Pogba Pogba Pogba!
Bjössi skrifaði þessa stórfínu grein um týnda soninn sem er nú kominn heim.
Andy Mitten segir okkur hvernig United fór að því næla í Pogba .
Nákvæmt niðurbrot á verðinu á Pogba er ekki opinbert, en virðist sem Juventus hafi þurft að borga megnið af því sem Raiola fékk.
Paul McGuinees, fyrrum unglinga þjálfari Manchester United sparar ekki stóru orðin um Paul Pogba.
Mourinho gefur sterklega til kynna að 4-2-3-1 verði leikkerfi vetrarins og að Carrick og Pogba verði miðjumennirnir.
Guardian telur að Pogba gæti átt erfitt uppdráttar í 4-2-3-1 leikkerfi Mourinho.
Blaðamaður BBC veltir því fyrir sér hvort að Pogba séu dýrustu mistök United frá upphafi.
United væntir þess að kaupin á Pogba marki þáttaskil í heimsfótboltanum. Nú muni heimsins bestu leikmenn ekki lengur horfa til Spánar.
Endurkoma Pogba til United þýðir að Raiola hafi haft rétt fyrir sér með því að koma honum til Juve á sínum tíma.
Paul Pogba og John Stones eru mikilvægustu púslin hjá Manchester-liðunum, hvor á sinn hátt .
Skysports kom með 5 ástæður af hverju United þarf á Pogba að halda.
Þeir hjá Liverpool eru ekkert voðalega kátir að sjá United kaupa leikmenn eins og Pogba.
Annað
Bleacher report fer yfir væntingar til Martial á þessu tímabili.
Schneiderlin gæti verið verið lykilinn að góðu tímabili hjá United.
Tim Adams hjá Guardian fór í gegnum feril og uppruna Zlatans.
Michael Cox setur spurningamerki við samvinnu Rooney og Ibrahimovic.
Mourinho er búinn að vera að ræða um hvaða áhrif síðustu tvö ár undir stjórn Louis van Gaal munu hafa á upphaf tímabilsins hjá United.
Nú þegar Pogba er ein helsta stjarna knattspyrnuheimsins skoðar Jacob Steinberg hvað varð um Ravel Morrison sem einu sinni þótti mun efnilegri en fyrrum liðsfélagi sinn Pogba.
Four Four Two tók saman töflu sem sýnir samanburð á fyrstu 10 leikjum allra liðanna í deildinni út frá því hversu erfiðir andstæðingarnir eru. Hvaða lið eiga erfiðustu byrjunina og hvaða lið sleppa þægilegast?
Sky Sports ræddi við Gary Neville um næsta tímabil þar sem hann meðal annars spáir United titlinum.
Grein fyrir okkur sem söknum stundum gömlu daganna þegar fótbolti var einfaldari.
Þetta er besta innkaupasumar United síðan 2007.
Áhugavert grein frá Jonathan Wilson um hlutverk miðvarða sem verjast og miðvarða sem dreifa spilinu.
McNair og Love hafa verið seldir til sunderland.
Birmingham vill James Wilson á láni.
Valdemar says
Ekkert að gera í vinnunni svo ég er búinn að lesa allan pakkann…
Skemmtileg greinin frá Neville þar sem hann viðurkennir að hann hefur ekki hugymd um hvernig deildin fari þennan veturinn
Fékk svo fiðring þegar ég sá mynd vikunnar.
Varðandi áskrift hjá 365, ég ætlaði að kaupa áskrift í gær en hætti við á þeim stað þar sem ég þurfti að stimpla inn kortanúmerið. Fékk svo hringingu frá þeim í 365 seinna um daginn þar sem mér var boðinn ágúst frír. Sakar ekki fyrir aðra að reyna ;)
Karl Gardars says
Fosuh Mensa boðinn nýr samningur. Það er keppnis!