Lengi vel leit þetta út fyrir að ætla að vera einn af þessum dögum þar sem ekkert gengi upp. Liðið var rosalega mikið með boltann og sótti mikið en skotin voru hvergi nærri nógu góð. Stoke voru með þá leikáætlun að liggja tilbaka og freista þess að ná nokkrum góðum skyndisóknum. Það var einmitt eftir eina slíka þegar hægri helmingur United varnarinnar var ekki með á nótunum að Stoke forystuna í leiknum en boltinn fór í markið eftir að fyrirgjöf Erik Pieters fór í Juan Mata og framhjá David de Gea á nærstöng. Markið kom gjörsamlega gegn gangi leiksins og annan leikinn í röð var United að gera sér hlutina erfiða. Liðið hélt bara áfram að sækja og sækja en ekkert ætlaði að ganga. Þegar flautað var til leikhlés var staðan 1:0 fyrir Stoke sem hafði ekki átt skot á markið en United átt ellefu skot á markið.
José Mourinho gerði engar breytingar í hálfleik þó svo að sumir leikmenn hefðu ekki verið að standa sig. Seinni hálfleikurinn var nánast eins og afrit af fyrri hálfleik fyrir utan að Stoke átti skot á markið. United hélt áfram að sækja og áfram varðist allt Stoke liðið og pirringurinn orðinn algjör. Mourinho gerði þrjár breytingar í hálfleiknum Rashford kom inn fyrir Fellaini sem hafði reyndar átt ágætan leik, Rooney kom inn fyrir Mata sem átti einn sinn versta leik í United treyju og Lingard sem kom inn fyrir Mkhitaryan sem hafði verið besti leikmaður liðsins fram að þeim tíma. Svo verður hreinlega að minnast á hræðilega dómgæslu Mark Clattenburg í þessum leik. United hefði með réttu getað fengið amk eina vítaspyrnu í þessum leik en samkvæmt nýju regluverki FA þá fær United bara aldrei víti dæmt.
Það var svo þegar uppbótartíminn var langt kominn að United fær dæmda aukaspyrnu vinstri megin við vítateig Stoke. Wayne Rooney stóð yfir boltanum. Þessi spyrna væri mögulega síðasta tækifæri liðsins í leiknum til bjarga stigi. Fyrirliðinn gerði sér lítið fyrir og skoraði algjört draumamark og jafnaði þennan leik. Ekki nóg með það heldur er hann nú eftir þennan leik markahæsti leikmaður í sögu Manchester United sem er magnað afrek og það verður langt þangað til að einhver annar verður það ef nokkurn tímann.
Varamenn: Romero, Darmian, Carrick, Schweinsteiger, Lingard (Mkhitaryan ’73), Rashford (Fellaini ’56), Rooney (Mata ’67)
Keane says
Hvenær varð 433 að 4231 og hver ákvað það..
Sigurjón says
Ekki taka þessu of alvarlega, þetta er nú bara mynd á vefsíðu, sett inn áður en leikurinn byrjar.
Þú veist hvernig þetta virkar, Pogba er box-to-box miðjumaður og Zlatan er okkar fremsti maður. Mata og Mikki eru klárlega nokkrum skrefum aftar á vellinum heldur en Zlatan, og svo framvegis.
Hvort sem mönnum er raðað er upp hlið við hlið eða aðeins framar/aftar ætti ekki að setja fólk mikið út af laginu.
Annars finnst mér eins og við séum að spila 4-4-2 ef eitthvað, með Fellaini og Zlatan frammi, allavega eitthvað mjög spes í gangi.
Turninn Pallister says
Æjh koma svo, hvernig væri nú ađ setja fullt power í þetta strax frá byrjun? Stoke miklu grimmari í upphafi leiks og viđ ekki međ fyrr en eftir ađ þeir skora.
Bjarni says
Alveg tippikal að vera komin undir þegar loksins er möguleiki á að nálgast liðin fyrir ofan. Ekki fyrsti sénsinn sem virðist vera að ganga okkur úr greipum í vetur. Saga liðsins á þessu tímabili. Ættum að vera betri en þetta. Sé ekki leikinn en reikna með okkur öflugum í seinni. Annað er ekki boðlegt.
Keane says
Ó ég vissi það ekki sigurjón, þakka skilmerkilega útskýringu. Talandi um að taka alvarlega..
Turninn Pallister says
Erum búnir ađ fà helling af sénsum, vantar bara ađ nýta færin… Finnst Zlatan ekki nógu građur í dag, bomba á markiđ í stađ þess ađ senda fyrir!
Helgi P says
er hræddur um að 6 sætið er okkar í vetur
Turninn Pallister says
Ohhhh Roooney!!!
Rúnar Þór says
Alveg týpískt að akkurat þegar við megum ekki tapa stigum þá gerum við það! Frábært mark hjá Rooney og viðeigandi sem markamets mark því miður var þetta ekki hátíðlegra tilefni :(
Heiðar says
Þvílíkt legend sem Rooney er fyrir klúbbinn og í enska boltanum yfir höfuð! Take a bow lad !! Ég held hinsvegar að það væri við hæfi fyrst þetta markamet er slegið að þetta verði síðasta tímabilið hans hjá liðinu. Þetta er búið að vera erfitt núna í 2-3 ár og er ekki að fara að verða auðveldara.
