Englandsmeistarar Leicester, já, Englandsmeistarar Leicester koma á Old Trafford í fyrramálið kl 11.30. Hvað er hægt að segja um þetta Öskubuskuævintýri litla liðsins í fyrra sem ekki hefur verið sagt? Ekkert. Fyrsta bókin kom út í vikunni, þær verða fleiri, og stuðningsmenn Leicester munu lifa á þessu ævilangt. United komst frá leikjum liðanna í fyrra með þolanlegri sæmd, 1-1 jafntefli varð í báðum leikjum. Fyrir rétt rúmum mánuði vann síðan United Samfélagsskjöldinn með 2-1 sigri á Leicester og hóf því tímabilið ágætlega. Síðan þá hefur Leicester gert jafntefli við Arsenal á King Power, unnið Swansea og Burnley þar líka en tapað eina útileiknum, gegn Liverpool. Þeir unnu ágætan útisigur á Club Brugge í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar en í vikunni skellti Chelsea þeim illa í deildarbikarnum, 2-4, þrátt fyrir að Okazaki skoraði fyrstu tvö mörkin . Þeir eru því aðeins komnir niður á jörðina og það er verkefni United að halda þeim þar.
Eins og flest vita var það á endanum bara N’Golo Kanté sem nýtti sér titilinn til að halda á braut, einmitt til Chelsea þannig að þetta Leiceser lið er enn nær sama liðið og tryggði sér titilinn í vor. Þeir eru engu að síður enn með lítinn hóp og meiðsli skipta máli. Í gær bárust fréttir af því að Kaspar Schmeichel hefði farið meiddur af æfingu og myndi muna um minna ef hann veðrur ekki með. Þá kemur gamli United unglingurinn Ron-Robert Zieler inn og hann er svosem enginn aukvisi. Eins er nýi maðurinn Nampalys Mendy sem kom til að fylla skarð Kanté meiddur. Lið Leicester verður því einhvern veginn svona.
Það er bara ein spurning sem við höfum áhuga á þegar kemur að liði United á morgun:
Verður Wayne Rooney með?
Allt annað eru meira eða minna frágengin atriðið. Eftir frammistöðu þeirra og mörk frá báðum á miðvikudaginn reikna flest með að Michael Carrick og Ander Herrera fái að spreyta sig sem aukaleikarar á miðjunni til að leyfa Pogba að sýna hvað hann geti. Anthony Martial og Henrikh Mkhitaryan eru báðir meiddir og þá er framlínan Rashford, Ibrahimović og …
Ég ætla að spá liðinu svona.
Já. Rooney. Rooney fær enn og aftur tækifærið.Það er ekki til að sýna hvað hann getur. Það er tíl að sýna hvað hann getur ekki. Ég held að José Mourinho ætli að leyfa Rooney að spila út öllum hugsanlegum spilum sínum til að sýna og sanna fyrir heimsbyggðinni að það sé ekkert eftir. Það kann að taka einhverja leiki í viðbót, en sjálfur er ég sannfærður um að það sé raunin.
Hvort Rooney fær heilan leik á morgun, það er hins vegar allt önnur Ella. 4-3-3 hlýtur að verða reynt aftur fyrr en síðar og ég sé ekki að hægt sé að treysta Rooney á miðjunni þar og því síður á kantinum. En hvað sem því líður verður þetta hörkuleikur. United þarf nauðsynlega á sigri að halda ef ekki til annars en að minnka aðeins fjölmiðlafárið kringum gengi liðsins og ég hef fulla trú að sigur hafist!
Halldór Marteins says
Rojo að dekka Mahrez? Úff! :/ það hljómar alveg töluvert verra heldur en að Rooney starti.
Karl Gardars says
Það vantar pung á móti huth/Morgan. Fellaini byrjar….
Runar says
Blind allaleið!