Eftir frekar súran októbermánuð þar sem gengið hefur verið frekar slakt en liðið lék sex leiki í mánuðinum og vann aðeins tvo en hvorugur þeirra var í deild. Þrjú jafntefli og eitt stórt tap var afraksturinn í deildinni og töluvert áhyggjuefni að liðið skoraði bara tvo mörk í þessum fjórum leikjum.
Samt sem áður reynum við að velja leikmenn sem við teljum að hafi staðið uppúr óháð gengi. Þennan mánuðinn eru þeir sálufélagarnir Juan Mata og Ander Herrera sem deildu titlinum leikmaður septembermánaðar hér á Rauðu djöflunum. Einnig eru tilnefndir þeir Antonio Valencia, Eric Bailly og Paul Pogba.
[poll id=“20″]
Leikir sem Manchester United spilaði í október 2016
.Ef þið viljið rifja upp leiki mánaðarins til að hjálpa við kosninguna þá eru þeir allir hlekkjaðir hér fyrir neðan.
Manchester United 1:1 Stoke City á Old Trafford
Liverpool 0:0 Manchester United á Anfield
Manchester United 4:1 Fenerbahce á Old Trafford
Chelsea 4:0 Mancheser United á Stamford Bridge
Manchester United 1:0 Manchester City á Old Trafford (Deildarbikar)
Skildu eftir svar