðvörðurinn Huth var tekinn af velli fyrir sóknarmanninn Ulloa og Kasper Schmeichel var farinn að bruna fram í hornspyrnum. Mourinho ákvað að nota sína síðustu skiptingu til að vinna tíma og bæta smá hæð við liðið. Hann setti því hinn 177 cm háa Mkhitaryan inn á og tók hinn 170 cm háa Juan Mata af velli. Mata hafði rétt komið inn á völlinn hálftíma áður. Hætt er við því að það verði blásið upp í fjölmiðlum en Mourinho gerði lítið úr því (no pun intended) eftir leik, sagði einfaldlega að hann hefði þurft að taka minnsta leikmanninn af velli, ekkert flóknara en það.
Mourinho: „He (Mata) played very well. The rules allow six changes and I needed to take the smallest player off – long balls were coming.“
— utdreport (@utdreport) August 7, 2016
Þetta dugði og Manchester United vann leikinn og skjöldinn. Fyrsti titill Mourinho með United. Fyrsti titill Zlatan með United. Flott byrjun á tímabilinu. Leikurinn var ekki frábær, hann bar mörg merki þess að vera fyrsti leikur tímabilsins og að United hefur ekki getað fengið alveg það undirbúningstímabil sem það hefði þurft. Enn og aftur vantaði upp á almennilegt flæði í sóknarleikinn og svo var eins og það vantaði eitthvað, einhvern herslumun, eitthvað púsluspil, inn í miðjuna hjá United. Eitthvað sem mætti kannski laga með eins og einum heimsklassa miðjumanni (#pogback). Wayne Rooney var ekki góður. Hann þarf að fara að spýta í lófana ef hann ætlar ekki að missa sitt pláss í liðinu.
En það voru líka ljósir punktar í leiknum. Zlatan skoraði gott mark. Jesse Lingard var frábær þar til hann meiddist. Allir 3 bakverðirnir voru flottir og Blind var solid. Maður leiksins var samt Eric Bailly. Hann hikstaði kannski smávegis í byrjun leiks en var þvílíkt flottur eftir það. Sterkur í föstum leikatriðum, gríðarsterkur í návígjum, fljótur og með fínan leikskilning auk þess sem hann er öruggur á boltanum og virðist vera nokkuð jafnfættur. Hann er vissulega ungur ennþá og reynslulítill, hann mun líklega gera mistök en það er efniviður í eitthvað virkilega öflugt í þessum gutta.
@samuelluckhurst @ZeeshanMasih01 Very vocal too considering his tender years pointing for positioning etc encouraging to see
— Busby Babes (@BusbySnakeHips) August 7, 2016
May be wrong, but I’d read more into fact Mata brought on when Mourinho needed a goal rather than him being taken off when protecting it.
— Adam Crafton (@AdamCrafton_) August 7, 2016
Mourinho says last season Valencia would have probably played the ball backwards rather than crossing for Ibrahimovic. #mufc
— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) August 7, 2016
Ibrahimovic: „This is my 31st trophy and hopefully I can win more than this. We play against a good team.“ #MUFC #GGMU
— Manchester United (@theunitedend) August 7, 2016
Nr 31 pic.twitter.com/xmpYE787do
— Zlatan Ibrahimović (@Ibra_official) August 7, 2016
Keane says
Rooney var og er búinn á því..
Bjarni says
Þarf ekki að ræða það meira, Rooney er búinn á því. Sama þunnildið og í fyrra, 10 ár er góður tími. Hvar eru Kínverjarnir loksins þegar maður þarf á að halda.
Annars leikurinn einn sá leiðinlegasti í langan tíma og ef þetta er það sem koma skal þá er útlitið svart. Liðið er brothætt og ekki komin þessi holling sem ég var að vonast til. Vonandi tekur það ekki langan tíma að slípa liðið saman. Bornmouth er eftir viku😆
Lúftpanzer says
Til að fókusa ekki of mikið á það neikvæða (Fellaini og Rooney) einsog commentin hérna fyrir ofan er ágætt að minna á það að við vorum að vinna BIKAR og ZLATAN að stimpla sig inn rækilega. Þvílíkur lúxus að hafa almennilega ógn í teignum. Hversu margir framherjar í deildinni hefðu átt séns í Morgan í þessu einvígi? Ekki margir.. ekki margir.