Ótrúlegur leikur í dag. United keyrðu yfir Stoke í nærri 90 mínútur en skoruðu ekki fyrr en á 94 mínútu. Þetta er í rauninni afsprengi helsta vandamáls okkar í vetur sem er það að skora ekki nógu mörg mörk. Berið okkur bara saman við hin liðin í topp 6. „Slúttið“ í síðasta þriðjungnum er bara of tilviljunarkennt. Við höfum sjálfsagt verið 50 sinnum með boltann við vítateig Stoke í dag án þess að skora. Áttum reyndar að fá tvö víti en engu að síður……
Audunn says
Enn og aftur klúðrar liðið góðu tækifæri til að gera alvöru atlögu að öðru sætinu.
Hversu daufur þarf maður að vera til að sjá ekki að liðið spilar betur án Fellaini?
Það er hreint með lífsins ólíkindum að hann sé settur í liðið á kostnað Carrick eða allra annarra leikmanna liðsins sé útí það er farið.
Hann gerir ekkert inná vellinum, akkúrat ekkert! !
Djöfull er pirrandi að sjá þetta skoffín skokkandi eins og löt Hýana vitandi ekkert nokkurn skapaðan hlut hvað hann er að gera né hvert hann er að fara
Sindri Þ says
Sést vel að liðið saknaði Carrick. Menning og hugsunarháttur leikmanna í hópnum þarf að breytast.
Ekki mínir peningar og mér er sama hversu há launin eru, en.. ALLTOF mikið af leikmönnum sem telja sig vera stórstjörnur á bekknum oh utan hóps.
Þó þetta sé auðvitað ekki FIFA carreer mode þá bara gengur það ekki upp að hafa alla sem Crucial eða Important 1st team players og geyma helminginn í frystikistunni.
Audunn says
Hýena átti þetta að vera.
Karl Gardars says
Mér finnst vanta á liðsandann og of margir virðast vera í einhverjum hetjuleik.
Menn of mikið að reyna upp á eigin spýtur í dag nema Zlatan.. Zlatan ákvað greinilega á síðasta ári að hann ætlaði ekki að skora í dag… Sönnun? Zlatan átti í.þ.m einn venjulegan sitter og annan „enginn nema Zlatan og Chuck Norris“ sitter. Það gera samtals 3 mörk.
Jákvæðir punktar:
1. Við tókum stig á púðlurnar sem var nauðsynlegt. Að lenda fyrir neðan þá er skömm og myndi gera það að verkum að ég þyrfti að skila bjórkassa sem ég hef annars verið áskrifandi af síðustu misserin. Semsagt: Óásættanlegt með öllu!
2. Rooney setur met og skorar stórglæsilegt –.TVÖHUNDRUÐOGFIMMTUGASTA.– markið fyrir okkur. Nú er þetta blessaða met loksins fallið og okkar maður blómstrar sem aldrei fyrr laus undan farginu.
3. Enn eitt markið á lokamínútum lítur dagsins ljós og heldur okkur ósigruðum.
Bjarni says
6. Sætið virðist vera okkar í ár. Höfum verið í því ansi lengi og haft nokkur tækifæri á að gera betur. Erum frekar daprir í færanýtingu og klaufar að gera ekki útum leikina fyrr. Næstu leikir eru mikilvægir til að komast á skrið aftur, hef trú á þeim.
Tryggvi says
Næstu sex leikir í deildinni eru allir gegn liðum fyrir neðan miðju sem gefur okkar mönnum gott tækifæri til klifra upp töfluna. Eigum ekki leik við topp 6 lið fyrr en gegn Chelsea um miðjan apríl. Það er búinn að vera góður kraftur í þessu undanfarið og ég sé það ekki breytast. Reynsluleysið í Englandi er að koma Klopp í koll en þeir eru búnir að vinna einn af síðustu sex leikjum og það var 1-0 gegn Plymouth. Hugsa að Spurs og City muni missa móðinn við að sjá Chelsea stinga af.
Tommi says
Búinn að sjá nokkra halda því fram að við mætum ekki topp 4 – 6 liði fyrr en í apríl en ég sé ekki betur en að við mætum city á útivelli 26. feb. Er búið að fresta þeim leik?
Varðandi leikinn, hvað er hægt að segja… maður er búinn að sjá nokkra svona í vetur, verulega pirrandi. Erum ekki að nýta færi. Erum verstir í deildinni í að nýta dauðafæri og í 18. sæti í skotnýtingu. Ætli það sé ekki aðal vandamál þessarar leiktíðar. Meira um það hérna: http://www.skysports.com/football/news/11667/10737825/the-stats-behind-manchester-uniteds-finishing-issues
Annars bjartsýnn sem fyrr. Margt jákvætt í gangi í leik okkar manna, fyrir utan færanýtingu.
Halldór Marteins says
Úrslitaleikur deildarbikarsins fer fram 26. febrúar. Þótt vissulega sé ekki hægt að slá því alveg föstu ennþá þá verður að teljast líklegt að City-leiknum verði frestað.
Karl Gardars says
Þá er það samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Ekki getum við verið að spila við city á sama tíma og við leikum til úrslita í liverpool cup.
Svo þýðir ekki að setja hann á sömu dags. og úrslit FA. Þar verðum við líka.