Í þriðja skiptið á 23 dögum og í fjórða skipti á tímabilinu mun Manchester United spila gegn Hull City. Leikir liðana á þessu tímabili geta nú seint talist sem augnakonfekt fyrir knattspyrrnuaðdáendur, United hefur náð að knýja fram iðnaðarsigra í tveimur leikjum en á fimmtudaginn í síðustu viku vann Hull seinni leik liðanna í undanúrslitum deildarbikarsins. Þjálfarinn okkar sagði reyndar að sá leikur hafi endað með jafntefli en það er önnur saga!
José Mourinho sagði á fréttamannafundi áðan að allir leikmenn væru heilir, þar á meðal Eric Bailly sem fór útaf meiddur í leik með U23 liðinu gegn Everton, greinilega ekkert alvarlegt þar á ferð. Það má því gera ráð fyrir fullskipuðu liði á morgun. Ég ætla að spá byrjunarliðinu einhvern veginn svona:
Ég á erfitt með að giska hver verður á köntunum á morgun. Martial, Mata og Mkhitaryan spiluðu allir 90 mínútur í sigri á Wigan á sunnudaginn og því kæmi það ekkert rosalega á óvart ef til dæmis Rashford eða Lingard byrji á morgun. Mkhitaryan er heitur þessa dagana þannig að ég ætla að segja að hann haldi áfram í liðinu og Rashford fái annan séns í byrjunarliðinu gegn Hull. Annars er ykkar ágiskun jafn góð og mín.
Hjá Hull þá er Ryan Mason auðvitað enn frá eftir hræðileg höfuðmeiðsli gegn Chelsea um daginn og svo var þeirra aðal markaskorari, Robert Snodgrass, seldur í vikunni til West Ham fyrir rúmar 10 milljónir punda. Það má færa rök fyrir því að þeir séu kannski ekki jafn sterkir og þegar við mættum þeim síðast á Old Trafford fyrr í þessum mánuði. Þeir nældu sér þó í Andrea Ranocchia, varnarmann Inter Milan, á láni út tímabilið.
Eftir tvo bikarleiki í röð er fínt að vera komnir aftur af stað í úrvalsdeildinni og þar harðnar baráttan með hverri umferð sem líður, það er mikilvægara sem aldrei fyrr að sækja 3 stig í greipar Hull-manna á morgun. Liverpool og Chelsea leika innbyrðis í kvöld en þar fyrir utan má gera ráð fyrir sigrum hjá Man City (gegn West Ham), Tottenham (gegn Sunderland) og Arsenal (gegn Watford). Allt annað en 3 stig væri því mikið klúður í baráttu okkar um topp 4 sætin. Hull hafa þó sýnt að þeir eru að slípast til undir stjórn Marco Silva og United verður að spila mun betur á morgun en þeir gerðu í síðustu viku ætli þeir sér að sækja öll stigin sem eru í boði.
Björn Friðgeir says
Þetta er orðið hálfruglingslegt. Vikum saman er enginn meiddur, vörnin og miðjan velur sig sjálf og það eru liggur við lúxusvandamál á köntunum. Varla hægt að gera upphitanir eins og áður þegar maður velti fyrir sér hvaða hægri bakvörður yrði settur á vinstri kantinn.
Allt mjög einkennilegt.
Jenni says
Rojo > Smalling
einar__ says
Við getum ekki látið Hull sigra annan leikinn við okkur í röð. Gríðarlegar mikilvægur leikur og eftir úrslit dagsins er ljóst að þetta er dauðafæri á að komast nær liðunum fyrir ofan okkur. Arsenal tapaði, Spurs, Liverpool og Chelsea gera öll jafntefli..bíst fastlega við að City vinni sinni leik gegn West Ham á morgun en það er ljóst að með sigri kemst liðið í bullandi baráttu um annað sætið!
Bring it on!