Bailly lítur mjög vel út, virkaði solid og var með frábærar tæklingar. Hef saknað svona týpu af varnarmanni síðan Rio og Vidic hurfu á braut.. ég bind vonir við að hann og Smalling myndi gott miðvarðapar. Svo höfum við frábæran leikmann í Shaw, hann var augljóslega úr leikformi en ég vona að komi sterkur inn sem fyrst.
Hvað var samt fkn málið með þessa Mata skiptingu?
Karl Gardars says
Jose verður að útskýra skiptinguna til að hleypa ekki slûðurvélunum á yfirsnúning. Þetta var sérstök skipting.
Hjörtur says
Það var haft eftir honum Mora hvað varðar þessa skiptingu með Mata, að hann hafi verið búinn með 5 af 6 skiptingum og hefði þurft að stöðva leikinn, og tekið lágvaxnasta manninn útaf,því hann bjóst við löngum boltum. En kom ekki Mikki inná fyrir Mata, og er einhver hæðamunur á þeim?
Egill says
Það er með ólíkindum hvað menn nenna alltaf að vera neikvæðir. Slæmt undirbúningstímabil og menn eru enn að komast í gang á sama tíma og menn eru að læra inn á aðferðarfræði þjálfarans, en við unnum samt.
Annars var þetta frábær upphitun og frábær leikskýrsla, sammála svo gott sem öllu sem kemur fram þar nema ég held að Fellaini hafi ekki ætlað að senda á De Gea, heldur á Blind sem hafði hálfri sekúndu áður hætt að hlaupa.
Og tvítið frá Samuel Luckhurst var troll, hann tók troll session áðan og þessi ummæli Mourinho eru fake ;)
Annars er ég mjög sáttur með þennan leik í heildina, allavega fullt af jákvæðum hlutum sem maður sá. Rashford heldur áfram að slá í gegn og Valencia hefur nýtt sumarfríið sitt vel því hann getur allt í einu gefið fyrirgjafir án þess að hún stoppi á fyrsta manni. Vonbrigði leiksins voru samt Rooney, ég er ekki sammála þeim sem hafa gagnrýnt hann hvað harðast undanfarin ár því hann vinnur óeigingjarnt starf á vellinum, en í dag var hann alveg off. Komst aldrei í takt við leikinn og var hreinlega klaufskur og þungur.
Bailly virkaði svo alveg rosalega vel á mig, virtist óöruggur á köflum í byrjun en sló síðan í gegn. Hann var að fara í 30/70 tæklingar og sló ekki feilnótu í þeim. Algjörlega frábær kaup.
Skiptingin á Mata var svo bara basic fannst mér, ef þetta hefði verið einhver annar leikmaður hefði enginn farið að pæla svona í þessu. Það vantaði stærri og sterkari mann í alla þessa skallabolta síðustu sekúndur leiksins, og planið virkaði.
Ég er mjög bjarstsýnn á þetta tímabil.
Dogsdieinhotcars says
Eina sem ég vil segja um þennan annars frábæra leik: Minn maður Valencia er að stimpla sig aftur inn, loksins. Minni Antonio Valencia haters á fótbrotið og fyrri frammistöður. Hann á mökk af verðlaunum fyrir okkur.
kv.
Messi Lingaard.
Egill says
þarf að leiðrétta sjálfan mig aðeins, Mourinho sagði þetta um Valencia víst bara í alvöru. Ég hafði greinilega alveg misst af þessum kafla í viðtalinu.
Heiðar says
Þessi Mata skipting er ekkert annað en viðbjóðslegt einelti og mannvonska hjá ömurlegum karakter sem á örugglega eftir að sprengja allt í loft upp í krngum sig eins og hann hefur alls staðar gert. Sorry,sé bara ógeðstíma framundan á meðan þessi mannleysa er við stjónvölin.
Karl Gardars says
Mánudagar geta verið slæmir og allt það en common…. :)
Pogba mættur á Carrington í alvöru!
Jón Sæm says
Þessi Mata skipting er ekkert annað en Taktík. Sýnir bara að maðurinn hefur pung til að taka mikilvægar ákvarðanir! Ekki margir sem hefðu þorað að gera þessa skiptingu miðað við sögu þeirra tveggja. Mata hefur aldrei verið þekktur fyrir að vera öflugur varnarmaður en hann hefur gæðin til að búa til mörk. Þess vegna var hann settur inná þegar okkur vantaði mark en var tekinn út af þegar þurfti að verjast. Mjög skiljanlegt
Audunn says
Taktík my ass!
Afskaplega ílla gert, algjör óþarfi og bjánaskapur.
