Bastian Schweinsteiger mun fara til Chicago Fire
.@BSchweinsteiger to join Chicago Fire, subject to medical and visa: https://t.co/CyYuBV4HdG
All the best, Bastian. 👍 #MUFC pic.twitter.com/XKSUA6XJO2
— Manchester United (@ManUtd) March 21, 2017
Það var gleði hér á blogginu þegar hann gekk til liðs við United en það er óhætt að segja að dvöl hans hjá United stóð ekki undir þeim væntingum.
Við erum með könnun á Twitter um ástæður þess
Bastian Schweinsteiger var:
— Rauðu djöflarnir (@raududjoflarnir) March 21, 2017
og fyrstu niðurstöður eru nokkuð afdráttarlausar.
En við óskum Bastian góðs gengis í Chicago og þökkum fyrir okkur.
Björn Friðgeir says
Ég er greinilega í miklum minnihluta, en ég sé ekkert eftir honum. Átti varla góðan leik, meiddist og gerði ekkert eftir það til að koma sér í form eða liðið
Hefði verið frábært að fá hann fyrr og ég var mjög spenntur, en varúðarraddirnar þegar hann kom áttu svo sannarlega rétt á sér. Hann var búinn að vera, en græddi vel á okkur.
Turninn Pallister says
Var aldrei hrifinn af honum þegar hann spilađi međ FC Bayern. En þar var ég sennilegast blindađur af hatri mínu á því liđi, því vissulega var hann frábær fyrir þá. En í þessari setningu liggur mergur málsins. Hann „var“ frábær! En þegar Basti gengur til liđs viđ okkur þá var hann kominn á kaf í frystikistuna hjá Bayern. Hann var í raun kominn á endastöđ ferilsins í heimsklassa og hefđi sennilegast frekar átt ađ flytja til US&A eđa Kína heldur en til Manchester.
Basti er samt teamplayer og mikill leiđtogi. Hugsa því ađ hugmyndin hjá Van Gaal hafi frekar veriđ ađ fá hann til þess ađ styrkja sjálfan sig í klefanum eđa ađ reyna ađ hafa áhrif á hugarfar annara leikmanna, fremur en ađ verđa einhver byrjunarliđsmađur.
Þađ er fínt ađ hann fari núna, því miđur er bara hans tími á hæsta level-i liđinn. Þađ er miklu betra ađ búa til pláss og launasvigrúm fyrir yngri og hæfileikaríkari leikmenn núna.
Farvel!
Audunn says
Því miður eru þetta típísk viðbrögð stuðningsmanna United.
Hef séð þau áður í tilfellum manna eins og t.d Tevez, Di Maria ofl .
Leikmenn fara frá því að vera æðislegir yfir í að vera flopp, ofmetnir osfr á einni nóttu sem er í fæstum tilvikum sanngjarnt.
Bastian var alltaf góður þegar hann spilaði heill í rétta forminu að mínu mati, ég get þó amk sagt það með góðri samvisku að hálfur Bastian er betri leikmaður en 100% heill Fellaini.
Móri þurfti að fórna einhverjum þegar hann kom til United, við höfum svo oft séð að nýjir stjórar fórna einhverjum leikmanni til að sýna hinum hver það er sem ræður.
Guardiola gerði það sama með Hart osfr.
Í tilviki Móra var Bastian sá sem hann fórnaði enda fékk maðurinn mjög svo ósanngjarna meðferð frá degi 1.
AÐ sjálfsögðu veit ég ekki hvað gerist innan veggja liðsins og hvort Bastian átti þessa meðferð skilið, við sáum einhverjar fréttir af því að hann hefi verið gagnrýndur fyrir að æfa ekki meira eða einbeita sér meira að því að koma sér í form í stað þess að elta konuna sína á tennismót hingað og þangað.
Sú gagnrýni á eflaust rétt á sér án þess þó að ég hafi hugmynd um það.
EN hvað sem því líður þá neita ég að trúa því að Móri hafi ekki gengið inn í það mál og hreinlega skipað honum að leggja meira á sig.
Ef hann hefur ekki gert það þá verður maður að efast um hann sem stjóra, ef hann hefur gert það án þess að Bastian hafi hlustað á hann þá er klárt mál að leikmaðurinn er ekki að vinna vinnuna sína.
