Lið United var eins og ég spáði í gær, bæði Zlatan og Marcos Rojo leikfærir. Lið Liverpool var ekki eins heppið. Matip var ekki með þar sem leikheimild frá FIFA vegna fjarveru hans frá Afríkukeppninni lá ekki fyrir, Coutinho var ekki orðinn nógu góður nema til að vera á bekknum og Clyne meiddist á æfingu í gær. Trent Alexander-Arnold er 18 ára leikmaður sem Wikipedia segir miðjumann en spilaði í hægri bakverðinum móti Plymouth um síðustu helgi með hinum unglingunum og var í sama hlutverki í dag.
Varamenn United voru Sergio Romero, Blind, Smalling, Fellaini, Mata, Rooney, Rashford
Fyrstu mínútur leiksins voru varfærnar, United aðeins meira með boltann en lítið sem varð úr því enda pressaði Liverpool vel á. Fyrsta virkilega færið féll í hlut Paul Pogba, hann fékk sendingu frá Mkhitaryan og skaut frá teig undir pressu varnarmann og boltinn fór rétt framhjá.
United var að vinna aðeins á og höfðu sínn eigin vinnuhest í Herrera sem var í pressuvinnunni og vann meðal annars boltann sem leiddi til fyrrnefnds færis Pogba.
Liverpool átti að gera mun betur þegar Firmino hreinlega hirti boltann af Phil Jones en Marcos Rojo var vel á verði og nikkaði boltanum í horn. En það var ekki björgun því úr horninu var Paul Pogba alveg úti að aka og fékk boltann í útréttar hendurnar. Víti staðreynd og James Milner skoraði örugglega á 27. mínútur.
United setti í sókn, vann aukaspyrnu, síðan horn og úr því varð aukaspyrna fyrir brot á Herrera í vítateigshálfhringnum. Zlatan tók aukaspyrnuna en Mignolet varði hana mjög vel í horn sem ekkert varð úr.
Besta færi United í fyrri hálfleiknum kom svo á 40. mínútu þegar Mkhitaryan fékk stungusendingu en Mignolet varði mjög vel. Klavan hafði misst af Mkhitaryan en náði honum og tókst að trufla hann í skotinu.
Þetta var verulega slakur hálfleikur hjá United. Hápressa Liverpool setti þá alveg útaf laginu og var oft nálægt því að koma United í vanda ekki ólíkt því þegar Jones missti boltann sem gaf á endanum markið.
Paul Pogba var alveg á hælunum í fyrri hálfleik. Það var eins og hann hefði aldrei dekkað mann í hornum, var alveg týndur í fyrstu tveimur og gaf svo vítið þegar hann átti að vera að skalla boltann.
Miðja Liverpool vann miðjubaráttuna algerlega. Herrera vann nokkuð vel en Carrick sást ekki og Pogba var áhrifalaus.
Wayne Rooney kom inná Michael Carrick í hálfleik. Rooney fór í tíustöðuna og Herrera og Pogba fyrir aftan.
Þetta leiddi til sókndjarfara liðs og þeir áttu að skora á 54. mínútu. Martial tók boltann af Alexander-Arnold, gaf fram á Zlatan sem sendi yfir á Mkhitaryan á auðum sjó, hann fór inn í teig en gaf fyrir og Martial gat ekki náð því. Ekki nógu vel unnið úr góðri sókn.
Þetta var eitt af fáum skiptum sem Martial hafði haft betur á kantinum, en það var aðallega af því að Liverpool lét Alexander-Arnold aldrei einan um varnarvinnuna gegn honum.
Á 60. mínútu kom Coutinho inn fyrir Origi og lét strax að sér kveða, gaf inn á Firmino en De Gea varði firnavel. Besta færi Liverpool í langan tíma.
Mata hafði verið að búa sig undir að koma inná í nokkrar mínútur og kom loksins inn fyrir Martial. Liverpool var þarna nokkuð ákveðnara og De Gea þurfti aftur að verja frá Lallana.
Rooney stimplaði sig síðan rækilega inn, á ökklann á Milner reyndar. Heppinn að sleppa við spjald og jafnvel rautt.
