José Mourinho hafði varað okkur við því fyrir þennan leik að við mættum búast við að þreyta hefði mikil áhrif á spilamennsku Manchester United. Jafnvel gekk hann svo langt að segja að hann myndi telja jafntefli góð úrslit úr leiknum miðað við þreytuna í leikmannahópnum eftir mikið álag síðustu vikur. Eftir laugardagsleikina var ljóst að Manchester United myndi örugglega færast úr 6. sætinu. Sigur kæmi liðinu upp í 5. sætið en jafntefli eða tap þýddi 7. sætið.
Þegar byrjunarliðið var tilkynnt gerðum við ráð fyrir því að þarna væri 3-4-3 eða 3-4-2-1 því það voru þrír miðverðir í byrjunarliðinu. Það reyndist þó ekki alveg svo. Þegar United var í sókn sátu miðverðirnir þrír allir eftir til baka en þegar Middlesbrough fékk boltann var liðið meira svona:
Varamenn: Romero, Darmian (93′), Fosu-Mensah, Rojo (69′), Shaw, Mkhitaryan, Martial (80′).
Byrjunarlið heimamanna í Middlesbrough var þannig:
Varamenn Middlesbrough: Guzan, Fry, Forshaw, Guedioura, Traore, Stuani, Gestede.
Leikurinn
Manchester United fékk fyrsta færi leiksins og það var dauðafæri. Jesse Lingard gaf stungusendingu inn á Marcus Rashford sem stakk Bernardo í vörn Middlesbrough af á nokkrum metrum og komst einn gegn Victor Valdes. Rashford ætlaði að renna boltanum í fjærhornið en skotið var full laust og Valdes varði.
Á 13. mínútu var komið að De Gea að verja vel þegar Gaston Ramirez átti fínt innanfótarskot. Það var mikill snúningur á boltanum og hann stefndi í bláhornið en De Gea varði vel í horn.
Middlesbrough liðið var ákveðið til að byrja með og miklu meira með boltann. Eftir fyrsta stundarfjórðunginn höfðu heimamenn verið með boltann 75% leiktímans. En fyrir utan þetta skot frá Ramirez þá sköpuðu þeir ekki teljandi hættu að marki Manchester United.
Leikmenn Manchester United sátu á meðan til baka og voru tilbúnir að nýta möguleika á skyndisóknum. Valencia naut sín vel framar á vellinum hægra megin en það var aðallega vinstra megin sem sóknir Manchester United fóru. Lingard, Young og Rashford voru sprækir. Á 23. mínútu var Manchester United næstum búið að skora. Þá var Young með boltann vinstra megin, átti flotta stungusendingu inn á Juan Mata. Juan Mata kom með góða fyrirgjöf inn að marki þar sem Marcus Rashford lúrði. Sendingin var föst og Rashford stýrði boltanum að marki en Valdes varði frábærlega. Boltinn hrökk þaðan út í teiginn hægra megin þar sem Valencia kom á ferðinni og átti skot en Valdes sýndi snögg viðbrögð og varði öðru sinni úr dauðafæri.
Eftir hálftíma leik var því staðan þannig að Middlesbrough hafði verið mun meira með boltann en Manchester United hafði samt átt hættulegri færi. Það virtist jafnvel vera sem svo að leikplanið hjá United væri að leyfa Middlesbrough að hafa boltann og refsa þeim svo með skyndisóknum. Kannski eitthvað sem Mourinho lærði af Frökkum á EM síðasta sumar.
Á 30. mínútu kom önnur flott sókn frá Manchester United. Young var enn sem oftar með boltann á vinstri kantinum. Hann sá góðvin sinn Marouane Fellaini læða sér á fjærstöngina og gaf fallega fyrirgjöf beint á Belgann hárprúða sem skallaði boltann í markið. Virkilega vel gert hjá þeim báðum.
Restin af hálfleiknum spilaðist á svipaðan hátt, Middlesbrough þó heldur áræðnari en áður og reyndu að nýta það að að vera meira með boltann í að skapa eitthvað. Þeir náðu stundum að setja pressu en aldrei almennilega færa það yfir í að skapa sér álitleg færi. Á meðan reyndu leikmenn Manchester United að nýta tækifærin sem gáfust til að fara í skyndisóknir. Sérstaklega var Jesse Lingard skapandi í þeirri stöðu. Marcus Rashford virtist geta leikið sér að varnarmönnum Middlesbrough en náði heldur ekki almennilega að nýta það til að skapa færi.
