Annað kvöld lýkur 8 liða úrslitum ensku bikarkeppninnar með leik Chelsea og Manchester United. Síðast þegar liðin mættust þá var United gjörsigrað með fjórum mörkum gegn engu. Það var einmitt síðasti tapleikur liðsins í úrvalsdeildinni. Gengi liðanna í deildinni hefur verið frekar stöðugt. Chelsea í fyrsta sætinu og United í sjötta sætinu. Fram að þessum leik hefur Chelsea verið frekar heppið með mótherja en liðið sigraði Peterborough 4:1 í þriðju umferð, Brentford 4:0 í fjórðu umferð og Úlfanna 0:2 í fimmtu umferð.
United hefur ekki átt erfiða leið heldur í keppninni. Í þriðju umferð sigraði United Reading lið Jaaps Stam 4:0 á Old Trafford. Í fjórðu umferðinni fékk liðið Wigan í heimsókn og fór sá leikur einnig 4:0. Sigurinn gegn Blackburn var torsóttari en liðið vann þó á endanum 1:2 á Ewood Park.
Chelsea og Manchester United hafa mæst 13 sinnum í FA bikarnum. United hefur unnið átta leiki en Chelsea þrjá en tvisvar gerðu liðin jafntefli sem þýddi aukaleiki sem liðin skiptust á að sigra United í mars 1999 (já, það tímabil) og Chelsea vorið 2013 (síðasta tímabil Fergie).
Uppfært kl. 20:30
United verður án þeirra Marcus Rashford, Anthony Martial og Wayne Rooney ásamt Zlatan Ibrahimovic sem verður í leikbanni.
Liðið gæti þá litið svona út:
Leikurinn hefst klukkan 19:45
einar__ says
Þetta verður helvíti erfitt, ég get ekki sagt að ég sé bjartsýnn á að liðið komist áfram. Þegar ég heyrði að liðið yrði án Martial, Rooney, Rashford og auðvitað Zlatan þá hugsaði ég ‘jæja þá verður bara mætt með rútuna og spilað á aukaleikinn’, en svo rann upp fyrir manni að það verður leikið til þrauta á morgun, engin aukaleikur í 8-liða úrslitum :|
Ætla vera raunsær og spái 3-1 fyrir Chelsea. Einbeitum okkur að deild og evrópukeppinni eftir morgundaginn.
kristjans says
Reyndi að gera það besta úr banni Zlatans og hugsaði að þetta væri lán í ólani, nú fengju annað hvort Rashford eða Martial tækifæri til að spila upp á topp, í sinni stöðu sem framherji. Agalegt að þeir skuli báðir vera meiddir. Er ekki líklegt að Mourinho stilli Fellaini og Mkhitaryan sem einhverju framherja-kombo, líkt og sýnt er hér í upphituninni? Er annar Rashford í unglingaliðinu, er ekki fínt að fá fyrsta leik á Stamford Bridge?
Ætla leyfa mér að vera bjartsýnn og segja að Fellaini tryggi okkur sigur í kvöld með laglegu marki!
Runólfur Trausti says
Því miður er enginn framherji í U23 manna liði United þessa dagana en þeir hafa oftar en ekki spilað með miðjumann eða kantmann frammi í vetur. Enda árangurinn ekki verið neitt til að hrópa húrra yfir. Það kemur uppfærsla með hvað er í gangi í yngri liðunum hvað á hverju.
Hvað varðar leikinn í kvöld þá verður þetta skrautlegt. Það er mjög United-legt að takast að missa alla framherjana sína út á einu bretti. Einhvern veginn finnst manni þetta þó skárra en að allir varnarmenn liðsins væru í banni/meiddir.
Rauðhaus says
Ef við náum góðum úrslitum úr þessum leik yrði það mikið afrek í ljósi meiðslanna. Ég býst amk við tapi í kvöld. Alltaf stór skörð sem við þurfum að reyna að fylla.
Hjörtur says
Því miður þá held ég að Chelsea valti yfir okkur 3-0
Cantona no 7 says
Sigur vonandi í kvöld.
Það allt hægt í boltanum.
G G M U
Rauðhaus says
Ég spái því að JM komi mönnum á óvart og stilli upp í 3-5-2 / 3-4-3 kerfi, svipað og í Rússlandi um daginn. Væri til í að sjá þetta lið:
—————–DDG—————-
—–Bailly–Smalling–Jones——-
Valencia–Carrick–Herrera–Blind
—–Mhkitaryan–Pogba————
—————Lingard—————-