Síðansat skiptingin var síðan ekki eitthvað sem við vildum sjá. Fellaini kom inná fyrir Darmian þegar við hefðum líklega frekar sjá Rashford koma inn.
Loksins kom skot á mark frá United á 83. mínútu, það var Rooney en Mignolet varði alveg þokkalega. Stuttu seynna kom stíf sókn United, sending kom þvert fyrir teiginn og endaði hjá Rooney, hann lék upp og gaf fyrir, Fellaini skallaði aftur fyrir sig og í stöng, Valencia hirti boltann, gaf fyrir og þar var Zlatan og skallaði inn. Loksins loksins. Rio Ferdinand sýnir hér hvernig venjulegur United stuðningsmaður brást við
Rio Ferdinand responds to Manchester United's equaliser on Premier League TV. #MUNLIV pic.twitter.com/Ssx6jYuBK0
— Duncan Castles (@DuncanCastles) January 15, 2017
Liverpool sótti ákaft síðustu mínúturnar og Wijnaldum átti ágætis færi sem hann gerði ekkert annað en að skjóta beint á De Gea úr. Síðasta sókn leiksins var United en ekkert varð úr henni og jafntefli varð raunin. Það var sanngjarnt þegar litið er á leikinn allan en Liverpool hlýtur að líta á þetta sem töpuð stig.
Þetta var afskaplega erfiður leikur að horfa á. Pressa Liverpool allan leikinn gaf þeim yfirhöndina og eftir að Coutinho kom inná áttu þeir færi sem hefðu átt að nægja þeim til að klára leikinn. En með miklum erfiðismunum náði United markinu sem til þurfti til að hanga á stigi og komast aðeins nær liðunum fyrir ofan sem unnu í gær og nú aðeins tveim stigum frá City eftir tap þeirra fyrir Everton.
Skiptingarnar verða líklega það sem stuðningsmenn verða mest ósáttir við. Það var alltaf ljóst að Mata þyrfti að koma inná til að styrja miðjuna og spilið en að setja Rooney inná var skrýtin ákvörðun og skilaði alls ekki því sem hefði átt að gera, þó hann hefði átt mikinn þátt i markinu.
Að setja Fellaini inná var ekki vinsæl ákvörðun en vissulega vann hann inn fyrir kaupinu sínu. Mourinho verður samt að finna einhverja beittari leið að sigri en að nota Fellaini.
Vörnin var ekki sterk. Í fyrri hálfleik voru Jones og Rojo viðkvæmir fyrir pressunni og í þeim seinni var Coutinho beittur og Liverpool spiluðu sig gegnum þá, enda var þá minni hlífð í miðjunni.
Bestur í leiknum var líklega Ander Herrera sem var sívinnandi á miðjunni en slakastur var jafnframt Paul Pogba sem átti líklega sinn slakasta leik fyrir United. Hann hefði sannarlega átt skilið að vera skipt útaf.
Herrera made 4 interceptions against Liverpool, more than any other player on the pitch. #MUFC pic.twitter.com/inHwRVMF8y
— Statman Dave (@StatmanDave) January 15, 2017
En á endanum var það stórstjarnan sem bjargaði, Zlatan Ibrahimovic.
Framundan eru leikir í deild gegn Stoke, Hull, Leicester og Watford áður en við förum á Etihad til að mæta City. Að taka 12 stig úr þeim leikjum er nauðsynlegt til að halda okkur í baráttunni.
2 – This is the first time Man Utd and Liverpool have drawn both league meetings in a season since 1987/88. Square.
— OptaJoe (@OptaJoe) January 15, 2017
Eddi says
Útaf með helvítis Pogba. Pointless að hafa skrokkinn á Old trafford ef hausinn à þèr er í Usbekistan.
Turninn Pallister says
Ađ vakna upp þunnur á sunnudegi og horfa á liđiđ sitt undir á móti þessu ruslapokaliđi frá Liverpool er vægast sagt ógeđslegt. Hugsa ég skelli í mig 2földum afréttara í hálfleik, vona ađ Pogba geri þađ líka.
Bjarki says
Enn eitt rangstöðu markið sem Manutd skorar
Bjarni says
Og hvað með það þótt þetta hafi verið rangstæða, það eru dómarar á vellinum. Þeir brugðust bara eins og svo oft áður. Áttum skilið að vinna. Erum á réttri leið, vona ég.
