Miguel Delaney segir að deildarbikarsigurinn sé gríðarlega þýðingarmikill fyrir United og Mourinho og klárt merki um að Mourinho sé að fara með United í rétta átt.
Viðtal við ljónið Ibrahimovic eftir sigurinn í deildarbikarnum.
Antonio Valencia segir að hin svokallaða „Mikka-mús“ þrenna sé ofarlega í huga leikmannanna eftir sigurinn í Deildarbikarnum.
United mun endurgreiða þeim stuðningsmönnum sem fylgja liðinu til Rússland í Evrópudeildinni kostnaðinn vegna vegabréfsáritunar, um 120 pund.
Antoine Griezmann hefur töluvert verið orðaður við Manchester United upp á síðkastið. Paul Ansorge, annar helmingur Rantcastsins, setti upp greiningargleraugun og fór yfir það hvað hann gæti komið með inn í liðið.
Paul skrifaði svo pistil um hvaða leikmenn Manchester United ætti að selja í sumar. Misjafnlega umdeildir kandídatar sem Paul velur.
BBC fjallaði um hversu langt United og City eru tilbúin að fara í baráttunni sín á milli um bestu krakkana.
Rory Smith skrifar í New York Times um samband Englands og Zlatan.
Mourinho leitar að hinni klassísku númer níu fyrir framtíðina. Leitin verður erfið að mati Mark Ogden hjá ESPN.
Andy Mitten er ánægður með Mkhitaryan en vill samt sjá meira frá honum.
Jamie Redknapp telur að Mourinho sé að græða á því að hafa fundið pláss fyrir Juan Mata í byrjunarliðinu sínu.
Andy Mitten fór aðeins yfir frammistöðu United og gæðin sem Rashford og Martial búa yfir.
Mark Ogden segir að Rashford verði að bíða rólegur áður en hann verður „stjarna“
Steve Bruce er mjög hrifinn af Sam Johnstone.
Er ferill James Wilson hjá Manchester United endanlega búinn eftir að kappinn meiddist alvarlega í vetur?
Paul Scholes var í hressandi einkaviðtali.
Wes Brown var einnig í skemmtilegu einkaviðtali.
Dwight yorke fær ekki leyfi til að heimsækja Bandaríkin þessa dagana.
Jack Harrison hætti hjá United til að fara í skóla í Bandaríkjunum 14 ára gamall. Hann spilar nú fyrir NYCFC og sér ekki eftir neinu.
Ekki tengt United en viðtöl af þessari stærðargráðu eiga heima hvar sem er. Stórkostlegt viðtal við Kevin Prince Boateng sem er aldeilis ekki eins og flestir ímynda sér hann.
Gary Neville tók á móti Arsenal TV og ræddi við þá um Arsene Wenger.
Skildu eftir svar