Það má styðja það rökum að byrjunarliðið hafi verð þrír bestu miðjumenn United og jafnvel þrír bestu framherjarnir.
Varamenn: S. Romero, Bailly, Mata, Lingard, Blind, Rashford, Fellaini.
Lið Everton
Þó að fremri sex leikmennirnir ættu að heita þeir bestu sem við getum boðið upp á var það vörnin sem þurfti að vera á tánum fyrstu mínúturnar til að verja stífum sóknum Everton. Þeir náðu því þó og United komst fljótlega vel inn í leikinn.
Gareth Barry slapp við spjald fyrir tæklingu á Zlatan sem jafnaðist rækilega út rétt á eftir þegar Rojo stökk inn með báða fætur móti Gueye og slapp með gult. Svona tæklingar eru að jafnaði rautt í dag, en Rojo slapp líklega af því hann var lentur þegar hann fór i Gueye þannig að dómarinn hefur kannske ekki séð þetta alveg.
Sóknir United skiluðu ekki neinum færum að ráði en fyrir Everton var Lukaku hress, vann boltann of oft af United mönnum.
En það var afskaplega lítið að gerast allan fyrri hálfleikinn og hvorugt lið hafði átt skot á mark fyrr en á 43. mínútu þegar Zlatan fékk langa sendingu fram frá Martial og Stekelenburg ákvað einhverra hluta vegna að það væri ekki nóg að það væri varnarmaður í Zlatan heldur kom í glórulaust úthlaup út fyrir teig. Zlatan skaut yfir Stekelenburg, boltinn fór í slána, niður fyrir utan línu, upp aftur, í stöng, aftur niður í jörð og skrúfaðist svo rétt yfir línuna áður en Funes Mori hreinsaði út. 1-0 og Zlatan bætti rækilega fyrir að hafa verið næsta slakur fram að því.
Seinni hálfleikur byrjaði ekkert betur fyrir United og á 53. mínútu kom besta færið til þessa, Miralles gaf á Lukaku, fékk boltann til baka, labbaði fram hjá Rojo og inn fyrir, en De Gea varði skotið á stórglæsilegan hátt.
Þetta vakti amk United aðeins og sóknir liðsins fóru að verða beittari. Ein sérlega skemmtileg endaði í skoti Herrera í stöng. Everton lenti í meiðslavandræðum, þrír leikmenn fóru útaf á þremur mínútum. Það dró ekkert úr þeim, þeir sóttu vel eftir það. Vörnin hjá United náði að verjast því nokkuð vel, og helst að minnast á Jones af þeim, alltaf traustur. Rojo var líka ágætur ef frá er talin þessi glórulausa tækling í fyrri hálfleiknum.
En það var ekkert þægilegt að horfa á þessa pressu. De Gea þurfti að verja tvisvar vel, fyrst langskot frá Gueye og svo skalla Holgate eftir aukaspyrnu. Nokkru esinna var það Enner Valencia sem skallaði beint á Dave, ekki eins erfið varsla, en lélegt nýting.
Fyrsta skipting United kom seint eins og venjulega. Martial þurfti að víkja fyrir Rashford, en í sannleika sagt hefði Zlatan alveg mátt við því að fara útaf. Næst var það Mkhitaryan, líklega einn besti leikmaður United í leiknum með Jones, sem fór útaf og Fellaini kom inn. Fellaini var varla búinn að vera inná í 2 mínútur þegar hann rauk í Gueye inni í teig, Gueye sótti auðvelt vítið.
Baines gerði engin mistök úr vítinu og 1-1 varð lokastaðan þrátt fyrir fimm mínútur af viðbótartíma. Þetta var algerlega fyrirsjáanlegt, United hafði ekki verið inni í leiknum í nær hálftíma og ekkert gert til að breyta því. De Gea hafði miklu meira að gera en Stekelenburg.
Enn einu sinni nær United ekki að sigra í deildinni, þetta er orðið ansi þreytt. Eins og ég og aðrir tölum um að Mourinho sé á réttri leið þá verður hann að fara að finna leiðir til að vinna leiki í stað þess að reyna að halda forystunni. Varnarskiptingar eru ekki að virka og mér sýnist ljóst að hafa bæði Zlatan og Pogba of lengi inná leiðir til þess að liðið sé alltof hægt.
Ég neita samt að gefast upp á Mourinho nærri strax. Það eru þrátt fyrir allt jákvæðar hliðar á þessu þó eg sé ekki jafn bjartsýnn á leikinn og Mourinho var í viðtali við Sky nú eftir leikinn. Leikurinn í dag var líklega það jafntefli þar sem United var hvað slakast í.
Nú er það Zorya á fimmtudaginn og svo Spurs á sunnudaginn. Sigur gegn Spurs væri auðvitað indæll, en núna hljóta að vera smá efasemdir um hvað United fær úr þeim leik.