Manchester United fór með verðskuldaða forystu inn í leikhlé. Middlesbrough hafði verið með boltann 60% af leiktímanum í fyrri hálfleik en Manchester United hafði átt hættulegustu færi leiksins.
Chris Smalling hafði verið flottur í fyrri hálfleik þegar kom að því að hreinsa hættu með hausnum, átti ófáa skallaboltana frá marki Manchester United. Í byrjun seinni hálfleiks ætlaði hann hins vegar að reyna að skalla boltann til baka á De Gea. Ekki fór betur en svo, þegar hann reyndi flugskalla, að hann hitti ekki heldur magalenti á boltann sem hrökk einhvern veginn af honum og til De Gea. Gríðarlega klaufalegt og Smalling heppinn þarna að ekki fór verr.
Chris Smalling as a footballer in 5 seconds. pic.twitter.com/qxLFrG5EWR
— Adam Joseph (@AdamJosephSport) March 19, 2017
Að öðru leyti byrjaði leikurinn með svipuðum hætti og fyrri hálfleikur hafði spilast. Á 63. mínútu vann Eric Bailly boltann af Boro, gaf hann á Lingard sem tók á sprett frá miðjum eigin vallarhelmingi. Juan Mata hljóp með honum og Marcus Rashford líka. Lingard hljóp í átt að marki Middlesbrough og beið eftir góðu færi til að geta gefið stungusendingu. En varnarmenn Middlesbrough voru ekkert að fara í Lingard svo hann komst sífellt nær markinu og lét á endanum vaða með frábæru skoti sem söng í skeytunum. Stórglæsilegt mark og Lingard henti í skemmtilegt fagn til að halda upp á það. 2-0 og leikurinn svo gott sem búinn.
Steve Agnew brást við þessu með því að setja þá Rudy Gestede og Adama Traore inn á hjá Middlesbrough. Mourinho tók hins vegar Juan Mata út af og setti Marcos Rojo inn á í hans stað. Þá var Manchester United með 4 miðverði inn á auk þess sem Valencia og Young spiluðu sem hálfgerðir vængbakverðir.
Á 77. mínútu skoraði svo markahrókurinn Rudy Gestede mark eftir mikinn klaufaskap í vörninni hjá Manchester United. Middlesbrough hafði sett pressu á United með ítrekuðum fyrirgjöfum sem gekk miserfiðlega að hreinsa. Verst gekk það að þessu sinni hjá Smalling sem ætlaði að dúndra boltanum fram, hitti illa í boltann sem hrökk beint í fætur Gestede sem skoraði auðveldlega af stuttu færi. Allt í einu komin alltof mikil spenna í leikinn.
Stuttu seinna meiddist besti maður vallarins, Jesse Lingard, og þurfti að fara af velli. Frekar en að þétta enn frekar í vörnina setti Mourinho Martial inn á til að freista þess að nýta hraðann.
Það var ekki auðvelt að horfa á síðustu mínútur leiksins. Manchester United var komið með 4 miðverði sem allir virtust spila sem miðverðir, tvo vængbakverði og tvo hæga miðjumenn fyrir framan miðvarðahrúguna. Undir lokin var liðið farið að bakka ískyggilega mikið og freista þess að halda fengnum hlut. Í raun gekk það, Middlesbrough náði ekki að skapa sér neitt almennilegt færi þrátt fyrir að reyna mikið. Stressið kom líklega til vegna þess að eins og sást í marki Middlesbrough þarf ekki nema ein mistök til að fá mark í andlitið.
Mistökin komu að lokum en þá var það Victor Valdes sem gerði þau. Hann fékk sendingu til baka frá varnarmanni Middlesbrough. Antonio Valencia hafði verið að pressa varnarmanninn og hélt hlaupinu áfram til að setja pressu á Valdes. Valdes höndlaði ekki pressuna heldur rann þegar hann ætlaði að sparka boltanum í burtu. Valencia þakkaði pent fyrir sig, náði boltanum og skoraði í autt markið. Þetta mark súmmeraði upp vinnusemina og framlag Valencia í vetur. Þetta var þriðji leikurinn á innan við viku sem Valencia spilaði frá byrjun til enda, samt átti hann þennan hörkusprett í uppbótartíma sem skilaði sér í marki. Frábært!
