Maggi, Runólfur, Björn Friðgeir og Sigurjón settust niður ræddu málefni líðandi stundar, til dæmis leikinn gegn Arsenal, leikmenn eins og Rooney, Carrick og Memphis, og þau orð sem Mourinho hefur látið falla undanfarið um hugarfar ákveðinna leikmanna.
Smávægileg mistök urðu í upptöku á þessu podkasti sem gerir það að verkum að hljóðgæði eru örlítið lakari en gengur og gerist. Við biðjumst velvirðingar á því!
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Gerast áskrifandi í iTunes
Gerast áskrifandi í öðrum forritum
MP3 niðurhal: 29.þáttur
Karl Garðars says
Hljóðgæði skipta litlu þegar spakir menn spekúlera. Takk fyrir góðan þátt!
2011 sat ég á pöbb í Riga og horfði á city jarða okkur. 2013 tók Real Madrid okkur óverðskuldað í bakaríið en þá horfði ég hryggur á í Vegas. Nú sit ég í Berlin og leita að pöbb fyrir morgundaginn til að snúa ógæfunni við. Veit einhver hér um slíkan í kreuzberg rða mitte?
Runólfur Trausti says
Því miður miðast þekking mín af Berlín við einn dag þar svo nei ég veit ekki um pöbb, en ég veit að ef United tapar á morgun þá verður þú skikkaður til að vera á Íslandi það sem eftir er :)