Sir ale says
Núna er Henderson búinn að vera með Pogba í vasanum tvo leiki í röð. Sannleikurinn er sár.
Tommi says
Vonbrigði. Verðum að sigra à Old Trafford. Ekki einu sinni sterkasta lið Liverpool sem við vorum að mæta. Pogba àtti mjög dapran dag.
Heiðar says
Jæja best að blása smá. Nokkrir post-match punktar:
1. Það er töluvert erfiðara fyrir United að vinna leiki gegn liðum í efri hlutanum ef Pogba spilar illa. Hvað þá ef Zlatan er kaldur (sem mér fannst hann klárlega vera þar til meistarinn skoraði í lokin). Engu að síður náðum við að jafna og áttum klárlega að vinna.
2. Bravó José ! Skiptingar sem skiluðu sér. Rooney og Fellaini komu báðir við sögu í jöfnunarmarkinu. Fannst Rooney þrátt fyrir það ekki alveg nógu góður, tapaði boltanum nær alltaf maður á mann. Fellaini sinnti því hlutverki sem hann átti að gera virkilega vel. Eftir á að hyggja hefði verið athyglisvert að sjá hann koma inn á 10-15 mínútum fyrr því þessir háu boltar voru ekkert að gera fyrir okkur fram að því.
3. Aðeins meira um Pogba. Það eru nákvæmlega þessir leikir sem þarf að blómstra í ef maður ætlar að verða eitthvað legend. Pogba gaf víti, klúðraði góðu færi, tapaði boltanum illa sem hefði getað kostað annað mark og var þess utan alveg úti á túni í dekkunum. Hann er hinsvegar bara 23 ára og kannski ekki alveg kominn á þann stað á ferlinum að eiga að vera stóri X faktor síns liðs. Það er þó staðan sem komin er upp og hann þarf að standa undir því.
4. Mkhytarian virkar í ekki alveg nógu góðu formi. Boltinn barst oft til hans síðustu 10 mínúturnar en það var eins og hann væri alveg búinn á því.
5. Ég var mjög ánægður með vörnina. Jones og Rojo eru ótrúlega magnaðir þarna í miðverðinum. Klárlega besta spell Jones hjá liðinu síðan á fyrsta tímabilinu sínu 2011-12!
einar__ says
Firmino hefði nú átt að fjúka þarna undir rest, missti algjörlega hausinn og henti grey Herrera í jörðina. Í hvaða heimi er þetta ekki rautt? Þvílíkur fauti þessi Firmino.
Liverpool menn geta hætt að væla yfir varnartaktíkinni frá því á Anfield. Þeir voru alltaf á sínum varnarhelming.
Innkoma Fellaini skipti sköpun undir rest – en þvílíkt súrt að ná ekki að vinna þetta lið.. lágum svoleiðis á þeim en ég hugsa að maður taki stiginu svona miðað við hvernig þetta leit út undir rest.
Góðu fréttirnarn eru að við færumst nær toppnum.. núna er aðeins 5. stig í 2. sætið! Nóg eftir..
Margir leikmenn sem voru langt frá sínu besta í dag en svona er þetta stundum. Rooney kallinn..
Bergur says
Brjálaður hérna heima yfir þessum úrslitum. Vorum alls ekki nógu góðir, Pogba heppinn að fá ekki rautt eftir að hafa tekið Henderson hálstaki og ég er hræddur um að eftirlitsaðilar muni skoða þetta og hann fái bann fyrir. Rooney er búinn og ég vil ekki sjá hann þarna inni. Mikki var bensínlaus síðustu 15 mínútur sem er áhyggjuefni. Jákvæðu punktarnir að ná stigi út úr þessu og að það var King Zlat
Sir ale says
Mér finnst ekki skrýtið að þeir hafi varist meira. Það vantaði nokkra lykilmenn hjá þeim og Coutinho byrjaði ekki, guð sé lof segi ég bara Samt áttu þeir fleiri færi en við. Manutd á Anfield áttu varla eitt færi.