Til hvers að gera þetta og það á 93 mín og 1 mín eftir? Þetta lýsir Móra svolítið, hann þarf alltaf að rugga bátnum og helst með því að niðurlægja einhvern aðila.
Mér líkar ekki svona vinnubrögð og þá allra síst á þessu augnabliki, United er að fara í gegnum viðkvæma tíma, nýr stjóri og nýir leikmenn.
Maður hefði haldið að menn vildu gera allt til að viðhalda góðum móral.
Það þarf enginn að segja mér neitt annað en að svona uppákomur stuði alla leikmenn, það eru miljónir manna út um allan heim að horfa og þetta er ekkert annað en opinber niðurlæging.
Tryggvi Páll says
Já, Mata var alveg hoppandi illur í gær eftir skiptinguna.
Audunn says
Ég held að Mata sé það vel gefinn að hann myndi aldrei láta óánægju sína í ljós á almannafæri, ein mynd getur ekki tekið af allan vafa hvað það varðar.
En segjum sem svo að Mata sé alveg sáttur við þessa uppákomu þá var hún samt sem áður óþörf.
Það hefur fokið í menn við minna tilefni en þetta.
Karl Gardars says
Ókei. Móri er spes með sín smáatriði en hann og Rui úrskýrðu málið að því virðist strax við Mata og Móri síðan betur í fjölmiðlum. End of story og no biggy.
Það eru bara blaðasnápar, Óvildarfólk og einstaka vælukjóar sem dvelja við málið umfram það.
Ef Móri var að setja fordæmi þá er það hans mál. Hann ræður og fyrsta forgangsatriði hjá honum eru hagstæðustu úrslitin hverju sinni því annars fara téðir vælukjóar að væla enn hærra. Að Mata hafi orðið undrandi fyrst er mjög eðlilegt en meira vitum við ekki og þeir gætu allt eins verið heima hjá Móra núna að spila olsen olsen yfir kakóbolla.
Ingi Utd says
Mér fannst frábært að sjá Zlatan skora þetta mark, enginn annar í Utd hefði tekist að skalla þetta inn, fullorðins afgreiðsla. Ágætis sigur, fannst Utd með fulla stjórn á leiknum mest allan tímann. Eins mikið og ég er ekki Mourinho maður þá var flott hjá honum að halda Fellaini inná eftir þessi hræðilegu mistök hans, hélt virkilega að hann færi beint útaf sem hefði farið með sjálfstraustið hans,nenni ekki heldur að lesa mikið í Mata skiptinguna, hún skýrist þá næstu daga ef einhvað var á bakvið hana.
Geggjað mark hjá Lingard.
Get ekki annað en verið bjartsýnn fyrir tímabilið miðað við allt, vona bara að Mourinho hagi sér innan skynsamlegra marka. Ég þoli manninn ekki.
Runar P says
Móri að vera hógvær..
I have to thank Mr Van Gaal because without the victory in the FA Cup we wouldn’t be here today so I am getting a trophy for the club and the boys and the fans and myself but I’m playing this match not because I won the FA Cup, I play this match because Mr Van Gaal won the FA Cup so congratulations to him because he’s part of this
Halldór Marteinsson says
Auðvitað var Mata skiptingin taktísk. Hversu oft höfum við ekki séð svona skiptingar í uppbótartíma til að eyða tíma, stöðva leik hins liðsins í smá stund og gefa eigin leikmönnum smá stund til að ná fókus?
Hvern átti hann þá að taka útaf? Ekki gat hann tekið stóru mennina út af, þegar þurfti að verjast skallaboltum. Rashford? Manninn sem kom inn á á eftir Mata og hafði potential í að nýta hraðann til að setja mark í andlitið á Leicester, ekki séns. Þá kom eiginlega bara Mata til greina. Eins og Mara hefur sjálfsagt skilið þegar Mourinho útskýrði það fyrir honum
Heiðar says
Jæja,en við skulum hafa það á hreinu að ef DM.eða LVG hefðu gert þessa „Taktísku“skiptingu þá væru nú margir með ginið gapandi af undrun og röflandi um hvers konar tertuspaðar þeir væru.En því miður komum við til með að sjá hin mikla taktíker í vetur þegar hann fer að stilla upp eins og um árið 6-4-0 á Old Traf. og stundum 6-3-1 þegar á að sækja hratt.En afsakið neikvæðnina, ég kemst bara ekki yfir það að þessi trúður hafi verið ráðinn stjóri.