Það er löngu liðin tíð að leikir United og Blackburn Rovers séu toppslagir í deildinni, það reyndar entist ekki lengi eftir að Alan Shearer hvarf frá Blackburn. En þrátt fyrir fall í kringum aldamótin komu þeir sterkir tilbaka og voru með þokkalegt lið upp úr því. En eins og mörg önnur lið lentu þeir í slæmum eigendum. Árið 2010 keypti indverskt fjölskyldufyrirtæki, sem hafði þangað til aðallega stundað kjúklingarækt, klúbbinn og hefur síðan tekist afspyrnuvel að keyra hann í svaðið.
Blackburn er nú í næst neðsta sæti Championship deildarinnar og virðist fátt annað bíða þeirra en fall. Liðið hefur selt leikmenn fyrir 26 milljónir punda á síðustu árum, en keypt fyrir hálfa. Klúbburinn skuldar stórfé, aðallega eigendunum, og stuðningsmenn hafa eytt góðum hluta síðustu ára í að reyna að mótmæla og koma eigendunum frá en ekki gengið hingað til. Í fjórðu umferð bikarsins mættu þeir Blackpool sem hefur verið í svipuðum eigendakröggum og stuðningsmenn beggja liða sameinuðust í því að mótmæla
Það er ekki ljóst hvernig stemmingin verður á morgun. Verða leikmenn og stuðningsmenn stemmdir fyrir að gleyma aðeins daglegum deildaráhyggjum eða er bikarinn bara truflun frá aðalverkefninu, fallbaráttunni? Hvort sem er þá er ljóst að á pappírnum á United að eiga léttan leik fyrir höndum á morgun. En það má aldrei vanmeta andstæðingana og þó að liðið sem bíður okkar manna á Ewood Park á morgun sem laust við nöfn sem við þekkjum, þá mun Danny Graham framherji þeirra nokkuð lunkinn og hefur skorað 11 mörk í vetur. Aðra leikmenn í væntu byrjunarliði er víst ekki mikið að segja um annað en að það verður 4-4-2 sem stjóri þeirra, Owen Coyle mun stilla upp í. Það gæti hins vegar verið kunnuglegt nafn á bekknum. Wes Brown er þjálfari í unglingaliði Blackburn, sem vann einmitt U18 lið United í morgun, 3-2, og er einnig að æfa með aðalliðinu en hefur ekki leikið mikið með í vetur. Við myndum að sjálfsögðu fagna því ef Coyle ákveður að nýta reynslu Brown og hafa hann í hóp á morgun.
Að liði United. Samkvæmt Mourinho í gær var enn ekki ljóst hvort Rooney, Carrick og Mkhitaryan yrðu orðnir góðir af meiðslum og veikindum sínum fyrir leikinn á morgun, en við megum reikna með Ander Herrera í liðinu, enda verður hann í banni í seinni leiknum gegn Saint-Étienne. Ef við sjáum ekki Luke Shaw í hóp þá hlýtur að fara að hilla undir lok ferils hans hjá United en að öðru leyti býst ég við frekar sterku liði á morgun, það er síðan hægt að hvíla menn í leiknum í Frakklandi fyrir deildarbikarúrslitin á sunnudag.
Hvernig lítur þetta út?
Leikurinn er kl. 16:15 á morgun, sunnudag!
Runar P. says
Held í vonina að sjá Schweinsteiger byrja!
Auðunn says
Finnst svolítið sorglegt að sjá hvernig er komið fyrir grönnum okkar Wigan, Bolton og Blackburn.
Ömurlegt að sjá hvernig erlendir eigendur sem enga tilfinningu hafa fyrir liðum keyra þau niður í svaðið með hroka og græðgi eins og í tilfelli Blackburn Rovers.
En að leiknum.
Mourinho ætti að geta hvílt nokkra leikmenn án þess að veikja liðið mikið.
Mourinho sagði að Shaw ætti sér framtíð hjá liðinu og ekki kæmi til greina að láta hann fara.
Hann væri að fara í gegnum erfiða tíma en væri framtíðar leikmaður liðsins.