Heiðar says
Er alls ekki sammála því að Liverpool hafi átt fleiri færi. United áttu klárlega fleiri opin færi. Liverpool átti slatta af hálffærum en það er ástæða fyrir því að þau kallast hálffæri. Hversu oft þurfti de Gea að verja vel í leiknum??? Mignolet átti 3-4 góðar vörslur.
RH says
https://twitter.com/Mootaz_LFC/status/820688474147790848/photo/1?ref_src=twsrc%5Etfw
mhm
Sir ale says
Manu áttu 9 skot. Liverpool 13,skot er skot
Turninn Pallister says
RH. Þessi mynd segir nkvl. ekkert. Sjáđu rauđu línuna og svo línuna á vítateignum. Ekki alveg samsíđa er þađ?
Annars mun hællinn á Valencia hafa veriđ fyrir innan, hrikalegt af línuverđinum ađ hafa ekki séđ þađ í þessari stöđu og ađ láta sòknarmanninn njòta vafans…
Heiðar says
Sammála Pallister. Vítateigslínan er bein… ekki rauða línan. Aumkunarvert af Liverpool mönnum. Man í fljótu bragði ekki eftir því að United hafi fengið stig í viðureignum gegn Liverpool án þess að púllarar hafi grenjað yfir svindli, dómaramistökum eða annars konar hneyksli í þeirra óhag! Af hverju geta þeir ekki bara sætt sig við stigið og þá staðreynd að United átti margsinnis skilið að jafna þennan leik??
Turninn Pallister says
Þađ sem er eiginlega óhugnalegast í þessu er ađ allir miđlar birta þessa mynd og éta hugsunarlaust grenjuslefiđ upp eftir þeim. Af öđrum myndum er Valencia samsíđa og sekúndu broti áđur réttstæđur. Dómarinn eiginlega gerir bara hárrétt þarna, sem er vel gert svona miđađ viđ stađsetningu.
Egill says
Það er sumt sem alltaf er hægt að treysta á, dauðinn, skattar, Liverpool fær víti og púlarar væla eftir leiki. Ekkert nýtt að frétta hér, ekkert lið í úrvalsdeildinni hafa fengið jafn mörg víti og Liverpool, sem er magnað þar sem undanfarin 26 ár hafa þeir oftast verið um miðja deild. Ekki fengum við víti fyrir nákvæmlega eins atvik gegn Hull hérna um daginn.
Við vorum talsvert betra liðið í leiknum, Liverpool lagði rútunni eftir markið og treysti á skyndisóknir. Fengu örfá hálffæri og nokkur ömurleg skot, De Gea þurfti einu sinni að verja vel. Við aftur á móti þurfum að fara að nýta þessi færi sem við erum alltaf að fá, hefðum unnið þennan leik 4-1 ef menn hefðu nýtt færin sín.
Pogba var ekki með hausinn rétt skrúfaðan á í fyrri hálfleik og virtist taka vítið nærri sér, kom þó mun skárri til leiks í þeim seinni.
Valencia var vissulega rangstæður, þótt það hafi ekki verið eins slæmt og púlarar vilja meina. Envið áttum eftir að gera alveg heilan helling áður en við skoruðum loksins.
En það er magnað hvað menn eru ósáttir með að Pogba fékk ekki rautt spjald en vilja svo ekkert ræða þegar brasilíska tuskan réðst á Herrera.
Og svo var Klopp vælandi yfir því að það voru engir lofsöngvar um Liverpool í match program bæklingnum og vældi svo yfir því að hann hafi ekki fengið kaffi fyrir leik. Þótt ég sé ótrúlega pirraður yfir því að við höfum ekki slátrað þessu ótrúlega lélega liverpool liði, þá fer þetta endalausa væl í púlurum ennþá meira í taugarnar á mér, mikið rosalega er þetta biturt lið.
Heiðar says
Klopp sagði einmitt eftir leikinn að Liverpool hafi verið betri og skipulagðari í leiknum. Ég skellti upp úr. Þeir voru slakari bæði í fyrri og seinni hálfleik svo um munaði. Vissulega skipulagðir í að leggja rútunni og vona það besta með skyndisóknum en það er eingöngu United sjálfum að kenna að leikurinn fór ekki fjögur eða fimm eitt. Pogba, Mkhytarian og Martial áttu allir að skora t.a.m. Sá síðastnefndi lét algjöran „sitter“ fara gegnum klofið á sér.