Á samt afskaplega erfitt með að trúa því að jafnmikill atvinnumaður og Bastian er (hefur ítrekað fengið hrós frá fyrrum þjálfurum og leikmönnum) skuli allt í einu einn veðurdag ákveða að hann nenni þessu bara ekki lengur.
Ég hefði alltaf viljað fá þennan leikmann til United fyrir svona 5 árum, þegar hann er í formi er hann klárlega frábær leikmaður með einn mesta leikskilning sem sést í boltanum.
Hann er jú hægur en önnur gæði eins og leiðtoga, sendingar og leikskilningur vega það upp og gott betur.
Magnús Þór says
Auðunn: Ef að Schweinsteiger er í þeim klassa sem þú telur hann enn vera í. Hvers vegna hefur ekkert annað lið en Chicago Fire sóst eftir kröftum hans?
Audunn says
Kannski langar honum bara að prófa USA, heldur þú virkilega að t.d Gerrard og Beckham hafi ekki getað valið úr liðum í Evrópu þegar þeir fóru til USA?
ALveg klárt mál að hann er kominn á síðustu metrana á sínum ferli, spilar kannski þetta max tvö ár í viðbót og afhverju ekki að eyða þeim í USA þar sem hann og hans fjölskylda getur lifað mjög góðu lífi?
Turninn Pallister says
Ég eiginlega verđ ađ gera smá athugasemd viđ þađ ađ þetta séu „típísk“ viđbrögđ stuđningsmanna United. Hér var ekkert veriđ ađ níđa skóinn af honum (ólíkt því sem oft er gert viđ Fellaini t.d. og er ég þar ekkert saklaus). Basti er bara því miđur ekki lengur leikmađur á því leveli sem United þarf á næstu leiktíđ. Fyrir utan ađ vera kominn á þennan aldur þá hefur hann oft veriđ meiddur og er auk þess fremur hægur. Ef mađur er međ einhverja tilfinningasemi, þá myndi ég miklu frekar ađ gerđur væri árs samningur viđ Carrick heldur en Basta.
Ég er virkilega spenntur fyrir sumarglugganum og tel þađ nauđsynlegt fyrir Mourinho ađ grisja hópinn til þess ađ geta byggt upp í kringum þann kjarna sem hann sér fyrir sér á næstu árum. Þađ hefur oft þurft ađ gera t.d. fórnađi Ferguson nokkrum sinnum leikmönnum sem pössuđu ekki lengur, voru honum ekki þókknanlegir eđa til ađ rýma fyrir enn betri leikmönnum. Ég hugsa ađ brotthvarf Basta sé einungis byrjunin á nauđsynlegum hreinsunar ađgerđum hjá okkur til þess ađ liđiđ verđi aftur samkeppnishæft viđ sterkustu liđ deildarinnar, hvađ þá Evrópu.
Rúnar Þór says
Mér finnst þetta skrýtin tímasetning. Að losa sig við Schweinsteiger núna. Hefði viljað sjá hann klára tímabilið og sjá Móra nota hann, sérstaklega í ljósi meiðsla og þess háttar. Hans kraftar hefðu nýst og hefðu klárlega verið hægt að nota á endasprettinum
Tony D says
Hann fékk ekki tækifæri til þess að sanna sig hjá Móra til þess að sýna hversu hann er megnugur og ekkert sérlega góða meðferð. Þó má segja að hann hafi fengið tækifæri til þess að færa sig annað en knattspyrnan er kaldur heimur og er ekki stjórnað af tilfinningarsemi. Það er erfitt að dæma frammistöðu hans inn á vellinum vegna þessa en hann var vissulega ekki á sama klassa og hann var fyrr á ferlinum en hlutverk sem hann myndi sinna á vellinum er bara einfaldlega upptekið af Carrick og Basti hefur kannski ekki sýnt að hann eigi sætið skilið ef miðað er við síðasta tímabil. Ég var mjög spenntur fyrir honum og hann var í miklu uppáhaldi hjá mér áður en hann var keyptur og leiðinlegast er að hann hafi ekki náð að slá almennilega í gegn. Reyndar skrýtið að hann skuli fá að yfirgefa félagið núna þegar leikjaálagið er svona mikið næsta mánuðinn en skiljanlegt samt.