Karl Gardars says
Er að reyna að skilja þessa tæklingu hjá Rojo.. rann hann á rassgatið eða er hann algjörlega tognaður á heila? Við erum stálheppnir að vera ekki manni færri núna.
Rúnar P says
Er þetta bara ég? Eða er ég að horfa á ein skemmtilegasta leik ManU í langan tíma? Miki er klárlega maðurinn!
Karl Gardars says
Krulli kominn til að útdeila jólasokkum!
Omar says
Frábært
Karl Gardars says
Fellaini, þú varst að tapa manni úr þínu liði.
Arnar says
Hvert skilar maður Fellaini?
gudmundurhelgi says
Eg er alveg orðlaus hvað var maðurinn að hugsa burt með hann sem fyrst
Omar says
Helvítis drullann hann Fellaini, er bara ekki ađ fatta hvern andskotann viđ erum ađ gera međ þennan fyrverandi glađning frá Moyes í liđinu. Ónýtur sóknarlega og handónýtur varnarlega. Henda honum á frjálsri sölu í janúar!
gudmundurhelgi says
Hr M hlýtur að vera alveg brjálaður, hann fer beint í frystikistuna ekki spurning.
Audunn says
Helv djöfs rusl aumingi þetta krullaða Fellaini ógeðslega drasl.
Hvernig dettur Mourinho í hug að spila þessu drullu skoffíni?
2 sigrar í síðustu 11 deildarleikjum og liðið komið í sama farið aftur.
Karl Gardars says
Ef og hefði.. en af hverju setti hann ekki bara Blind inn ef hann ætlaði að hanga á markinu..? Ég skil ekki tilganginn með þessum skiptingum. Það vantaði ekki hæð í liðið, það vantaði útsjónarsemi. Mata eða Blind hefðu skilað því mun betur en Fellaini.
Þetta lá svosem í loftinu og minnir mann á Moyes og Van Gaal skituna þegar við dettum í að láta hina hanga á boltanum of lengi.
Maður fyrirgefur töpuð stig ef leikurinn er skemmtilegur og batamerki sjáanleg en þetta voru fínar 65 mín og síðan verst of síðustu 3 ára restina af leiknum.
Bjarni says
Hundfúll með síðustu 20 mín leiksins, markið hlaut að koma. Liðið gaf eftir í baráttunni eins og svo oft áður. Samt gaman að horfa á þá þrátt fyrir að úrslitin detta ekki með okkur. Geri mér engar vonir um 4 sætið hvað þá ofar, það þarf meira til en þetta.
Einar Ingi Einarsson says
Vá mikil eru vonbrigðinn bjóst við betri spilamennsku okkar manna .Rojo galin tækling beint rautt þar vorum við heppnir .Móri hann er ekki alveg með þetta og Fellaini ?
Helgi P says
Móri er skúrkurinn í þessum leik útaf þessum inná skiftingum deildin er klárlega búinn hjá okkur bara setja allt power í evrópu keppina
Rúnar Þór says
Djöfulsins aumingjar bara!
Hvað var að okkur í seinni hálfleik? Seinustu 20 mín til skammar. Hvað er málið með að falla til baka og bara bomba í burtu? klárið bara andskotans leikinn!!!!!
DMS says
Af hverju er alltaf verið að henda Fellaini inn á sem varnarskiptingu til að verja tæpa forystu? Það er bara ekki að virka. Jú hann er stór og sterkur en alltof mikill klaufi í svona löguðu og óagaður almennt í sínum aðgerðum. Rétt eins og virðist vera málið með Rojo, missir hausinn og gerir eitthvað heimskulegt.
Ef menn vilja varnarskiptingu til að þétta miðjuna þá væri nær að setja Blind eða Schweinsteiger inná. Ég er ekkert hrifinn af því að spila Pogba í holunni, vil frekar þá hafa hann aftar í tveggja manna miðju með t.d. Carrick sem bíður og leyfir Pogba þá að taka hlaupin fram ef þarf.
Það fer nú bara að verða þannig að Evrópudeildin fer að verða líklegri kostur til að ná CL sæti heldur en deildin. Við erum núna 9 stigum frá 4. sætinu og ekki nenni ég lengur að telja stigin í toppliðið. Sá draumur er löngu úti. En það hreinlega verður að ná í 3 stig gegn Tottenham í næsta leik til að fjarlægjast þetta ekki enn frekar!
Rauðhaus says
Þolinmæði mín fyrir mistökum knattspyrnustjórans verður senn á þrotum. Á aðeins nokkrum mánuðum er hægt að telja upp alltof marga hluti hjá honum sem maður skilur ekkert í. Hluti eins og:
1. Að hrauna opinberlega yfir besta vinstri bakvörð deildarinnar og halda honum út úr liðinu af ástæðum sem erfitt er að sjá.