Leikurinn kláraðist svo rétt eftir að Matteo Darmian hafði komið inn á fyrir Marcus Rashford. Þá voru varnarmenn liðsins orðnir sjö talsins. En þetta var nú meira skipting til að eyða tíma heldur en hafa áhrif á taktík.
Pælingar eftir leik
Þetta var mjög sterkur sigur og frábært að liðið hafi loksins getað nýtt sér það almennilega þegar liðin fyrir ofan misstíga sig eða missa stig vegna innbyrðis leikja. Eftir milljónskrilljón daga í röð í 6. sæti er liðið loksins komið upp í 5. sæti. Ég get vel ímyndað mér að það geti haft sterk, sálræn áhrif, bæði á leikmenn Manchester United en líka á liðin í kring sem Manchester United getur sett pressu á.
Miðað við allt og allt fannst mér þetta bara nokkuð vel upp settur og spilaður leikur hjá Manchester United. Mourinho var búinn að vara okkur við því að þetta yrði erfitt og það var stress í manni við áhorfið. En eftir á að hyggja var þetta aldrei í raunverulegri hættu.
Maður leiksins hjá mér er Jesse Lingard. Hann kom mjög vel inn í þetta, virkaði gríðarlega frískur og tilbúinn að sanna sig. Var duglegur að koma sér í boltann og skilaði honum vel af sér, sérstaklega var hann góður í að finna Marcus Rashford með flottum stungusendingum. Hann kórónaði svo flottan leik með stórglæsilegu marki.
Marouane Fellaini fær líka prik hjá mér. Ég hef oftar en ekki þurft að standa í að verja þessa tvo heiðursmenn, Lingard og Fellaini. Tveir leikmenn sem hafa í gegnum tíðina verið mjög vanmetnir meðal stuðningsmanna Manchester United. En þeir áttu báðir góðan leik í dag og fara vonandi að fá meira kredit frá eigin stuðningsmönnum. Fellaini var skynsamur til baka, góður í vörninni inni á miðjunni og losaði boltann vel. Átti það svo til að lauma sér fram eftir því sem færi gafst og bætast við sem ógn í sóknarleiknum.
Ashley Young kom líka flottur inn í leikinn, var traustur bæði í vörn og sókn. Valencia er bara algjör maskína, er búinn að vera með betri leikmönnum tímabilsins á Englandi og það var gaman að sjá hann fá verðskuldað mark í sínum 200. deildarleik fyrir Manchester United. Marcus Rashford átti marga flotta spretti og var heilt yfir góður þótt hann hefði mátt nýta færin betur. Eric Bailly átti góðan leik í vörninni. Þurfti að leysa skrýtna stöðu þar sem hann var blanda af hægri bakverði og þriðja miðverði en hann var að mestu flottur. Hafði nett gaman af slagsmálunum, leikmenn eins og Bailly og Rojo létu finna vel fyrir sér þar.
Nú kemur landsleikjahlé. Á ágætis tíma fyrir okkur. Það er vonandi að sem flestir nái að hvíla sig vel því það er stíf leikjatörn framundan eftir hléð. Eitt það jákvæðasta við þennan leik hlýtur þó að vera að þeir leikmenn sem hafa minna spilað að undanförnu komu sterkir inn í dag. Það ætti því að vera hægt að nýta hópinn betur í apríl og maí.
📸 @Fellaini rises head and shoulders above the rest to give us the lead! #MIDMUN #MUFC pic.twitter.com/TR21bVexDa
— Manchester United (@ManUtd) March 19, 2017
20 – Marouane Fellaini’s goal versus Middlesbrough means that he’s now scored against 20 different teams in the Premier League. Mix.
— OptaJoe (@OptaJoe) March 19, 2017
My buddy @Fellaini just scored a goal
Here we are in Malaga having a good time with @havarr
Good vibes#raududjoflarnir pic.twitter.com/TNtZCu5dc8— Tómas G Jóhannsson (@TomasJohannss) March 19, 2017
Jesse Lingard gets so much unworthy shit. Gives his all every game and pulls out the odd bit of magic. Love him me
— Jonathan (@jonnyescott) March 19, 2017
Rudy Gestede has scored Middlesbrough’s 1st PL goal from open play in 9 hours & 50 minutes #PL pic.twitter.com/nXFYvFIRtE
— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) March 19, 2017
Jesse Lingard’s game by numbers vs. Middlesbrough:
100% take-ons completed
4 take-ons
4 shots
2 chances created
2 tackles won
1 superb goal pic.twitter.com/WtsPc2CwSY— Squawka Football (@Squawka) March 19, 2017
That’s actually the exact goal Valencia deserves after the way he’s played all season. Like a machine! Work rate, pace & determination.
