Það kom á óvart að Mourinho skipti út báðum miðvörðunum sem hafa unnið svo vel saman undanfarið og setti Smalling og Bailly inn. Carrick er víst eitthvað lítillega veikur og uppáhalds Belginn okkar allra kom inn í liðið.
Varamenn: Sergio Romero, Marcos Rojo, Schweinsteiger, Mata, Lingard, Rashford
Lið Middlesbrough var með einn fyrrum United mann í byrjunarliði en Fábio þurfti að verma bekkinn.
United byrjaði í stórsókn, og pressaði fyrstu 150 sekúndurnar, vann tvö horn, en þá vann Adama Traoré boltann og var allt í einum kominn einn á móti Bailly og með menn hvoru megin við sig. Valencia náði að koma til baka en þeir Bailly opnuðu skotlínu fyrir Traoré sem tók sénsinn og afskaplega lélegt skot hans fór framhjá.
PIC: Paul Pogba hit the post early on with this athletic attempt.
It's still 0-0 after 34 minutes. #MUFC #MUNMID pic.twitter.com/R1wvEprVqQ
— Manchester United (@ManUtd) December 31, 2016
Þetta sló taktinn fyrir áframhaldið, United var í þungri sókn en þegar Middlesbrough fór í sókn var vörn United aðeins ryðguð. Paul Pogba setti hjólhestaspyrnu í stöngina en hinu megin var Friend allt of lengi að athafna sig þegar Traoré sendi á hann frían. Það færi bjó Traoré alveg til sjálfur með að rústa Blind í bakverðinum.
United var síðan í stöðugri sókn, sífellt að reyna að skapa tækifæri og grípa þau hálffæri sem gáfust. Vörn Middlesbrough var hins vegar fjölmenn og varðist vel. Anthony Martial var einna bestur margra góðra og átti frábært langskot í stöng, fékk síðan boltann aftur og gaf fyrir. Zlatan fór í boltann, hátt uppi með fótinn og setti hann í boltann og skoraði. Zlatan var kominn niður með fótinn þegar Valdes lendir á honum og dómarinn sá ástæðu til að dæma markið af. Ef til vill má líta þannig á að fyrst Zlatan var kominn með fótinn hátt hafi það hindrað Valdes í að þora að koma almennilega út á móti.
Seinni hálfleikur byrjaði eins og þeim seinni lauk, með einstefnu United. Líkt og í upphafi fyrri hálfleiks átti Paul Pogba hjólhestaspyrnu, þessi fór framhjá.
Á 64. mínútu gerði Mourinho tvöfalda skiptingu, tók Blind og Fellaini útaf og setti Marcos Rojo og Juan Mata inná. Fellaini hafði reyndar verið alveg ágætur í fyrri hálfleik en Blind látið Touré fara illa með sig.
Varla var þessi skipting búin þegar Grant Leadbitter tók forystuna fyrir Middlesbrough. Negredo skallaði boltann fyrir Leadbitter í holu milli Smalling og Bailly og Leadbitter afgreiddi það vel. Mjög slök vörn þar hjá þeim Smalling og Bailly.
Síðasta skiptingin kom stuttu seinna, Marcus Rashford kom inn á fyrir Smalling, Mourinho sá að það þýddi ekkert annað en að setja í sóknina. Hver sóknin af annar buldi á ‘boro en ekkert gekk. Martial fékk frábæra sendingu inn fyrir, Valdés varði en Bernardo tæklaði Martial í ökklann eftir á. það hefði verið rautt alls staðar annars staðar á vellinum en inni í teig.
En loksins á 85. mínútu skoraði besti maður United, Anthony Martial. Löng sending fram, Zlatan stökk hátt og skallaði fyrir Martial sem afgreiddi boltann glæsilega í netið. Og innan við tveimur mínútum síðar kom Pogba United yfir, Mata reyndi fyrirgjöf sem fór í varnarmann, andlitið á Mata og Mata náði boltanum og mun betri fyrirgjöf beint á Pogba sem skallaði boltann hárnákvæmt í markhornið efst.
Þetta var bara eins og að horfa á United í gamla daga! Mjög viðeigandi að gefa Sir Alex þetta í 75 ára afmælisgjöf. Yfirburðir United í þessum leik voru algerir þó að vörnin hefði gefið mark og verið ansi nálægt einu í viðbót eða svo. Ákefðin í sókninni var hins vegar sú sem við höfum verið að sjá í síðustu leikjum og himinn og haf á milli þess sem verið hefur á síðustu þremur tímabilum. Ef við höfum verið að segja að José sé á réttri leið undanfarið þá er ástæða til að ítreka það enn og aftur hér. Martial var sem fyrr segir besti maður United og eins og einhver hafi stungið vítamínsprautu í rassinn á honum eftir þessa umræðu í vikunni að hann eða umboðsmaðurinn vilji að hann fari á lán. Pogba var enn einu sinni kóngur á miðjunni og skoraði glæsilegt mark. Innkoma Mata var líka mjög mikilvæg og Marcus Rashford var geysifrískur varamaður, hefði getið fengið viti ef dómarar væru í því að dæma á axlarýtingar inni í teig. Lee Mason sá auðvitað að auki til þess að Zlatan náði ekki að jafna markaskorun Messi á árinu.