2. Að geyma Mkhitaryan í frystiklefa í langan tíma án þess að hægt sé að skilja það.
3. Að þrjóskast við framan tímabili og spila Carrick alltof sjaldan. Pogba var að ströggla og það var augljóst að hann þurfti leikmann á borð við Carrick við hlið sér. Allir voru búnir að átta sig á þessu og þurftu aðdáendur að bíða alltof lengi þar til stjórinn fattaði þetta.
4. Að treysta fáránlega mikið á Fellaini, eins slakasta leikmann liðsins. Það vita allir að hann er ekki í þeim klassa að geta spilað sem miðjumaður hjá einu stærsta fótboltaliði heims. Og það þrátt fyrir að hann sé vissulega góður í að taka boltann á kassann.
5. Meðferðin á Bastian Schweinsteiger. Furðulegt hvernig hann hefur höndlað þetta mál. Virðist hafa verið vanhugsað frá byrjun. Auk þess er augljóst að í raun er Bastian eini náttúrulegi „replacement“ fyrir hinn 35 ára gamla Carrick. Hvers vegna að loka svona á hann? Kannski því Carrick átti aldrei að spila svona stórt hlutverk? Fellaini átti að vera aðalgaurinn er það ekki, eins og sást framan af tímabili…
6. Að ná ekki meira út úr Anthony Martial, langbesta leikmann liðsins síðasta tímabil (fyrir utan DDG).
7. Of mörg mistök í skiptingum. Oftast til að reyna að „halda út“. Ég get alveg tekið undir það að stundum er gott að gera svona skiptingar. Við höfum hins vegar verið að gera þetta þegar ekki virðist þurfa að gera þessar breytingar og í ofanálag finnst manni vitlausir leikmenn koma inn á. Svo þegar hann er gagnrýndur fyrir skiptingar eftir leiki eru svörin léleg. Til dæmis í gær eftir Fellaini skiptinguna. Ef rökin hans halda, hvers vegna í ósköpunum byrjaði Fellaini þennan leik? ÞEgart maður heyrir þetta fara efasemdirnar vaxandi ef eitthvað er…
Þetta eru bara hlutirnir sem koma fyrst upp í höfuðið á manni.
Staðan er slæm. Mjög slæm. Er ég búinn að gefast upp á honum? Nei, ekki enn. En tíminn tikkar og stigin þurfa að fara að tikka inn líka. Annars verður þetta stutt stopp hjá honum. Munum að það hefur verið yfirlýst skoðun margra að það eitt og sér að ná ekki meistaradeildarsæti eigi að vera brottrekstrarsök. Það hlýtur að gilda líka í þessu tilviki.
Audunn says
Sammála mörgu eða nánast öllu sem Rauðhaus telur hér upp að ofan.
Á ótrúlega oft afar erfitt með að skilja hvert Móri er að fara og hvað hann er að spá.
Það virðist líka vera mikil óvissa með marga leikmenn liðsins sem ég held að það sé ekki til að bæta ástandið. Móri er ekkert skárri en Van Gaal þegar kemur að því að dissa menn, hann er líklega verri ef eitthvað er.
Finnst margir leikmenn vera yfir sig taugaveiklaðir inn á vellinum.
Það er alveg magnað að Móri skuli treysta ömurlegum fótboltamanni eins og Fellaini betur en mönnum eins og Blind, Bastian og Schneiderlin.
Knattspyrnuleg séð er það vond ástæða að spila leikmanni eins og Fellaini frekar en þeim sem ég taldi upp hér að ofan.
Þessi leikmaður er búinn að vera hjá United núna í rúm þrjú ár og hefur ALDREI getað neitt í Man.Utd treyju.
Furðulegt að hann skuli fá endalaus tækifæri á meðan aðrir fá ekki brot af þeim.
Frikki says
Nr 8
Spila lingaard og geyma Depay í frystiklefa
Rauðhaus says
Þó það sé eitt og annað sem má skamma JM fyrir varðandi leikmannahópinn, þá er staða Memphis Depay ekki eitt af þeim atriðum. Finnst í alvöru einhverjum að hann ætti að vera að spila í staðinn fyrir t.d. A. Martial?
Fyrir þá sem hafa fylgst lengi með enska boltanum er nokkuð augljóst að Memphis mun aldrei ná að slá í gegn hjá okkur. Helsta ástæðan fyrir því hjá honum er líklega huglæg (og um leið genetísk?) Því fyrr sem hann verður seldur því betra fyrir alla aðila held ég. Vonandi kemst hann á ról annars staðar, hef trú á að ítalski boltinn henti honum.
