Manchester United hefur keppni í þriðju umferð enska deildabikarsins. Andstæðingurinn verður Northampton Town sem leikur í League One (2.deild).
Það er ekki hægt að segja annað en að þetta hljóti að teljast algjör skyldusigur. Ekki er útilokað að við munum fá að sjá leikmenn spreyta sig í þessum leik sem eru ekki að spila mikið þessa dagana.
Liðin hafa í gegnum tíðina mæst fjórum sinnum og er United taplaust í þessum viðureignum með þrjá sigra og eitt jafntefli. Liðin mættust síðast árið 2004 í FA-bikarnum og þá vann United 3-0 með sjálfsmarki frá Chris (ekki Owen) Hargreaves og mörkum frá Mikael Silvestre og Diego Forlan.
Leikurinn fer fram 20. eða 21. september á Sixfields Stadium, heimavelli Northampton.
Bjarni says
Búinn að dusta rykið af Diadora skónum (malartakkar) og bíð mig fram í hægri miðvarðarstöðuna. Lofa hörku og festu, gæti samt verið hætta á rauðu spjaldi þegar líður á leikinn. Hins vegar gætu gömul nárameiðsl líka sett strik í reikninginn. Það þarf að manna restina af liðinu, eru menn klárir í bátana?
Siggi Tomm says
Það var Chris Hargreaves sem skoraði sjálfsmark :-)
Cantona no 7 says
Skyldusigur takk.
G G M U
Audunn says
er þessi leikur ekki 20.sept?
Halldór Marteins says
Leikirnir eru spilaðir 20. og 21. september. Það er ekki búið að raða þeim niður ennþá, ætli það fari ekki eitthvað eftir beinum sjónvarpsútsendingum. Hlýtur að skýrast á næstu dögum.