Grétar S. says
Nei hættu nú alveg. Ég skrifa nú örsjaldan hér(ekki frekar en hin 99,9%)
Ég get ekki orða bundist leingur yfir þessari pissukepni. Þetta var hörkuleikur og það var vitað að Liverpool mundi spila með 10 manns inní teig kæmust þeir yfir, og að sjá okkur væla yfdir því hvað þeir eru að væla mikði er í besta falli kjánalegt.
Jón örn says
Egill comooon ekki vera þessi Manutd týpa plzzz hugsaðu áður en þú skrifar.Talar um að Klopp sé að væla?? Hef aldrei séð neinn þjálfara væla jafn mikið á ævi minni og Mourinho. Klopp vælir afar afar sjaldan. Ástæðan fyrir því Afhverju nánast allir sem ég þekki hata Mourinho er út af vælinu og hrokanum í honum. Auðvitað elskið þið hann ég skil það 100% hann er þjálfari ykkar liðs.Ég er liverpool maður var bara að lesa yfir hvað þið höfðuð að segja.Virði allt sem þið skrifið hér en þurfti að skjóta inn hérna. Þið eruð bunir að skora 5 eða 6 rangstöðumörk í seinustu 8.leikjum las ég. Hefur ekki efni á að segja að við vinnum alla leiki á vítaspyrnum. Sérstaklega ekki þegar rangstæðumörk er það sem vinna eða bjarga ykkur frá tapi. En þið stóðuð ykkur aðeins betur en við gef ykkur það, bjóst við þvi þar sem okkur vantaði okkar bestu menn í liðið, kannski hafði leikurinn endað öðruvísi með alla leikfæra hjá Liverpool eins og hjá ykkur. Og í þokkabót segir þú að við erum hrikalega lélegir?? Við vel fyrir ofan ykkur og bunir að vera mun betri á þessu tímabili. Strax búinn að sjá hvernig Manutd aðdáandi þú ert
Tommi says
Er ekki hægt að henda þessum Liverpool kommentum ùt hérna.?. bùinn að skora 5 -6 rangstöðumark hvað!?? Las það væntanlega à Twitter aðgangi hjà öðrum Liverpool manni. Bùið að falla vel gegn okkur ì dòmgæslu ì vetur. Nù nýlega dæmt löglegt mark af Zlatan t.d.þetta er bùið að kosta utd stig nokkrum sinnum. Liverpool menn voru heppnir ì dag, þvì að Pogba àtti skitu og að við nýttum ekki færi. Þetta var vissulega harkalegt ì teignum hjà Pogba gegn Henderson en umræða um rautt og eftir à bann er fàrànleg!
Jón Örn says
Ef þú vilt láta henda liverpool commentin út þá er ég ansi hræddur um að það verði virkilega fámennt hjá ykkur. Það commenta fleiri poolarar en Manutd menn á þessari síðu liggur við
Rúnar P says
Pogba has one average game and the world goes crazy.
Kevin De Bruyne hasn’t scored since September and nobody bats an eye.
Tommi says
Fámennt en góðmennt @ Jón Örn. Finnst að maður eigi að geta farið inn á united síðu og deilt skoðunum ,pústað með öðrum United mönnum á þessarri síðu, jafnvel þó að umræðan verði einhliða og hliðruð. Hef engan áhuga á áliti Liverpool manna hér, með fullri virðinu. Eru Liverpool menn ekki með sína eigin síðu þar sem þið gerið það sama?
Turninn Pallister says
Talandi um ađ geta lesiđ út hvernig stuđningsmenn einhver ákveđinn er á Man Utd síđu og finna sig knùinn til ađ kommenta verandi stuđningsmađur Liverpool er í besta falli kaldhæđnislegt. Ađ vera sá stuđningsmađur ađ finna sig knúinn til þess ađ koma međ yfirlýsingu á borđ viđ „5-6 rangstöđumörk í sl. 8 leikjum“ er álíka barnalegt og ađ ég færi á kop.is og segđi ađ Liverpool væri bara í 2 sæti vegna þess ađ þeir hafa fiskađ svo mörg víti á tímabilinu. (Tel reyndar ađ bæđi „rangstöđumörk“ og vítaspyrnur segi meira til um hversu vel liđin eru ađ sækja fremur en ađ um svindl eđa samsæri sé ađ ræđa)
Audunn says
Mjög vonsvikinn með lið United í þessum leik.