— Doc (@Doc_Joshi) March 19, 2017
Last time we had seven defenders on the pitch Fabio was one of them…
— Paul (@UtdRantcast) March 19, 2017
🎉 Congratulations to @ManUtd, who have made history by becoming the first side to record 600 #PL wins! #MIDMUN pic.twitter.com/rVUqahd8b2
— Premier League (@premierleague) March 19, 2017
Man Utd are on the longest active unbeaten run in Europe’s top 5 leagues – not losing in 18:
DWDDDWWWWWWDDDWWDW
Goals: 29
Conceded: 11 pic.twitter.com/hVkDAdZnUE— Squawka Football (@Squawka) March 19, 2017
— Hayley B (@Hayles_101) March 19, 2017
Audunn says
Skít hræddur fyrir þennan leik..
Boro oftar en ekki verið til vandræða og svo er það alveg týpíst hjá liði sem er nýbúið að reka stjórann sinn að brillera í leiknum strax á eftir.
Björn Friðgeir says
Dauðakossinn: mér líst bara þokkalega á þetta. Mkhitaryan og Martial á bekknum til að auka í sóknina ef þarf
Turninn Pallister says
Rashford!!
Þù #$@$ verđur ađ fara ađ drullast til ađ nýta þessi færi þegar þù færđ sénsinn!
Hversu gott færi þarftu ađ fá?
Turninn Pallister says
<3 Fellaini
;)
Björn Friðgeir says
Original Turninn Pallister hefði verið fullsæmdur af þessu marki!
Halldór Marteins says
Turninn Fellaini :D
einar__ says
Þessi leikur var eitt stórt bananahýði. Ég sá fyrir mér klassískt ‘fyrsti-leikur-eftir-brottrekstur-þjálfara’ sigur hjá Boro. Þetta var erfitt en hafðist.
Þvílík gleði. Loksins komnir úr þessu guðsvolaða 6. sæti. Reyndar smelltum við okkur í 7. sætið í gær eftir sigur Everton en það gerir bara hástökkið enn sætara.
Victor Valdes, þetta klúður hans í lokin er um það bil það besta sem hann gerði fyrir okkar. Grey kallinn.
Risastór plús á innkomu Rojo. Það er þvílíkt sem þessi leikmaður hefur vaxið. Hann kom mjög öflugurinn í þessa annars tæpu vörn í dag. Smalling í markin og Phil Jones að vera Phil Jones :|
En 3stig, 6. sætið ei meir, skál!
Rúnar Þór says
Skíta taktík hjá Móra kostaði okkur næstum leikinn. Gáfum eftir miðjuna og pökkuðum í vörn og leyfðum bara Boro að dæla inn boltum. Vorum með leikinn í okkar höndum fyrir þetta bakk. Valencia er BEAST
DMS says
Hefði viljað sjá Rashford nýta eitthvað af þessum færum sínum. En ég var mjög smeykur fyrir þennan leik, sérstaklega í ljósi þess að Boro ráku stjórann og það gefur nú liðum oft einhverja ofurkrafta í fyrsta leik á eftir. Er mjög ánægður með 3 stigin en þetta var ekkert sérlega fallegt eftir að Boro náði að minnka muninn og menn fóru að stressast upp við að sigla þessu heim. En hrikalega sterkt að fara inn í landsleikjahléið með sigur. Nú er svo bara að halda áfram að klifra upp töfluna og ná þessu fjandans 4. sæti.
Þórleifur says
Loksins sætur sigur þegar við fáum tækifæri til að hífa okkur upp töfluna og setja pressu á næstu lið !
Lingard bar af í dag ferskur og áræðinn, Rashford fannst mér virka slappur fyrir utan einstaka spretti.