En þó ég sé svartsýnn núna er ég ekki svo blindur að sjá ekki neina jákvæða hluti. Það er fullt af hlutum sem verður aldrei hægt að kenna JM um. Leikmenn verða nefnilega líka að axla ábyrgð.
En það er nákvæmlega þaðs sama og maður sagði ítrekað meðan LvG var við stjórnvölin. En hann fékk ekki mikla þolinmæði fyrir það. Um leið og hann náði ekki CL sæti var hann rekinn.
Rauðhaus says
https://twitter.com/PlayersSayings/status/805811880837128192
just sayin…
Stefano says
Ef það væri mögulegt að fá Scholes til að byrja næsta leik, í núverandi formi, í staðinn fyrir Fellaini…
…Þvílíkur No-brainer…
Óli says
Ég hef alltaf verið mikill Mourinho maður en ég játa að ég hef alveg smá áhyggjur að því að hann sé búinn að missa það. Það þarf ekki nema eina litla sprungu í svona menn og þeir geta mölbrotnað. Klassískt dæmi er þegar Guðjón Þórðarson var rekinn frá Stoke eftir að hafa komið þeim upp um deild. Hann varð aldrei samur eftir það.
Hins vegar hljóta menn að sjá að hlutirnir eru á réttri leið. Öll þessi jafntefli (hvert eitt og einasta) hefði með réttu átt að vera sigur og þá væri annað hljóð í strokknum. Asnalegt að tala um óheppni en þetta hefur einfaldlega verið nákvæmlega það: óheppni. Svo finnst mér ekki alltaf hægt að benda á tölur og tölfræði. Það eru líka óáþreifanlegir hlutir sem mér finnst hafa breyst. Mér finnst komið meira sigurviðhorf í menn og leikur liðsins er oft á tíðum frábær. Skoðið bara mörkin gegn West Ham.
Það kæmi mér ekkert á óvart ef liðið færi á tíu leikja sigurgöngu, en að sama skapi er ég drulluhræddur við næsta leik á móti Tottenham… það er leikur sem má ekki tapast og verður nánast að vinnast.
Audunn says
Ég get svo sem viðurkennt að maður á það til að pirrast ansi auðveldlega sem stuðningsmaður United og þá leitar maður oft að einhverju fórnarlambi til að taka pirringinn út á.
Við United menn sem erum eldri en tvo og þrjá vetur erum ofdekraðir eftir tíð Ferguson og því margir hverjir fljótir uppá háa C-ið þegar hlutirnir eru ekki að ganga eins og vonir standa til.
Ég er samt ekki sammála því sem óli segir hér að ofan að Móri sé búinn að missa það.
Með fullri virðingu fyrir Gauja Þórðar þá er hann ekki Mourinho og trúi því ekki að þjálfari sem er búinn að vinna svona mikið í sterkustu deildum í heimi verði ekki lélegur þjálfari á einni nóttu.
Ég er sammála því að hann þurfi amk 2-3 glugga til að móta sitt lið, þótt það sé ekki nema bara grunn mótun.
En það er ekki hægt að kaupa, kaupa og kaupa endalaust það verður líka að byggja upp sem og losna við þá menn sem hann kærir sig ekki um.
Það gæti bara verið óvitlaust úr því sem komið er að hefja tiltekt núna í janúar og losna við leikmenn eins og Fellaini, Depay, Schneiderlin, Young, Bastian og jafnvel fleiri.
(sé ekki að þessir menn eigi framtíð sem leikmenn Man.Utd)
Reyna í staðinn að kaupa 1-2 leikmenn sem myndu þá styrkja liðið (ekki uppfyllingu) og nota þá meira mann eins og t.d Mensah og kalla þá Periera úr láni og gefa honum tækifærið.
Held að menn geti verið sammála því að það vantar mjög mikið uppá sjálfstraust í liðinu.
United er ekki þekkt fyrir að reyna að halda fengnum hlut í stöðunni 1-0 þegar 25 mín eru eftir (kannski síðustu 10 mín) eins og liðið hefur verið að gera óvenju mikið að undanfarið.
Það er bara ekki í genunum á þessu liði.
Óvenjulegt að sjá Man.Utd hugsa eingöngu um það að dúndra boltanum fram og frá teignum eins og gert var í þessum Everton leik hvað eftir annað á síðustu 20-25 mín.
Þetta er að hluta til merki um veikleika og skort á sjálfstrausti, United á að vera sterkara en þetta þótt liðið sé á útivelli og mótherjinn heitir Everton.
Með nokkrum sigrum í röð þá fer þetta að smella, held að spilamennskan undanfarið (fyrir utan þennan Everton leik) sé skref í rétt átt og þá kemur hitt vonandi fyrr en seinna.