Þetta var leikurinn sem stjörnur liðsins þurftu að stíga upp og sýna hvað þeir geta en því miður brugðust þær nánast allar.
Verð nú að benda greinahöfundi á að það var hárrétt ákvörðun hjá Móra að taka Carrick útaf í hálfleik.
Einfaldlega vegna þess að hann var ekki að fúnkera enda pressaði Lallana hann út um allan völl og Carrick lenti í miklum vandræðum því hann fékk engan tíma á boltanum.
Þegar lið pressar svona stíft þá þarf að svara því annaðhvort með snöggum stuttum sendingum sem United gerðu allt of lítið af (tókst vel þegar Mkhitaryan slapp í gegn) eða löngum sendingum yfir miðjuna á leikmenn sem geta kassað boltann niður.
United fóru meira útí þannig spilamennsku í síðari hálfleik án þess þó að skapa mikið en það tókst þó að pota honum inn sem betur fer.
Heilt yfir voru leikmenn United slakir í þessum leik og Pogba alveg hræðilegur.
Jones sauður að gefa þetta horn sem vítið kom upp úr og leikmenn áttu í miklum erfiðleikum með þessa pressu Liverpool.
Verð þó að hæla Móra eftir þennan leik.
Hann hafði svör við þessari pressu, gerði breytingar í hálfleik sem skiluðu sér og hafði kjark til að taka djarfar ákvarðanir.
united voru komnir með 5-6 sóknarmenn/sóknartengiliði inn á völlinn á tímabili sem er djarft af Móra í svona leik.
Hann tók ákvörðun um að taka séns sem hefði svo sannarlega getað endað ílla ef Liverpool hefði náð að nýta betur einhverja skyndisókn.
Jafntefli voru sanngjörn úrslit því United fékk góð færi til að skora í fyrrihálfleik og var heilt yfir betra liðið en það er samt svigrúm til bætingar á nokkrum stöðum.
Við þurftum svo á sigri að halda í þessum leik en því miður voru það lykil leikmenn sem brugðust að þessu sinni.
Rauðhaus says
Sammála síðasta kommenti varðandi lykilmennina, kannski að undanskyldum Zlatan.
Martial, Mkhitaryan og Carrick allir í smá brasi og Pogba mætti ekki til leiks til að spila fótbolta heldur til að sýna nýju hárgreiðsluna sína. Þvílík vitleysa.
Við vorum lélegir í þessum leik, en samt skárri en andstæðingurinn sem var algjörlega heillum horfinn mestan part leiksins. Við áttum að vinna þennan leik mjög þægilega og hefðum gert það ef færin hefðu verð nýtt.
Rauður djöfull says
Vitleysan um rangstöðumörk United, kemur úr grein frá Sun. Þeim merka miðli:
https://www.thesun.co.uk/sport/football/2625340/manchester-united-six-offside-goals-jose-mourinho-whining/
Þar er því haldið fram að United hafi 6 sinnum skorað mark sem hefði átt að dæma af vegna rangstöðu á seinustu tvem mánuðum þar með talið Liverpool markið. En í þrem tilvikum er þetta beinlínis rangt. Mark Zlatan á mótí Crystal Palace, Mark Mata á móti Hull og mark Rooney á móti Feyenord eiga og fengu öll að standa. Mark Mkhitarian og Zlatan á móti West ham eru vissulega rangstöður, en réðu ekki úrslitum í þeim leikjum.
Í leiknum í gær var vissulega rangstaða í aðdraganda en tæp var hún og erfitt fyrir aðstoða dómara sjá. en þrír leikmenn snertu boltann áður en hann endaði í markinu.
Hér er hægt að sjá mörkin sem margir Liverpool menn vilja meina að séu rangstöður, vitaskuld án þess að kynna sér málið.
https://www.youtube.com/watch?v=Y1uDnAioztU
https://www.youtube.com/watch?v=SVRlJwNerrE
https://www.youtube.com/watch?v=J7zfxBIYVQY