Heiltyfir virkaði liðið þreytt í dag og kærkomið landsleikja frí fyrir sem flesta leikmenn okkar ;)
Turninn Pallister says
Finnst hart ađ segja ađ Rashford hafi veriđ slappur, fannst hann mjög vinnusamur og duglegur ađ koma sér í færi. Hinsvegar er sjálfstraustiđ sennilegast eitthvađ bilađ, fannst t.d. í fyrsta færinu hann vera full kærulaus og svo í dauđafærinu síđar í leiknu þar sem hann er ca 1 og hálfan frá marki þá þrumar hann beint í Valdes, þegar hvađa miskick sem er hefđi lekiđ inn. Þetta er ekki óheppni heldur skortur á sjálfstrausti eđa vöntun á leikformi.
Cantona no 7 says
Góður sigur á liði sem er í slæmri stöðu.
Núna fara liðin fyrir ofan okkur að ókyrrast þ.s við erum á þokkalegu skriði.
Núna kemur kærkomin hvíld fyrir mikið leikjaálag í apríl.
G G M U
Auðunn says
Baráttu og kærkominn sigur.
Spilamennskan ekki sú besta en stigin þrjú er allt sem skiptir máli eftir mikið álag og marga erfiða leiki undanfarið.
Nú fá nokkrir leikmenn kærkomna hvíld enda mikilvægt að hlaða batteríin fyrir komandi leiki.
SHS says
Ok, þrjú góð stig. En vá ég vona að liðið spili aldrei svona leik aftur. Ég hafði enga ánægju úr því að horfa á liðið verjast nánast allan seinni hálfleikinn. Fórum varla yfir miðju eftir að Mata fór útaf. Þetta var Middlesbrough sko, ekki Barcelona. 39% með boltann er náttúrulega bara fáránlegt.
Leikjaálag og allt það blah blah blahhhhhhh. Dreifðu þá álaginu betur manni. Hefur Móri gefið einhverjum leikmanni úr unglinga/varaliðinu sénsinn?
Audunn says
Sammála þér að mörgu leiti SHS, það er dálítil þversögn í því að kvarta undan álagi og nýta svo hópinn ekki betur en raunin er.
Einnig sammála þér í að sama hvaða liði United stillir upp gegn liði eins og Boro þá á stórlið eins og United að gera betur en þetta, hálf vandræðalegt fyrir lið sem eyðir jafn háum upphæðum í leikmenn að spila með 6 eða 7 manna vörn gegn liði eins og Boro, eitthvað sem við stuðningsmenn United erum ekki vanir að sjá.
En vandamál United er ekki eyðsla á peningum heldur gæðin sem liðið hefur fengið fyrir sína eyðslu undanfarin ár eins og ég hef komið inn á mörgum sinnum áður.
Í þessum leik spilaði United Carrick sem er klárlega kominn yfir sitt besta og svo Fellaini sem er getulega séð ekki bjóðandi liði eins og United en fínasti leikmaður fyrir lið eins og t.d W.B.A eða eitthvað álíka. Þessir menn eru ekki að fara að vinna miðjuna gegn neinu liði í úrvalsdeildinni, sérstaklega ekki á útivelli gegn liði sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni.
Það eru reyndar til menn þarna úti sem finnst í alvöru Fellaini vera bara fínn leikmaður og eru ánægðir með að hann sé í United.
Það er hreint alveg með lífsins ólíkindum að stuðningsmenn United skuli ekki gera meiri kröfur en það.
Ég fullyrði að ekkert annað lið á topp 5 í Englandi né önnur topplið í Evrópu hefðu nokkurn áhuga á að borga 10 milj punda fyrir ekki meiri gæði en hann hefur fram á að bjóða.
Þetta er ágætis Tony Pulis eða Sam Allardyce leikmaður þar sem gæðin gjalda oftar en ekki fyrir hörkunni.
Tony er reyndar að gera mjög flotta hluti í dag með WBA en við þekkum allir hans sögu og hans mannorð þegar kemur að því að spila fótbolta.
Þannig að á meðan gæði United eru ekki meiri en raunin er þrátt fyrir mikla eyðslu undanfarin ár þá verðum við því miður bara að sætta okkur við að þetta er það sem þarf stundum að gera til að ná úrslitum.
Hef sagt það áður að ég get alveg sætt mig við svona leiki inn á milli ef við fáum þrjú stig í staðin.
Við þurfum að bíða og sjá hvort Móra takist ekki að losna við menn eins og Fellaini, Darmian ofl farþega í sumar og styrkja hópinn eitthvað.