Þetta varð eftir allt saman snilldarendir á árinu!
Rúnar Þór says
smeykur við þetta byrjunarlið. Verið að breyta vörninni (aldrei gott) og Fellaini byrjar sem þýðir að við getum ekki spilað eins vel því hann hefur ekki tækni og sendingargetuna eins og t.d. Carrick. Flæðið mun stoppa á honum
Viðar says
Var ekki að búast við þessu byrjunarliði en Móri hlýtur að gera þetta þar sem það er annar leikur eftir 2 daga og vill ekki keyra sömu mennina í báðum leikjunum. Var samt Jones og Carrick meiddir eða fá þeir bara frí?
Heiðar says
Skiljanlegt hjá Móra …. mínus Fellaini… hefði alltaf viljað sjá Schweinsteiger eða Schneiderlin frekar.
Bjarni says
Rugl dómur, það er bara þannig.
Omar says
Æjh Smalling, vandræðanlega sofandi eins og venjulega. Middlesboro vinnur ógeðslegasta leik tímabilsins, handrit skrifað af algjörlega vanhæfum dómara þessa leiks.
Omar says
Jáááááá!!!
Þykkum jólasokk troðið upp í mig og ég hef aldrei verið ánægðari með það!
Viðar says
Ótrúlegt að við skoruðum ekki fleiri mörk og nokkur fáránlega dómaramistök (víti hjá Rashford og mark hjá Zlatan), en MJÖG gott að vinna þennan leik þar sem við City og Liverpool spila á eftir, megum ekki missa fleiri stig ef við viljum vera í top 4.
Martial rugl góður í dag!
Halldór Marteins says
Hvílík gæði í þessu liði sem við eigum! Hvílíkur karakter! Hvílík fokking dómaraskita að taka 51. mark ársins af Zlatan. En hvílík gleði að klára þennan leik samt! Yeah!
Ingi says
Ef að Martial gæti sýnt svona frammistöðu oftar.. Hann var rugl góður og Pogba er bara að verða að einhverju sem maður veit ekki alveg hvar endar.
Karl Gardars says
Svo sterkt að taka þennan leik.
Lee Mason… hvað á maður að segja um hann blessaðan…? Hreint ekki hans dagur svo mikið er víst.
Valencia og Martial góðir í dag ásamt svo mörgum öðrum.
Þvílíkur baráttuandi okkar manna! Megi Rut í liðsins á nýju ári verða í takti við þetta!!
Karl Gardars says
Rytmi átti þetta að vera. Rut, vertu heima hjá þér. :)
Cantona no 7 says
Flottur sigur í leik sem átti að vinnast allan tímann.
Dómgæslan er ótrúleg eins og fyrri daginn.
Martial sýndi hvað hann getur.
G G MU
Gleðilegt farsælt komandi ár öll.
gudmundurhelgi says
Ég get varla orða bundist yfir hræðilegri dómgæslu og ótrúlegum tíma milli þess sem brotið var og dæmt, oft hef ég orðið vitni að lélegri dómgæslu í ensku knattspyrnunni en nú er mér nóg boðið að þurfa að horfa upp á hvern jólasveininn á fætur öðrum eyðileggja leiki eftir leiki.Frábær sigur liðsins og Martial alveg frábær líkt og þegar hann spilaði fyrst fyrir félagið gegn liverpool í 3-1 sigri í manchester,gleðilegt ár og takk fyrir góða síðu.
Hjörtur says
Gleðilegt ár United menn. Sá ekki leikinn, en sýnist á öllum skrifum að dómarinn hafi ekki staðið í stikkinu. Þetta er ekki sá fyrsti sem lætur Utd finna fyrir því, og því hef ég verið að velta fyrir mér hvort að Utd verði fyrir einelti af dómarastéttini? Getur verið að það sé vegna Mora sem liðið fær að finna fyrir slæmum dómum? En vonandi heldur liðið áfram á sigurbraut, og láti ekki dómaraskandalana hafa áhrif á sig.
Heiðar says
Frábær leið sem liðið er á! Skemmtilegur sóknarleikur og vonandi förum við að sjá fleiri mörk per leik detta inn fljótlega. Alvöru United karakter í dag!
José virðist vera búinn að finna sína uppáhalds miðju og sóknarlínu. Að mínu mati er verkefni vorannar að fínpússa vörnina. Heilt yfir finnst mér flestöll lið vera að skapa sér of mikið á móti okkur. Klárlega minna í tíð Rojo og Jones en eitthvað þó. Það er líklega ástæðan fyrir komu Lindelöf til liðsins.
Björn Friðgeir says
Sýnist að þetta Lindelöf dæmi sé komið í bið. Sá einhverja „Pepe til United“ fyrirsögn. Það er bæði ólíklegasta og fyndnasta slúður ársins. Okkur hefur lengi vantað einhvern leikmann sem allir aðrir hata. Pepe væri fullkominn í hlutverkið!
Eiríkur says
Björn er Rojo ekki að vaxa í hlutverkið sem hataði leikmaðurinn, hendir í nokkrar tveggjafóta og allt að verða klárt ;)
Björn Friðgeir says
Tveggja fóta tæklingar er bara heiðarlegt ofbeldi. Vantar enn í hann svona nasty cheat streak :D